Norðri - 30.03.1906, Page 1

Norðri - 30.03.1906, Page 1
1906. I,, 13 Akureyri, föstudaginn 30. marz. Jönatan Porláksson óðalsbóndi á Þórðarstöðum. Dáinn 1906. (Terzínur.) Snjókistan hvíta, forni fannasalur, mér finst þú anda kaldar’ en að vanda, og þér sé gengið, gamli Fnjóskadalur. Bláar af kulda brúnir bórðar banda, °g bæ hans yfir lýsir valur vígi; þeim vargi rjúpan lengi fól sinn anda. Og hvar er skrautið, — skógarhaginn nýi, skrúðsængin mín í fyrra, þar sem lá eg ? Að valt sé yndið, verður seint að Iýgi! því fegri blett á fróni hvergi sá eg af föðurtryggð og elsku nærðan, varinn. Vesælings skógur: föðurlát þitt frá eg\ Hver björk þín grætur, vetrar-veðri barin, þótt verði tárin kristalsbjört að frósa, og gleði þín og framtíð sýnist farin. F*ví faðir þinn og fóstri, vörður, ljósa, er fallinn — hann sem gaf þér dýrri klæði, en nokkur Iandsins lundur mátti hrósa. Hann lifði þér, og Iands síns óð og fræði. En iít nú upp og sjá hvar upp í dalinn fer dökkleit fylgd um fönnum hulið svæði! Tvær fara fyrir : gyðjan góða S a g a, og gróðrardísin hér í þessu landi, hún Huld, sem þjóð vor hrygði langa daga. Nú harma þær, og þó sem börn í blundi, þser brosa, sem þær dreymi fegri tíðir, er mörkin vex, þar vinur þeirra undi. Og allan dalinn fylla skógar fríðir °g fræðin spöku lifa á allra tungu °g friðsæl gleði græðir alt og prýðir. F*ei! hlustum á! — eg heyrði hvað þær sungu: «Nú hvílist þú að loknu snildarverki, «og bráðum vakna vorfuglarnir ungu! «Vinurinn góði, frómi, fróði, sterki, «þín frægð skal búa í sumartónum glöðum; «þú barðist vel und beggja okkar merki. «Og minnisljóð þín munu sjaldan þagna «á meðan vara kvæðin dýrra sagna, «og glóir lundur grænn á Pórðar- stöðum«\ Matth. Jochumsson. Trúin á landið. Til Guðm. Hannessonar. Vill Norðri flytja þessi orð: ? í aðalefninu — því hvort hér sé líf- vænlegt — kemur O. H. saman við mig í síðustu greininni um «trúna a landið» (Nl. 10. marz), og að því leyti er óþarfi að svara henni. Að okkur komi saman að þessu leyti vill hann þó ekki kannast við, og skapar mér svo skoðanir, sem eg hefi aldrei haft né látið í ljósi, til að berjast við. F>essi bardagaaðferð virðist mér hreinn og beinn óþarfi, og ekki samboðin Guð- mundi — satt að segja. Hann efar það ekki nú, að náttúra íslands hafi áhrif á íbúa þess, sem geti verið til góðs. F*etta hefir ekki komið fyr fram af hans hálfu í þessu ináli, og það var einmitt það, sem eg fyrst og frenist var að benda á í Norðra 23. febr. Um þetta atriði virðist mér því að deil- an hefði mátt falla niður. En þvert á móti spyr hann — að því er virðist einungis til að leita að höggstað — hvað það sé, er sé sérstaklega stórfelt við náttúruna hér. Eg hef aldrei talað um þetta sérstaklega, og að því leyti er ekki ástæða til að eg svari spurningunni. En þó skal eg gera það og segja honum, að hið sérstaklega muni fremur vera sérstakleg sambönd hins sérstaklega, en nokkuð sérstaklega sérstaklegt. Hafi hann ekkert upp úr þessu er það hans sök en ekki mín. F*á tala O. H. urn þá «kreddu» , að «hér verði menn öðrum framar miklir menn, af því hér sé við svo margt að stríða». Eg þekki ekki þessa kreddu frá öðrum en honum og hef eg ekki vitað neinn mann halda henni fram. En af því hún kemur nú í ann- að sinn hjá O. H. í þessari okkar viður- eign, þá lítur helzt út fyrir að hann sé að skapa hana handa mér. Fyrir það kann eg honum þó enga þökk og má hann gjarnan láta ,þá sköpun vera mín vegna. Ekki þarf hann heldur að fræða mig á því að hér sé margur mað- ur með bogið bak og beygða sál. Eg veit það, að eg hygg, fult eins tilfinn- anlega eins og hann — en veit líka að svo er einnig annarstaðar, án þess að það sé ætíð landinu að kenna- G. H. þykir mig vanta þekking á öðrum löndum til þess að skilja Island rétt og segir að ef eg hefði dvalið í útlöndum, þá mundi eg ekki bera land- inu söguna betur en hann. Hvaða sann- anir hefir hann fyrir því? — En út af þessu vil eg benda Q. H. á það. að til þess að dæma um lýsingu lands, er þó allra nauðsynlegast að hafa landið sjálft til samanburðar við lýsinguna. Og að eg hafi komist nærri hinu rétta með því að fylgja þeirri aðferð, tel eg að minsta kosti sennilegt — meðal annars vegna þess, að G. H. hefir altaf þok- ast nær og nær minni skoðun á málinu, þangað til munurinn er ef til vill ein- göngu i Ijósinu yfir myndunum. G. H. getur þess í upphafi greinar sinnar, að hann hafi fengið bréf frá út- lendum manni er líti sömu augum á landið og sjálfur hann. Pessu trúi eg mæta vel. Hið einkennilegasta við þess- ar ritgerðir G. H.sem hér er um að ræða, er einmitt það að hann lítur á landið (að því er mér virðist) eins og útlend- ingur — lítur á það eins og maður lítur á konu, sem hann hefir séð einu sinni eða tvisvar og ekki orðið snortinn af, en ekki eins og sonur lítur á móð- ur, sem hefir alið hann og fóstrað, Og hver mundi hafa fleiri skilyrðin til að komast nær hinu sannasta um eðli kon- unnar? Má eg skjóta hér inn fáum orðum til ritstjóra «Norðurlands«? — Hann læst gera háð að því í «N1« 3. marz að eg eigi landinu að þakka «mikin og dýran sálarauð« — finst víst að orðin séu töluð af mikillæti. Hann um það, ekki tek eg þau aftur. Eg lít svo á, að ættjarðarástin sé ætíð sálarauður, hverjum þeim, sem hana ber í brjósti. Ef ritstjóri «NI.« hefir enga reynslu fyrir því að svo sé, á fimmtugs aldri, þá skal mig ekki furða þótt hann eiri því að eiða tíma sínum til þess að «kljúfa hár« í «Norðurlandi. Svo sný eg mér aftur að Guðmundi. Hann segir að síðustu: «S. F. finst trú mín á fólkið, komi illa heim og saman við það að vér séum mótstöðu- litlir fyrir útlendum áhrifum. Eg sé ekki að þetta komi í bága. Japanar hafa tekið gott og ilt eftir útlendingum og er eigi síður mikið í þá spunnið.« Mikið er hæft í þessu síðasttalda. En mundi hann kalla þá «vesalinga« Japana fyrir það? Sambönd eru altaf sambönd Guð- mundur góður. Einhverstaðar spyr G. H. mig þess hvaðan eg hafi það að hann álíti landið svo ilt að það geti ekki orðið hæfilegur bústaður siðaðrar þjóðar. Fetta er ein af þeim skoðunum sem hann skapar handa mér og í þessu tilfelli sýnist mér réttast að hann skapi svarið líka. Sigurjón Friðjónsson. Sýslufundur Suður-Pingeyinga var haldinn á Breiðumýri 27. febr. til 3. marz þ. á. Var mesti fjöldi mála til meðferðar á fundinum, eru þetta helztu nýungarnar: Á aðalfundi í fyrra ákvað sýslunefnd- in að stofna sýslubókasafn á Húsavík, og var frumstofn þess, gefnar bækur Lestrarfélags Húsavíkur og Bókafélags- ins «0. S. & F.« Sýslubókasafnið var opnað til útlána fyrir almenning í byrj- un marz mán f. á. og lagði bókasafns- nefndin fram á fundinum ársreikning safnsins og skýrslu um hag þess. Bóka- eign þess er nú tæp 8C0 bindi (þar af um 500 útlendar bækur) margt mjög góðar bækur. Kostnaður sýslusjóðsins næstl. ár var rúmar 120 kr., nú legg- ur sýslunefndin 150 kr. til þess móts- við landssjóðsstyrkinn. Lestrargjald er 1 kr. um árið og lítur út fyrir að safn- ið muni verða notað all mikið. Á fundinum var mikið rætt um kvenna- skólamál, enda lágu fyrir erindi um það mál frá kvenfélagi Suður-F’ingeyinga og frá kvennaskólanefnd Eyfirðinga. Kom sýslunefndarmönnunum saman um, að kvennaskólar þeir er vér nú höfum séu alls eigi fullnægjandi, og töldu líklegasta ráðið til þess að bæta úr þessu, að stofna hússtjórnar eða búnaðarskóla fyr- ir konur með stuttu námsskeiði, þar sem aðaláherzlan sé lögð á verklega fræðslu, eða þá að breyta kvennaskól- um vorum í þetta horf. Fræðslu þá er kvennaskólarnir nú veita og ekki mundi fást á þessum skólum mun hent- ast að ætla sameiginlegum gagnfræða- skólum. Sýslunefndin væntir að Eyfirð- ingar muni vilja taka höndum saman an við Suður-Þingeyinga um stofnun þannig lagaðs skóla eða breyting hins gamla kvennaskóla í þetta horf, og veit- ir 300 kr. styrk til skólahalds á Akur- eyri næsta vetur í fullu trausti til þess, að samningar takist. En mikla áherzlu leggur sýslunefndin á að hinn fyrirhug- aði skóli verði í sveit. F’á kaus nefnd- in alþingismann Pétur Jónsson á Gaut- löndum til þess að mæta fyrir hönd sýslunefndarinnar á fundi kvennaskóla- nefndar Eyfirðinga næsta sumar. Á fundi þessum ákvað sýslunefndin að leggja á brúargjald samkvæmt lög- uin 26. febrúar 1898 og hefir það eigi verið gert hér í sýslu fyr. I landsdóm voru þeir kosnir: Steingr. sýslum., Sigurður í Felli, Sigurjón Frið- jónsson og sra. Árni í Grenivík. Osk- að var eftir mæling fyrir akbraut, mælt með skifting Hálshrepps o. fl. smávegis. Kol. hafa fundist á Spitsbergen og þykja góð. Kolasvæðið hefir verið rannsakað og mælt og segir sagan að þar muni fólgnar 460 millión tonna af kolum. Félag er myndað til að vinna námuna, og eru saman um það Ameríkumenn og Norðmenn- Gera þeir ráð fyrir að hafa 3o/o ágóða með því að selja kolin í F’rándheimi fyrir 11 kr. tonnið. Vér ísl. liggjum flestum betur fyrir kolaflutningi frá þessari námu, og er það óvanaleg aðstaða fyrir oss. Mætti svo verða, að oss yrði verulegur hagur að þessu, ef þetta er ekki «Humbug«. Guðmundur skáld Friðjónsson hefir verið hér í bænum að undanförnu. Hann hélt fyrirlestur á Hótel Oddeyri 11. þ. m. umfegurðog skáldlegt gildiæfintýr- anna á öllum öldum og hjá öllum þjóð- um, og skýrði efnið með dæmum. Fyr- irlesturinn eða rœðan (því ekkert hafði hann skrifað) var hinn skemtilegasti; enda var aðsókn svo mikil að eigi að eins var salurinn fullur, heldur stóð fjöldi fólks í næsta sal og í forstofunui allri til dyra. A eftir las hann upp langt og vandað nýtt kvæði eftir sjálfan sig. Var að öllu gerður hinn bezti rómur. Hann flutti síðar rœðu í gagnfræða- skólanum fyrir öllum nemendum skól- ans, um fegurð máls og frásagnar í forn- ritum, um bylgjuhreyfingar í hinni and- legu og líkamiegu náttúru og um land- varnir.

x

Norðri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.