Norðri - 30.03.1906, Side 2
52
NOWÐR!.
NR. 13
m
--
NORÐRI
Qefinn út af hlutafélagi.
Ritstjóri: Jón Stefánsson.
Skrifstofa Hafnarstrœti 3.
Prentsmiðja B. Jónssonar.
FráAkureyri til Reykjavíkur.
Ferðasaga eftir Arna prófast Jónsson.
I.
Kæri vin!
Eg lofaði að skrifa þér fáeinar Iínur,
til þ:ss að láta þig vita, hvernig mér
liði á leiðinni og ferðin gengi.
fJ i þótti óvænlegt fyrir mig, að leggja
upp í svona langferð, alla leið landveg,
frá Akureyri til Reykjavíkur, um hávet-
ur, viku af þorra.
E hafði heldur ekki hug til þess,
að I - 'gja það nákvæmlega niður fyrir
mér, áður en eg hélt á stað, hvaða erf-
iðleii; =r væru fyrir á leiðinni, og að nú
mund- annað en þá, þegar við fóruin
áðtir lessa sömu leið, glaðir og í góð-
um i.ig, í sunnan átt og sólskini á
sum tdegi. — En það eitt dróg mig
til far irinnar, að eg hafði verið kvaddur
til að reka nauðsynja erindi, þótt eg
finn; lanmátt minn til að Ieysa það svo
vel :: hendi. sem eg vildi og vera
ætti. —
þ. ( var hinn 27. janúar, um morg-
uninn að eg lagði upp með póstinum.
Mér i rá nú við fyrst í stað, að fara út
úr anum og þægindunum, sem eg
mæt í hverju húsi hjá ykkur á Akur-
eyri. i að var að vísu hreint ogbjart veður,
enah; úkið frost(8°R),ogsunnanamrandi,
setti egar renningsstrokur fram af fjalla-
hyrr . uim. Fönnin, lognfönnin, sem féll
dagi i.i áður, lá mjúk og mjallhvít yfir;
hafð hún sléttað alt og blindað.
Brautin nýja, sem verið er að gjöra
út Kræklingahlíðina, var samt uppi. En
okkur þótti hún ná heldur skamt, og
þegar kom út á Mýrarnar og Mold-
hauf i ahálsinn, þá fóru hestarnir að velt-
ast itn þúfurnar eins og í fyrstu snjó-
um í haustdegi. Því að fram að 15.
janú r mátti heita atauð jörð þeunan fá-
gæta snjólausa vetur, sem vart hefir
komið annar eins í Norðurlandi, næstl.
59 ar, síðan 1856. — En nú setti að
með snjóana.
Öxnadalur og Öxnadalsheiði var það
sem r.g hafði einkum kviðið fyrir á leið-
inni. Rað mundi reynast langt og leið-
inle; t En það mundi engu vera að
kvíð i, þá er það væri unnið, og komið
í hi .ir fögru sveitir Skagafjörð og
Húi r/atnssýslu. Það eru naumast allir,
sem v ta það, að frá Akureyri og í Bakka-
sel, ; m er undir Öxnadalsheiði, er 12
tíma lestagangur. Hestarnir óðu fönn-
ina hné/.Pað sýndist langt og ömur-
legt að horfa fram í dalinn á móti sunn-
an nepjunni
Rað fór að verða hríðarlegt í lofti
og tók að dimma til fjallanna. Pó var
það únn sólskinsblettur, sem eg var
altaf ð svipast eftir og það var þar
sem:
'Ástarstjarna
yfir Hraundranga
skín á bak við ský«.
Það ar Hraundranginn þ^ssi á tind-
unu fyrir ofan Hraun, þar sem Jónas
Hal! ímsson fæddist. Og þegar eg
loks á hann koma fram undan fjalla-
röðie ú, þá fanst mér birta yfir öllu,
öl! f orin að verða léttari og líflegri eftir
það — Rað var komið að kveldi.
Da rúnin síðasta lagði bjarma sinn
þan.a einmitt yfir fjallseggina, og þrátt
fyrir það, þótt að öðru leyti væri þykt
í Iofti, nóttin væri dottin yfir dalinn,
fannabreiðan svo tilbreytingalaus og vetr-
ardauði yfir öllu, þá fanst mér þó í
huga mínum:
«Geislar sumarsólar —
silungsána gylla«
«þar sem háir hólar —
hálfan dalinn fylla.»
Og mér þótti vænt um að minnast
þess þarna, að eg hafði í fórum mín-
um 50 kr. sem ungu stulkurnar í Sveit-
inni minni höfðu safnað til minnisvarð-
ans — hans Jónasar. — Eyrinn verður
kaldur í myndastyttunni hans, en aur-
arnir, sem á að reisa hana fyrir ættu
að koma frá gjöfulli mund og glöðum
huga þjóðarinnar barna, sem hafa séð
yfir «Sæludalinn« og ljóstæru lindirnar
«listaskáldsins góða«. —
Eg tek nú aftur fram fyrir.
Pósturinn lagði upp með þunga lest,
7 kúffortahesta og 2 að auki. Samferða-
menn voru altaf að bætast í hópinn,
svo að seinast voru þeirorðnir 10 menn
(með póstinum) allir Aíðandi, og 10
hestar að auki í lestinni. Vildu allir þessir
nota sér leiðsögn — og slóðina pösts-
ins. — Hann fór á undan eða fylgdar-
maður hans sína réttu braut og dróg
alla á eftir sér eins og gufuvagn, sem
dregur langa lest. Stundum fóru þeir
báðir á undan, þar sem voru lækir, eða
umbrot, gil eða gljúfur. Það var líkt
eins og þegar tveir gufuvagnar eru sett-
ir fyrir lestina á örðugustu stöðunum í
Klettafjöllunum. — nema við fórum
hægra.
Meðal samterðamannanna voru 2 ungir
og fjörugir Eyfirðingar, er ætiuðu suð-
ur í Reykjavík, að taka námsskeið eftir-
litsmanna með nautgriparæktunarfélög-
um. Pótti mér vænt um þann áhuga,
sem þeir sýndu í þessu, til að styðja
svo þarflegar stofnanir, Pá var og
stúlka þingeyzk, er suður fór að læra
yfirsetukvennafræði. Húnvetningar 3
voru með og á eftir öðru hvoru. Höfðu
þeir farið norður næst áður með pósti,
og voru nú á heimleið. Hafði einn
þeirra tekið sér konu unga og fríða í
Eyjafirði. Vað það hraustlega gjörtum
hávetur. Brúðurin var og í förinni, og
lofaði lítt leið og færi.
Eftir stífa 8 tíma hvíldarlausa ferð frá
Akureyri komum við í myrkri að Pverá
í Öxnadal. Par býr Stefán Bergsson,
góður bóndi. Fengum vér þar greiðar
og góðar viðtökur. Var það notalegt
að koma inn í baðhita eftir að hafa
norpað svo lengi úti á leiðinni.
Færðin var söm daginn eftir, og þó
öllu verri um Bakkasel og á Öxnadals-
heiði norður fyrir Grjótá. Víða umbrot,
og varð ekki riðið í slóðina, þó að 20
hcstai væru búnir að troða hana á und-
an. Pá var haldið hvíldarlaust í 13
tíma að Silfrastöðum. Hestunum aðeins
gefin einu sinni töðutugga — á Kot-
um- Fremri.
Pá slóst í förina Skagfirzkur bóndi,
er kunni frá ýmsu að segja af liáttum
úr sínu héraði. En á heiðum uppi,
þegar látið er þramma fót fyrir fót, þá
er öll dægradvöl vel þegin. Hann taldi
það mikið mein á verzlun þeirra á
«Króknum«, hvað lítið væri gjört að
vöruvöndun. Engin munur væri gjörð-
ur á ullargæðum. ekki heldur kjöti af full-
orðnum sauðum og fjallalömbum. Sama
vildi einnig viðbrenna á hrossamarkaðin-
um. Menn gerðu tiltölulega lít-
inn mun á 5 vetra foluin og þrévetrum
trippum. Skagfirðingar eru uppgangs.
menn miklir, fjölga einkum hrossunum,
og væri því gróði mikill, ef þau gætu
orðið góð vara. Magnús hreppstjóri
Gíslason á Frostastöðum, er nú taiinn
einna ríkastur. Tíundar yfir 50 hundr.
Byrjaði þó ekki búskap fyr cnfyrir3ár-
um. En var orðin svo fjárríkur áður,
að hann lagði inn 1200 pund af ull.
Svona má græðaá garnla íslandi og
þarf ekki til Ameríku. — En nú komum
við að Silfrastöðum. eftir dagsetur í
tnngsljósi, og urðum fegin hvíld og góð-
um beina.
Framh.
Hvers vegna? Vegna þess!
Eins og lesendum Norðra er kunnugt
hefir hann haft meðferðis bréf til mín
frá Jóni Jónssyni, sem margur mætti ætla
að eg hefði hug á að svara fullum hálsi.
Eg hefi þó ráðið það af, eftir nákvæma
hugsun, að gera ekki ágreining okkar að
þráðbeinu umræðu efni.
Hvers vegna?
Vegna þess fyrst og fremst, að eg
hefi sagt það um mótstöðu menn mína
í syslunni, sem mestu máli skiftir — það
eitt.
í öðru lagier öllumalmenningi óskeinti-
leg hver og ein ritdeila, sem hefir
langt trýni og langan hala. Ef eg svaraði
Jóni mundi það verða langt mál, og
væri þá síður en ekki séð fyrir endann
á halanum.
í þriðja lagi þykir mér gott að aka
heilum vagni heim úr þessum ófriði.
Pað þykist eg gera. Eg þykist hafa
neytt þeirra vopna að eins, sem geymd
hafa verið í hreinu méli. En þegar um-
ræðuefnin fjölga og smækka, eins og
oftast verður í ritdeilum, þá færast ágrein-
ingsefnin frá alfaraveginum inn í heima-
húsinu og er það aldrei tii ánægju né til
afnota almenningi.
Pað tel eg rétt í alla staði. að ræða
sýslumál og héraða í blöðunum. Eg
sé ekki eftir þvi að hafa gert það og
og tel það rétt mætt ef ekki er farið
inn fyrir bæar-dyrin. Ef til vill kynni eg
að ganga of nærri nágunganum, ef eg
kæmist í vígahug þann sem fylgja mundi
nýjum skilmingum.
í fjórða lagi er rétt að minnast orða
Björnssons, þeirra sem eitt hvert leikrit
hans endar á og sem þaiinig eru:
«Einhver verður að byrja á því að
fyrirgefa.»
Með þessu er það ekki sagt, að eg
muni sitjast í helga steininn hvorki í
pólitísku nágrenni við sýslunga mína,
þegar málum er mælt heima í héraði, né
heldur í blöðunum, þegar mér þykir
ástæða til uinræðu um almennings mál.
Orð mín um æskuna og hugsjónirn-
ar og þær og stjórnina hafa verið gerðar
að umtali í ýmsum blöðum, Austra,
Lögréttu og ef til vill í fleirum. Á það
málefni mun eg minnast sérstaklega,
einhverntíma og á einhvern pappir láta,
ef eg fæ tíma og tóm. Pá hefi eg í huga
orð Jóns Jónsso.iar í Norðra u»n það
efni, sem hann beindi að mér-ogsjá-
um þá hvað setur.
Guðm._ Friðjónsson.
Frétta-pistlar.
Sauðárkrók, 13. marz 1906.
Sýslufundur — Meðferð hrossa —
Jarðleysi — Ódýrar vörur —
Verzlunarhorfur. —
Hún er liðin, sýslufundarvikan. Pað er
viðburðaríkasta vikan hér í kauptúninu. Þá
streymir fólkið úr sveitinni til að fylgjast
með rás viðburðanna í héraðsstjórninni, og
svo um leið að leita sér upplyftingar við
sjónleiki og aðrar smáskemtanír, sem um
þær niundir er opinn aðgangur að.
Hann stóð yfir í 6 daga í þetta sinn
sýslufundurinn hérna, eða frá 27. febr. til
4. þ. ni. og mætti ýms tíðindi frá’ honum
segja, en af því eg veit til að Norðri hefir
fengið alla fundargerðina sleppi eg því að
mestu.
Eitt hið þýðingarmesta sem á fundinum
gjörðist hygg eg hafi verið það, að kosin
var þriggja manna millifundanefnd til að
athuga hrossaeign Skagfirðinga m. fl.
Nefnd þessi hefir fengið til meðferðar
málefni, seni miklu varðar fyrir þetta hest-
auðugasta hérað landsins, og virðist þessi
vetur ætla að færa rækilega heim sanninn
um, að hér sé orð í tíma talað, og engin
vanþörf á að koma fram með hyggileg ráð
gegn hinni gengdarlausu hrossamergð og
hinu jafn gengdarlausa fyrirhyggjuleysi
margra um bjargráð handa þessum vesal-
ingsskepnum, þegar »frís í æðum blóð«.
Og svo hefir nú tíðin farið að um langan
undanfarinn tíma, að jarðlaust má heita í
flestum bygðum héraðsins, og fjölmörg hross
komin á hús og hey, en voði fyrir dyrum
nreð hin, sem úti eru, komi ekki bráður
bati.
»Mjölnir« kom í vikunni sem leið og með
honum vörur til Gránufélagsins. Það þóttu
tíðindi, þegar sú fregn barst út, að verzlun
þessi hefði sett til muna niður verð á öll-
um útlendum vörum, og jafnframt að tvær
aðrar hinar stærstu verzlanir hér ætluðu að
gjöra slikt hið sama. Mun það vera ætlun
kaupmanna, að borga íslenzkar vörur með
sanngjörnu verði, og afnema þannig hið
falska verð sem einatt hefur áður verið greitt
fynr þá vöru. Ekki verður því neitað að
umbót er þetta mikil, og er vonandi að
kaupmönnum iánist að koma verzluninni
með þessu fyrirkomulagi í betra horf en
verið hefir. Æskilegt væri og að kaup-
mennirnir sæu sér fært að kaupa ísl. vörur
fyrir peninga út í hönd, en sennilega verð-
ur það erfitt, meðan bankaruir ekki setja
upp útibú hér.
Hver áhrif þessi breyting á verðlaginu
við fastaverzlanirnar kann að hafa á hinn
almenna kaupfélagsskap skal ósagt látið, en
hugsast getur þó og er enda ekki ótrúlegt,
að verðlækkun komist einnig á innan þeirra
vébanda, þar sem kostnaðurinn við rekstur
föstu verzlananna hlýtur þó ávalt að vera
stórum mun meiri en hjá kaupfélögunum.
Hið Skagfírzka kaupfélag opnar söludeild
með vorinu.
Mývatnssveit, 11. marz 1906.
Fréttirnar fáar. Þorrinn var harður og
góan það sem af er snæsöm og breytin í
skapi. Enn þá hefir ekki gefið til þess að
aka símastaurunum hingað upp eftir, flestir
vona, að þeir komist þó alla leið sína og
ekki þurfi að tefjast verkið fyrir þá sök.
Finnast kunna þó hér í svcit þeir menn,
sem ekki mundu angrast mjög yfir því, þótt
hér yrði árekstur og tálmun á símalagning-
unni. Rannsóknir og rýningar sumra manna
hneigjast að Marconi og loftskeytunum og
þeim virðist svo, að við hinir séum gamlir
í skoðunum og afturhaldsmenn í anda. Þeir
menn eru mér vitanlega þó ekki margir hérna
við vatnið, sem amast stórum og einarð-
lega við símanum, og sumir þeirra eru
nokkuð gamlir og um ungan og framgjarn-
an anda þeirra hafa fæst orð minsta ábyrgð.
Heilbrigði manna hér ail-gott, en hey þykja
mikilgæf, enda nokkuð víða skemd og sauð-
fé fóðrast illa, amar víða að því lungnaveiki
og hlessingur. Dýralæknarnir hafa lítið koin-
ið sér við að leiðbeina okkur bændunum
með þessa hveimleiðu kvilla. Þeir eru fáir
og verkin sýna þess líka merkin að svo sé.
Þorgils.
Hornstranda-bréf
28 jan. 1906.
Blaðakaup. — Pólitík. — Hafís.
Þeir sem helzt kaupa blöð hér, kaupa
sunnanblöðin Isafold og Þjóðviljann. Menn
eru hér flestir minni hluta menn en það
kemur mest af því að þeir hafa ekki athugað
málið frá annari hlið en þeir sjá í nefndum
blöðum Að hinu leyti gerir fátækt manna
það, að þeim, sem kann skeervon, ógnarþessi
hái tollur semorðinn er á kaffi, sykri, tóbaki
o. fl. En fyrir þurrabúðarfólk má það, að
minsta kosti kaffi og sykur teljast nauðsynja-
vara. Hvað önnur aðal mál, svo sem ritsíma
og skipaferðir snertir held eg að flestirhér
setji sig nú ekkí svo vel inn í þau að þeir
geti dæmt ttm þau til hlýtar.
Veðráttan hefir oftast verið góð í vetur,
það sein af er, en þó miklar og stöðugar
vestan áttir. Eru því kunnugir menn mjög
luæddir um að hafís komi hér seinna i
vetur og er slæmt til þess að hugsa. -