Norðri - 06.07.1906, Page 1

Norðri - 06.07.1906, Page 1
Akureyri, föstudaginn 6, júlí, 1906. 29. ---—ff VERÐLAUN. &------------------ „UNGA ISLAND“, myndablað handa börnum og unglingum, býður kaupendum sínum og útsölumönnum betri kjör, en annars eru dæmi til um blöð hér á landi. Eitt meðal annars er það, að blaðið veitir verðlaun 1. október þ. á. þeim útsölumanni, er þá hefir aukið mest kaupendatöiu sína á þessu ári: /Wjög vandaða rúmsjá (Stereoskop) með 60 myndum (tvöföldum ljósmyndum). Hér gefst bezta tækifæri öllum vinum blaðsins að reyna sig. Athugið að í ýmsum sveitum vantar blaðtð enn útsölumenn og allir útsölumenn hafa sín sölulaun og önnur hlunnindi, þó ekki nái nema einn þessum verðlaunum. _ . Pað sem pamað er af blöðum eftir 1. júni, verður að borgast um leið.— Munið eftir Fyrir 1. október. Ö0JJJjaa3a3aQQaQQQaa55aaQQjjjajjajjjJjajJJJJJJJJJ3a33a3J Alþýðufræðsla. Eftir Sigurð Jónsson Yzta-Felli. III Skólahald til sveita o. fl. (Framh.) Eg vil ekki fjölyrða um ýms smærri fyrirkomulagsatriði fræðslufrumvarpsins sem eg hygg að þurfi umbóta við, held- ur benda þar á umræður í neðri þing- deildinni. Pað er von mín að málið fái framgang á næsta þingi á þeim aðal- grundvelli, sem þegar er lagður af þing- inu, og með sérstöku tiliiti til þess að þingið geri eitthvað verulegt til þess að að fylla upp í eyðuna sem eg tel að enn sé í fræðslumálinu í heild sinni. Ef reynslan þykir benda til þess, þegar stund líður, að almenningur hafi hér of frjálsar hendur; fræðslunefndirnar þyki eigi sínum vanda vaxnar, hluttaka og á- hugi almennings af skornum skamti, þá má breyta til og skerpa aðhaldið. Verið getur að þá höfum vér fengið meiri kenslukrafta, rýmri fjárhag, betur hæfa eftirlitsmenn, ásamt fleiru sem nú er meiri og minni skortur á Meðal nýrra fjárveitinga á síðasta þingi var dálítil fjárhæð til unglingaskóla. Pað gladdi mig, og marga fleiri, að sjá þessa fjárveiting. «Mjór er oft mikils vísir» og margur ^vonar að hér reynist ei nnig svo. Pað er^vonandi að þingið hlúi vel að þeim nýgræðingsvísir, sem hér bólar á í ýmsum sveitum, að reynt verði að græða upp rjóðrið og fylla eyðuna. Pað er vonandi, að sú skoðun fái vax- andi fylgi að mesta áherzlu eigi að leggja á námið á árunum frá 14 til 20 og þegar af þeirri ástæðu verði unglinga- skólarnir allra alþýðuskóla nauðsýnleg- astir. Þingið ætlaði stjórnarráðinu að setja nánari skilyrði fyrir úthlutun styrksins til onglingaskólanna. Pessi skilyrði hefði þurft að birta almenningi, j^egar á síð- ast liðnu hausti, og er það vanræksla og onærgætni að það var eigi gjört. Á síðast liðnum vetri hefði verið gott að hafa skilyrðin til leiðbeiningar, þar sem unglingaskólar voru, svo eigi þyrfti þar blint í sjó að renna. Úr þessu býst eg við að bætt verði, bæði með því að gjöra skilyrðin kunn sem fyrst, til afnota næsta vetur og að stjórnar- ráðið sýni sanngirni og frjálslyndi gagn- vart þeim skólum er um styrkinn sækja fyrir um-liðin vetur. Að minni hyggju er það alls eigi ó- kleyfur kostnaður, fyrir einn eða fleiri hreppa, sem hafa auðvelda samvinnuað- stöðu, að halda uppi unglingaskóla hálf- an veturinn, eða jafnvel Iengur. Petta er þegar sýnt með nokkurri reynslu, og vil eg, þessu til skýringar og stuðnings, skýra frá ofurlítilli tilraun, sem eg veit að gjörð hefir verið í þessu efni, alveg án leiðbeiningar hins opinbera og án nokkurs styrks, utan sveitarfélagsins. Svo er ástatt hér í sveitinni, sem er með hinum stærri sveitum, að hér er allmikið af nýgræðingi: unglingum um fermingaraldur og alt að fulltíða fólki, sem flest er í foreldrahúsum. Aftur er hér, sem víðar, mikill hörgull á vinnu- fólki og daglaunamönnum. Pað var því eðlilegt að reynt væri til að finna einhverja úrlausn á þeirri sjálfgefnu spurn-. ingu: Hvað eigum vérað gera til þess að útvega æskulýðnum okkar nokkuð af þeirri fræðslu og menning, er hann þráir og þarfnast? Að vísu fóru nokkrir pilt- ar á gagnfræðaskóla eða búnaðarskóla og nokkrar stúlkur á kvennaskóla, en þetta gátu ekki nema sárfáir af öllum fjöldanum,og lágu til þess ýmsar ástæð- ur: Pessir nefndu skólar gátu ekki tek- ið á móti öllum, sem þar hefðu viljað komast að; sumir unglingar voru eigi svo efnum búnir, að þeir gætu hagnýtt sér-langa og dýra skólavist, þótt kensla og margt fleira fengist þar ókeypis, enn voru það margir, sem heimilin gátu ó- mögulega án verið, allan veturinn. Pá var og eigi heldur laust við að sumum foreldrum þætti það nokkuð ísjárvert að börn þeirra byrjuðu fjarvistir sínar frá feðrahúsum með því að fara lítt undir- búin að þekkingu, á skóla, sem má ske var í fjarlægum kaupstað, þar sem menn þektu hvorki kennara né skólalífið, og þar sem enginn áreiðanlegur kunningi gat verið unglingnum til leiðbeiningar. Pessir menn hikuðu því við að gefa joað alveg óvissum atvikum á vald hvernig hin fyrstu verulegu ytri áhrif yrðu á hugs- un og tilfinningalíf unglingsins. Smám saman þroskaðist sú hugsun hjá hinum eldri mönnum: Við verð- um að reyna að veita unglingunum það heima í sveitinni okkar, sem þeir eink- um þarfnast, en fá eigi annarstaðar. eða sem þá ber nijög misjafnan árangur. Við verðum sjálfir aðkomaáfótunglinga- skóla, sem geti verið þeim góð bót, er ekki komast lengra, en hinum talsverð æfing og undirbúningur. Loks var málið tekið til urnræðu á almennum sveitarfundi, og fékk það þar mjög góðan byr; var þá.. kosin nefnd manna (skólanefnd) til að hrinda því til framkvæmdar að unglingaskóla væri komið á fót í sveitinni, og var skól- anum jafnframt heimilaður nokkurfjár- styrkur af sveitarfé (60 kr.) Næsta vet- ur, á eftir, komst skólinn á og hefir nú staðið í 3 vetur, síðastliðna. Fjárstyrkur hefir verið hinn sami, og málið hefir ætíð verið rætt á vorfundi sveitarmanna og þá kosin skólanefnd. Skólinn hefir jafnan byrjað í janúar- mánuði: hann stóð í 8 vikur tvo fyrri veturna en í 12 vikur síðastliðin vetur. Húsrúm fékst á leigu, allviðunanlegt, þótt eigi svari það hinum fylstu kröf- um í þá átt. Á skólastaðnum á sveit- in þinghús, en eigi var hægt að nota það nema til leikæfinga; borð og bekkir, sem þinghúsið á hefir verið notað í kenslustofunni. Skólinn hefir verið heima- vistaskóli og félagsskóli: unglingarnir hafa lagt fram fæði, eldivið, ljós, hita og ýmisleg áhöld, í félagi. Kennarinn hefir og haft fæði sitt á skólabúinu. matreiðslu hefir skólabúið keypt á staðn- um, en ræsting herbergja og fleira, þess- konar hafa nernendur annast sjálfir, til skiftis. Opt hefir verið hægt að hafa gagn af akstursferðum sveitarmanna til að flytja ýmislegt að skólabúinu; mjólk og önnur matvæli, eldivið, hreinan nær- fatnað og margt fleira. Nokkrir piltar hafa og getað brugðið sér heim á sunnudög- um. Skólinn hefir verið sérlega heppinn með góða og kunnuga kennara, en lítil hafa launin verið; 24 kr. á mánuði auk fæðis. Skólanefndin hefir haft talsvert að starfa: gera samninga og kostnaðar- áætlanir, útvega ýms áhöld og fleira handa skólanum, taka á móti umsókn- um um skólann, hafa á hendi ýmsa reikningsfærslu, innheimtu, og m. fl. Síðast liðin vetur voru 12 til 17 nem- endur á skólanum, piltar og stúlkur, allir eldri en 14 ára nema ein stúlka. Kenslugreinar voru þessar: íslenzka, saga, náttúrufræði, landafræði, reikningur og danska. Nokkrir nemendurvoru ogvið enskunám. Kenslustundir 30 á viku en enskan þar að auki. Stöku sinnum hafa verið haldnir fyrirlestrar af kennara og öðrum sveitarmönnum; hefir þá komið fólk úr grendinni og ýmislegar skemt- anir farið fram. Fæðiskostnaður pilta varð um 16 kr. á mánuði, stúlkna svo lítið minna, hér með talið kennarafæði og eldiviður. Ann- ar almennur kostnaður varð um kr. 4.60 á mánuði, til þess kostnaðar [var talið: kennarakaup, að nokkru leyti, ráðskonu- kaup, ljós, húsaleiga og ýmisleg áhöld. Hér kemur síðar til frádráttar, væntan- legur styrkur úr landssjóði, sem enn er eigi séð hversu mikill verður. Pegar þess er gætt, að unglingar þurfa og fœði sitt, þótt þeir heima sitji við arðlitla vinnu. þá verður hinn eigin- legi skólakostnaður alls eigi mikill. Að vísu hef eg heyrt þær raddir sem segja: «Pið látið krakkana ykkar vera á sveit- inni, og þó er þetta skólahald óttalega dýrt hjá ykkur.» Sem betur fer fækkar þessum röddum, og þær sem enn malda í móinn, hafa ekki liátt um sig. Peim mönnum fjölgar sem skilja hér skyldur sínar og sjá það, að ef unglingaskól- inn er á sveitinni, þá er sveitin með því að legga í sjóð og tryggja sér starfs- fé; mönnum er að skiljast það, að eftir þessari gömlu «kokkabók» þeirra mætti telja alla okkar stærri skóla á sveitinni — jafnvel prestaskólann sjálfan. Pá skilst mörgum einnig það, hvað kostn- aðinn snertir, að hér á ekki alls kostar heima samanburður við gagnfræðaskól- ann á Akureyri, þó allur kostnaður nem- enda hér verði meiri á mánuði, en þar, sem eg veit ekki hvort er, því hér er á tvent að líta í þeim samanburði: Skóla- vistin á Akureyri getur að eins orðið hlutskifti mjög fárra, svo þessir smærri skólar þurfa, hvort sem er, og annað er hitt, að nemendur Akureyrarskólans fá svo miklu meiri opinberan styrk, líklega um 20 til 30 krónur hver á mánuði, þegar alls er gætt, að eg hygg að ung- lingaskólinn færi að standa sæmilega að vígi, ef hverjum nemanda þar væri veitt svo sem 1 /5 á mánuði á móts við það sem fæst á gagnfræðaskólanum. (Framh.) Erlendar fréttir. Khöfn 9. júní 1906. Danmörk. Hér fóru fram kosningar 29. maí. Kosningarbaráttan einhver hin snarpasta, sem háð hefir verið síðustu 20 árin. Yf- irlit yfir kosningarúrslitin lítur þannig út: Stjórnarfl. hafði fyrir kosn. 58 nú 55 atk. Hinir framsæknari v. m. 15 — 11 — Miðlunarm. (Moderate) 12 — 9 — Hægrimenn — — 11 — 13 — Jafnaðarmenn — — 16 — 24 — 1 er á niilli flokka og kosningaúr- slitin á Færeyjum ekki komin enn þá. Mælt er, að þingið muni koma saman í sumar 16 — 17 júlí til þess að taka á móti alþingismönnunum íslenzku. Noregur. Par gengur mikið á að undirbúa krýningarhátíð Hákonar konungs, Er búist við stórmenni víðsvegar að. Svo er að sjá, sem Prándheimsbúar ætli að grípa gæsina meðan hún gefst og hafa það upp úr gestunum sem hægt er. Hafa þeir selt leigu á húsum og glugg- um svo hátt, að óheyrilegt þykir og hefir það vakið illan knurr hjá mörgum sem við ætla að vera. Fyrir sæti við glugga hefir jafnvel verið heimtað mörg hundruð krónur. Rússland Oeirðir hafa talsvert aukist'á seinustu dögum og er það sjá'fsagt mikið stjórn- inni að kenna og íhaldsemi hennar. Örvænta margir, að þingið fái nokkru til leiðar komið. Einkum hefir borið á óspektum meðal bænda í seinni tíð. Hafa þeir gert ýms hervirki, eyðilagt búgarða höfðingja o. fl. Pað má heita daglegt brauð, að kastað sé sprengi- kúlum og embættismönnum veitt bana- tilræði. I Lublin réðust 14 vopnað- ir menn á sikurverksmiðju og höfðu á brott með sér 1,000 rúblur. Ræningja- flokkur réðist á póst og drap hann. í Warchau var lögreglumaður skotinn. Er hér fátt til tínt og af handa hófi, en það gefur þó dálitla hugmynd um ástandið- Það bætir og ekki um, að keisarinn hefir enn þá ekki veitt uppgjöf saka, sem þingið beiddi um.

x

Norðri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.