Norðri


Norðri - 06.07.1906, Qupperneq 2

Norðri - 06.07.1906, Qupperneq 2
116 N O R l) R I Ni\. 29 NORÐRI Gefinn út af hlutafélagi. Ritstjóri: Jón Stefánsson. Skrifsiofa Hafnarstrœti 3. Prentsmiðja B. Jónssonar. Nærsveitamenn eru beðnir að muna eftir að vitja »Norðra« á af- greiðslustofu hans Hafnarstrœti 3, þegar þeir eru hér á ferð. Austurríki og Ungverjaland. Þar hefir orðið ráðaneytisskifti einu sinni enn þá. Það kom nefnilega fljótt í ljós, að Hohenlohe gat engu komið til leiðar í kosningarréttarmálum. F*jóð- flokkarnir standa þar hver öðrum and- vigir og geta aldrei komið sér saman um, hve marga þingmenn hver um sig eigi að hafa. Auk þess eru deilurnar við Ungverjaland. Hohenlohe fór því frá rétt fyrir hvítasunnuna. Sá heitir Beck, sein myndað hefir nýja ráðaneyt- ið. Sitja í því menn af öllum flokkum. Þýskalandskeisari hefir þessa dagana heimsótt Frantz keisara. Á það sjálf- sagt að vera til þess, að styrkja sam- bandið á milli landanna. Frakkland. Öll merki eru á því, að klerkaflokkur- inn ætli að sætta sig við Bgskilnað ríkis og kirkju og hætti við allan mótþróa gegn stjórninni; sér hann líklega, að það er árangurslaust eftir sigurinn, sem hún hefir unnið við kosningarnar. — Mikið er rætt um það, að grafa járn- brautargöng undir sundið milli Eng- lands og Frakklands. Eru Frakkar því mjög fylgjandi, en Englendingar eru tregir til þess, segja þeir, að þeim geti stafað hætta af því, ef til ófriðar kæmi upp á milli landanna. Líkur eru þó til, að þeir muni láta tilleiðast að gefa samþykki sitt. Spánn. Alfonso konungi var veitt banatilræði 31. marz. Pess hefir verið minst áður að konungur var trúlofaður enskri prins- essu frænku Játvarðar konungs. Brúð- kaup þeirra stóð einmitt þennan dag í Madrid. Hafði þar safnast saman múgur og margmenni einsog vant er við þess- háttar tækifæri og borgarlýðurinn. fylti öll stræti, sem ungu brúðhjónin ætluðu að fara um. Að lokinni vígslunni í kirkjunni, óku þau konungshjónin heim- leiðis til hallarinnar. Varð konungsvagn- inn oft að nema staðar vegna mann- fjöldans. Alt í einu, þegar minst varði var vítiskúlu kastað frá hússvölum rétt hjá vagninum og sprakk hún óðara. Var það voða sjón að sjá þegar fólk- ið tættist sundur stykki fyrir stykki. Drápust þar 13 menn flest af þeim her- menn og 40 — 50 særðust. Vagnstjór- inn var drepinn og hestarnir fyrir vagn- inum og vagninn eyðilagðist, en kong og drotningu sakaði eigi. Segja sum- ir, að orðurnar á brjósti konungs hafi bjargað lífi hans, því eitt stykki frá sprengikúlunni hafi hitt þær. Kongur og drotning fengu sér nýjan vagn og óku leiðar sinnar, en hermenn slógu þegar hring um húsið, sem sprengi- kúlunni var kastað frá. Frátt fyrir það hepnaðist morðingjanum að komast und- an. Vissu menn gerla, að hann hlaut að vera óstjórnarliði og að öðrum var eigi ætlandi slíkt tiltæki. Fjöldi manna var tekinn fastur, en sá rétti náðist þó eigi fyr en nokkru seinna. Nefnist hann Mateo Morel (eða Morales) og er einn af óstjórnarliðinu. Á leiðinni í fang- elsið dróg hann upp skammbyssu og skaut lögregluþjóninn, sem með honum var og sjálfan sig á eftir. Fengu menn því ekki að vita hjá honum, hverir voru í vitorði með honum, enda láta óstjórnarmenn það sjaldan uppskátt. Eins og menn munu muna var Alfonso veitt banatilræði í fyrra í Paris, er sagt að þessi Mateo hafi gert það. Mælist banatilræði þetta mjög illa fyrir, sem nærri má geta, þykir það þeim mun níðingslegra, sem það var framið á brúðkaupsdag konungs og drottningar og hvorugt þeirra gert neitt fyrir sér. Mikið er talað um það í blöðunum hvernig eigi að stemma stigu fyrir ó- dáðaverkum óstjórnarliðsins framvegis. Er og því meiri ástæða til þess sem nýlega hafa fundist sprengikúlur í Aiicona á Ítalíu. Voru þær ætlaðar Ítalíukon- ungi. Eins og kunnugt er, eru óstjórn- arliðar ófriðhelgir alstaðar íEvropu, nema á Englandi. Enda hafa þeir aðalstöð sína í Lundúnum. t*eir hlífast við að gera nokkra skömm af sér á Englandi, því að þeir vita, að þá yrðu þeir óðara gerðir útlægir, þar sem annarstaðar, Nú vilja önnur lönd fá Englendinga til þess að banna þeim vistarveru en Eng- lendingar eru ófúsir til þess, þykir þeim sem þeim stafi rninni hætta af óstjórn- arliðinu með því fyrirkomulagi, sem nú er. Nokkrir af þeim, sem særðust hafa látist, er það ætlun manna, að sprengi- vélin hafi verið eitruð, af því hvað sár- in hafast illa við. Bandarikin. Par hafa komið upp afar mikil svik á kjöti niðursoðnu og pilsum. Það hefir sannast, að notað hefir verið dragúldið kjöt og rottur og kjöt af veikum svín- um, öllu blandað saman og selt sem bezta vara. Embættismönnum þeim, sem áttu að hafa eftirlit með þessu, hefir verið mútað til þess að leyfa það, eða láta sem þeir vissu það eigi. Pað má svo sem nærri geta, hvernig alþýðu manna, sem hefir neitt þessa góðgætis, hefir brugðið við þegar þetta komst í hámæli. Roosevelt forseti hefir þegar brugðið við og látið hefja rannsókn, mun hann fylgja því fast fram, að slíkt verði hindrað framvegis, en ekki er við lambið að leika sér, þar sem miljóna- kongarnir eru annarsvegar. Berjast þeir auðvitað af öllu afli á móti, segja þeir fregnina um kjötsvikin ósannindi, sem aðeins séu til þess, að eyðileggja verzl- un þeirra. Ólíklegt er þó að þeir sleppi því að Roosevelt er maður til þess að mæta þeim og hefir sýnt að hann hræð- ist ekki þessháttar pilta. Natal. Talsvert bryddir þar á óeirðum enn þá, lenti þar í bardaga með enskum her- mönnum og uppreisnarmönnum. Féllu nokkrir af hvorutveggju flokkunum en mikið fleiri af uppreisnarmönnunum Lít- ur svo út fyrir að mikið vanti á að uppreisnin sé bæld niður. Farþegaskip, sem átti að fara frá Riga til Dubbeln, sökk, af þeim, sem á skipinu voru, 75 að tölu, björguðust 10. Orsökin er talin sú, að skipið hafi verið of hlaðið. Síðustu fréttir segja, að Wellman, sem ætlaði í loftfari til norðurheimskauts- ins, sé hættur við að leggja af stað í sumar Pykist hann ekki verða nógu snemma tilbúinn. Danska stjórnin hefir gert Færeying- um tilboð um að veita þeim eitthvað frekari yfirráð á þeirra sérstöku málum. Ekkert hefir heyrzt enn þá hvernig þetta tilboð annars er nánar og heldur ekki hvernig Færeyingar taka því, nema blaðið »Vort Land« birtir ræðu eftirsýslu- mann Effersöe þar sem hann ræður Fær- eyingum sérstaklega frá að breyta nokkuð til frá því, sem nú er. Segir hann, ef Færeyingar fái sjálfstjórn, þá verði það til þess, að þeir vilji skilja við Dani og það verði þeim til glötunar. Hins- vegar fylgir þingmaður þeirra Jóhannes Patursson því fram, að þeir skuli þiggja tilboðið, enda var það hann, sem kom með það og er sjálísagt upphafsmað- urinn. Próf. Fyrrahluta læknisfræðiprófs hefir Skúli Bogason tekið með 1. ág, einkunn. Um fjárkláða. Eftir O. Myklestad (Framh.) Að kláðamaurinn geti lifað árum saman í haganum og sfðan á sínum tíma skriðið á sauðfé, mun alveg til- hæfulaust, að minstakosti hef eg eftir 44. ára reynslu aldrei getað orðið þess var. Ýmsir vísindamenn, sem uppi voru fyrir 100 árum héldu því þá fram að kvennmaurinn veslaðist strax út eftir fæðinguna ogað karlmaurinn lifði mikið lengur. Hver maður œtti að geta gert sér það ljóst, að maurinn getur ekki æxlast annarstaðar en á kindinni og þrátt fyrir það að karlmaur gæti kom- ist aftur á fé, sem naumast er ætlandi, þá getur sá maur ekki smittað, aðeins vakið dálítinn kláða og dáið út síðan. Egg- unuin er verpt í húð fjárins og unga þar út af hita dýrsins (auðvitað má klekja eggjunum út á vissu hitastigi) og hvernig ættu þau að komast þaðan. Hugsaði maður sér að mauregg lægu út á víðavangi eða í húsum, hvernig ætti það þá, sem enga hreyfingu hefir að komast aftur inn í skinnið á skepnum. Af því eg veit betur, áliti eg það sið- ferðislegan glæp, að halda fram úrelt- um afgömlum skoðunum hvað sótt- kveikju-maurinn snertir, eins og það, að maurinn skríði á fé í haga og húsum sem er hin mesta fjarstæða. En hvað kemur þá til þess að maur- inn eftir böðunina ekki drepst á öllum kindum? Pað kemur af þeirri einföldu ástæðu að annaðhvort er tóbakið skemt eða þá er ullin svo þétt að hún haml- ar því að lögurinn fái að njóta sín á húðina. Auðvitað getur það og stafað af því að kindunum er ekki haldið nógu lengi niðri í lögnum. Pegar kláða verð- ur vart á einhverjum bæ ætti að baða féð tvisvar sinnum, eins og ákveðið var á alþingi 1903. Var þá áætlað að baða skyldi V4 hluta af öllu því sauðfé sem þá. var í landinu, en síðar kom það í ljós, að tala fjárins var miklu meiri en gert var ráð fyrir og því ekki unt að baða annað en það, sem sýnilega var sjúkt ogvarþað aðeins baðað tvisvar. Áður enn byrjað var á þessum böð- um, var það venja að lóga því fé á haustin, sem menn urðu varir við kláða á, en tveim mánuðum eftir að farið var að baða, voru að Austur-amtinu undan- skildu 4,594 kláðakindur á 700 bæjum. Hér eru heldur ekki taldar nokkrar veik- ar kindur sem voru um það leiti í ísa- fjarðarsýslu. Síðastliðið ár hefir orðið kláða vart á 15 bæjum um land alt og voru þá 1—3 kindur á hverjum bæ sem sjúkar voru. Pó er talan úr Kaldrananeshreppi í Strandasýslu tilfærð á tvennan ólíkan hátt, sem orsakast af rnisskilningi, enda skal ekki farið frekari orðum um þá villu hér, hefir talan og enga þýðingu — liafi kláða á annað borð verið vart í einhveiri lijörð. I Strandasýslu hefir þó ekki kláði séðst nema á 5 bæjum alls, frá því að böðun fór fram. Eins og kunnugt er fór eg frá Rvík 12 apríl þ. á. til þess a,ð athuga kláða- útbreiðsluna í Strandasýslu, sem mikið var látið af, einnig vildi eg ferðast um Fljót- in í Skagafjarðarsýslu, þarsemkláði var sagður eigi alllítill. íllviðri og ýms önnur óhöpp mættu mér á degi hverjum, sem byrjuðu með því, að eg því nær varð að skilja hest minn eftir um borð í «Reykjavíkinni»í Borgarnesi — Bátur af- greiðslumannsins þar var nýlega brotinn og lenti eg í stórvandræðum að fá hestinn í land. Hafísinn var þá og í aðsigi og frost og stórbyijir voru hon- um samfara. í Skagafirðinum misti eg einn af hestum mínum niður um ís og var það ekki fyr en eftir langa mæðu, að honum varð bjargað. Ferðalag mitt enti í þetta skifti með að eg var farþegi með »Otto Wathne« þegar hann strand- aði við eða nálægt Siglunesi. Var eg þá á ferð úr Siglufirði; hafði eg rann- sakað heilbrigði sauðfjár þar um fjörð- inn. Eg hefi hér að framan lítillega drep- ið á kláðann í Strandasýslu, en þaðan hélt eg sem hraðast til Fljóta, til þess að vera komin þar í tæka tíð, aður böðun færi þar fram. Áður hafði verið sendur þaðan maðr til stjórnarráðsins með skýrslu um að þar væri kláði á 25 bæjum. Pegar eg kom til Sauðárk. gat sýslumaður þess að þá væri þegar kláði kominn á 4ö bæi. Mér varð að orði að segja það alsendis ómögulegt — ómögulegt, en inaður sá sem kvaðst hafa fundið maurinn, staðhæfði það vera kláðamaur og var þá Albert á Páfastöðum lagður af stað tii þessara staða áður en eg kom. Eftir nákvæma athugun sem við Albert gerðum í sameiningu, fundum við ekki kláðamaur i einni eínustu sauðkind. Maur sá er menn héldu kláða, var »Symbiotes« eða sem öðru nafni eru nefndar »hópamaur« og »félagsmaur« Á því er hann auðþektur frá kláða- maur að hann heíir hnöttóttara höfuð og engar hrcyfanlegar fálmui með stungu- tækjum. »Symbiotes« er líka miklum mun minni, auk þess eru sogskálar og lappir talsvert minni en á hinum. Peir lifa og ávalt í hópum eða hrúgum og þá einkum á hrútlöinbum án þess þó að undan þeim komi hrúður eða húðin þykni. Maur þessi lifir af flösu og þornaðri ullfitu. Pessi maur, var að sögn tilsjónar- mannanna, hinn sami, sem varð vart í Skriðuhreppi, Ólaísfirði og Siglufirði, enda hefir sá maur, sem eg hafði kost á að sjá frá þessum stöðum verið öld- ungis sá sami. Panmg kemur það í Ijós, að í Eyja- fjarðarsýslu hefir ekki brytt á kláða í nokkurri sauðkind, en í Skagafjarðar- sýslu hefir orðið kláðavart í 4 kindum á tveim bæjum síðan baðað var 1903 og 1904. Allir þeir, sem kunnugir eru þeiin mörgu tilraunum, böðunum, fjárvörðum o. s. frv,, sem gerðar voru til útrýmiugar fjárkláðanum og alsendis stöfuðu af röngum skoðunum og þekkingarleysi á sýkinni — ættu að geta gert sér grein fyrir, hve sorglegar afleiðingar slíkt hefði haft í för með sér, bæði með tilliti til kostnaðar og fyrirhafnar, hefði eg ekki komið til sögunnar í tæka tíð og bent mönnum á rétta leið í þessu máli. Að endingu þakka eg íslenzku þjóð- inni í heild sinni, sem svo dyggilega hefir stutt mig í þessu mjög svo erf- iða og ábyrgðar mikla starfi. Er það sannfæring min að þessi voða sýki brátt muni verða með öllu útrýmd hér úr landi. Tíðarfar hefir verið hið ákjósanlegasta nú um hríð og. grasvöxtur í góðu lagi,

x

Norðri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.