Norðri - 06.07.1906, Side 3
29 NR.
NORÐRI.
117
„C/ara“
er ekki lengur bezti vindillinn á
»Hctel Akureyri« því nú hefir
Vigíús fengið
,,Fortúna“ og ,,Sirena“
Bækur
sendar «Norðra».
Rímnasafn. Samling af de ældste Is-
la idske Rimer. 1. hefti. Khöfn 1905. Pró-
ffssor Finnur Jónsson hefir búið safn þetta
undir prentun og eru í því Ólafs ríma Har-
aldssonar eftir Einar Qilsson, Skíðaríma
Sigurðar Þórðarsonar fóstra, Orettisrímur
1.—VIII. og Skáldhelgarímur I.—III.
Beretning om Foreningen af danske Land-
brugskandidaters Virksomhed i Aaret 1905.
I bók þessari er meðal annars skýrsla og
frásögn um ferðalag hinna dönsku búfræð-
inga á íslandi sumarið 1905. Láta þeir vel
yfir ferð sinni ogtala einkar hlýlega bæði
um land og þjóð.
Sögur frá Alhanibra eftir Washington Ir-
ving Rvík. 1906. — Útgefandi þessa kvers
er félagið Baldur« í Rvík. Frágangur allur
og prentun er í góðu lagi. Sögurnar eru
»Um veru Serkja á Spáni« þýtt af Bened.
Gröndal, »Pílagrímur ástarinnar« og »Rósin
í Alahambra« báðar þýddar af Stgr. Thor-
steinsson.— Þýðingarnar eru prýðisvel gerð-
ar sem við mátti búast frá þeim mönnum.
Alrfed Dreyfus skáldsaga bygð á sónn-
um viðburðum eftir Victor v. Falk. Þýtt
hafa Hallgr. Jónsson og Sigurður Jónsson
frá Alfhólum. Það er fyrra hefti bókarinn-
ar sem »Norðri« hefir fengið en hið síðara
kvað vera væntanlegt nú í júlí. Sagan er
byggð á Dreyfus-málinu alræmda eins og
titiil hennar bendir á, er víða vel sögð og
»spennandi« sem fólk kallar, svo líklegt er
að almenningur hafi gaman af að lesa hana.
Annað mál er það, að ekki munu menn
mikið nær um hinn sanna gang málsins
er bókin r.eðir um, þó menn lesi hana, enda
vill það oft verða um þessháttar sögur.
Þýðingin sýnist fremur góð yfírleitt.
Ársrit Rœktunarfélags Norðurlands 1905.
I því er skýrsla um starfsemi féiagsins það
ar, félagatal þess og reikningar. Ennfrem-
ur ýmsar góðar greinar og nytsamar um
hitt og þetta er að búnaði lítur og jarð-
yrkju.
Skýrsla um búnaðarskólann á Hvanneyri
1903—1904 og 1905. — Amtmaður Júlíus
Havsteen í Reykjavík hefir skrifað eftirmála
við skýrsluna og segir s'vo meðal annars:
»Hvanneyrarskólinn er langt um betur út-
búinn að öllu leyti, en samskonar stofnan-
ir aðrar hér á landi, bæði hin bóklega og
hin verklega kensla hefir þar fram farið af
fullri alvöru og piltar, sem einlægan vilja
hafa haft á að afla sér verulegrar kunnáttu
í búfræði, hafa sótt þangað, en þeir sem
láta sér nægja einhverja málamyndarþekk-
ing hafa ekki átt erindi á Hvanneyri hing-
að til«.
Islands Skovsag af C. E. Flensborg.
Bæklingur þessi er samskonar efnis og síð-
astliðin ár, skýrsla um skógana, á íslandi,
þroska þeirra, skógræktartilraunir og þessh.
Hr. C. E. Flensborg er nú á förum héðan
af landinu fyrst um sinn og er það mikill
missir fyrir skógræktina íslenzku, en von-
andi er að sá tími komi aftur innan skams,
að hr. Flensborg fái tækifæri á að gefa sig
að fullu við því starfi og mun hann hafa
löngun til þess.
Professor Prytz þakkar hr. Flensborg í
eftirmála ritsins í nafni sínu og kaft. Ryders
fyrir hina óþreytandi starfsemi hans ogdugn-
aði þau ár er hann hefir starfað hér á
landi.
Björn Jóhannsson
óðalsbóndi á Ljósavatni hefir brugðið búi
og er nú alfluttur með fjölskyldu sína hing-
að til bæjarins. Þau hjón hafa búið á Ljósa-
vatni yfir 20 ár, með rausn og skörungs-
skap og mun mörgum manni eftirsjá að
þeim þaðan.
Arngrímur Einarsson bóndi frá Torfunesi
hefir nú fengið Ljósavatn til ábúðar. Hann
er dugnaðarmaður mesti, óg óskar Norðri
honum til hamingju með búskapinn á þessu
gamla góðfræga höfuðbóli.
Aðkomandi
hafa verið hérí bænum nú í vikunni: Sig-
urður Sigurðsson hreppstjóri á Halldórs-
stöðum í Kinn, frú Valgerður Þorsteinsdótt-
ir á Bægisá, séra Theodor Jónsson og lcona
hans, sr. Kr. E. Þórarinsson á Tjörn.
Einn skipskaðinn enn.
Talið er víst að fiskiskipið Anna Sofía«
frá ísafirði, eign þeirra Filippusar Árnason-
ar skipstjóra þar og Jóns Guðmundssonar
kaupm. í Eyrardal, hafi farist nú í vor, þvi
ekki hefir frézt til þess síðan um páska.
Hafa þar druknað 10 menn, þar af 5 menn
frá sama bæ í Dýrafirði.
Góður afli
af þorski er nú á út Eyjafirði
Konungkjörinn
þingmaður er orðinn Steingrímur Jóns-
son sýslumaður á Húsavík.
<Otto Wathne«
er nú að mestu sokkinn í sjó og björg-
unarskip það er átti að reyna að ná hon-
um út er farið heimleiðis —■ »Otto Wathne*
var svo seldur á uppboði er haldið var á
skrifstofu sýslunnar 29. f. m. og varð hæst-
bjóðandi Marteinn Bjarnarson í umboði
þeirra Wathnes Erfingja. Verðið varð 1550
krónur.
Mannalát.
ísak Jónsson íshússtjóri, bóndi á Þöngla-
bakka, druknaði 4. júlí s. 1. Æfiágrips þess
merkismanns verður getið í næsta blaði.
Guðmundur Rósinkransson bóndiáÆðey
í ísafirði andaðist 26 maí síðastl. Dó úr
lungnabólgu. Var einn af merkustu bænd-
um þar um slóðir.
Þorlákur Guðmundsson fyrv. alþingism.
lést 7. júní s. 1. að heimili sínu Eskihlíð
við Reykjavík 71 árs að aldri, Hann var
þingmaður Árnesinga í 24 ár og var á þingi
frumkvöðull ýmisra þarflegra laga t. d. um
alþýðustyrktarsjóði þurrabúðarmannalaga og
landamerkjalaga. Hann var og einn af
stofnendum Söfnunarsjóðs Islands og átti
góðan þátt í öllum framfaramálum sveitar
sinnar og sýslu um langa stund.
Rannveig Pálsdóttír bónda Hallgrímsson-
ar í Möðrufelli andaðist aðfaranótt 28. f. m.
aðeins 16 ára að aldri. Hún var hér á
kvennaskólanum s. 1. vetur og var mjög vel
greind og mannvænleg stúlka.
Ólafur Ólafsson í Melgerði andaðist í f.
ni. á sjötugs aldri. — Hann var einn af
efnaðri bændum í Eyjafirði. >Þéttur á velli
og þéttur i lund« áhugamaður um stjórnmál
landsins og sannur Islendingur í allri fram-
komu sinni.
Jóhanna Jóhannesdóttir á Hólum í Eyja-
firði móðir Jóhanns bónda Jónssonar þar,
er og nýdáin. Var orðin mjög gömul.
Oðalsbændur.
(Framh.)
«Það fékk eg síðari hluta dagsins í
dag, þegar þau mættust, rnér er sama
þó þú hlæir Axel — en eg get ekki
gleyrnt sólhlífinni, sem hún spenti upp
alveg að ástæðulausu hvað veðrið snerti,
það var eflaust tákn og kveðjusending
til hans, og svo var hún býsna undar-
leg og fálát á heimleiðinni.» —
Eg þakka þér kærlega. Heldurðu
máske, að dóttir sýslumannsins hirði
hót um vinnumanninn, láti svo lítið?»
Hann er ekki vinnumaður, það er
langt frá því, að nokkur vinnumanns-
bragur sé á honum. Hann er sjálegur
og nientaður maður; eg mundi kunna
mæta vel við hann ef þessi fjandans
grunur væri ekki. Er hann félítill?»
«Það er öðru nær; ef við hefðum
jafnmikið undir höndum og hann þá
þættumst við góðu bættir.»
«Þú ert þó ekki reiður við mig Axel
fyrir einlægnina.«
«Nei þvert á móti. Eg skal minn-
ast á það við mömmu' þegar færi gefst
Skollinn sjálfur má annars trúa þeim
stúlkunum*.
Arfur Gunnars eftir föðursystirina var
niun nieiri en hann hafði búist við og
því þurfti hann lengri tíma til að ráð-
stafa fénu en ráð var fyrir gert. Nú
var Gunnar orðinn auðugur maður og
það gladdi hann, ekki sízt vegna unn-
ustunnar, sem hann nú gatveitt öll þau
þægindi lífsins er hún áður hafði van-
ist. Bærin í Norðurhlíð var forn og
hrörnaður, þar ætlaði hann að húsa
veglega áður en nýja húsfreyjan flytti
þangað. Bóndinn sem hafði leigt jörð-
ina hafði með ljúfu geði lofað að fara
brott þaðan, svo það gekk allt eíns og
í sögu nieð bújörð og efnahag, að eins
erfiðast með samþykki foreldra hús-
freyjuunar tilvonandi.
Síðla í vikunni eftir hvítasunnu kom
Gunnar aftur heim að Nesi,
«Það er ágætt að þér eruð komnir
aftur,» sagði Elsa, sem 'nann hitti fyrsta
úti á túninu: «Pabbi hefir verið mikið
lasinn þessa dagana og er altaf að spyrja
eftir yður. Mamma og Magða eru daprar
og fálátar; Axel er allan daginn á veið-
um og gestirnir eru farnir. En hvernig
hefir ferðin gengið fyrir yður?»
Frúin tók kveðju hans þurlega og
spurði engra frétta og þótti Gunnari
enginn góðs viti. Svo gekk Gunnar ti!
skrifstofunnar, en honum varð stórum
bilt við þegar hann opnaði dyrnar og
sá hve sýsiumaðurinn var orðinn tor-
kennilegur: andlitið skinhorað og gul-
bleikt, augun döpur og sljó; elli og
veikindamerkin voru hverju barninu
auðsén.
«Hvernig hefir sýslumanninum liðið.
Því miður, ekki vel sýnist mér.»
«Velkominn heim Gunnar minn. Nei
mér hefir ekki liðið vel, það er öðru
nær, og verð feginn að þér komuð, eg
hefi saknað yðar mikið; ekki samt svo
að skilja að hér séu miklar annir; þrjú
eða fjögur bréf, sem þarf að svara, eg
hefi lagt þau á borðið yðar. Eg er
venjufremur skjáifhentur og þér svarið
þeim eins vel og eg.»
«Þér ættuð að fara til einhvers bað-
staðar og vera þar þangað til heilsan
batnaði.»
»Eg, nei — það er ekki um það að
tala,» sagði hann dapurí bragði. «Þarna
kemur þá pósturinn >! Hann tók við
bréfum og blöðum, leit á það alt og
rétti síðan að Gunnarií að eins eitt bréf í
bláu umslagi og með stóru embættis-
innsigli fyrir lét sýslumaðurinn ekki úr
höndum sér ganga:
< Viljið þér ekki gera svo vel og brjóta
upp bréfin og raða þeim Gunnar.»
Þegar Gunnar var rétt byrjaður heyrði
hann þunga stunu, og var litið við.
Sýslumaðurinn sat fyrst bleikur og ótta-
sleginn með opið bréf í hendinni og
einblíndi á það. Svo datt bréfið á gólf-
ið og sýslumaðurinn hé í ómegin.
Gunnar lyfti honum varlega upp í
legubekkinn: hringdi bjöllunni og sagði
við vinnukonuna, sem kom í dyrnar:
< Komið sem fljótast með kalt vatn og
kamfórudropa og biðjið frúna að koma
strax; sýslumaðurinn hefir veikst snögg-
lega.» (Framh.)
Skip.
■iKong Helge<i (Jensen) kom að vestan 29.
júní. Fór áleiðis til útlanda sama dag. Far-
þegjar: Frú S. Dahl, Guðbjörn Björnsson
smiður o. fl.
Hólar« (Örsted) fór áleiðis til Reykja-
víkur 2. þ. m. Farþegjar: Arthur Gook o. il.
•»Kronprinsessa Viktoria« kom frá útlönd-
um 3. þ. m. Fór daginu eftir til Hjalteyrar.
»Birgita« leiguskip Jóns Norðmanns og
Snorra Jónssonar koni fráútlöndum 4 þ. m.
» Glenisle« enskt síldveiðaskip kom 5. þ. m.
Fridthjof". (Pedersen) fór 30. f. m. til
Austfjarða og Englands. Farþegjar til Seyð-
isfjarðar frúrnar: Valgerður Jónsdóttir jog
Ragnhildur Metúsalemsdóttir.
% ❖ &45-
Állir
sem skulda við verzlun
H. Schiöths á Akureyri,
eru hér með aðvaraðir
im að gera grein fyrir skuldum sínum
iú í kauptíð komandi, þar sem skuld-
rnár annars verða innheimtar með til-
ityrk laganna.
Akureyri 5. júlí 1906.
C'rtr’! F
Allar íslenzkar vörur
keyptar háu verði við verzlun H. Schiöts.
bæði móti peningum og vörum.
Car/ F. Schiöth.
Nautgripi
kaupir háu verði móti peningum
Otto Tulinius.
Olíufatnaður
Verzlunin , DÍA NA *
Herrum og dömum hún ,,DÍANA“ býður
dýrðlega muni og ódýra ei siður;
sjölin og hyrnurnar, kjölatau, klœði,
klútana, Flónel og serviettur bœðí,
borðdúka, flaucl og skótauið skást
svo skínandí vandað sem aldrei fyr sást.
Hanska sem prýða höndina netta
hárkamba, speigla, mjög ódýrt er þetia,
skrautslifsi, kápur og krulluskœri,
kvenntöskur Ijómandi, sleppið ei fceri!
bolsíur, höfuðvatn, epli og ost,
þið eigið hvergi á sliku kost.
Könnur, mélausur. sagir og sveifar
sveskjur og rúsínur, vaskaföt, sleifar,
handvigiir, naglbíta, hálsiau og prjóna
og handa drengjunum billegu skóna.
skrifáhöld, pappír, púður og högl
alt peningaverð er hér skorið við nögl.
Alskonar vindla sem vert er að reykja,
völdustu pönnur svo hægt sé að steykja,
kaffi, sykur og kolahylki,
kokkhúsvigtir, barómet, silki;
og bindindismanna ágœtt öl,
nœr innkaupspris er varan föl.
Ótal margt fleira sem enginn fyr þekti
og eftirtekt mikla að sjálfsögðu vekti
allra sem kœmu og sæu það sjálfir,
eg sel flest sem væru bað munirnir hálfir
ef viljið þið grœða þánotið það nú,
hér er næstum þvi alt sem þið þurfið
í bú.
Virðingarfylst
Magnús Þórðarson.
kaupmaður.
Leirvörur og
Glervörur
mjögfjölbreyttar, smekklegar og
ódýrar, i verzlun
Edinborg Akureyri.
UU, Lambskinn
og Fisk
kaupi eg mót vörum og peningum.
Hátt verð.
Otto Tulinius.
Mustadsönglar
eru smíðaðir í Noregi og notaðir
við fiskiveiðar við Lófoten. Finn-
mörk, nýfundnaland og yfir höf-
uð alstaðar um víða veröld, þar
sem fiskiveiðar eru stundaðar að
mun. Þeir eru hinir beztu öngl-
ar að gæðum og verði sem nú
fást í verzlunum.
Trésmíðaverkstæði
nægilega stórt fyrir þrjá smiði
er til leigu nú þegar.
Ritstjóri vísar á.
Hvað sannar að
„Dan“-motorinn
er beztur?
handa konum og körlum nýkom-
ið í verzlun EDINBORG.
Mustads margarine
einmitt nýkomið í verzlun
konsú/s Tulinius.
Sv; Reynslan.
Umboðsmenn á Akureyri
Otto TuUnhis og Ragnar Ólafsson.