Norðri - 20.07.1906, Blaðsíða 2
N O R Ð R l
NR. 31
121
NORÐRI
Gefinn út af hlutafélagi.
Ritstjóri: Jón Stefánsson.
Skrifstofa Hajnarstræti 3.
Prentsmiðja B’ Jónssonar.
Nærsveitamenn eru beðnir
að muna eftir að vitja »Norðra« á af-
greiðslustofu hans Hafnarstrœti 3, þegar
þeir eru hér á ferð.
er þar á ofan svo rúmlitil, að þegar
mikið af fiskiflotanum liggur inni, er
oft torvelt og jafnvel ómögulegt fyrir
stærri skip, sem skila eiga farmi þar,
eða taka farm, að komast nálægt þeim
stöðvum, er þeim sé hentugt að liggja.
Ekki er svo mikið um, að nein regla
eða stjórn sé á því, hvar skip leggjast,
liggja þau því oft svo að þetta litla
rúm notast ekki til hálfs. Væri hafnar-
sjóð Reykjavíkur þó vorkunnarlaust að
kosta eftirlit og stjórn á því, og væri
fylsta nauðsyn til þess. f*að er ekki
nema von, þótt útlendir skipstjórar, sem
til Reykjavíkur koma og greiða þar ær-
in hafnargjöld, spyrji: Hvað er gert
með alla þessa pemnga? — Ráðgáta
mun og það vera fleirum en útlendingum.
Rví hefir nokkrum sinnum verið hreyft,
að það mundi gera verzlun landsins
betri og hagfeldari, ef stórsalar eða stór-
sölufélög væru í Reykjavík, og frá þeim
fengi síðan kaupmenn og félög út um
landið vörur sínar, í stað þess að fá þær
gegnum útlenda umboðsmenn. Þetta
getur vel verið rétt í sjálfu sér, og iyr-
ir Reykjavík sjálfa væri það auðvitað
hinn mesti hagur og «uppsláttur». En
það er blátt áfram hlægilegt að vera að
tala um það, meðan hafnarmál Reykja-
víkur komast ekki í lag. Kostnaður sá
og áhætta, sem því fylgir nú að koma
vörum í land og úr landi í Reykjavík,
gerir þetta að fjarstæðu. F*að er ætlun
mín, að fyrir vöxt og viðgang Reykja-
víkur sé enginn hlutur eins þýðingar-
mikill og sá, að þar sé gerð góð höfn.
Og Reykjavík má sannarlega vara sig,
því samkepni milli kauptúnanna eykst
mjög eins og í öðrum efnum. Hafn-
arfjörður er ekki langt frá Reykjavík.
Líklega væri það hollast fyrir Reykjavík
að Skerjafjörður yrði þegar gerður að
aðalhöfn bæjarins eins og sumir hafa
haldið fram.
A ísafirði er ástandið ekki svo mikið
betra, að vísu er þar góð höfn, þegar
kemur inn fyrir tangann. En sundið
er örmjótt og grunt og verður ekki
farið nema að sætt sá sjávarföllum og
með leiðsögn kunnugs manns. Utan
við tangann, og þar liggja skipin oft,
er iðulega ókyr sjór, og útfiri er þar
svo mikið, að ekki verður unnið að
flutningum milli skipa og lands þegar
fjara er. Og ekki reka ókunnugir sig
á opinber hafnarmannvirki þar. Til
dæmis um, hvað þægilegt er að athafna
sig þar, má geta þess, að núna í vor,
á þessu herrans ári 1906, var sendur
dálítill vöruslatti frá ísafirði til hafnar
hér á norðausturlandinu, og kostaði að
koma þeim um borð á ísafirði að eins
litlu minna en farmgjaldið alt.
Fyrir skömmu er lögleidd hafnsögu-
skylda á Isafirði, og allmikil eru þau
gjöld, sem þar verður að greiða. Ó-
kunnugir, og jafnvel nokkuð kunnugir
líka, geta ekki varist þess að sýnast, að
á ísafirði, og auðvitað ekki síður í
Reykjavík þó, hafi meiri stund verið
lögð á að ná sem mestu fé af skipum,
en að gera þeim þægilegt eða fýsilegt
að koma til þeirra staða. En þetta er
þveröfugt við það, sem vera ætti, því
að vöxtur og viðgangur kaupstaðarma
er að mjög verulegu leyti kominn und-
ir siglingunum, og það er einsætt að
reyna heldur að hæna skip og viðskifti
til sín.
Hér á Akureyri er ekki alt í sem
beztu lagi heldur. Að vísu hefir hafn-
arsjóðurinn kostað allmiklu til mannvirkja
einkum á síðustu árum, en þau koma
enu að tiltölulega litlum notum. Sú
hafnarbryggja, sem til er hér í bænum,
er mjög langt frá naiðju bæjarins, og
fjarlægist miðjuna æ því meir, sem bær-
inn eykst og stækkar, af því flestar ný-
byggingar eru reistar í úthfutanum.
Bryggjan er auk þess alt of lítil, og
svo er lögun hennar óhagkvæm; hún
er bogadregin framan, svo að ekki er
mögulegt að ferma nema frá einni «Iúku»
í einu, og enn er sá annmarki að nær
ómögulegt er að koma við landfestum.
Hér koma svo mörg skip, að þetta
bryggjuteysi er vandræðamál, og væri
þó enn tilfinnanlegra ef ekki bætti það
úr, að einstakir menn og félög eiga
bryggjur á Oddeyri, sem oft kemur að
góðu haldi. Er það einkum bryggja
konsúls Havsteens, sem márgir hafa
notað. Hefir jafnvel verið skipað þar
út sauðfé til útflutnings, sem annars
hefði þá orðið torvelt eða ómögulegt.
Eru það þarfir menn, sem þannig leysa
af hendi það hlutverk, sem bæjarfélög-
in vanrækja að vinna, eins og enn er
á ísafirði og áður var á Seyðisfirði,
þangað til hafnarsjóðurinn eignaðist
bryggju.
Vonandi rætist nú innan skams vel
úr þessum vandræðum öllum héráAk-
ureyri, þegarj Torfunefsbryggjan, sem
hvarf í sjóinn nýbygð í fyrra, rís upp
á ný sjöfalt sterkari og betri en fyr, og
er það vottur um lofsvert áræði og
framfarahug, að ráðist verður í að byggja
þá bryggju, þrátt fyri*- hinn stórfeng-
lega skaða, er hafnarsjóðurinn beið við
bryggjuhrunið.
En eg efast um að hér sé enn full-
vaknaður hinn rétti hugsunarháttur, að
gagn bæjarins heimti það fyrst og fremst
að skip séu hænd hér að, með því að
gera þeim komuna sem þægilegasta, létta
störf þeirra og kostnað. Eg er hrædd-
ur um að enn eldi eftir af gamla hugs-
unarhættinum, þeim hugsunarhætti, að
fyrst og fremst beri að fá af skipunutn
sem mestar tekjur, mesta peninga. Svo
einhverntíma síðar meir að gera eitt-
hvað, er heitið geti að sé til léttis og
þæginda fyrir skip og siglingar.
Rað er víst, að þessi --angi hugsunar-
háttur ríkti hér fyrrum. A þeim árum
um var flutt út héðan af Akureyri mjög
margt af lifandi fé, og komu hingað
stór skip, oft 14000—16000 Tons, til
að sækja það. Tekjur hafnarsjóðsins af
þeim skipum voru miklar, og atvinna
sú og viðskifti, sem þær skipakomur
veittu bæjarbúum voru og teljandi til
hagræðis. Ætla mætti því, að þeim er
fyrir hafnarmálum stóðu, hefði verið
ljúft að taka allvel á móti, en sú varð
þó ekki raunin á. Þá átti bærinn bryggju
á Oddeyrartanga, sem síðan hefir ver-
ið fargað á einhvern hátt. Var hún
oft notuð til að skipa út fénu á. En
skip þau er við hana lágu, urðu að hafa
öruggar landfestar, því bryggjan var
mjó og gaf lítinn stuðning. En ekkert
var til að festa við í landi. Eg hafði
oft með þessi skip að gera, og fór eg
fram á það hvað eftir annað, að festir
væru 2 sterkir stólpar í landi með sem-
enti, til þess að hægra væri að binda
skipin, Ekki hefði það kostað nein
ósköp; en að það fengist! nei, það var
ómögulegt. Eg varð þvf á h?erju hausti
að fá lánað atker hjá góðum mönnum
og láta grafa þau niður og festa með
tiJÍfon og grjóti. Var töluverður kostn-
aður við þetta, og auk þess aldrei vel
örugt, svo að stundum lá við að slys
hlytist af. Eg segi frá þessu hér í því
skyni að benda mönnum á, hvernig
þetta iná ekki vera.
Fyrir fáum dögum kom hér fyrir at-
burður, er sýnir, að enn er ekki alt í
þessu efni eins og það ætti að vera.
Skipið «Fridthjof», sem hefir verið í
förum á sumrin hér við land síðan 1901
og að því er mér telst til borgað á
þeim árum ca. 800 kr. í hafnarsjóð
Akureyrar, var hér við hafnarbryggjuna
einn dag og affermdi. Var affermingin
þá hér um bil hálfnuð. En þá varð skip-
ið að víkja frá bryggjunni til að gefa
rúm öðru skipi (Hólum). Affermingin
varð að gerast með bátum eftir það.
En þar sem «Fridthjóf» þurfti að liggja
til þess að vinnan gæti gengið skap-
lega, þar Iágu þá fyrir aðgjörðalaus skip
svo að «Fridtbjof» komst ekki að, og
varð þetta alt að allmiklu tjóni. Retta
er að eins eitt dæmi. En eg vona að
mönnum skiljist, að það er enginfurða
þótt þeim, sem fyrir þessu verða, þyki
það nokkuð hart, og kenna lítillar sann-
girni; og ekki er það til að hæna skip
hingað eða gera þeim, er að þeim standa,
komuna hingað og dvölina hér þægi-
lega. En það er mjög þýðingarmikið
fyrir bæinn. Samkepnin getur orðið
varasöm fyrir Akureyri. Er nóg að benda
á Siglufjörð og hina mörgu staði með-
fram Eyjafirði beggja vegna, sem eru
viðunanleg sumarlægi fyrir skip.
Eg ætlaðj að skrifa örstutt, en nú er
þetta orðið langt mál. Eg skal þó taka
það fram til að koma í veg fyrir mis-
skilning, að eg þykist hvergi hafa tæmt
þetta efni, að eins höggvið á ýmsu,
og eg þættist góðu bættur, ef eg gæti
með þessu vakið gætna menn til meiri
íhugunar á því efni, sem hér hefir
verið drepið á.
Bækur
sendar »Norðra«
Þyrnibrautín skáldsaga eftir Herm. Sud-
errnan, þýtt hefir Sigurður Jónsson frá Alf-
hólum, Utgefendur Kr. H. Jónsson og Sig.
Jónsson ísaf. 1906.
Höfundur þessi er frægur fyrir ritverk sín
og eru mörg þeirra þýdd á ýms tungumál.
Hann er fæddur 30. seft. 1857 á Prússlandi
og er af hollenzkum ættum. Leikrit voru
það er hann samdi fyrst, en lengi vel var
liann ekki viðurkendur sem skáld og mætti
mikilli mótspyrnu. Pó lét hann ekki hug-
fallast og árið 1888 sá hann ávöxt þolgæð-
is síns og var það leikritið »Heimkoman«
er gerði hann frægan. Sama ár kom út
eftir hann »Frau Sorge« og var hann þá við-
urkendur sem sagnaskáld. Rað er sú bók,
sem nú er þýdd á íslenzku og hefir hlotið
nafnið »þyrnibrautin«.— Þýðingin er ekki
svo góð sem skyldi, en þrátt fyrir það vilj-
um vér mæla með sögunni til tómstunda-
lesturs — fremur en mörgum öðrum útlend-
um sögum sem nú er haldið að þjóðinni.
Friðþjófssaga í ljóðum.'þýðing. sr. Matth.
Jochumssonar er nú komin út í þriðja sinn
og er það Kr. H. Jónsson ritstjóri »Vestra«
sem annast hefir útgáfuna í þetta sinn.—
Seljast mun hún væntanlega eins og áður.
Handbók fyrir hvern mann er einnig kom-
in út í þriðja sinn. Það er handhægur bækl-
ingur að mörgu leiti og afar ódýr.
Skirnir annað hefti þessa árs er nýkomið,
eigulegt mjög að vanda. í því er meðal
annars löng ritgerð um Japau eftir Guðm.
lækni Hannesson einkar fróðleg og eftir-
tektarverð og ritgerð eftir Guðm. Finnboga-
son ernefnist Smáþjóð — Stórþjóð - skemti-
lega skrifuð grein og skáldlega eins og höf.
er lagið.
Landsstjórinn.
I Austra 30. júní skrifar Hjörtur um
landstjórann. Er það aðalefni greinar-
innar að sýna fram á, að landstjórafrum-
varpið (1885 og 1886 og aftur 1893
og 1894) hafi verið mesti gallagripur,
miklu verra og »danskara« en það stjórn-
arfyrirkomulag, sem við höfum nú.
Ekki skal um það deilt hér, hvort svo
er eða ekki, En Hjörtur fer ekki rétt
með, er hann telur upp galla landstjóra-
frumvarpsins, og það vil eg leyfa mér
að benda hér á.
Hann telur fram aðal gallana í þrem
meginatriðum. Það er annar töluliður
þeirra, sem eg vil minnast á. Hann
hljóðar svo hjá Hirti:
»2. Landstjóravaldið var alt i óvissu.
Konungur eða landstjóri var að jafn-
aði viðkvæði laganna. Danir gátu
ráðið því einir hvað mikið staðfest-
ingarvald og framkvæmdarvald land-
stjórinn fengi í »erindisbréfi» sínu«,—
Væri hér rétt skýrt frá, þá er ekki
því að neita, að frumvarpið hefði verið
mikill gallagripur. En því er ekki svo
varið. I þessu efni var miklu betur
búið um hnútana, en Hjörtur vill láta
heita.
Þriðjagrein frumvarpsins (1894) hljóð-
aði svo:
»Konungurinn hefir hið æðsta vald í
öllum hinum sérstaklegu málefnum lands-
ins, með þeim takmörkum, sem settar
eru í stjórnarskrá þessari og lætur land-
stjóra, sem hefir aðsetur sitt í landinu,
framkvæma það«.
I 6. grein stendur:
»Landstjórinn hefir í umboði konungs
hið æðsta vald í öllum hinum sérstöku
málefnum landsins. . . . «
í 7. gr:
Undirskrift konungs eða landstjóra í
umboði hans undir ályktanir þær, er
snerta löggjöf og stjórn, veitir þeim
gildi, þá er einn ráðgjafi eða fleiri skrifa
undir með honum«.
í 8. gr:
»Landstjóri og ráðgjafar eru landsráð
og landstjóri forseti þess. I landsráð-
inu skal ræða lagafrumvörp öll og mik-
ilsverð stjórnarmálefni«.
í 10. gr;
»Landstjóri veitir öll þesskonar em-
bætti, sem konungur hefir veitt hingað
til«.
í 11. —15. gr. er svo fyrirmælt, að
landstjóri, ekki konungur eða landstjór'
ráði öllu um það,að stefna saman al-
þingi, fresta fundum þess, eða rjúfa
það. —
Landstjóranum er þannig áskilið alt
framkvæmdarvaldið og raunar alt laga-
staðfestingarvaldið líka, því ef konung-
urinn hefði viljað skrifa undir lögin sjálf-
ur, þá varð hann í hvert skifti að ferð-
ast hingað til lands til þess, og gera
það í landsráðinu. Danir höfðu því
ekkert, alls ekkert að segja um staðfest-
ingarvaid og framkvæmdarvald land-
stjórans. —
Á síðustu tímum er blöðunum orðið
á ný nokkuð tíðrætt um landstjórafyrir-
komulagið. Málið er mjög alvarlegt
og lesendur blaðanna eiga heimting á,
að skýrt sé rétt frá orðnum atburðum
að minsta kosti. Eg hefi hingað til les-
ið hinar skörpu greinar Hjartar í Austra
með ánægju, og mér féll illa, að hann
skyldi fara með rangt mál í þetta sinn. —
J-J-
Búfjársýningu
mikla héldu Vopnfirðingar á Felli 15. júní.
Forstöðunefnd var: sr. Sig. P. Sivertsen á
Hofi, Jón Jónsson læknir og Sigurjón Hall-
grínisson bóndi í Ytrihlíð, formaður búnað-
arfélags Vopnflrðinga