Norðri - 27.07.1906, Blaðsíða 1
1906.
32.
Akureyri, föstudaginn 27. júlí.
Vegalög og vegagerðir.
Eftir B. E.
Vegalög vor, eru orðin 12 ára göm-
ul og þó hefir ákvæðum þeirra enn
ekki verið fullnægt að öllu leyti. Sér
staklega eru nokkrar af akbrautum þeim
er leggja skyldi á landssjóðskostnað,
engar til enn þann dag í dag. Þess
var að vísu ekki að vænta, að þeim
yrði lokið á fáum árum. Það er
ainars eftirtektavert, að þar sem þess
ar akbrautir áttu að liggja, var mcst
þörf á góðum flutningabrautum, en
þeir kaflar sýsluveganna hafa svo verið
mest vanrcektir síðan vegalögin komu í
gildi, og það af þeirri eiuföldu ástæðu,
að vegagjörðarskyldan hvíldi á lands-
sjóði.
t*á hafa sýsluvegasjóðir og hreppa-
vegasjóðir svo mjög ófullnægjandi fé
til umráða, að engar þær umbætur á
vegum, sem nokkuð kveður að, verða
framkvæmdar með því. Það er litlu
meira en ti! að gjöra við mestu torfær-
urnar á vegum þeim, er hestafæturnir
hafa lagt fyrir öldum síðan.
Það mun ekki dæmalaust, að þótt
sýsluvegasjóðnum hafi verið varið til
að leggja dálitla brautarstúfa, þá sjá
menn það síðar, að vegirnir áttu að
liggja á öðrum stöðum, ef fé hefði ver-
ið fyrir hendi til að framkvæma það.
Sem dæmi þess, hve sýsluvegaféð er
ófullnægjandi, skal þess g:tið, að sýsla-
nefnd Eyfirðinga hefir látið vegfræðing
mæla vegarstæði í tveim hreppum sýsl-
unnar, og gjöra áætlun um kostnað við
vegalagninguna. Vegalengdin er 61 a
míla og áætlaður kostnaður 29000 kr.
Þótt sýslunefndin gæti — sem eftir á-
stæðum ekki er hægt — varið sýslu-
vegagjaldi þessara hreppa, sem nú er
ca. 490 kr., til þessa vegar, þyrftu nær
því 60 ár til að fullgjöra hann.
Kröfur tímans heimta það, að vér fá-
nm góða vegi og höfum fullgjört þá
á styttri tíma en 60 árum.
Kaupstaðirnir stækka óðum og flutn-
ingaþörfin frá þeim og til þeirra vex
að sama skapi. Rjómabúin rísa upp
víðsvegar um landið og flestir óska eft-
ir að fá akfærar brautir lagðar út frá
þeim.
Hið núverandi ástand er langt frá því
að vera svo gott sem skyldi, og ein-
hver úrræði þarf að hafa til að ráða
bót á því
Eg alit að vegalögin séu ekki vel
hentug, og væri eigi úr vegi að breyta
þeim þegar á næsta þingi.
Sú ákveðna aðgreining á vegunum er
að inínu áliti ekki heppileg; sem sagt
heimta menn fé úr landssjóði og sýslu-
vegasjóðum til vegagjörðanna, þar sem
lögin fría hreppana við að leggja nokk-
uð til vega þeirra, sem um þá liggja
séu þeir kallaðir akbrautir eða sýsluveg-
ú'. En þetta er ekki alveg rétt.
Rað virðist nauðsynlegt, þegar um
Vegagjörðir er að ræða, sem nokkuð
kveður að, að allir kraftar séu sem bezt
sarneinaðir, og landsjóður ætti ekki að
vera skyldugur til að kosta að ðllu leyti
fremur akbrautir en aðra hjeraðsvegi.
Líklega væri réttast að fela sýslu-
nefndunum umsjón á öllum vegagjörð-
um hverri í sinni sýslu, að undanskyld-
um póstvegum og fjallvegum. Skyldi
þeim sett þau skilyrði, að vegaverkstjór-
ar ákveði vegastefnur og gjöri áætlanir
unr kostnaðinn. Landssjóður ætti svo
að leggja fé til vegagjörðanna til helm-
inga nróti héruðunum, þegar um 4 — 5
álna breiðar brautir væri að ræða, en
nokkru nreira af kostnaði 6 álna braut-
anna.
En hvernig konrast þá héruðin út úr
þessu, svo nokkrar teljandi framkvæmd-
ir eigi sér stað?
Hér skal bent á nokkur atriði, sem
eg álít öll vel tiltækileg:
Vegagjöldin nrega framvegis eigi vera
minni en 2 kr. fyrir hvern verkfærann
mann, og það ár sem vinna skal að
vegagjörð í einhverjum hreppi, þarf að
tvöfalda vegagjaldið á einhvern hátt,
annaðhvort með frjálsum tillögum, fyrir-
liggjandi fé í vegasjóði, eða tillagi úr
sveitarsjóði. Sýslufélagið legði fram 8'5
af vegasjóði sínum. Loks væri tekið
lán, sem væri hálfu meiri upphæð en sú,
er héraðið legði fram. Lán þetta gæti
svo borgast að hálfu leyti úr hlutað-
eigandi sýsluvegasjóði.
Eg skal skýra þessa hugmynd með
dæmi: í einum hreppi eru 200 verk-
færir menn vegagjaldið verður 400 kr.
Aukatillag frá hreppsbúum . . 400
Úrsýsluvcgasjóði(!i,5af2000kr.) 1200 —
Tekið lán.................... 4000 —
Tillag úr landssjóði . . . 6000
Alls 12000 kr.
Ef sýslan ætti eftir að leggja eða
fullgjöra akbraut, má bæta við 5000 kr.
úr landssjóði svo alls yrði á ári unnið
að vegagjörð fyrir 17,000 kr. Geti til-
lag hreppsins eigi numið 2/s móti sýsl-
unnar, mætti vinna að vegum í tveim-
ur eða fleirum hreppum sama árið. Til-
lag landssjóðs færi eftir framboði sýsl-
anna, og tiilag sýslanna til hvers hrepps
eftir framboði hans.
Eftir tölu verkfærra manna í landiuu
árið 1902 mætti ætla, að héruðin gætu
á þennan hátt boðið fram 79000 kr.,
gegn 79000 kr. styrk úr landssjóði; svo
má ætla landssjóði að leggja 30000 kr.
árlega til þeirra 6 akbrauta, sem enn eru
ófullgerðar; gætu þá landsmenn lagt
vegi fyrir 188000 kr, árlega í 5 ár, og
skiftist það á sýslurnar þannig: Vestur-
Skaftafells 4,100 kr., Rangárvalla 9,600
kr., Arness 16,000 kr., Kjósar ogGull-
bringu 13,000 kr., Borgarfjarðar 11,000
kr., Mýra 4,000 kr., Snæfells og Hnappa-
dals 7,600 kr., Dala 4.700 kr., Barða-
strandar 7,000 kr., Vestur-ísafjarðar
5,600 kr., Norður-ísafjarðar 8,000 kr.,
Stranda 3,700 kr., Húnavatns 14,500
kr., Skagafjarðar 15,200 kr., Eyjafjarðar
17,200 kr., Suður-Ringeyjar 14,000 kr.,
Norður-Ringeyjar 3,300 kr.,Norður-Múla
14,400 kr., Suður-Múla 12,500 kr., Aust-
ur-Skaftafells 2,600 kr.
Hér er bætt 5,000 kr. akbrautarstyrk
til 6 sýslna: Borgarfjarðar, Húnavatns,
Skagafjarðar, Eyjafjarðar, Ringeyjar og
Norður-Múla, en sumar þeirra t. d.
Eyjafjarðar þyrftu hann eigi svo lengi,
og þá færi hann vaxandi hjá hinum.
Pað mun þykja þung byrði fyrir
landssjóð að leggja til 109,000 kr. ár-
lega, en það kæmi naumast til þess,
framboð fjár á móti landssjóðsstyrknum
yrðu minni cn hér er áætlað. Vestfirð-
ingar og Austfirðingar mundu fremur
vilja hafa góðar samgöngur á sjó, en
að kosta miklu til vegagjörðar á landi
Líka mundi landsjóði ekki vera ofvaxið
að taka lán, svo sem !/i miljónar til að
koma þessu í framkvæmd.
Regar 5 ár væru liðin hefðu héruðin
bundinn helming af vegagjöldum sínuin,
en þá hefð þau líka starfað mikið.
Ró mætti halda áfram vegagerðum
með V4 af þeim upphæðum sem tilfærð-
ar eru hér að framan, því eg býst við
að þá yrði lántökum lokið. — Viðhald
veganna ætti að koma eins niður bæði
á héröðin og landssjóð, því vaxi það
landsjóð einum yfir höfuð yrði sama
uppi á teningnum með héruðin.
Nú er einmitt hentugur tími til að
breyta löggjöfinni í þessa átt, bvf nú létt-
ir jafaaðarsjóðsgjöldunum af þjóðinni,
og hvað getur annað þarflegra komið í
staðinn en samgöngubæturnar?.
Rað er eins og eitthvað þessu líkt
hafi falist í meðvitund sumra þingmanna
Svo lítur út sem þeitn hafi ekki þótt
vegalögin vel hentug eða sanngjörn.
Akbrautastyrkinn hafa þeir stundum veitt
með hangandi hendi og jafnvel talið hann
eítir þeim sem áttu hann að nota, en
veitt svo fé til sýsluvega, án þess að
lögin geri ráð fyrir því, og sett allströng
skilyrði fyrir styrkveitingunum, sem munu
koina harðar niður á héruðin, en hér
er gert ráð fyrir.
Ymislegt fleira mætti segja um þetta
mál, en hér skal staðar numið í þetta
sinn.
Prof.
Embœttisprófi við prestaskólann luku í
f. m.
Björn Stefánsson með 1. eink. 85 stig
Lárus Sigurjónsson — I. — 84 —
Sigurður Guðmundsson 11. — 70 —
Að prófinu loknu fór Björn Stefánsson
til útlanda á kristilegan stúdentafund er
haldinn verður í suniar álandamærum Rúss-
lands og Finnlands.
Fyrrihluta embœitisprófs á lækuaskólan-
um í Rvík hafa tekið:
Guðm.T. Hallgrimsson með 1 I. eink. góðri
Valdemar Steffensen — 11. — (betri)
Studentspróf tóku frá Rvíkurskóla þessir:
Jóhannes Jóhannesson með I. eink. 91 st.
Páll Sigurðsson 1. — 84 —
Pétur Jónsson II. 81 —
Utanskóla:
Árni Árnason I. - 104 —
Sig. Jóh. Norðdal I. — 104 —
St. Sch. Thorsteinsson — I. 97
Magnús Gíslason I. 94 —
Konráð R. Konráðsson — 1. 90 —
Pétur H. Pétursson 11, — 82 —
Jón Sigurðsson 11. 81
Vernh. Rorsteinsson 11. — 77 —
Pórður Oddgeirsson 111. 43 —
Heimspekispróf hafa tekið f Rvík:
Porsteinn Briem (ágætl.) Brynj. Magnússon
(ágætl. : ) Magnús Júlíusson og Páll E.
Ólafsson (dnvel) Ólafur Lárusson (dável —: )
Gunnar Sæmundsson og Jón B. Jónsson
(vel þ)
Erlendar fréttir.
Höfn 7. júlí.
Rússland.
Ástandið þar vill lítið batna. Róstun-
um heldur stöðugt áfram, og virðast
heldur aukast en minka. Róstur og rán,
morð og manndráp algeng. Rað, sem
alvarlegast er, mun þó það, að herinn
neitar víða að hlýða foringjum sínum.
Par á meðal hefir verið herdeild ein
úr lífverði keisarans. Auðvitað hefir
henni verið refsað og foringjum henn-
ar, en það stoðar lítið. Einkum hefir
þó borið mikið á hermannaóeirðum í
Ódessa og sömuleiðis hafa verið mikl-
ar óspektir í Batum. Skipverjar á skip-
um í Svartahafinu hafa gert verkfall, og
hafa hermenn verið látnir gegna störf-
um þeirra, til þess að skipaferðir gætu
haldu haldið áfram og öll umferð og
vöruflutningar þyrftu eigi að stöðvast.
Sagt er og að talsverðar óspektir hafi
verið meðal hermanna í Krónstað, og
ennfremur að hirðin muni flytja frá
Pétursborg til Czarskoje Selo; þykja
þjónarnir eigi sem tryggastir. Mestur
er þó fjandskapur manna á lögreglunni
og er það að vonum, jafn mikil grimd-
arverk og hún hefir unnið. Hefir og
hatrið eigi batnað eftir aðfarirnar í Bje-
lostok, því að fullsannað þykir, að lög-
regian hafi stuðlað þar að hryðjuverk-
unum. Hafa byltingamenn jafnan átt um
sárt að binda fyrir henni, enda hafa
þeir heldur eigi hlífst til við hana, þeg-
ar færi gefst. Um daginn skaut þeim
pata upp í Warschau, að byltingamenn
ætluðu að drepa aila lögreglumenn bæj-
arins. Svo langt komst það að vísu
ekki, en margir voru þó drepnir á sama
degi. Neituðu þeir þá að gegna starfa
sínum og er því fótgöngulið látið gera
það í þeirra stað. Margir af ræningj-
um þeim sem daglega gera vart við sig
eru byltingamenn, er afla sér fjár á
þennan hátt. Stundum gefa þeir og
kvittun, en auðvitað er hún ekki mikils
virði. Um daginn réðust þeir sem oft-
ar inn í banka; féhirðir var viðstaddur
og ætlaði hann að fá þá burtn með því
að afhenda þeim 700 rúblur, er hann
sjálfur átti. En það vildu þeir ekki, en
tóku með valdi úr féhirzlunni 2000 rúfl-
ur kvittuðu fyrir, létu féhirði halda sínum
eigin peningum og fóru svo brott. Ress
háttar rán komast sjaldanupp; ræningj-
arnir eru vel vopnaðir og skjóta þá,
sem veita þeim mótstöðu, og náist þeir
þá drepa þeir sig heldur en segja til
flokksbræðra sinna.
Á þinginu er sama rifrildið. Hefir
jafnvel stundum orðið að slíta fundi
vegna gauragangsins. Stjórnin hefir lof-
að að úthluta eignum krúnunnar meðal
bænda, til þess að bæta hag þeirra og
jafnvel að kaupa jarðir, Þorir hún eigi
annað en að láta nokkuð undan, þótt
sýnilega nauðug sé. Mikið hefir verið
rætt um það, síðustu daga að ráðaneyt-
isskifti verði innan skams og fari Gore-
mykin frá. En mjög eru skiftar skoð-
anir um það, hvernig hin nýja stjórn
muni verða samausett. Er jafnvel haldið
að teknir verði ráðherrar af meiri hluta