Norðri - 03.08.1906, Page 2

Norðri - 03.08.1906, Page 2
132 NORÐRI NR. 33 NORÐRI Qefinn út af hlutafélagj. Ritstjóri: Jón Stefánsson. Skrifstofa Hajnarstrœti 3. Prentsmiðja B- Jónssonar. Nærsveitamenn eru beðnir að muna eftir að vitja »Norðra« á af- greiðslustofu hans Hafnarstrœti 3, þegar þeir eru hér á ferð. að hinni siðferðislegu, helgustu skyldu sé létt af foreldrunum og vandamönn- um, sem þó í sjálfu sér er ekki annað en skerðing á sjálfstæði. Pað er tek- in af þeim skyldan að nokkru leyti og þeirra eigin peningar. Aflið til að full- nægja skyldunni, því það má hver vita að ekki getur landsjóður borgað annað út en það sem á einhvern hátt borg- ast inn af þjóðinni. En á meðan mál þetta kemst ekki lengra en á pappírinn væri nauðsynlegt að styrkja þannig lag- aða kenslu. Ef fastir skólar, sem að líkindum yrðu bæði farskólar og heimavistarskólar gætu stofnast, myndi umgangskenslan hverfa smásaman jafnhliða uppkomu fastra skóla. Gæti því ekki verið um hana að tala eða peningaframlag úr landsjóði til hennar, því hún myndi um síðir lognast út af með alla sína kosti og lesti. Skyldi svo fara að sú breyting á ung- lingamentun kæmist á, að ílestir ungling- ar gætu fengið aðgang að skólamentun og skólar þeir væru að nokkru leyti kost- aðir af landsjóði, þá virðist svo, sem ekki væri ótilhlýðilegt að foreldrar og vandamenn bæru þá skyldu, að kenna börnunum án landsjóðsstyrks, fyrstu und- irstöðuatriðin, svo sem lestur og krist- indóm. Það sýnist óþarfa kostnaður. að láta kennara sitja með börn á hné sér til að kenna þeim að stafa, eins og nú er farið að eiga sér stað við umgangs- kensluna. Pað eyðir og líka tíma kenn- aranna frá því að sinna öðrum nem- endum, sem lengra eru á veg komnir. Aftur á móti álítum vér að landsjóð- ur verði ekki aðeins að borga tiltölu- legan hluta af kennaralaununum, ef þeir sykldu fæðast einhverntima, heldur og líka styrkja að nppkomu skólanna sjálfra ef nokkur framkvæmd á að verða með uppkomu þeirra. Pað er gott að hafa nógu marga kennara, en ekki einhlítt. Pað verður svo bezt gagn að þeim, að þeir þá hafi þegar til kemur einhvern aldingarðinn að sá í sínu nýfengna ment- unarfræi. Vanti hann eða skólana, verð- ur hætt við, að blómin visni og beri lítinn ávöxt eða komi ekki að tilætluð- um notum. Vér viljum óska, að þetta og að sjálf- sögðu margt fleira, væri tekið til íhug- unar við endurskoðun frumvarpsins, því eins og það er áríðandi að drífa mál- in áfram röggsamlega, þá er það og eigi síður áríðandi að vanda frágang þeirra sem bezt. S^ft J. C. Poestion konunglegur yfirbókavörður í Vínar- borg, hinn góðkunni íslandsvinur og íslenzkra bókmenta, kom hingað í gær- dag landveg sunnan úr Reykjavík. — Gerir hann ráð fyrir að dvelja hér um kyrt eina viku eða þar um bil. Væri vel til fallið ef Akureyringar sýndu hon- um, einhvern þakklætisvott fyrir starf- semi hans í þarfir íslenzkra bókmenta. Glímur á Hofmannaflöt. Eins og kúnnugt er vár Hofmanna- flöt leikvöllur forfeðra vorra til forria, meðan landið var sjálfstætt og einnig síðar franr eftir öldum. Þar söfnuðust saman hinir mestu íþróttamenn þjóðar- innar og sýndu listir sínar. Hefir þar oft mátt líta hraustan dreng og falleg handtök. Munnmæli eru það einnig að þar hafi verið sagðar sögur af hinum fyrstu atburðum er gerðust í landi voru áður en þær voru færðar í letur. Norðri vill skjóta því til þeirra manna, sem nú hafa bundist samtökum til end- urreisnar þjóðlegum íþróttum í landinu, hvort ekki væri tiltækilegt, að menn legðu mót með sér á Hofmannaftöt, þegar haldnar skulu kappglímur eða aðrar kappraunir, sem öllum landsmönn- um er heimilt að taka þátt í. Auðvit- að er það ýmsum örðuleikum bundið sérstaklega að því er snertir samgöng- urnar, en ekki þætti oss ósennilegt, að holl áhrif mundi það hafa á þá er tækju þátt í glímunum eða öðrum þeim í þróttum, sem yðkaðar kunna að verða, ef að þeir gætu andað að sér því lofti — ef svo mætti að orði kveða — sem vera mun yfir Hofmannaflöt. Vilja ekki 'einhverjir þjóðlega sinnaðir Islendingar leggja »orð í belg» um þetta. Thor.efélagið hefir keypt nýtt skip sem sagt er að eigi að ganga í vet«r milii Khafnar og suður- landsins. Það heitir »Sterling« er nærri nýtt og prýðisvel útbúið seni farþegaskip. Nýja kirkju er verið að byggja í Húsavík við Skjálf- anda. Hún kvað verða fallegt hús og er áætlað að hún muni kosta 20 þús. kr Ullarverð. Það sem vér vitum til að mest hafi verið borgað fyrir ull nú í kauptíðinni í peningum er kr.: 1,05 fyrir pundið, en í reikninga kr.: 1,10 og mun það alment. Ungfrúrnar Elín Matthíasdóttir og Kristrún Hall- grímsson úr Reykjavík ráðgera að koma hingað áður en langt líður og syngja hér fyrir fólkið, vonum vér að yngis- mönnum bæjarins þyki það skemtileg tíðindi. Skip. Eimsk. «Projsen» þýskt síldveiðaskip kom og fór aftur 26. júlí. Eimsk. »Leslie» kom 26. júlí með 106 tn. af síld, Eimsk. »MjöInir» kom að vestan 26. júlí og fór sama dag fullfermdur til útlanda. Eimsk. »Reidúlf» (norskt) síldveiða- skip kom 28. júlí, fór daginn eftir. Mótorskipið »Ulf» (sænskt) síldveiða- skip kom 28. júlí fór sama dag. Eimsk. «Schottisk Belle» kom 28. júlí og fór aftur sama dag. Eimsk. >Argo kom 28. júlí frá F*órs- hamri og fór aftur sama dag með 600 tn. af síld til Aberdin. Eimskipið «Reidar» kom 28. júlí með 600 tn. af síld og þann 31. júlí með 400 tn. af síld. Fimsk. «Glamis Castle», «Glenogil» og »GIenis!e« öll ensk komu 29. Júlí og fóru sama dag. Eimsk. »Rjúkan« kom 30. júlí með með 130 tn. af síld, og aftur 1. ágúst með 350 tn. Eimsk. »Hannover« (þýskt) kom hér 30. júlí og fór sama dag. Eimsk. »Askur« kom 30. júlí með 300 tn. og 1. ágúst með 700 tn. af síld. Eimsk. -Birgit* kom 31. júlí mcð 300 tn. af síld. Eimsk. Elin. kom 1. ágúst með 300 tn. af síld. Eimsk. »Aron< (sænskt)kom sama dag með 225 tn. af síld og »Vogen með álíka mikið. Huliðsheimar (Haugtussa) Arna Garborgs er nú að koma út í Rvík í íslenzkri þýðingu eftír Bjarna Jónsson frá Vogi. Vér höfum séð nokkuð af þýðing- nnni í handriti og er hún viða snildarlega gerð. Landveg suður til Rvíkur lögðu á stað nú í vik- unni þeir Kolb. Arnason kaupm. og Kr. Guðmundsson verzlunarstjóri. Skagfirðingar hafa verið nokkrir hér á ferð að undan- förnu. Snorri Jóhannsson bókhaldari á Sauð- árkrók og kona hans, Arni Eiriksson odd- viti á Reykjum og Jón sonur hans, Þorv. Arasen póstafgr.m, á Víðimýri og sonur hans o. fl, Mannalát. Pórunn Porleifsdóttir móðirÞorleifs hrepp- stjóra Jónssonar á Hólum í Hornafirði and- aðist þar 1, júní s. 1. í hárri elli. Tíðarfar hefir verið mjög gott vikuna sem leið. Munu flestir nú vera búnir að ná |inn töðum sínum með góðri verkun. Hver skrðkvar? Þessi spurning «Norðra> viðvikjandi skálda- styrk handa Þingeyingum er gerð að um- ræðuefni í »NI.« síðast og mun persóna sú, sern talin er ritstjóri blaðsins, hafa búið til þá samsuðu. »Norðri» hefir þetta að at- huga við hana: Það er ósatt að ritstjóri »Norðra« hafi haft nokkur brigzlyrði um Stefán kennara í þessu máli. Það er ekki siöur hans að láta »Norðra« flytja login höfundanöfn eða skrifa sjdlfur greinar í blaðið undir ýmsum dularnöfnum. Slíkt athæfi fremja ekki nema treggáfaðir heybuxar, sem altaf eru lafhræddir við ná- ungann þó þeir séu altaf að naga hæla hans til að þjóna eðlinu,— Máske ritstj. »N1« eigi fremur hægt með að setja sig í spor slíkra prúðmenna? Það er ennfremur ósatt að ritstjóri »Norðra« hafi tekið nokkuð aft- ur í þessu máli og alt fimbulfamb »N1« út af því eru þar af leiðandi helber ósann- indi — Annars lítur svo út að ritstj.n. »NI.» hafi verið eitthvað »undarlegur« eða »utan við sig» á meðan hann var að semja á- minst greinarkorn og var það sérstaklega ó- heppilegt þar sem Stefán kennari var ekki heima til þess að lesa það yfir á eftir. Stagkálfsnuddið. Ritstjóra-nefnu »NI« hefir orðið heldur ónotalegt af því sem »Norðri« mintist á það nýlega og kveðstnú ætla að nudda við að láta ritstjóra »Norðra« »sæta ábyrgð« fyrir þann greinarstúf. Vonum vér að ritstjóra- nefnunni hepnist að nudda svo við málið, að engum manni komi framar í hug stag- kálfar né athæfi þeirra þó minst sé á rit- stjórnina á »N1«. Norðri hefir nú að undanförnu haft eftir- lit með frásögn »N1« um .hitt og þetta og leiðrétt mishermi þess eða hálfsagðar sagn- ir þegar þörf hefir verið á.— Það er leið- indaverk og ekki gott að fást við það, nerna með því að ata sjálfan sigum leið.— Norðri mun því hér eftir aðeins birta leiðréttingar sínar stuttlega ef »N1« fer ekki rétt með, en að öðru Ieyti ekki fást neitt við umræður við blaðið út af þeim. Óðalsbændur. (Framh.) Gunnar stóð upp: «Þegar jafn rosk- inn og reyndur maður og þér eruð, haf- ið auðsýnt mér ungum og óráðnum vin- áttu og traust í mörg ár, þá vona eg að hér þurfi ekki mikla skýringu við, til þess að styðja bæn mína. Eg á 16,000 ríkisdali í bankanum hér og þre- falt meira fé í Hamarsbanka. Nú hefi eg tilkynt bankastjórninni, að eg þurfi á miklu fé að halda áþriðjudaginn kem- ur, og fyrir þann tíma kemur amtmað- urinn ekki. Þegar frú Lund kemurhér á morgun lofar hersirinn hcnni þeirri npphæð sem hún ákveður. Eg kem hingað með peningana — — og svo, þrátt fyrir alt verðið það þér sem bjargið heiðri ættarinnar. Mín má að engu geta.» Hersirinn horfði undrandi á hann um hríð og sagði síðan: »Segið mér nú eitt Gunnar, hvað kemur yður til þess, að fara svo fávíslega með fé yðar, þér sjáið ekki einn pening af því aftur, og það ætti hvert barn að geta séð.» < Fyrst ogfremst vinátta til þeirra allra „C/ara“ er ekki lengur bezti vindillinn á »Hótel Akureyri« því nú hefir Vigfús fengið „Fortúna“ og ,,Sírena“ og svo meðaunkun með veslings mann- inum. »það er fyrirtaks fallegt — og hvað svo meira?» • «Hvað meira?« f; |l - > • »Já, fleiri ástæður. Þegareinhver með opin augun gerir slíkaflónsku. þá liggur frumhvötin einhverstaðar nærri þessari blessuðu ást. Þér elskið Mögðu.» »Þótt hún væri ekki til mundi eg samt hafa gert það. En það er satt eg ann henni og einmitt fyrir þá sök má hún aldrei vita neitt um það, sem gerist hér. Eg vil ekki að neitt þeirra álíti sig bundið fyrir þessa ástæðu og allra sízt hún. Öllum mundi þeim verða þungt í skapi ef óviðkomandi menn vissu um óhamingju þá sem nú hefir þyrmt yfir þau; Magða mundi þó angrast mest. Hjálpin verður að koma frá yður og engum öðrum. Þér getið rétt til, bónda- sonurinn hefir gerst svo djarfur að lyfta augum til sýslumannsdótturinnar. Við unnumst, og því vil eg á engan hátt særa tilfinningar hennar og forðast eins og heitan eld, að sá auðvirðilegi grun- ur falli á mig að eg hafi notað mér fjár- þröng þeirra. til þess að kaupa dóttur- ina. Skiljið þér mig ekki herra hersir?» »Jú, það geri eg — og hjálpina þakka eg kærlega, fyrir höiid ættarinnar. nð- ur en lýkur skuluð þér einskis missa við þetta. Látið þér mig einráðan um það — eg skal tala við »náðugu frúna« og goðið hennar í fullri alvöru. . . Já, konurnar eru hættulegar »höfuðskepnur« og það jafnvel þær sem beztar eru. Menningarþjóðir fornaldarinnar höfðu ó- ræka ástæðu til þess, að taka dreng- börnin frá mæðrunum um leið og þau voru vanin af brjósti og fá karlmönn- um í hendur uppeldi þeirra; temja þeim þannig alvöru og áræði. Það hefir margur viðkvæmur drengur orðið mann- leysa fyrir vitlaust eftirlæti skammsýnnar móður«. »Má eg þá koma hingað á morgun eftir að frúin er farin?« »jú, hjartanlega velkomin. Mér hefir ávalt geðjast vel að yður eins og þér hafið getað rent grun að, og að þið Magða fekiuð hugi saman hefði eg hug- boð um, enda óskaði eg þess. Vita annars nokkrir um það?» «Frúin hefir líkast til grun um það, eg ræð það af háttaskiftum hennar og Axel — —» Gunnar sagði hersinum frá atburðinum í anddyrinu. > Meir en svo — það hefir komið ólga í æðarnar á hinum göfuga herra. Þá stundina hefir hann ekki munað eftirþví að afi hans var grænsápusali sem bjó í lítilli og dimmri búðarholu í Oslo. Eg skaláðuren langtum líðursmyrja á honum snjáldrið með því þrifunarefni og steypa svo yfir hann köldu vatni á eftir. Hann skal sjálfur mega sækja peningana hing- að, garpurinn; þann skildaga set eg frúnni — — þegar öllu er á botninn hvolft, þá hefir hann samt góðar taug- ar, og er undarlegt ef ekki er hægt að opna á honum augun og láta hann sjá hvað honum ber að gera, til þess að sjá sóma sínum borgið. Góða nótt Gunnar og hjartans óskir um gæfu og gleði til ykkar Mögðu frá gamla karlinum í Bjarkarhlíð. Eg bið að heilsa henni og segið að eg komi bráðum ofan eftir«. Sjúklingurinn svaf þegar Gunnar kom heim. Frúin ætlaði sjálf að vaka yfir honum. Systkynin voru háttuð. Læknirinn hafði látið góða von í ljósi við þau. Gunn- ari létti fyrir hjartanu; hann gekk til her- bergis síns glaður í huga yfir kveldstarf- inu. Herbergið var bjart af tunglsljósi; borðið var dúkað og á því smurt brauð og mjólk; þar var og blómker með stórum liljuvendi í, Sæll við ilmkveðju unnustunnar lagðist hann til hvíldar og sofnaði sætt og rótt eftir erfiði og gleði- breytingar liðins dags. * * * Héraðslæknirinn kom út úr herbergi sjúklingsins í sömu andránni og frúin kom ofan frá Bjarkahlíð.

x

Norðri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.