Norðri - 07.12.1906, Síða 1
Akureyri, föstudaginn 7, desember.
1906.
99
VERZLUNIN AKUREYRI
»>
er nú flutt-þangað er þeir „Kolbeinn & Ásgeir» höfðu sölubúð sína að undan-
förnu, Strandgötu 31. á Oddeyri. — Markmið verzlunarinnar er að selja svo ó-
dýrt setn unt er, en fá sem mesta viðskiftaveltu, því «kornið fyllir mælirinn». A
vörur þær sem seldar eru er aðeins sett peningaverð en ekki «vöruverð», «láns-
verð» né «betri bændaprís.» Vörur þær sem verzlunin kaupir, sem eru flestar ís-
lenzkar afurðir, eru því allar keyptar með peningaverði.
Með næstu skipum er von á stórkostlegu úrvali af allskonar
jólavarningi
svo, fjölbreyttum, skrautlegum, vönduðum, ódýrum eftir gæðum og við hæfi hvers
og eins, að jóladót það er verið hefir á boðstólum hér að undanförnu kemst
ekki í námunda við hann. Menn ættu því að bíða með «jólakaup^ sín þangað
til þær vörnr eru komnar.
Allir sem einhverntíma hafa skift við «Verzlunina Akureyri*, fullyrða að þeir
hafi ekki fengið betri kjör hjá öðrum, og ætlast eg til að hún geti haldið þeim
orðróm frainvegis.
Sig. J. Fanndal.
I., 50.
Orðsending
fráhans Hátign konunginum
flutti ráðherra 3. þ. m. til bæjar-
stjórnarinnar hér út af brunatjón-
inu 18. okt. — Hafði konung-
ur látið ritara sinn skýra ráðherr-
anum frá því, að hann hefði í
fyrstu haft í huga að veita kaup-
staðnum aðstoð með gjöfum, til
að firra fólk vandræðum eða
neyð, er fyrir tjóni hefði orðið,
En þar sem það hefði verið tek-
ið fram í símaskeyti ráðherrans,
að bæjarstjórnin ætlaði eigi að
leita samskota utan kaupstaðarins,
þá hefði hann að svo stöddu eigi
sent neinar gjafir. Hinsvegar væri
sér það mjög ljúft, að veita kaup-
staðnum hjálp, ef hér væri brýn
þörf þess og sér væri gefin um
það vísbending.
Þetta sýnir ljósar, en orð fá
gert, mannkosti og velvild þessa
nýja konungs vors, sýnir betur
en nokkuð annað, hve sterkan
hug hann hefir á að bæta úr neyð
þeirra, er hann heldur að þurfi
á hjálp að halda. —
Bæjarstjórnin hefir falið ráð-
herra að flytja hans Hátign þakk-
lætisorð kaupstaðarins fyrir þessa
orðsending og fyrir þann sérstak-
lega velvildarhug og hjálpfýsi við
bágstadda menn, sem þessi kon-
unglega orðsending lýsir.
Að því er ástandið hér snertir
nú eftir brunann, hefir bæjar-
stjórnin falið ráðherra að skýra
konungi frá, að fólk það sem í
húsunum bjó, er brunnu, hafi alt
fengið húsnæði yfir veturinn og
að enginn hafi borið sig upp um
að hann liði nauð eða verulegan
skort, þeirra, er fyrir tjóni urðu.
Að sjálfsögðu eiga margir um
mjög sárt að binda, eftir þennan
bruna, en ástandið telur bæjar-
stjórnin þó eigi svo, að ástæða
sé til að nota sér gjafmildi hans
Hátignar konungsins að þessu
sinni. Kaupstaðarinn muni, sjálf-
ur geta séð fólki þessu farborða
yfir veturinn. —
E/s «Prospero» kom til Eskifjarðar
á miðvikudagskvöldið. Er væntanleg
hingað eftir 6-8 daga.
Sjónleikir eru nú i aðsigi, í nýja
leikhúsinu hér, er mun vera stærsta leik-
hús á landinu. «Æfintýri á gönguför»
eftir C. Hostrup mun verða fyrsta leik-
ritið er þar verður sýnt. Skemtilegra
hefði það óneitanlega verið að leikfé-
lagið hefði séð sér fært að byrja með
eiuhverju íslenzku leikriti.
Kafli úr bréfi
frá «heimastjórnarmanni» til fyrver-
andi samþingismanns í nóv, 1906.
. . . . Það er engin alsherjar-
stefna, sem greinir á um, heldur eru
ótal «meiningar» um ótal efni. Milli
flokkanna ríkir bara rígur út af stjórn-
inni. I3að sem stjórnarandstæðingar eru
að tala um stefnu og þesskonar, er tómt
fálm eftir einhverju til þess að fóta
«Opositionina» á. Hraðskeytamálið er
hjá liðið sem þrætuefni í þeim skilningi
og eins og þrætan var aðallega flutt,
var það «tekniskt» en aldrei pólitiskt
mál. Pað var «teknisk» spurning hvort
réttara (hagkvæmara) væri að taka þráð-
laust eða þráð-samband. Hitt var vara-
tillaga á seinni «skipunum», að «fresta.«
Ef það hefði komið í alvöru sem að-
altillaga, þá var þar pólitisk spurning.
En þó þú hafir nú, svona heima hjá
þér, fremur hallast að þeirri stefnunni,
skil eg ekki, að þú á þingi hefðir ver-
ið þeim megin eins og á stóð : aðgerð-
ir undanfarandi þinga, og í sambandi
við það aðgerðir stjórnarinnar. Var rétt
að hringla þessu öllu til baka, og nota
til þess alranga lögskýring ? Hversu var
það fordæmi á fyrsta búskaparári okkar
heimastjórnar?! — Hver mundi hafa
tekið að sér stjórnarábyrgð í þessu landi
með slíkan kníf, eða samskonar, yfir
höfði sér framvegis? Jú, «einhver mór-
alskur ldiot» :* hann hefði líklega ekki
vantað þegar út í þetta var komið. —
En — svo eg víki aftur að stefnun-
um: Finnur þú, sem hefir verið áhorf-
andi um hríð, nokkurn verulegan eða
alsherjarstefnumun millum flokka? Vilja
ekki allir vera og eru ekki allir á sinn
hátt landvarnarmenn ; allir nýtir menn?
— Er þjóðernistilfinningin næmari og
sjálfstæðis löngunin sterkari hjá svo köll-
uðum «Iandvarnarmönnum» en okkur
hinum, ef dæmt er eftir framkomu yfir-
leitt, en ekki tómum orðunum? Og
hvaðan er t. d. Valtýingum frá 1897
-99-1901 komin friðlaus óánægja með
alt nema «Personal ,Union» eða «að-
skilnað® ?
Mennirnir frá 1897, sem hófu upp
hina «praktisku pólitík« á kostnað Bene-
diktskunnar eru líklega enn við «prakt-
iska» heygarðshornið. En með hvaða
«faraldi» hefir því þá orðið til leiðar kom-
ið í höfði þeirra, að «Personal Union«
sé nú orðin «praktisk» krafa? Er það
máske að þakka því, að 10 manna frum-
varpið 1901, að vísu mikið skemt, komst
í lög og framkvæmd? Ekki virðistöðru
«til að dreifa» — ef þessar háu kröfur
er fylsta alvara.
Vonandi er nú annars, að þeim fjölgi
óðum úr þessu, sem sé fáanlegir til, að
skilja það og jafnvel játa, að vér viljum
allir nokkurnveginn það sama, Pað eru
umbúðimar sem menn eru ósammála
um, jafnvel ekki síður innbyrðis í hverj-
um flokki; en innihaldið, þjóðfrelsið
sjálft út á við og innbyrðis er enginnágrein-
ingur orðinn um. Og jafnframt er von-
andi, að stórpólitíkin snúist að því um
sinn, að koma sambandinu við Dani í
*) Siðferðisleg mannleysa.
lag; það má! hefir svo góð fyrirheiti.
En á meðan hefði þá okkar núverandi
stjórnarfyrirkomulag frið til að sýna sig
í reyndinni, hversu það á við þarfir
okkar og kringumstæður, í hverju helzt
þyrfti umbóta og í hverja átt eðiileg og
nauðsynleg þroskun þess vildi vaxa.
Ýmsir gallar þess eru að vísu auðsæir og
marg-kunnir t. d. konungva'l 6 þing-
manna. En litlar líkur eru til að stjórn-
in sitji að völdum nema hún hafi ör-
uggan meiri hlnta þjóðkjörinna þing-
manna með sér, svo pessi galli þolir
frekar bið. bá er hinn langi kjörtími;
en á meðan flestir þingmenn fara mcira
eftir vilja kjósenda sinna, en eigin sann-
færingu, er sá galli ekki mjög meinlegur.
Og svona má telja uppfleira, sem bíða
má að sinni, á meðan annað er lagfært,
sem síður þolir biðina.
En — endurskoðun stjórnarskrárinn-
ar komst aldrei í gegn. Við erum nú
einir um þá hitu og verðum áð taka
til hennar innan ska ns, þá er sambandið
við Dani er lagfært og dálíiil reynsla
er fengin. —
Bréf þetta var skr fað áður en höf. vissi
um „ávarp“ blaðanna e.ct.
Psngmaonaförin.
Eftir
Árna prófast Jónsson.
XIII.
J ótlands heiðar.
Miðvikudagsmorgúninn (25. júlí) kl.
77« var haidið á stað frá Esbjerg og
voru allmargir af veizluvinunumfrá kvöld-
inu áður komir á fætur til að kveðja.
Var nú haidið með járnbrautinni norð-
ur í land. í Tistrup, sem er lítill bær
á heiðinni, var flaggað og fólk saman
komið, er hrópaði húrra, og veifaði
flöggum og klútum. En við «Studs-
gaarstöðvar« var stigið úr vögnunum.
Par tók formaður «Heiðafélagsins»
kammerherra Liittiehau móti þingmönn-
unum og þingmannaliðinu. Var nú ekið
í 35 hestavögnum út á heiðina, og hald-
ið suður á við. Mátti þegar sjá vel
hinn upphaflega svip heiðarinnar, beití-
lingið, eintómt svart beitiling, með ein-
stöku grænum brúskum eða þúfum, það
eru einirbrúskar — og svo gulur, eyði-
!egur flagsandur. En nú ber miklu meir
á ræktaða landinu.
Eftir stutta ferð var numið staðar við
«HjortballehÖj» Par var fálkinn og
REYNIÐ
Amontillado, Madeira, Sherry og rauð
eða hvít Portvín frá
Albert B. Cohn.
Þessi vín eru efnafræðislega rannsökuð um
leið og þau eru látin á flöskurnar, ogtapp-
ar og stúthylki bera þess ljósan vott, því á
þeim er innsigli efnasmiðjunnar. Vínin
fást á Akurevri hjá
hóteleiganda Vigfúsi Sigfússyni.
Ábyrgð er á því tekin, að vínin séu hrein
og óblönduð vínberjavín, og má fá þau
miðilslaust frá Albert B. Cohn, St. Annæ
Plads 10 Kjöbenhavn K, — Hraðskeytaárit-
un Vincohn. Allar upplýsingnr um Cohn
gefur
V. Thorarensen, Akureyri.
Dannebrog. Par var fagurt útsýni yfir
græna beltið sem búið er að græða út
með skógi, það er einkum rauðgreni,
fjallafura og birki.
Aurico Mylius Dalgas «heiðarkonung-
urinn», eins og Christensen kallaði hann,
var höfundur heiðaræktunarinnar. Hann
kom á fót: «Heiðafélaginu» 1866, fyrir
réttum 40 árum, en það félag hefir unn-
ið stórmikið að ræktun heiðarinnar með:
vegagjörðum, vatnsleiðingum, skogræðslu
mergilflutningum og mosaræktun.
A síðustu 25 árum hafa 14 ferhyrn-
ingsmílur verið teknar til ræktunar og
þar af fullur helmingur til skóggræðslu.
— Undir beitilinginu er jarðvegurinn
magur og sendinn, svo að það þarf
þrautsegju og þolgæði til þess að fita
hann og frjóga til ræktunar. En þetta
hafa Jótar gjört, og hvað mundu þpir
hafa viljað gefa fyrirfeita frjóa jarðveg-
inn svo víða í dölunum okkar og á
heiðunum hérna heima.
Parna á heiðinni sem áður er nefnd,
hélt Dalgas skógarvörður — sonurgamla
Dalgas — stuttan fyrirlestur um starf-
semi «Heiðafélagsins.» 'Síðan ekið í
gegnum skógarbeltið. Stanzað !í rjóðri
einu sem kalla mætti Brennistaði. Þar
var verið að svíða viðarkol í ofnum, og
jafnframt var pressuð tjara og viðarolía
úr trjábolunum,- en rennismiði og birki-
stúfa mátti sjá þar um kring. — Þá
var en ekið um skóginn — í glaða sól-
skini — og síðan fram hjá búgörðum,
yfir heiðina til Hesselvig. Pá var
miður dagur.
Þar er engjarækt mikil. Þar voru 3
ungir íslendingar (við nám). Þar var
falllegur fálki og flögg önnur. Þar var