Norðri - 07.12.1906, Blaðsíða 2
200
NORÐRI.
NR. 50
NORÐRl
Gefinn út af hlutafélagi.
Ritstjóri: Jón Stefánsson.
Skrífstofa Hafnarstræti 3.
Prentsmiðja B. Jónssonar.
morgunverður búinn í tjaldí, en græn-
gresisbönd alt í kringum það og kross-
strengir, sömuleiðis vafið upp með súl-
unni, en blómvendir á borðunum. Par
talaði Liittichau kammerherra fyrir ís-
landi, en sr. Þórhallur svaraði og mælti,
fyrir minni «Heiðafélagsins.»
Að loknum morgunverði, voru engin
skoðuð, grösug og gúllfalleg. Sumt af
þeim er selt á leigu til slægna. Mikið
var en óslegið. Vatnsleiðslurnar eru
merkilegar, og með lokræsum. Skógar-
belti á milli
Nú var snúið við og ekið norður á
bóginn á sléttum og góðum vegi, í blíðu
og bezta veíri. Víðsýni mikið, og var
þetta hátíðleg ferð. Það var tilkomu-
mikið og einkennilegt, að sjá hestana
fríða og fallega með 35 vagna í einni
rennu; og þá var eins og hátíðablær-
inn hvíldi yfir allri bygðinni, því að
svo langt sem augað eygði, sáust flöggin
blika í sólskininu, og víða voru gjörð
heiðurshlið á veginum, þar sem við að
eins ókum í gegnum, en stóðum eigi
við. En hvervetna þar sem til var náð
heilsaði fólkið með innilegum fagnaðar
kveðjum..
Pó þóttu viðtökurnar í
Hern ing
taka öllu fram.
Herning er nýr bær á miðri heiðinni,
með 5500 íbúum. F*ar áttum við að
taka járnbrautarlestina aftur á ákveðnum
tíma kl. 5V2.
Svo sem bæjarleið frá bænum mætir
okkur svo alt í einu meðfram skógar-
götunni mikill fjöldi af ungum piltum
og þó enn fleira af stúlkum fagurbún-
um (sumir héldu alt að 300) alt á hjól-
hestum, skreyttum fánum, blómum og
blómsveigum. Um leið og lestin fór
fram hjá laust svo þetta fólk upp fagn-
aðarkveðju, veifandi klútum og fánum.
Rendi síðan allur þessi meyjaskari hest-
um sínum heim á leið til bæjarins með
fram vögnunum, og kastaði blómum upp
í þá. Var þá farið heldur hægt á meðan.
En nú gjörðist tíminn naumur, því
eftir var að skoða Pontoppidans «Mosa-
rcektun,» sem þarna er rétt hjá Herning.
Varð það heldur flýtisverk. Gengið bara
yfir grundirnar áleiðis til bæjarins.
Par í skemtigarði, fagurlega fyrirbúið,
fálkamerki 2 ogflögg 16. Fjöldi manns
og hátíðlegar viðtökur. Vín og vistir
í tjaldi, en tími enginn til að neyta þeirra,
eða þakka nægilega þessar alúðarviðtök-
ur og góðu gestavináttu.
' Sóknarnefndarformaður Yde bauð ís-
lendingana velkomna með hjartanlegum
orðum og kvað það fögnuð fyrir alla
þar samankoma að fá að sjá þá. Síð-
an hrópaði hann. «Lifi alþingi Islands»
og tók allur mannfjöldinn undir það með
miklu fjöri og húrra hrópum. Prófessor
Björn M. Olsen þakkaðifyrir þessar inni-
legu og hjartanlegu viðtökur, og síðan
hrópuðum við öflugt húrra fyrir Herning.
En nú varð næstum að hlaupa á stað.
Var okkur fylgt með hljóðfæraslætti og
af mannfjölda miklum alla leið til
járnbrautarvagnanna, og þar enn þá send-
ar heillaóskir og há húrraköll til brott-
fararinnar.
Morguninn eftir fékk sr. Eiríkur Briem,
sem forseti sameinaða þings símritaða
kveðju til alþingismanna, frá nokkrum
stúlkum í Herning. Símritaði hann þeg-
ar aftur hinn sama dag þakklæíi til bæj1
arbúa fyrir viðtökurnar, og sérstakar
þakkir til stúlknanná fyrir kveðjuna.
Frá Hemiilg var nú haldið, með járn-
brautinni norður og síðan austur til Vt-
borgar (Vébjarga). Sýndist víða fremur
hrjóstugt á þeirri teið. En ekki nýtur
maður útsýnisins nærri eins vel úr gufu-
vögnum, sem fara svo hart, eins og að
keyra með hestunum. Viborg er hin
forna höfuðborg Jótlands, liggur hér
um bil í miðju landi, er þar fremur
fallegt, en ekki eru íbúar nema 9000,
Rangað komum við nú um kl. 7. Var
fjöldi manns fyrir til fagnaðar, og borg‘
arstjóri Toldedundbauð gestinaVelkómna.
— Var síðan skoðuð dómkirkjan, hún
er mikil og merkileg. Hún var upp-
haflega bygð á 12. öld. en algjörlega
endurbygð í sýnum gamla stíl á næst-
liðinni öld, og nú er verið að prýða
hana með veggmyndum.
Borgarstjórnin hafði boðið til mið-
degisveizlu kl. 8 um kvöldið. Rar var
meðal annara séra Magnús Magnússon
Jochumssonar. Hann er prestur þar á
Jótlandi, og hafði verið með okkur meiri
hluta dagsins. Par mætti konferensráð
Hansen. Hafði hann eigi verið í Jót
landsförinni fyrri, en tók nú við stjórn
hennar næsta dag.
Samsætið fór vel fram. Mælti Saxild
skjalavörður íyrir minni íslands, en pró-
fessor Björn Ólsen aftur á móti fyrir
minni Vébjarga. Par vorum við svo
um nóttina.
Um garðyrkjufélög.
Eftír Steingrím Stefánsson.
búfræðing.
íslenzka garðyrkjan er enn í bernsku
þó langt sé síðan að farið var að rækta
garðjurtir hér á landi.
Pað er álitið, að hér hafi verið
stunduð garðyrkja í fornöld. Allir þekkj-
um vér máltækið. sem segir: «Pað er
ekki sopið kálið þótt í ausuna sé komið».
Grettis-saga.
Já. — Það mun vera búið að
stunda garðyrkju hér á landi — að
öðrum þræði — síðan í fornöld, en
þó erum vér íslendingar of skamt á
veg komnir í því efni, og það er óvíst
að vér stöndum nokkuð framar en for-
feður vorir á 16 og 17 öld.
Kemur margt tilþessa: Sérílagi það,
að fólkinu hefir ekki verið aflað nægi-
legrar þekkingar á garðyrkju, og ekki
verið gerðar nógu ítarlegar tiiraunir með
garðjurtir, hverjar af þeim þrifust bezt
hér á landi, og hvaða kröfur þær gerðu
til lífsins.
Ekki vita menn til, að það hafi verið
skrifað um íslenzka garðyrkju, fyr en
Gísli sýslumaður Magnússon (f 1699)
skrifaði um það mál. Pá kom og til
sögunnar Björn prófastur Halldórsson í
Sauðlauksdal.
Báðir þessir menn skrifa vel og
greinilega um málið. Peir kvarta með-
al annars yfir því að fólk fáist ekki til
að eta garðávextina, Með öðrum orð-
um: að fólkið vilji alls ekki eta gras.
En svo má fyrir þakka, að nú í
seinni tíð, er meira farið að gera til
þess, að styrkja íslenzka garðyrkju og
afla mönnum þekkingar á henni.
Arið 1885 er hið íslenzka Garð-
yrkjufélag stofnað, sem mun mikið að
þakka Schierbeck landlækni.
Pað félag starfaði nokkur ár með á-
huga; gaf út fræðandi garðyrkjurit o. s.
frv.. en rann svo inn í «BúnaðarféIag
Islands».
Pá var og farið að gera tilraunir í
Reykjavík viðkomandi garðyrkju o. fl.,
ög árið 1899 veitti alþingi styrk tirikk'-
urn 3500 kr. á fjárbagstírúflbilíViu í 900
— 1901 til þeirríi.
Árið 1905 er «Ræktunarfélag Norð-
urlands* stofnað. Pað vinnur að yms-
um tilraunum og vill koma á fót verk-
legri kennslu í garðrækt
ÖIl þessi viðleitni til að efla garð
yrkjuna og jarðræktina yfir höfuð mun
vera gagnleg og góð fyrir framtíð lands-
ins.
En er nú þessi viðleitni éirthlít ðg
ekkert meira hægt að gerá til þess áð
auka garðyrkjúná og áfía mönnum þekk-
ingár á henni?
Getur ekki verið um það að tala að
stofna garðyrkjufélög út um land, t. d.
innan starfsviðs - Ræktunarfélags Norð-
urlands,» og með aðstoð þess.
Mín skoðun er, að þetta megi takast
og verða að góðu gagni.
Hér á Norðurlandi lifir nú Ræktunar-
fél. sem blóm í eggi, og virðist hafa
góð áhrif á bændurnar, sem eru að
rækta landið.
Pað er meðal annars tilgangur fél., að
gefa hverjum sem óskar þess allar upp-
lýsingar, sem að jarðrækt lúta, þar á
meðal sérstaklega í garðyrkju — koma
á fót verklegri kenslu í henni.
En «þeim sem óskar*.
Með öðrum orðum, fólkið þarf að
óska þess, sem eðlilegt er.
Ennfremur er svo tilætlast í lögum
Ræktunarfélagsins, að fél. skiftist í deild-
ir. Hver deild skal hafa eitthvert ætl-
unarverk, er sé í samræmi við störf og
stefnumið aðalfélagsins.
Mér er nú, því miður, kunnugt um,
að það eru alt of margir meðlimir fél,
alt of margir hreppar, sem enga veru-
lega deild skipa, eða starfa nokkuð sem
um munar samkvæmt tilgangi félagsins.
Fólkið vantar enn lifandi áhuga og
þrek til þess að vinna kappsamlega að
ræktun landsins, og færa sér nógu vel
í nyt starfsemi og tilgang Ræktunarfél.
Norðurl.. Það þarf að koma helzt öll-
um félagsmönnum í starfsemi.
Hér á eg við, að farið sé að stunda
jarðyrkju á sem flestum heimilum og í
öllum hreppum innan starfsviðs Rækt-
unarfélagsins., en til þess þurfa samtök
og samvinnu.
Pessi garðyrkjufél. gætu verið sérstök
út af fyrir sig undir aðalumsjón R.fél.,
þau gætu líka verið í nánu sambandi
við R.fél. deildirnar, og væri að líkind-
um bezt að svo væri.
Tilgangur slíkra félaga ætti að vera
sá, að útbreiða með Ræktunarfél. þekk-
ingu manna á garðyrkjunni; það sem
mest er um vert, að efla og styrkja
garðyrkju helzt á hverju heimili, kenna
mönnum þannig verklega framkvæmd í
því cfni. Að innan garðyrkjuélagsins
eða deildanna væru haldnar nákvæmar
skýrslur yfir garðyrkjuna á hverju heim-
ili, yfir kostnað við hana, gróðan o.s.frv.
Pessar skýrslur koma svo út í ársriti
Ræktunarfélagsins.
Að veitt væru verðlaun fyrir dugnað
í garðyrkju.
Að deildirnar eða félögin hafi starfs-
menn, sem ferðist um til að halda fyr-
lestra, og kenna mönnum verklegar
framkvæmdir í garðyrkjunni.
Pessi garðyrkja væri aðallega fólgin
í tvennu:
1. Að rækta garðávexti til manneldis
og skepnufóðurs til þess að menn
þyrftu eigi að kaupa slíkt frá út-
iöndum.
2. Að rækta blóm runna og trjáteg-
undir, sem líkindi eru til að geti
þryfist hér á landi, til þess að gera
fegurra kringum sveitabæina og
auka trú manna á landinu.
Pessi félög eða deildir störfuðu
sýo lí skjóli Ræktunarfélags Norðurlands.
Pað sé þeirra leiðarstjarna,
Myndi ekki verða mikið fengið með
þessu ?
Myndi ekki verða mikið fengið með
því að þjóðin lærði að rækta landið
sitt sem mest og bezt. Að hún fengi
að sjá af eigin reynd, hvað landið
geymir í skauti sínu|og getuf uppskorið
ef því er sómi sýrtdtín
já, það mundi verða mikið fengið:
«Fáiæktin er vor fylgikona*, segir
máltækið.
Víst mun mikið satt í þessu. En fá-
tæktin, peningaskorturinn er ekki aðal-
þröskuldurinn á vegi framfaranna.
Fátæktin á sannri þekking á land-
inu ásamt þjóð sinni, sjálfum sér og
hlutunum umhverfis oss er sá þránd-
urinn, sem mest mun standa í veginum
og mun hafa gert það síðan í Sturl-
ungaöldinni,
Myndu ekki færri fara til Ámerlktí.
Og myndu ekki færri lítá varitrúaðir
frám í timann — á framtíð landsins —
ef það væri skógi vaxið. Landið hring-
inn íkringum heimili manna sveipað bros-
hýrum, iðgrænum blómjurtum, þar sem
nú eru holt og sinumýrar.
Myndi ekki æskumaðurinn bindast
en tryggari böndum við æskustöðvar
sínar, ef hann væri alinn upp «í landi
nýrra skóga* og blómjurta heima við
bæinn. þar sem hann vendist störfunum
við þær, að hlúa að þeim, og sæi líf
og þroska þeirra.
Jú. því mun enginn neita.
Eflum ræktarsemina við landið okk-
ar, meðal annars garðyrkjuna. því hún
gefur auðsæld og eykur ánægjuna.
Læt eg hér staðar numið að sinni,
en vísa málinu til mér færari manna.
Pverá í Öxnadal, 12, nóv. 1906.
Húsavík
er stærst kauptún hér norðanlands, þeg-
ar Akureyri er slept. Eru þar framfar-
ir miklar á ýmsan hátt, og áhugi íbú-
anna á almennum málum ekki minni en
hér á Akureyri að því er kunnugir segja.
— «Fundafélag« hafa þeir t. d. Hús-
víkingar er helzt hefir forgöngu þeirra
mála, er þeir vilja koma í framkvæmd
eru í því 57 meðlimir, þar af 5 konur
Formaður þess er Aðaist. kaupm. Krist-
jánsson, en Steingrímur sýslumaður vara-
formaður.
Niðurjöfnun aukaútsvara er nýlega lok-
ið á Húsavík. Voru öll aukaútsvör hrepps-
ins kr. 2503.75 en gjaldendur 252 að
tölu. Hér skulu talin útsvör kaupmanna
og verzlana þar I þorpinu:
Örum & Wulffs verslun kr. 400,00,
Aðalsteinn ogPáll Kristjánssynir og verzl-
un kr. 120,00, Kaupfélag Pingeyinga
kr. 100,00, Jón a. Jakobsson og verzl-
un kr. 90,00, Sigurjón Porgrímsson kr.
38,00, Steinólfur Geirdal kr. 30,00, Pét-
ur Jónsson 22,50, Bjarni Benidiktsson
kr. 18,00, Kristján Arnason kr. 15,00,
Jakob Hálfdánarson kr. 15,00, Eiríkur
Porbergsson kr. 12,00, Arni Sigurðson
kr. 10,00, Guðni Porsteinsson kr. 10,00,
Vilhjálmur Guðmundsson, kr. 10,00,
Pórður Ingvarsson kr. 10,00.
Hæstir gjaldendur aðrir voru:
Steingrímur Jónsson sýslumaður kr.
60,00, St. Guðjohnsen kr. 60,00, Gísli
læknir Pétursson kr. 56,00, Jóhannes Sig-
urjónsson Laxamýri kr. 42,00, sr. Jón
Arason kr. 40,00, Egill Sigurjónsson
Laxamýri kr. 38,00, Arnijónsson áPverá
kr. 34,00, Porsteinn Björnsson í Tungu
kr. 34,00.
Manntal.
Geir prófastur Sæmundsson hefir ný-
lega lokið húsvitjun hér í bænum og
segir að hér muni nú vera nálægt 1700
manns.