Norðri - 18.01.1907, Blaðsíða 1

Norðri - 18.01.1907, Blaðsíða 1
II., 3. Akureyri, föstudaginn 18. janúar. 1907. „Verzlunin Akureyri” tekur að sér að panta fyrir menn gegn mjög litlum ómakslaunum ýmislegt er þeir kynnu að óska og hefir til sýnis verðlista með myndum er þeir geta skoðað, er vilja panta eitthvað. Sérstaklega skal benda, á að verzlunin útvegar: hjólhesta, ofna og eldavélar, saumavélar nafnstimpla, nafnspjöld stór og smá á hús og hurð- ir, hlífðargler á hurðir, hljóðfæri ýmisleg, járn og stálvörur ýmsar o. fl. Bændur! Komið við f Strandgötu 31. Odd- eyri þegar þið komið til bæjarins. Par eru þau kjör í boði, er ekki fást hjá öðrum. Kaupendur Norðra í Eyjafirði, Kaupangsveit og Fram-Fnjóskadal vitji blaðsins á afgreiðslustofu þess í Hafn- arstræti 3. Allir aðrir nærsveitamenn vitji þess í «Verzl. Akureyri* Strand- götu 31. (áður sölubúð Kolb. & Ásg.) Ársfundur Hólamannafélagsins verður haldinn að Hólum í Hjaltadal dagana frá 12-16 febrúar n. k. p. t. Ási í Hegranesi 9. jan. 1907. Sigurður Pálmason. Framtíðin — kvennfélagið hér í bæn- um, sem skýrt var frá í Norðra fyrir nokkru (I. 10.) all-ýtarlega, hélt afmæli sitt hátíðlegt 12. þ. m. með samsæti á «Hótei Akureyri» og hafði þar boðs- gesti marga. Konsúlsfrú Valgerður Tuli- níus er stýra félagsins. Hélt hún fyrstu ræðuna, bauð gestina velkomna, skýrði frá hag og starfsemi félagsins o. s. frv. Var sú ræða skihnerkileg því frúin er vel máli farin. þá var sungið kvæði það sem prentað er hér síðar í blaðinu og séra Matthías hafði ort. Mörg full voru þar tæmd sem vant er við slík tækifæri. Frú Halldóra Vigfúsdóttir flutti minni karlmanna, sagði hún kost og löst á þvi kyni og var gerður að hinn bezti rómur. Samsætið fór vel fram að öllu og skemtu menn sér hið bezta. I,ingeyingar hafa skorað á Ingólf lækni Gíslason að sækja aftur um Reyk- dælahérað. Samkomu ætla Pingeyingar að halda á Breiðumýri ]. febrúar eins og að und- anförnu. Dagana næstu á undan er ráð- gert að halda aðalfnnd K. R. Bókasafn séra Porvaldar sál Bjarn- arsonar prests að Melstað var selt við uppboð í Reykjavík um mánaðamótin nóv. og des. og stóð marga daga. Rað seldist fyrir 1551 kr. og kvað hafa far- ið yfirleitt með mjög lágu verði. Fólksfjöldi í Reykjavík er nú um 10 þúsund að því er blöðin þaðan hernia. «Verzlunarmannafélag Akureyrar» hélt aðalársfund sinn 15. þ. m. Raðfærir út kvíarnar árlega í hinu og þessu. Með- limir eru orðnir um 60. Stjórnin var endurkosin: konsúll Otto Tulinius (form.), kaupm. M. B. Blöndal (ritari.) og hótel- eigandi V. Sigfússon (gjaldkeri). I-*orv. Davíðsson útbússtjóri er and- aðist á Silkiborgarheilsuhæli s. 1. vor, var einn af stofnendum «Verzlm.fél. Ak- ureyrar« og meðlimur þess síðan til dauðadags, starfsfélagi mjög góður og ótrauður. — Kom því frarn á síðasta fundi í félaginu tillaga unt að efna til minnisvarða á gröf hans í Silkiborg. Fékk það hinar beztu undirtektir og var þegar skotið saman talsverðu fé í því skyni. Harðindi eru Skagfirðingar hræddir um— að sögn —að þar séu í vændunt og hafi þeir símað til Khafnar um að fá 11-12 hundruð tunnur af kornmat ineð fyrstu ferð ef illa kynni að takast til. REYNIÐ Amontillado, Madeira, Sherry og nuð- eða hvít Portvín frá Álbert B. Cohn. Pessi vín eru efnafræðislega rannsökuð um leið og þau eru látin á flöskurnar, ogtapp ar og stúthylki bera þess ljósan vott, því á þeiin er innsigli efnasmiðjunnar. Vínin fást á Akurevri hjá hóteleiganda Vigfúsi Sigfússyni. Ábyrgð er á því tekin, að vínin séu hrein og óblönduð vínberjavín, og má fá þau miðilslaust frá Albert B. Cohn, St. Annæ Plads 10 Kjöbenhavn K, — Hraðskeytaárit- un Vincohn. Allar upplýsingar um Cohn gefur V. Thorarensen, Akureyri. Bending til samlcindanna. Nú eru tímadagar miklir fyrir minn- isvarða og líkneskjur látinna merkis- manna. Og nú «vil eg leyfa mér» að minna þjóðina á nokkra höfðingja er svo hlutu mikið lof lífs og látnir, að varla nrun þykja hæfa sé þeirra ekki minst á þann hátt sem bezt þykir sama. Með því, að gera af þeim líkneskj- ur. Fyrst tel eg Ólaf konung Tryggva- son, sem sendi út hingað Pangbrand prest og Guðleif Arason, til þess að boða heiðingjum fagnaðarerindi Krists. Reir fóru svo spaklega með nýja «boð- skapinn» sem Kristnisagan ber vitni um. Árið 1000 var kristni lögtekin á al- þingi. Ólafur Tryggvason kristnaði ísland, það hefir aukið ágæti hans. Rótl mik- ið og sann-kristilegt afreksverk. Pá tel eg næst Ólaf konung Haralds- son, Ólaf helga ; þann höfðingja, er all- an gaum gaf að því að íslendingar yrðu kristnir í hug og hjarta, svo sem sjálfur hann; því til tryggingar tók hann syni göfugustu höfðingja hér og hafði í gisling, sem frægt hefir orðið. Ólafur helgi bauð íslendingum að vera drott- inn þeirra og svo lítillátur var hann þó — mitt í veg sínum og veldi —að vilja þiggja eitt útsker af eyjarskeggjum, að vinargjöf. En íslendingar fornu sáu nú meir eftir Gn'msey en svo, að þeir tímdu því. Slíkar eigum vér minningar um þá góðu konunga, Ólafana báða. Af þeim ætti þjóðin að reisa líkn- eskjur á Pingvelli. Mundi bezttil fallið að þau stæðu á Lögbergi, þar sem kristin trú var í lög tekin og Þórarinn Nefj- úlfsson flutti erindi Ólafs helga. Að sönnu njóta færri menn þess fagn- aðar, að sjá þá þ&r en ef likneskin væri í Reykjavík, þó hygg eg að staðhættir verði að ráða úrslitum og Ólafs líkn- eskin standi á Ringvöllum. Svo konungshollir sem vér Islend- ingar höfum re\nst um langa hríð, þá er það mein hve sjaldan þjóðinni hef- ir auðnast sú virðing, að þeir stigi hér fæti á land, því minnisstæðara verður mönnum það þegar svo ber við. Nú hefir forsjónin hagað því svo, að með sögulegri vissu er hægt að stað- hæfa það, að hér hvílir einn konung- ur og er ausinn íslenzkri moldu Hræ- nekur blindi, sem Ólafur helgi sencg höfðingjum hér. Ressa er vert að minnast, og væri það ekki nema fjöður af fati þjóðarinn- ar þótt líkan værigertaf Hræreki. Virð- ist mér vel til fallið, að það mannlík- an væri með lokuð augu og legði fram saxknífi miklum. Með því ætti að tákna heiðna grimd og hatur Hræreks til nýja siðarins og boðbera' hans, blindur var var hann og að lokum; slíkt hið sama blindaði kristilegt ljós villu heiðindóms- ins. Bæri Hrærekur þá einnig vitni um það, að hér norður í heiini var kenn- ing Krists flutt af þróttugum höndum og svo óblandin, sem bezt þótti henta og sigurvænlegast horfði henpi sjálfri og þeim er fyrir beittust. Helzt ætti líkan Hræreks að standa á Kálfsskinni, þar sem hann undi bezt hag sínum eftir missi konungsvaldsins og þar sem hann andaðist. Að minsta kosti á það að standa við Eyjafjörð. Þá hefðu Norðlendingar nokkuð í sinn hlut, móti því ef Suunlendingarnir hefðu Ólafana báða — og ef til vill meira. Rað er hvorki ofvaxið metnaðarlöng- un né efnum þjóðarinnar, að standa straum af 4 konunga líkneskjum. í hug kemur mér það, að allir fjórð- ungar landsins vilji eitthvað það hafa sem í þessa áttina bendir, út af fyrir sig líkt og nokkurs konar séreign. Rað er ekki orðaverk Ólafarnir verða syðra og Hrærekur við Eyjafjörð. Til sátta og friðar í landinu — um þetta mál — legg eg það til, að skakka- fallið sé jafnað með innlendum stór mennum, með lofsælum biskupum. Reirra er skylt að minnast; 12-15 hinir fyrstu biskupar voru allir sannir «séntilmenn» líkt og Mýramenn Skallagrímur og Egill, að því er einn frægur rithöfundur hefir staðhæft nýlega. ísleifur og Gissur óska eg að séu framvegis á bekk með göfugmennum sögualdarinnar, hjá Mosfellingum frænd- um sínum. Jón helgi, Rorlákur helgi og Guð- mundur Arason eru mæta vel fallnir til þess, að af þeim séu gerðar róður og fá með þeim hætti jöfnuðinn. Ressir biskupar skinu allir háleitum jarðteinum um land alt; voru dýrðlingar þjóðarinn- ar. Líkneskjur þeirra virðist rnega setja þar sem bezt hentar friðarins vegna; að eins ber vandlega að gæta þess, að sem flestir geti notið fagnaðarins við að sjá þær. Eru það þá ekki fjölmennustu kaup- staðirnir? «JÚ, eg held það og rúmlega það.» Rangað stefnir flest ágæti landsins, skólar og söfn, listir og skáldskapur eins og það væri með eðlilegri rás hollrar þjóðmenningar og samkvæmt því, sem forlögin stefna þjóðerni voru. Land vort og þjóð varða það geysi- miklu, að stórþjóðirnar, menningarþjóð- irnar, framfaraþjóðirnar sjái berlega vott þeirrar framþróunar og viðreisnar sem til er, sjái það eins og það er. Og um menning og framför, velsæld og atorku þjóðarinnar geta líkneskin borið fagurt og skýrt merki, enda hygg eg að meirihluti hennar finni þá þrá brenna í blóðinu. Rótt vér séum fámennir-og afskektir afkomendur fornra lýðveldismanna, þá eru vér svo mentaðir, nú orðið, að vér kunnum að meta konungstignina, afrekin og farsældina, sem því nafni fylgir, og að þetta sé meira en óljós vitund í brjósti manna, utn það eiga líkneskj- ur konunganna að bera ótvíræðan vott sýnilegan og áþreifanlegan, bæði inn- lendum og útlendum mönnum. Og þar næst biskuparnir? Frömuðir frelsis og menta, mannúðar og friðar. Af þeim er vert að miklast. Þorgils. Meltingarkvillar í sauðfé. H. R. hefir ritað um heilsuleysi sauð- fjár í Ringeyjarsýslu í 43. og 45. tbl. Norðra þ. á., og skitupest er nefnd í daglegu tali. Eg hefi ekki margt um veiki þessa að segja, er á séað græða. En af því eg álít að ritgerð H. P. fari ‘í rétta átt í aðalatriðum og sé því þess verð að henni sé gaumur gefinn, en þó á hinn bóginn töluvert villandi og fráhrindandi, fyrir þá, sem reynt hafa veikina til tnargra ára og þessvegna að minna gagni en ella, hefir mér hug- kvæmst að fara um efnið nokkrum orð- um. Orsakir til veikinnar telur H. Þ. að- allega þrjár: orma, of mikla ósamsvör- un í vetrar og sumarfóðri og óhreysti fjárkynsins. Orma hyggur hann að féð fái úr mýrum og öðru votíendi, og heyi er

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.