Norðri - 05.07.1907, Blaðsíða 1

Norðri - 05.07.1907, Blaðsíða 1
Akureyri, föstudaginn 5, júlí, 1907. Til kaupmanna! Hér með leyfum við okkur að tilkynna heiðr- uðum kaupmönnum á íslandi að innan skams munum við hafa steinolíu „á Lager“ í Reykjavík og á Eskifirði. Seljum við því bráðlega steinolíu til allra hafnarstaða á íslandi, þar sem gufuskipin koma við. Með mikilli virðingu. Det danske Petroleum Aktieselskab. Alþingi 1907. I. Alþingi var sett mánudaginn 1. júlí eins og lög gera ráð fyrir. Séra Friðrik Friðriksson í Rvík steig í stólinn og predikaði sem siður hefir verið til. Og var svotekið til óspiltra málanna, að því Ioknu,kosnir embættismennþingsins, lögð fram nokkur frumvörp, kosið í nefndir o. s.frv. Pessir voru kosnir embættismenn: Forseti sameinaðs þings: Eiríkur Briem Varaforseti: Lárus H Bjarnason. Skrifarar Hannes Porsteinsson, Ouðmundur Björns son. Forseti efrideildar: Júlíus Havsteen. Varaforset ar: Jón Jakobsson, Ouðjón Guðlaugsson. Skrifarar: Sigurður Jens- son, Björn Olsen. Forseti neðrideildar: Magnús Stephensen. Varaforsetar: Magnús Andrésson, Tryggvi Gunnarsson. Skrif arar: Jón Magnússon, Árni Jónsson. Vörumarkað héldu Skagfirðingar á Sauðárkrók 29. f. m., hafði sýslunefndin undirbúið það mál í vetur á sýslunefnd- arfundi. Tilgangur markaðsins er að koma á skiftum milli landbænda og sjáv- arbænda með afurðir þeirra, og eiga Skagfirðingar heiður skilið fyrir að hafa riðið á vaðið með þetta. Markaðurinn hófst kl. 12 á hádegi. Voru þar samankomin 3 — 4 hundruð manna. Hélt sýslumaður P. V. Bjarnason fyrst snjalla ræðu um þýðingu þessa fyrirtækis o. fl. Eftir það byrjuðu menn að spjalla um kaupskapinn og stóð það langa stund. Kl. 4 byrjuðu veðreiðar, fyrstu verðlaun fyrir stökk hlaut rauður hestur eign ErlendarBjörnssonar á Skíðastöðum, fyrstu verðlaun fyrir skeið hlaut grár hestur, eign Valdimars Guðmundssonar í Vallholti, fyrstu verðlaun fyrir tölt brún hryssa, eign Frím. MagnússonarYtribakka. Fleiri verðlaun voru ekki veitt. t*á glímdu menn nokkra stund og þótti góð skemtun, einna bezt glímdu þeir Árni Jóns- son Hafsteinsstöðum, ísleifur Gíslason kaupmaður Sauðárkrók, Sig. Björnsson Veðramóti og Kristján Hansen Sauðá. Kl. 7 varfarið að dansa og skemtu menn sér við það fram á nótt. Síðan fóru menn heim glaðir og ánægðir yfir á- rangri dagsins. Slátrunarhúsi hefir Kaupfélag Ey- firðinga í hug að koma á fót og hélt það fund hér í bænum um það efni 28 f. m. — Var þar samþykt að reisa hús nú í sumar í þvíaugnamiði, á það að verða 30X12 al. að stærð og standa á lóð félagsins norðan við Torfunefslæk- inn. Allar frekari framkvæmdir í málinu. fól svo fundurinn stjórn félagsins og sérstaklega formanni jjess Hallgrími Krist- inssyni. Væri óskandi að fyrirtæki þetta ætti góða framtíð fyrir hönduni og ef- umst vér heldur ekki um að svo verði. Sundkensla fer nú fram hér í bæn- um. Bæjarstjórnin lét gera sundpoll í Grófargili í félagi við Ungmennafélagið, fer kenslan þar fram og nota hana ná- lægt 80 að tölu, flest unglingar. Kenn- ari er Lárus J. Rist. Hannes Þorsteinsson ritstj. Rjóð- ólfs var á flokksfundi með þingmönnum Heimastjórnarflokksins en kom ekki á flokksfund hinna. — Ress var von af honurn er til alvöru kæmi, og mun það verða öllum gömlum flokksbræðrum hans hið mesta ánægjuefni. Aðalfundur Ræktunarfélagsins var haldinn á Blönduósi 23. þ.m. Jón Norð- mann kaupmaður var kosinn í stjórn fé- lagsins í stað Aðalsteins Halldórssonar verksmiðjustjóra er gekk úr eftir hlut- kesti. Sigurður Jónsson Ysta-Felli ritstjóri tímarits sambandskaupfélagsins var hér í gær á heimleið úr leiðangri er hann hefir farið alla leið vestur í Strandasýslu í erindi fyrir kaupfélögin ogtímarit þeirra, aðallega til þess að auka viðkynning meðal helztu forkólfa kaupfélaganna, treysta sambandið milli þeirra o. s. frv. Alþingismennirnir hér norðan og austan að fóru flestir suður með < Vesta» Guttormur Vigfússou, Jóhannes Jóhann- esson, Einar Pórðarson, Pétur á Gaut- löndum, Árni Jónsson, Steingr. Jónsson, Guðl. Guðmundsson,Jón í Múla, Magnús Kristjánsson. Ólafur Thorlacius náði ekki meðVestu þvíhún komst ekki áBerufjörð vegna þoku. Stefán í Fagraskógi fór land- veg og Stefán kennari ætlaði landveg aj Blönduósi að loknum Ræktunarfélags- fundinum. t*órði lækni Pálssyni erveitt Mýra- hérað „Verzlunin' ýAKUREYRI”. Strandgata 31. Oddeyri. Nauðsynjavara kornmatur og kramvara sem nöfnum tjáir að nefna, Yefnaðarvara alskonar tvisttau —sirz —bómullartau og flanelette, hvít léreft blikin og óblikin, stumpasirz, skyrtutau, svuntu og kjólatau o. s. frv. KARLMANNA-fatefni margar teg- « KVENNA-klæði. Silkitau og hvít undir frá 2 — 6 kr. al. Yfirfrakka og^tau ýmisleg. Hattar, sem fegra hvert Ulsterefni. Hálstau svo hvergi í bæn- p andlit. Hálsfestar svartar. Silki- um er fjölskrúðugra úrval, sérstaklega \treflar hvítir, svartir og af ýmsum lit- eru slaufur og slifsi aðdáunarverð. Hatt-^um og gerð. Herðaklútar. Brjóst- ar svartir og Ijósleitir. Húfur. Regn-1 nálar. Sólhlífar. Regnhlífar. Enskt kápur svartar og sárfínar. Hálsklútar^klæði. Reiðfataefni. af ýmsum lit- úr bómull og silki o. s. frv. f um og gerð. Margir hirða ekki nægilega um góðan nærfatnað er sé voðfeldur og þó haldgóður. Pað er ekki nóg að stássa ytri klæðnaðinn en nærfötin séu illa úr garði gerð, ljót og ó- þægileg. »Verzl. Ak.« hefir úrval af skyrtum og brókum kvenna og karla, millifatapeis- um, millipilsum prjónuðum og hekluðum, millipilsadúk og öllu þess háttar. Ennfremur barnapeisur margar tegundir. TIL PRIFNAÐAR: Sápu af ótal- ÝMSA SKRAUTGRIPI tegundum. Handsápa frá 0,05— 0,65 st.^hentuga í tækifærisgjafir, «tilgjafir» «Odol»-vatnið fræga. Tannbursta. Nagla- f og þessháttar, arðberandi vel ef rétt er bursta o. s. frv. J að farið. Sápuduft alveg nýuppfundið, öllum^Kex og kaffibrauð ótal tegundir rnjög hreinlætiskonum ómissandi. ■ ódýrar. Allir ættu að líta inn í búðina þegar þeir eiga leið fram hjá. Hún liggur fast við hina fjölförnustu götu bæjarins, við hliðina á Hótel Oddeyri, og inn- gangur er beint af götunni, — Ferðamenn eiga kost á hestarétt fyrir hesta sína meðan þeir skifta við verzlunina. Allar vandaðar ísleizkar vörur. ull, lambskinn, verkaðan saltfisk, smjör o. s. frv. kaupir verzlunin gegn útlendum vörum með lægsta peningaverði. Afgreiðslan fljót og lipur Garðar Gíslason STÓRKÁUPMAÐUR í LEITH er væntanlegur til Akureyrar með Vestu frá Reykja- vík 7. júlí og ráðgerir að fara heimleiðis með „Ingólf“. — Retta tilkynnist viðskiftavinum hans. -ij-v->-'~‘i«*~Tr-nj-*r>_i—\«*--ij-‘n)-*i-->_i—‘i)<*'-ii-vrv~ii)~*if i “ * .** “ * r-Aá i* i ** i“*1 Séra Sveinn Eiríksson Asum í Skaft- árt mgu druknaði seint íf. m. í Kúðafljóti nálægt Söndum. Hann var á leið til Reykjavíkur til fundar við sonu sína Pál stud. mag og Gísla exam. juris. er þar dvelja í sumar. — Fljótið var í afarmiklum vexti, en séra Sveinn var «vatnamaður» með afbrigðum og lagði því í það. Með hverjum atburðum slys- ið hefir orðið er oss ókunnugt enn þá en munum geta þesx síðar og þá um leið helztu æfiatriða séra Sveins sál. er var hæiileikamaður. Bráðkvaddur varð maður ágötu hér í bænum nú í vikunni Jón Helgason að nafni frá Vík á Flateyjardal. Hafði komið hingað með »Gunnu» og verið nýkominn í land. Einar skáld Hjörleífsson fer bráð- lega til Ameríku með fjölskyldu sina að því er oss er sagt af merkum manni í Reykjavík. - Er það að mörgu leyti leiðinlegt og illa farið að hann skyldi ekki eiga færi á að stunda hérlendis þá list er hann mun mest hneigður fyrir og hefir mesta löngun til. Veðrátta er að breytazt til batnaðar og hefir nú brugðið til sunnanáttar undanfarið, svo ekki enn þá er vonlaust með öllu um að grasvöxtur verði þol- ^nlegur, Stórstúkuþing Good-Templara var háð hér í bænum 18, —22. f. m. Par var meðal annars rætt um undirbún- ing atkvæðagreiðslu um aðflutningsbann áfengis er Templarar hugsa sér að láta fram fara á næsta ári og ákveðið að «agi- tera» fyrir þeirri atkvæðagreiðslu af alefli með fyrirlestrum, flugritum, o. s. frv. Útbreiðslufund héldu Templarar kvöld- ið áður en þeir fóru héðan og töluðu þar ýms stórmenni úr liði þeirra. Skipaferðir. 22. júní kom Sterling frá Austfjörðum. Farþ. A. V.Tulinius sýslumað- ur á Eskifirði ásamt frú sinni og börnum. Chr. Havsteen, Paul Smith ingenior o. fl. »Sterling« fór daginn eftir áleiðis til Rvík- ur. Með skipinu fóru flestir stórstúkuþings- fulltrúarnir sem hér hafa dvalið fyrirfarandi daga. Ennfr. ungfrú Halldóra Matthíasdóttir, ungfrú Margrét Valdemarsdóttir, P Smith ingeniör, Stefán Björnsson kennari, Sigur- geir Daníelsson kaupmaður frá Sauðárkrók o. fl. S. d. kom »Vesta» frá útl. Farþegar frá Khöfn: Frú J. Norðmann, fröken Anna Erlendsdóttir, stórkaupni. Aage Berlem, al- þingismennirnir austan fyrir o. fl. Með »Vesta« er fór daginn eftir áleiðis til Reykjavíkur var mesti fjöldi farþega, þar á meðal Quðm. læknir Hannesson, Sigurður Hjörleifsson ritstjóri ásamt frú sinni, frú Ragnheiður Benediktsdóttir, Jón A. Hjalta- lín skólastjóri og fósturdóttir hans ungfrú Sigríður Hjaltalín, Karl Finnbogason kenn- ari. Quðm. Friðjónsson skáld, Jóhann Ragú- élsson bókavörður o. fl.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.