Norðri - 09.11.1907, Síða 2
182
NORÐRI.
NR. 46
NORÐRI
Gefinn út af hlutafélagi.
Ritstjóri: Jón Stefánsson.
Skrifstofa Hafnarstrœti 3.
Prentsmiðja B. Jónssonar.
Lög um kennaraskóla.
1. gr. Kennaraskóla skal stofna í
Reykjavík og má verja til skólahúss á-
halda og innanstokksmuna alt að 30,000
kr. úr landsjóði.
2. Skólinn er jafnt fyrir konur sem
karla. Kenslan veitist ókeypis.
3. Rrjár ársdeildir eru í skólanum.
Skólaárið er frá 1. október til 31.
marz. Utanskólanemendum má yfirstjórn
fræðslumálanna leyfa að ganga undir árs-
próf skólans og þeim sem fengist hafa
við barnakenslu um 2 ára bil að minsta
kosti, má leyfa að ganga undir burtfar-
arpróf skólans.
4. gr. Kenslugreinir kennara skólans
eru þessar: íslenska, danska. saga, landa-
fræði og náttúrufræði, og þó einkum
það er ísland snertir, reikningur og rúm-
málsfræði, skrift, reikning, handavinna,
leikfimi, söngur, kristin fræði, uppeldis-
og kenslufræði, og kensluæfingar. Auk
þess má taka upp kenslu í garðyrkju
og matreiðslu.
5. Við skóla þennan skipar ráðherr-
ann 3 fasta kennara. Einn þeirra er
skólastjöri, og hefir að árslaunum
2,400 kr. auk ókeypis húsnæðis í skóla-
húsinu, hita og Ijóss. Annar kennari
hefir 2,200 kr. í árslaun og þriðji kenn-
ari 2000 kr.
Skólastjóri hefiralla umsjón með skóla-
húsiinu og á áhöldum skölans,
6. gr. Kennarar skólans eru skyldir
til, að hafa á hendi ókeypis, um tveggja-
mánaða tíma á ári, kenslu og æfingar
við framhaldskensluskeið fyrir lýðskóla-
kennara, eftir nániri reglum, er yfirstjórn
fræðslumála setur.
7. gr. Stjórnarráðið hefir á hendi yf-
irumsjón skólans og semur reglugerð
fyrir hann.
8. gr. Kostnaður við rekstur skólans
greiðist úr landssjóði.
Simskeyti til Norðra
Reykjavík 8/u ’07
Frá útlöndum.
Rjóðverjar, Bretar, Frakkar og Rúss-
ar viðurkenna hlutleysi Noregs í ófriði.
Kosningum til rússnesku Dúmunnar
má heita lokið og verður Dúman fjöl-
mennari af hægri mönnum en áður.
Englandsbanki hefir hækkað útláns-
vexti upp í 7°/o. Frakklandsbanki í 4.
Peningadýrleiki h^fir valdið atvinnu
hruni í Svíþjóð, en horfurnar í Ameríku
að skána í því efni.
Kapella Gustafs Adólfs í Lútzen var
vígð hátíðlega í fyrradag.
í Færeyjum var vínsöluveitingarbann
ssmþykt með 440 atkvæðum gegn 20.
Að sunnan.
Ostöðug veðrátta. Alhvít jörð í mor-
morgun.
Misiingar fara þverrandi.
«Hólar», «SkáIholt» og »Vesta« ó-
komin enn að norðan.
Símskeyti
er kom frá Kaupmannahöfn í dag, skýra
frá því, að þar hafi andast í dag frú
Guðný Porkelsdótlfr, kona Sigtryggs
Jónssonar kaupmanns hér í bæ.
Kunningjapistill
til Sands —Gvöndar.
Sæll Gvöndur minn!
Eg hugsa að nú sé lokið í bráðina
smápistlum þínum í «Norðurlandi», og
sezt því niður að pára þér fáeinar lín-
ur svo að þú sjáir að eg hafi þó tekið
eftir því er þú víkur þar að mér 12.
f. m. Eg átti nú satt að segja ekki von
á að þú mundir senda mér jafn óvin-
gjarnleg skeyti eins og þú gerir þar.
Ekki samt vegna þess að það sé nokk-
ur nýlunda. Pú hefir áður glefsað í hæla
mína — að ósekju —í málum, sem ekki
komu þér neitt við, að öðru en því að
núa þér upp við hina pólitisku lærifeð-
ur þína, með því að^bíta fyrir þá bein
og ugga.
— Eg átti ekki von á þessu frá þér,
sagði eg, en get þó tæplega gert mér
grein fyrir hversvegna það var. Skyn-
semin segir mér að það sé einmitt eðli-
legt að eg fái svona kveðju frá þér,
manni eins og þú ert í raun og veru,
því bæði hæfi slíkt bezt eðli þínu og
ennfremur því menningarstigi er þú
stendur á. Pú veizt það nefnilega að
eg hefi oftast hlýft þér í blaði mínu og
þráfaldlega neitað um rúm greinum,
sem hafa tekið óþyrmilega í lurginn á
þér með ómótmælanlegum rökum. Eg
hefi enn fremur oftar en einu sinni tek-
ið svari þínu þegar þú hefir unnið þér
til óhelgi með einhverju framhleypnis-
blaðrinu, og vanalega hefi eg þagað
um ritmenskubrek þín þó oft hafi verið
skorað á mig að taka þau til meðferð-
ar. —
Pú ert svo víðförull í skáldskap, að
þú kannast vafalaust við vísuna þá arna :
»Hossir þú heimskum gikki» o. s. frv.
Finst þér ekki að hún reynast vanalega
sannmæli?
Eg ætla ekki að fara að troða nein-
ar illsakir við þig með þessum línum. •
Eg nenni því ekki. En eg veít að jafn-
montinn maður eins og þú ert, og
gædduröðrueins afburðasjálfsáliti, mundi
kunna því illa að vera ekki virtur svars
er þú kveður þér kveðjunnar svona frek-
lega. Gættu þess, að eg ætla ekki vilj-
andi að atyrða þig, né gera þig auðvirði-
legan, eða að athlægi á nokkurn hátt,
eins og ýmsir hafa gerí þeirra manna
erþú hefir veriðað »slástuppá»aðundan-
förnuþó þú lafirnú aftaní þeimmeðfleðu-
látum og sleikjuskap. Skal eg þér til
skýringar í því efni benda þér á at-
ferli þitt, fyr og síðar gagnvart t. d.
Skúla Thoroddsen, Bjarna frá Vogi og
Einari Hjörleifssyni. Pú byrjaðir við þá
a)la, hvern um sig, með þínum vana-
lega fimbulfambs-rembingi, en svo tóku
þeir þig og kreistu úr þér vindinn,
svo að þú þorir ekki annað en áð skríða
í duftinu fyrir þeim síðan og ert að
berjast við að mýkja skap þeirra með
því að dilla framan í þá sálarrófu þinni
hvenær sem þú kemst í færi'.
En eg vil ekki hafa sömu aðferðina
og þeir. — Og hvers vegna? Mér er sér-
lega ant um þig sem Ijóðaskúld því
þar finst mér þú vera á réttri hillu.
Þessvegna vil eg ekki freista þín. — Og
þá veit eg að þú skilur, að það mundi
verða mér'viðkvæmt og sársaukamikið ef
eg yrði óbeinlínis orsök til þess, að hin-
ir «íturvöxnu hæfi!eikar,» er þú held-
ur þig eiga í «Hellulandi hyggju þinn-
ar» yrðu til þess að minna menn á
viðrulæti hýddra hunda.
Pá er að minnast á greinina og það
sem hún gefur mér tilefni til, en forð-
ast annað.
Greinin ber það með sér að það er
hin alþekta hégómagirni þín er hefir
komið þér til að skrifa hana og er
það ekki í fyrsta sinn er hún hleyp-
ur með þig. — En þetta var nú víst í
fyrsta skifti sem þér var lofað að
fara út fyrir takmörk sveitar þinnar með
umboð sveitunganna, og var þá raunar
auðvitað að þú eftir þínu gortara-eðli
reyndir að láta bera sem mest á því
að þér var lofað að fara og svo hve
merkilegt það mót hefði verið, er þú
varst sendur til. — Pessvegna fæddist
orðið »þjóðfundur« og gleymdir þú auð-
vitað ekki að taka fram að þú værir höf-
undur þess, þegar þú byrjaðir að færa
fram ástæður fyrir réttmæti þess.
Ogsvokemuraðalástæðan: «Fundursem
sótturer úr flestum sýslum og héruðum er
réttnefndur þjóðfundur, svo sem sú lýgi
er réttnefnd þjóðlýgi ergengur um land
alt»!! Parna get eg ekki verið þér sam-
þykkur. Eg lít svo á, að til þess hægt
sé að kenna nokkurn hlut, eitt eður annað,
við þjóð,\trði meiri hluti þjóðarinnarað
vera því samþykkur, og skal eg þér til
skilningsauka skyra mál mitt með ofur ein-
földudæmi: Værinokkurtviteðasanngirni
í því að þú væriralment kallaður «Gvend-
ur þjóðfretur» þó að fáeinir menn í
hverri sýslu segðu að þú værir ógeðs-
Iegasti vindbelgurinnog ritaðirjafnóvitur-
legast um þjóðmál, þeirra manna er á
þau minnast? Eg segi nei og aftur nei.
Alit þeirra örfáu manna, er svo kynnuað
hugsa, yrði að iúta áliti meiri hluta þjóð-
arinnar.erauðvitað væri andstæður slíku.
Eins er með «þjóðfundinn». Af því «full-
trúarnir* voru ekki kosnir af meirihluta
kjósenda þjóðarinnar getur hann ekki átt
það nafn, en svo var um marga «full-
trúana», að þeir voru sendir í umboði
fárra manna. Tökum nú þigtil dæmis.
Skilgóðir menn hafa sagt mér, að á
sveitarfundi þeim er það var samþykt,
að amast ekki við að þú dinglaðir suð-
ur, hafi verið mættir að eins milli 30
og 40 kjósendur, en af þeim hafi ekki
verið nema rúmur helmingur er vildi
lofa þér að fara. Og þó ertu svo ófeim-
inn að kalla þig —eða láta kalla —fulltrúa
Þingeyinga, þrátt fyrir það, þótt ekki
væri nema líklega tæpur ^/ío hluti kjós-
enda sýslunnar, viðstaddur kosning þína.
Pú vílar ekki fyrir þér að rangfæra
orðNorðra um «nefndarmenn þjóðfund-
arins,» auðsjáanlega til þess fyrst og
fremst,aðfá tækifæri ti! að syngja lof og
dýrð um Einar Hjörleifsson og Bjarna
frá Vogi. Ætlar þú líklega að friðþægja
með þvífyrirskammaryrði þauer þúhafð-
ir um þá hér á árunum, áður en þeir
»tóku þér takið» og kunngera að þú
sértnúað étaþau ofan í þig. Væri nógu
gaman að bera saman mismuninn. Kæmi
þá í ljós hvað þú ert samkvæmur sjálf-
um þér, en undarlegt þykir mér að þú
skulir halda að þeir hafi gaman af þessu
smjaðri þínu og fagurgala, því sann-
færður er eg um að Bjarni a. m. k. ger-
ir grín að því í huga sínum. — Ann-
ars er það orðið svo vanalegt, að þú
steypir þér kollskít, og hælir þeim í
dag, sem þú skrifaðir skammir um í
gær, að slíkt vekur enga eftirtekt leng-
ur, -
Pá gerir þú langan samjöfnuð á mér
og »nefndarmönnunum» er þú klikkir
út með smekklausu gorti um sjálfan þig
eins og þú ert vanur. Norðri hefir aldrei
efast neitt um manngildi þessara «nefnd-
armanna«og er kunnugt um sumaþeirra,
að þeir eru hæfileikamenn að mörgu,
en lítið hygg eg að vitnisburður þinn
auki sæind þeirra þó þú sennilega takir
liann ekki aftur næsta dag. — Og þá
er nú dómur sá sem eg fæ hjá þér. Eg
veit þú skilur að mér dettur ekki í hug
að metast neitt við þig um hann, til
eða frá. Gorgeirsdómar þínar uni menn
og málefni eru orðnirsvo kunnir( að nienn
erufarnir'að taka þeimmeð þegjandi fýrir-
litningog viðbjóði áþví hvaðlangtþú get-
ur komist í uppskafningslegum unaði
yfir ímynduðu atgerfi þínu. Manstu t.
d. eftir því, að einu sinni varstu að
gera þig gleiðan við Skúla Thor-
oddsen, og lýstir yfir því með broslegu
mikilmenskubrölti, að þú þættist maður
á móti honum í hvívetna og hvergi
smeikur. En hvað skeði svo þegar hann
snerist við þér? Lagðir þú ekki niður
skottið og hefir dregið það síðan, mátt-
laust í moldiuni eftir þér, hvenær sem
hann hefir litið í áttina til þín.
Rúnisins vegna verður niðurlagið af þess-
ari kveðjusending að bíða næsta blaðs.
Spyrjið eftir
hvaða
afturganga
sé í húsinu no. 7 í Strandgötu
á Oddeyri.
Hálft
HÚS
vandað, með þægilegri herbergjaskipun,
ágætum ofnum og eldavélum, er til
sölu eða leigu
frá 1. niaí n. k. — Húsíð er með
ágætum kjallara. Pví fylgir tveggja kúa
fjós, 60 hesta heyskúr og safnhús, alt
í mjög góðu lagi.
Húsið stendur við aðalgötu bæjarins.
Lysthafendur snúi sér til uudirritaðs,
sem gefur allar upplýsingar.
Akureyri Hafnarstræti 8. nóv. 1907.
Benedikt Porsteinsson.
RJtrpuR
kaupir háu verði í alt haust
verzlun.
Sig. Bjarnasonar
Oddeyri.
H áka rI
fœst í verzluti
H. S c h i ö t h s.
Saltfiskur
fæst í verzlun
H . S c h i ö t h s
Falleg og góð
vetrarsjöl
nýkomin til
Láru Ólafdóttur.