Norðri - 14.01.1908, Síða 1
1908,
Akureyri þriðjudaginn 14, janúar
Aðalfundur
í Heimastjórnarfélagi Akureyrar
verður haldinn á ,Hótel Oddeyri' miðvikudaginn 15. jan. og hefst kl. 8 e. h.
Þar verður meðal annars lagður fram ársreikningur félagsins, endurskoðaður, kos-
in ný stjórn o. s. frv.
Skorað er á alla félagsmenn að mæta stundvíslega.
Akureyri 4. jan. 1908.
O. C. Thorarensen. Jón Stefánsson.
III. 2.
Sú breyting verður á útkomu «Norðra«
að eftirleiðis kemur hann út á þriðjudögum
Afgreiðsla hans verður á sömu stöðum og
áður og eru kaupendur beðnir að muna
eftir að vitja blaðsins þegar þeir eru hér á
ferð.
Norðri á nú stórfé útistandandi hjá kaup-
endum sínum og eru þeir vinsamlega beðn-
ir að gera blaðinu þann greiða að borga á-
skriftagjöld sín hið allra fyrsta Þeir kaup-
endur blaðsins er vitja þess í »Verzlunin
Akureyri« geta ef þeir vilja borgað hr kaup-
manni SIG. J. FANNDAL andvirði þess
er svo kvittar fyrir því í umboði ritstjórans
Bæjarfógetastofan 10—2 og 4—7
Ritsímastöðín virka daga 8 f. h. til 9 e. h.
helga daga 8—lo og 4—6
Pósthúsið 9—2 og 4—7.
Utbú íslandsbanka 11—2
Utbú Landsbankans 11—12.
Stúkan Akureyri fundad. þriðjud.kv. kl. 8.
Brynja miðvikudagskvöid kl. 8.
Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 6.
Trúföst mánudagskv. kl. 8.
/. C. Christensen,
forsaetisráðherra.
Allir, sem kynst hafa hinum danska
í íkisráðsforseta meðan konungur vor
ilvaldi hjá oss síðastl. sumar, munu Ijúka
upp einum munni um það, að ráðherra
Christensen hafi kynt sig að stakri lip-
urð og ljúfmensku. Mun það og vera
almæli í Danmörku, að varla finnist
maður af hans fyrri stétt, er hafi fleiri
hæfileika eða meiri skörungsskap fyrir
vitsmuna sakir en hann, til að fylla með
sæmd það öndvegissæti, í ríkinu eins
og hann gerir. Herra Christensen er
manna bezt á sig kominn, fríður sýn-
um og gildlegur á velli, höfðinglegur
og þó góðmannlegur.
Hann er hinn bezti viðtals, Ijúfur og
litillátur við hvern mann. Pykir hann og
kunna manna bezt að stilla til hófs og
suneina takt og festu í hverjum vanda,
s?m hann er í staddur, og ekki auð-
velt að finna í fari hans eða framgöngu
það, sem skáldið Björnstjnrne Björnson
sagði einhverstaðar, að full lipurð og
hæverska yrði ekki lærð fyr en í annan
eða þriðja lið. Mun það ekki satt vera
n;ma þar sem um forna og fasta hirð-
siði er að ræða, þegar smámunir verða
að vandamálum eða eins konar listfyr-
ii tízkunnarsakir, Hr.Christensen mun kom
inn vera af bænda- eða kennara-ættum,
og er það góður og djúpur jarðvegur
í Danmörku sem annarsstaðar, má úr
honum vænta mikils gróðurs óðara en
sá akur er ræktaður; hafa og jafnan úr
honum sprottið margir hinir mestu og
þörfustu menn þjóðanna — eins og vér
Islendingar könnumst við, sem þá einu
stett höfum átt.
Það er skaði, að þann sem línur þessar
ritar, vantar heimildir til að kunna aðskýra
frá helztu æfiatriðum hr. Christensens; eru
þar mikil söguefni, alt þar til er bænd-
ur í Danmörku tóku við völdum und-
ir forustu hans. í þess stað vil eg bjóða
og birta á voru máli og undir fornís-
lenzkum bragartiætti kvæði um ísland,
sem Christensen ráðherra lét útbýta
mtðal gesta í hinni fyrstu konungsveizlu
í Reykjavík 30. júlí s. 1.
Kvæðið mun sjálft mæla fram með
sér, en að vísu er hið danska frumkvæði
allfrjálslega fslenzkað og fremur gert
svo-til að sýna efni og anda frum-
kvæðisins, heldur en orðalag og kveð-
skap. Kvæðið var prentað nafnlaust, en
að það kom úr höndum ráðaneytisfor-
setans, voru margir sjónarvottar að, á-
samt mér.
Rýðing mín hljóðar svo:
Fyrir minni íslands.
Ein gnæfir ey
úr unnar skauti,
dunar dimmur sær
við dísar fætur;
en fann hvítir
falda jöklar
hennar hjálm
við himin bláan.
Óðal þar
í árdaga
saga nam
und segulskauti:
rúnir að rista,
rök að þýða
og örlög inna
Islands þjóðar.
Rá var í hánorðri
hinstur alinn,
þróttarstofn
þriggja landa;
brattur var á brún,
en í brjósti eldur,
þoldi eigi ofríki —
leit í útnorður.
Róstugt var í landi,
ruddu víkingar
bárubraut
og í bláin stefndu;
kölluðu ginregin,
köstuðu súlum
og land námu.
Það var lýða gifta.
Því að bræðrabönd —
þótt bröstulega
láti unglingar —
losna aldregi;
síðar koma saman,
safnast skyldir;
liitna bönd blóðs
þegar bræður kennast.
Ristir enn rúnir
réttorð saga;
tímar tengjast,
trygðir gróa;
höf verða sund
þegar svönum ranga
bræður beina
• til beggja stranda.
Viltust stofnar
frá styrkri rót,
því óx böl
þegar batna skyldi
nú skal eindrægni
örlög bæta
alt er tvídrægni
oss ilt um vann.
Og þótt sérhver
að sínu búi,
frið með frelsi
sktilu frændur verja;
svo skal drengskapur
drýgja trygðir,
að sjái alþjóð
að séum eitt.
Matth. Jochumsson.
Um lús og óþrif.iað og fl. þar að lút-
andi skrifaði Steingr. læknir Matthiasson afar
þarfa ritgerð er birtist í Eimreiðinni. Hann
getur þess meðal annars hvílík svívirðaþað
sé fyrir þjóð vora þegar lúsugir Islendingar
eru að ferðast með strandferðaskipunum,
varar við því og segir að sæmd vor liggi
við að siíkt eigi sér ekki stað. Þetta er hverju
orði sannara. Útlendingar er heyra getið
um þessa illræmdu lúsaleisla dæma marg-
ir hverjir þióðina eftir þeim og skipa henni
á bekk með skrælingjum og óþjóðalýð. Er
mikið ólán að valda slíku og mun það þungt
áhyggjuefni þeitn er ganga með harmsakir
í poka skapsmuna sinna vegna misbresta í
fari þjóðarinnar.
Gvendur á 5andi þykist víst heldur en
ekki hafa »otað gönguteinum» að ritstjóra
Norðra í nýársblaði Norðurlands. — Þar
kveðurviðsamatónogáðurmeð ritgerðirhans,
fimbulfamb út í loftið, en ástæður ekki færð-
ar f)rir neinu. Alt stendur því óhrakið er
Norðri sagði um hann um daginn, enda er
ekki hægt að hrekja neitt af því, það er
alt satt. Ritstjóra Norðra veitist því auðgert
að standa við orð sín að anza ekki Gvendi
þó hann veifi tilberadindlinum svo óþverr-
inn þeytist af í allar áttir.
Annars má það um þessa grein Gvendar
segja að hún samir sér vel sem »leiðari» í
Norðurlandi.
Jafnvel þó blygðunarlausir dónar, ger-
sneyddir allri velsæmistilfinningu eigi lilut
að einhverju máli, er þó hálf leiðinlegt að
reka þeim þann löðrung—þó maður gæti—
aðorð þeirraogtillögur hröklistofaniafgrunn
fyrirlitningar allra skynbærra manna. Hitter
skemtilegra fyrir mótstöðumenn þeirra að
þeir í einhverju montæði»kastinu verði sér
svo til skammar í augum almennings að
enginn minnist orða þeirra nema með við-
bjóði.
Einar Pálsson er hefir verið verzlun-
armaður her í bænum um tugi ára fór með
•íF.giUsiðast til Fáskrúðsfjarðar og verður þar
bókhaldari við verzlun Öruni og Wulffs.
Eggert Einarsson.kaupm. og gosdrykkja-
verksmiðjueigandi fór til útlandameð -Eljan«
10. þ. m. og ráðgerir að dvelja þar til vors.
Veðrátta hefir verið hin bezta um lang-
an tíma að undanförnu. Heybirgðir munu
og vera góðar hjá öllum hér nærlendis
Aflalaust er nú með öllu hér á Pollinum.
Arni »væni» er stöðugtá verði eins og hann
er vanur en verður lítils var. Þess má
geta í sambandi við þetta að í haust varð
hann fyrir miklu tjóni á veiðarfærum sín-
um af völdutn skipa er þá voru hér á Poll-
inum. Sjómenn ættu nú að muna Arna
margar leiðbeiningar um hvar afla væri að
fá og bæta honum skaðann að einhverju
leyti með frjálsum samskotum.
Chr. Fr. Nielsen & Co. í Khöfn hafa
beðið Norðra að geta þess að þeir hafi
heyrt að ýmsar lygasögur hafi verið born-
ar út um þá viðvíkjandi efnahag þeirra og
verzlUnarsamböndum. Lýsa þeir um leið
yfir því að sögur þessar séu með öllu ó
sannar og hafi ekki Við neitt að styðjast.
Fjárhagur og fjárlög.
Síðan í sumar á þingi hafa flest blöð-
in allmikið rætt um fjárhag landsins
og jafn vel voru sum þeirra byrjuð á
því áður.
Aðallega hafa blöðin haft til umræðu-
efnis meðferð stjórnarinnar á landsfé.
Stjórnféndur hafa reiknað hvert dæmið
á fætur öðru og alt af með þeirri út-
komu að stjórnin væri að steypa land-
inu :í höfuðið en misjöfn hefir útkom-
an verið. Reikningsfærzlan hefir jafn
vel verið svo mismunandi, að skift hef-
ir milljónum kr. Hvernig sá flokkur
hugsar sér að láta jafnvel meðlimi sína
finna rétta og sanna rökfærslu út úr svo
mismunandi reikningum, er mér óskilj-
anlegt. Aftur á móti hafa stjórnarvinir
teigt og togað á móti, reiknað sína
reikninga og leitast við að sýna það
gagnstæða. Reir hafa jafnvel reynt að
sýna fram á að þjóðareignin væri eftir
fólksfjölda vel sambærileg við eignir
stórveldanna.
Pegar nú leiðtogar þjóðarinnar skift-
ast svona í tvo gagnstæða flokka! Stjórn-
féndur er segja að landsbúið sé að fara
á heljarþrömina og stjórnvinir, sem aft-
ur á móti segja að Iandsbúið standi með
blóma, og í öðru lagi engum ber sam-
au ekki einusinni flokksmenn geta orð-
ið sammála um reikningana, þá er full
von að óupplýst alþýða verði í vafa
hverju trúa skal.
Eitt er athugavert við alla þessa
fjármálapólitík. F*að er að altaf er snú-
ist utan um stjórnina í Reykjavík einkum
ráðherra, rétt eins og enginn fulltrúi
þjóðarinnar væri til og ekkert þing,
nema ráðherra einn með halarófu af
ráðherrum og að hann réði einn öllu.
Ró nú að vér alþýðumenn séum auð-
trúa og ekki spakir að viti, hygg eg
samt, að við munum margir renna
grun í að stjórnvinir fari full langt í
að gylla fjárhaginn, en stjórnarféndur
aftur á móti lengra en hægt er að fara
til þess að menn leggi trúnað á orð
þeirra.
Til þess nú að sýna hina réttu og
sönnu fjárhagshlið landsmanna með
góðum og gildum rökum eða sönnun-
argögnum, þarf meira en enn þá hefir
upplýst verið. Rað verður ekki gert
í stuttri blaðagrein enda ætla eg mér ekki
að reyna það með Iínum þessum. Eg
finn og vanmátt minn til þess starfa.
Rað verk verður ekki vel gert nema af
æfðum hagfræðingum en þeir eru ef til
vill fáir á voru landi. Rað væri þó
meiri þörf á vel og rétt sömdum ritling
um það efni heldur en þessu nýmóð-
ins skáldsöguriigli, sem dreift er eins-