Norðri - 14.04.1908, Page 1
III. 15.
1908.
Akureyri, þriðjudaginn 14. apríl,
Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—7
Ritsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h.
helga daga 8—11 og 4—6
Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard.
5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8.
Pósthúsið 9—2 og 4—7.
Utbú Islandsbanka 11—2
Utbú Landsbankans 11—12.
Stúkan Akureyri fundad. þriðjud.kv. kl. 8.
Brynja miðvikudagskvöld kl. 8.
Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4.
Trúföst mánudagskv. kl. 8.
Gabbið.
Heimastjórnarmenn eigaað hafagabb-
ast að íslenzku ríkisráði, að því er skrif-
að stendur í Skjaldborgarfyrirlestrinum.
Og til stuðnings þessari ásökun tilfærir
Norðurlandsritstjórinn það, að þeir hafi
í blöðum sínum spurt, hvar málin ætti
að bera upp, ef að þau væru ekki borin
upp í dönsku ríkisráði.
Nú mælir stjórnarskráin svo fyrir, að
íslenzk mál skuli borin upp í ríkisráði
Dana. Petta ákvæði hafa Pjóðræðismenn
sjálfir samþykt eins og alt annað, sem
þar stendur. Er þá gert gabb að ís-
lenzku ríkisráði með því að spyrja, hvar
málin eigi að bera upp annarsstaðar en
þar, sem sjálf stjórnarskráin fyrirskipar?
Landvarnarmenn halda því fram, að ís-
land hafi verið innlimað í Danmörku með
þessari stjórnarskrá og Pjóðræðismenn
hafa tekið undir það með þeim. Ef að
þessi kenning er rétt, þá er það auð-
vitað »stjórnarfarsleg nauðsyn», að öll
íslenzk mál séu borin upp í ríkisráði
Dana, eins og mál Danmerkur sjálfrar.
Er þá gert gabb að íslenzku ríkisráði
með því að spyrja, hvar málin eigi að
bera upp annarsstaðar en þar, er sam-
kvæmt alþjóðarétti verður óhjákvæmi-
lega að bera þau upp?
Geta »menn með fullu viti» haldið
slíkum fjarstæðum fram?
En liggur þá í slíkum spurningum
gabb að hugmyndinni um stofnun ís-
lenzks ríkisráðs?
Hafa Heimastjórnarmenn nokkurn tíma
spurt um, hvar íslenzk mál skuli bera
upp, þegar ísland er orðið »Sjálfstætt
ríki» eða «Frjálst sambandsland«?
Nei, allar slíkar spurningar hafa ver-
ið miðaðar við það stjórnarfyrirkomu-
lag, sem vér eigum nú við að búa,
ákvæði stöðulaganna og hir.nar íslenzku
stjórnarskrár.
Felist nokkurt gabb að nokkurri stofn-
un í slíkum spurningum, þá er það gabb
að stofnun, sem á engan hátt er frem-
ur íslenzkt ríkisráð en það fyrirkomu-
lag er vér nú höfuni.
Ráðherra sérmála íslands er aðeins
einn maður, en það eitt er í raun og
veru eigi þVf (j| fyrirstöðu, að hann
geti verið íslenzkt ríkisráð.
En nú stendur svo á, að hann er bú-
settur hér, en staðfestingarvaldið, kon-
ungur í Danmöiku. peir þurfa að vera
saman þegar undirskrifa skal lög og
aðrar “stjornarathafnii, er aðeins á þann
hátt geta öðlast nokkurt giidj,
Um þessi atriði verður ekki þráttað.
Þegar konungur kemur hingað til
landsins og þessar undirskriftir fara fram
hér, án þess að danskt ríkisráð komi
þar nærri, þá er það auðsætt, að annað-
hvort er hér að 'ræða um’íslenzkt rík-
isráð, eða að j-þessar Jundirskriftir fara
fram utan allra ríkisráða.
Konungurinn staðfesti lög í Reykja-
vík síðastl, sumar, með íslandsráðherra
einum.
Um það verður eigi þráttað.
Hafa Heimastjórnarmenn nokkurn
tíma gabbast að því? Nei, þeir tóku
þeim atburðum með hinum mesta fögn-
uði.
En Pjóðræðis og Landvarnarmenn
göbbuðust að þessu.
Sé hér um íslenzkt ríkisráð að ræða,
þá hafa Pjóðrœðis og Landvarnarmenn
gabbast að islenzku rikisráði og eru
samkvæmt kenningu Norðurlandsritstjór-
ans orðnir sannir að sök um innlimunar-
og Danavilja.
En sé þetta eigi íslenzkt ríkisráð þá
hafa þeir sjálfir gert miklu biturra gabb
að sjálum sér og sínum eigin kenning-
um, en Heimastjórnarmenn hafa nokk-
urn tíma gert, þótt þeir hafi stundum
eigi getað varist þess að gabbast að
vitleysum og mótsögnum þessara flokka.
Peir hafa haldið því fram, að sakir
ríkisráðsákvæðisins væri sérstaða íslands-
ráðherra einskis virði; hann væri í raun
og veru ekkert annað en danskur ráð-
herra.
En ef að þessu yrði breytt á þann
hátt, að málin yrðu borin upp einhvers-
staðar annarsstaðar í Kaupmannahöfn,
en í danska ríkisráðinu, þá fyrst væri
hægt að tala ufn sérstakan, íslenzkan
ráðherra.
Og hafi Heimastjórnarmenn gabbast
að íslenzku ríkisráði eða hugmyndinni
um stofnun þess með því að spyrja hvar
í Kaupmannahöfn ætti að bera málin upp
ef að þessi breyting yrði leidd í lög,
þá hlýtur hún að vera hið sama og
að stofna íslenzkt ríkisráð.
Pá er kenning Pjóðræðis- og Land-
varnarmanna orðin þessi:
Islenskur ráðherra, er undirritar Iög
og aðrar stjórnarathafnir með konungi
í Kaupmannahöfn er íslenzkt ríkisráð,
ef að undirskriftirnar fara ekki fram í
ríkisráði Dana. En ef að hann undir-
skrifar með konungi á /slandi, þá er
hann ekki íslenzkt ríkisráð.
Jafn vitlausri kenningu getur enginn
heilvita maður haldið fram í fullri alvöru.
Slíkt væri að gera svo biturt gabb að
sínum eigin vitsmunum að vart getur
hugsast annað biturra.
En sé hvorugt þetta íslenzkt ríkisráð,
þá eru það ósannindi að Heimastjórn-
armenn hafi nokkurn tíma gabbast að
íslenzku ríkisráði og þá er það svívirði-
legt að þykjast með fullum rétti geta
gert ráð fyrir því, af þessari ástæðu, að
heimastjórnarhluti milliríkjanefndarinnar
muni snúast á móti öllum réttindakröf-
um íslendinga.
B. L.
Norðlenzku ungtnennafélögin
glíma um íturstig fyrir Norðurland í feg-
urðarglímu og kappglímu á annan í
Páskum. Agóðanum verður varið til
Bjarmalandsfararinnar. Er vonandi að
nienn fjöllmenni á glímumót þetta.
Sjúkrahúsið á Akureyri.
Blöðin hafa gert hann að umtalsefni
og ekki að ástæðulausu. Hagur hans er
því miður annað en glæsilegur, ogfram-
tíðarhorfurnar ekki góðar, nema lagt
verði fram ærið fé til að bæta fjárhag
hans.
Pað fór að kvisast á sýslufundi Ey-
firðinga í fyrravetur, að fjárhagur
hans væri ekki góður og voru þá kosn-
ir tveir menn úr sýslunefndinni ásamt
héraðslækni ogkjörnum mönnum úr bæj-
arstjórn Akureyrarkaupstaðar, til að ráða
fram úr fjárhagsböli spítalans og endur-
skoða reglugerð hans.
Pessir kjörnu menn komu saman á
fundi á Akureyri hinn 18. nóv. s. 1.
og kom það þá í Ijós, að fjárhagurinn
var lakari, en nokkurn af nefndarmönn-
um þessum grunaði. Pá var gripið til
þess úrræðis, að samþykkja að hækka
daggjald sjúklinga og ákveðið að leita
til bæjarstjórnar Akureyrar, sýslunefndar
Eyfirðinga og Suður-Pingeyinga um
fjárstyrk. Petta var samþykt í einu hljóði
til að forða spítalanum frá falli.
Bæjarstjórn Akureyrar brást þannig
við málinu, að hún lofaði árlegum styrk
til spítalans 250 kr., þó með því skil-
yrði, að Eyjafjarðarsýsla leggi fram jafna
upphæð. Sýslunefnd Eyfirðinga lofaði
sömu upphæð nú á síðasta fundi, en
batt fjárveitinguna aðeins við eitt ár.
En til Suður-Pingeyinga var ekki leit-
að um fjárstyrk, sem var þó skylda
spítalanefndar eftir fundarsamþykt frá
18. nóv. s. 1. Sýslunefnd Eyfirðinga
sá eftir atvikum ekki aðra vegi en leggja
þetta fé fram til þess að forða spítal-
anum frá bráðu falli. Skuld spítalans
var orðin ca: 6000 kr. eftir þeim reikn-
ingum, sem fyrir lágu, og í umsókn-
arbréfi héraðslæknis til sýslunefndarinn-
ar stóð eftirfylgjandi: «Hin einasta arð-
bæra eign spítalans, jarðeignasjóðurinn
hefir smámsaman eyðst af lántökum, og
við síðustu áramót varð að taka til hins
síðasta af honum til þess að standa í
skilum á borgun skulda og til þess að
hafa nokkuð veltufé fyrir hendi til nauð-
synlegra útgjalda,« ■ Og á öðrum stað
stendur: «Pað var neyðarúrræði að
að þurfa nokkurn tíma að taka sjóðinn
að láni, og efasamt hvort það hafi verið
fyllilega heimilt samkvæmt tilætlun gjaf-
arans, en óhæfilegt væri það ef spítalinn
yrði að éta upp sjóð þenna og
svifti sig með því góðri og arðvæn-
legri eign«
Mér hefir þótt rétt að tilfæra þessi
orð eftir héraðslækni og spítalanefndina
til að sýna það, hvað langt spítalinn
var sokkinn í skuldir; og eftir skoðun
spítalanefndarinnar, var gripið til þess
óindisúrræðis, að grípa til þess fjár, er
efasamt var, hvort heimild var fyrir að
taka. Jarðeignarsjóðurinn var 6000 kr.
og verð hann til þess að bjarga spítal-
anum í bráð. En góð ráð voru dýr
fyrir bæjarstjórn Akureyrar og sýslunefnd
Eyfirðinga, og varð því að leggja fram féí
öllu falli í bráðina, en sýslunefndin setti
það skilyrði fjárveitingu sinni, »að kjör-
inn maður úr sýslunefndinni, yrdi fram-
HE1MASTJÓRNARFÉLAG
AKUREYRAR
Fundur verður haldinn á Hótel Odd-
eyri á laugardaginn erkemur, kl. 8 e. h,
Alþingismaður Magnús Kristjánsson
hefur umræður um ellistyrkslögin.
Halldór Briem kennari flytur erindi.
O. Thorarensen. B. Líndal.
vegis í spítalanefndinni, svo hægt yrði
að hafa betra eftirlit með því, að út-
gjöldin færu ekki úr hófi frain úr tekj-
unum, eins og svo ófyrirgefanlega hefir
átt sér stað nú hin síðustu árin.
Eg vildi skýra þetta mál fyrir sýslu-
búum til þess að þeir gætu séð hvern-
ig málið horfði fyrir sýslunefndinni. Pað
er ekki nema sanngjarntað þeir, ergjöld-
in bera fái að vita, hvort þörf hafi verið
að leggja aukin útgjöld á sýslubúa spít-
alans vegna.
En svo er eðlilegt að menn spyrji:
Af hverju stafar það að spítalinn er
kominn í þessar skuldir?
Eg ætla fyrst að lofa héraðslækninum
að svara. Hann skrifar í aukablað
Norðra 4. marz um fjárhag spítalans,
ogkemur hann með þá spurningu:»H vern-
ig stendur nú á því, að fjárhgur spítal-
ans hefir orðið svo bágborinn og raun
er á orðin?« Úr því leysir hann á þenna
hátt: »Reikningar spítalans sýna hinsveg-
ar, að sparlega hefir verið á öllu hald-
ið, sumu ef til vill fram úr hófi .sparlega.*
Einniggeturhannþesssíðar, að kosta hefði
þurft aðgerð á húsum og fl. Eftir sparn-
aðarkenrir.gu héraðslæknis um spítala-
nefndina »að hún hafi sparað fram úr
hófi,» þáíliggur beinast við að skoða
það svo, að hún hafi kastað krónunum
til að spara aurana, enda kemur það
svo greinilega í Ijós, að fjárhagsstjórn
spítalans er mjög ábótavant; það sýna
og sanna reikningarnir.
Eftir þenna fjársparnaðarpistil, kemur
mikill lofsöngur hjá héraðslækninum urn
Guðm. Hannesson, og sparsemina hans,
og finst þó sú lofgjörð eiga betur við
á öðrum stað en um þetta efni; þó er
það aldrei nema góðra þakka vert að
bera í bætifláka fyrir »kollega» sinn, en
því miður mun sá tilgangur ekki sýna
annað en gleggri brestina eftir því sem
meira er í þá barið.
Mín skoðun, er að það hefði átt að
vera skylda spitalanefndar og héraðslækn-
is, að fá auknar tekjur spítalans, en ekki
láta útgjöldin vaxa langt fram yfir tekj-
urnar, og með þeirri aðferð spila á tvær
hættur hvort spítalinn félli eða ekki. í
nýútkominni grein eftir Guðm. Hannes-
son í "NorðurI,« segist hann »hafa bar-
ist fyrir því, að hækka ekki gjaldið á
sjúklingum, þrátt fyrir mótspyrnu sumra
meðnefndarmanna og annara».
Eftir þessum orðum er sáanlegt, að
G, H. hefir haft svo mikið að segja í
spítalanefndinni, að hann hefir ráðið því
að hækka ekki tekjur spítalans, þrátt fyrir
mótspyrnu sumra meðnefndarmannasinna
Allir geta nú séð, hvort ekki hefði ver-
ið hyggilegra að hækka daggjaldið fyrri
svo spítalinn hefði staðið sig betur efna-