Norðri - 20.10.1908, Blaðsíða 1
rnm
Ritstjóri: JON STEFANSSON Hafnarstræti 3.
III. 41.
Akureyri, þriðjudaginn 20. október
1908.
voru
JON A. HJALTALIN,
fyrrum skólastjóri Gagnfræðaskóla Norðlendinga
er dáinn 15. þ. m.
Jón Andrésson Hjaltalín var fæddur á Stað í Súgandafirði 21. dag marzmánaðar 1840. Foreldrar hans
síra Andrés Hjaltason, er þá var prestur á Stað, og síðan á Flatey á Breiðafirði (f 1882), og fyrri konu hans, Margrét
Ásgeirsdóttir, systir Ásgeirs kaupmanns Ásgeirssonar hins eldra á ísafirði. Síra Andrés var orðlagður gáfumaður, en kona
hans þótti kvenna fremst að þreki, staðfestu og stillingu, og mun Jón þannig hafa sótt til foreldranna beztu andlegu afl-
taugarnar úr þeim báðum. Jón þótti þegar í æsku efnilegur til náms; gekk hann því skólaveginn, og útskrifaðist úr Reyka-
víkurskóla með góðri 1. einkunn. Mun þá hugur hans hafa stefnt helzt til háskólans, en efni skorti, svo að hann fór presta-
skólaveginn, og útskrifaðist þaðan 1864 sömuleiðis með I. einkunn. En eigi vildi hann samt gerast sveitaprestur, held-
ur hélt hann áfram að vera í Reykjavík, og fékkst þar helzt við kenslu. Árið 1864 hafði hann cg kvænzt, og gekk þá
að eiga Margrétu Guðrúnu, dóttur Jóns heitins Thorsteinsens landlæknis. Sumarið 1866 fóru þau hjón af landi burt til
Englands, og héldu þá mest til í Lundúnum fram að 1871, nema einn vetur, 1868—69, voru þau í Kaupmannahöfn.
Hafði hann ýmis ritstörf og kenslustörf á hendi í Englandi, hélt fyrirlestra utn ísland og íslenzkar bókmentir bæði á
Englandi og Skotlandi, og náði þar fljótlega talsverðu nafni og áliti meðal mentaðra manna. ^ Kom þar þegar fram, að
hann var sannur íslendingur í húð og hár, víkingur til vinnu og fylginn sér aðsamaskapi. Árið 1871 hafði hann aflað
sér þess álits í Englandi og Skotlandi, að hann varð undirbókavörður við Advocates Library í Edinarborg, en 1879varð
hann undirbókavörður við háskólabókasafnið þar. Komast ekki aðrir að þeirri stöðu en þeir, sem þegar hafa feng-
ið orð á sig fyrir lærdóm.
Svo sem öllum er kunnugt, var lengi búið að biðja um skóla handa Norðlendingum á Möðruvöllum í Hörgár-
dal. Var ákveðið á þingi 1877 að skólinn skyldi stofnaður, en þá var ætlazt til að skólastjórinn væri búfræðingur. Svo
var því breytt á þingi 1879; sótti Jón Hjaltalín þá um forstöðu skólans og var skipaður til þess starfa af konungi 1880.
Byrjaði skólinn þá um haustið. Þetta starf hafði hann á hendi í 28 ár, fyrst um 22 ár á Möðruvöllum, þangað til
skólinn brann þar, og síðan um 6 ár hér á Akureyri. Síðustu árin kendi hann vanheilsu, og einkum nú síðasta árið,
Og fékk því lausn frá embætti frá 1. þ. m.
Jón Hjaltalín var skólastjóri ágætur, og má óhætt segja, að piltar bæði elskuðu hann og virtu, og þurfti hann
aldrei mörg orð eða mikið umstang til þess að halda reglu í skólanum. Hann var ágætur kennari, og er skyldurækni
hans og alúð við kensluna viðbrugðið. Hann var líka lærdómsmaður mikill, einkum í ensku og enskum bókmentum,
íslenzku og sögu íslands. f*ær greinir kendi hann alla sína tíð í skólanum að kalla má.
Hjaltalín tók talsverðan þátt í almennum málum. Hann var konungkjörinn þingmaður 1887—1897, ogkom ætíð
fram á þingi sem eindreginn talsmaður ættjarðar sinnar, og fylgdi þar, sem hvervetna annarstaðar, sannfæringu sinni
sleitulaust, enda mun honum hafa verið annað betur lagið, en að láta leiðast af skoðunum eða fortölum annara. Nokkur
afskifti mun hann og hafa haft af sveitarmálum og héraðsmálum á meðan hann var á Möðruvöllum, einkum framan af,
meðan hann fékst þar við búskap, og lét hann þar til sín taka, sem um annað, er hann var viðriðinn,
Hann var skarpur skynsemismaður, og óþreytandi eljumaður: meðan hann var við Advocates Library í Edinar-
borg samdi hann þar vísindalega skrá um bókasafnið í mörgum þykkum bindum; lauk hann einu bindi á ári, og hafði
lokið verki þessu áður en hann fór þaðan. Hafði einu bindi verið lokið áður en hann kom þangað, og margir menn
unnið að því svo árum skifti. Hér á landi eru kunnastar enskukenslubækur hans með ensk-íslenskum og íslensk-enskum
orðsöfnum. Svo hefir hann ritað bækling um löggjöf og stjórnarfar á landi hér: Hvernig er oss stjórnað (1889), stutt
yfirlit og glögt. Ur latínu þýddi hann tvö rit eftir Svedenborg, »Vísdóm englanna« (1869) og «Um hina nýju Jerúsalem»
(1899) o. fl. Ýmis rit og ritgerðir eru og til eftir hann á ensku, bæði sérstök og í tímaritum.
Jón Hjaltalin var ljúfmenni hið mesta í allri umgengni og viðkynningu, gleðimaður mikill og alvörumaður í einu,
hispurslaus, tryggur og vinfastur, og gerði öllum jafnt undir höfði, háum sem Iágum. Hann var frábær stillingarmaður,
þrekið og kjarkurinn óbilandi fram á síðustu árin.
Hann var meðalmaður á hæð og þrekvaxinn. Hann var fríður maður sýnum, og svipurinn mikill, en þó góð-
mannlegur, viðmótið glaðlegt, djarft og alvarlegt, og jafnan hafði hann á takteinum það, er bæði var til skemtunar og
fróðleiks. Allir Ijúka upp sama munni um það, að á skemtilegra heimili og gestrisnara hafi þeir ekki komið, en til þeirrahjóna. Með-
an þau voru í Edinarborg, stóð heimili þeirralíka opið öllum Islendingum, er þangað komu, enda var ekki sparað að nota sér það.
Kona hans andaðist 12. júní 1903. Peim varð ekki barna auðið; þau ólu upp Ásgeir Sigurðsson, bróðurson hans, er
nú stendur fyrir Edinborgarverzlun í Reykjavík og Sigríði Bjarnadóttur, prests Arngrímssonar á Bægisá. Hún er kjördóttir þeirra
hjóna og hefir hún alt af verið hjá honum. — í fyrra haust veiktist hann, og náði aldrei heilsu eftir það. Svo fékk hann
aðkenning af slagi rétt fyrir páskana, en náði sér furðu fljótt eftir þaðoghefir verið allvel ern í sumar og í haust. Að morgni
hins 15. þ.m. fékk hann slag aftur, sofnaði út úr því, og var dáinn að fám stundum liðnum.
En þó að hann sé horfinn, þá mun minning hans lengi lifa, því að hann hefir reist sér minnisvarða þann í hjörtum
sinna mörgu Iærisveina þessi 28 ár, sem hann hefir skólanum stýrt, sem ekki mun fyrnast eða eyðast meðan þeir lifa, því að
allir hafa þeir, sem oss er kunnugt um, reist honum í hjörtum sínum
lofköst þann óbrotgjarn
er lengi stendur í bragartúni.