Norðri - 18.02.1909, Blaðsíða 2
28
NORÐRI.
NR. 7
¦^—»W" ¦'¦m*i"'-i
Agrip
af áætlun gufuskipafélagsins Thore
1909.
Til Islands
Frá Kaupmannahöfn
— Bergen
— Leith.....
— Seyðisfirði . .
— Akureyri . . .
— Siglufirði . . .
til Sauðárkróks . .
2.
Ingólf
lMarz
5
14
17
17
18
10.
lngolf
9 Maí
13
1Q
20
20
21
14.
lngólf
11 Júní
15
22
25
25
26
16.
Ingólf
17.
Auka-
skip
19.
Auka-
skip
20.
lngólf
22.
Selgl \™&™
28.
30.
Auka-
skip
15 Júlí
18 -
23 -
26 -
26 -
»
3 3
O
Z
•o
n-M
.2-3
b wi
3-rt
K3 w
25
1-
17 Ag.
20 -
23 -
31 -
3Sept
5 -
1 Okt
5 -
• • í
12 -
13
23Nóv.
27-
6Des,
u <a
W 3
(O C
« E
O Cvt
~ 4)
Frá íslandi
2. Ingólf 7. Ingólf 10. Ingólf 14. Ingólf 16. Ingólf 17. Auka-skip 19. Auka-skip 20. Ingólf 22. Kong Helge 24. Ingólf 28 30' MÍÖ,"H tkií
Frá Sauðárkrók .... — Siglufirði..... — Akureyri..... — Seyðisfirði . . . í 20Marz • • * 21 - 19Apr. 19 -22 -23 - 23 Maí 24 - 28 Júní 30 -6 Júlí 29 Júlí 'C « sco <" rc •a'3 c ¦""» « « IOJ3 o Z P 'C E •£> •a>3 5 M é< p 9 sept. 11 -13 -15 -24 -28- löOkt. 18 -20 -28 -31 - 28 Okt. 28 -2Nóv. 4 -12 -16 -20 - lODes. 10 -12 -14 -21 -24 - 0) u, <n B j. 8 2 V c Q « c >-
5 3 'c-fí
til Kaupmannahafnar . . 30 - 1 Maí 31 Maí 9 Júlí 9 Ag.
Helzta nýnng f ræðu þessaii var sú,
að ráðherra skýrði frá því, að á árinu
1908 hefðu tekjurnar orðið ca: 340 þús.
kr. meiri en .iætlað er í fjárlögunum.
Á fjárlögunum var gert ráð fyrir ca:
460 þús. kr. tekjuhalla og auk þess hafa
útgjöld samkvæmt nýjum lögum numið c:
100 þús. kr. hefði því tekjuhallinn orðið
560 þús. kr., ef tekjurnar hefðu ekki
farið fram úr áætlun.
Nú hefir verið tekið lánhjá ríkissjóði
Dana, að upphæð 500 þús. kr. Sú var
ein ástæða til lántökunnar, að lands-
sjóður skuldaði um áramótin stórfé í
Kaupmannahöfn, einkum fyrir póstávís-
anir, til þess að lúka þessum skuldum
hefði þurft að taka meiri hlutann af
peningaforða landsjóðs. En nú standa
sakir svo, að landssjóður hefir 220 —
240 þtjs. kr. í tekjuafgang. Hefði því,
þótt lánið hefði ekki verið tekið, tekju-
hallinn varla orðið meiri en 260 — 280
þús kr. í stað 560 þús. kr., sem gett
var ráð fyrir eftir fjárlögunum.
Símfregnir til Norðra.
Rvík, 17. febr. kl 3*0.
Landvarnalög Dana lögð fyrir ríkis-
þingið. — Til sjóvirkja 11 millj. kr. Tíl
landvirkja við Kögeflóa, Furesö og
Vedbæk 10 miljónir kr. Til strandvirkja
7 miljónir kr., til vopnaútbúnaðar 3
miljónir, til tundurbáta og neðansjávar-
báta 8 miljónir kr. Aukinn árs kostnaður
til hermála 2 miljónir.
(Eins og lesendum Norðra er kunn-
ugt Jauk landvarnanefnd Dana starfi sínu
síðastl. sumar; hafði hún þá setið á rök-
stólum í mörg ár og ransakað nákvæm-
lega hermál öll og horfur í þeim efnum.
Þetta lagafrumvarp stjórnarinnar er bygt
á tillögum hennar og gengur í þveröf-
uga átt við það, sem vinstrimenn í Dan-
mörku héldu fram: að draga úr öllum
herkostnaði og ekki byggja nein ný her-
virki. í stað þess er nú ætlasl til, að
39 milj. kr. verði varið til aukins her-
búnaðar og nemur það 15,60 á hvert
mannsbarn í Danmörku, ef Danir eru
taldir hálf þriðja miljón, sem er full-
mikið ílagt. Til hermálaútgjalda veittu
Danir þetta fjárhagsár, sem nú er að
líða 21,192,580 kr. og auk þess 574
þús. kr. til ýmsra umbóta hermálum
viðvíkjandi. Nú er ætlast til þess, að
hin árlegu hermálaútgjÖld verði aukin
um 2 miij, kr. og verða þau þá árlega
alt að 24 milj. kr. og koma þá árlega
á hvert mannsbarn 9 kr, 60 au. Hvernig
mundi oss íslendingum verða við, ef
Kkir sjfterttar yrða Isg&if i o« tíl her-
mála? Ætli mönnum þætti þetta ekki all
rífleg viðbót við þær rúmar 17 kr, á
mann, er skattanefndin hefir gert ráð
fyrir í fjárhagsáætlun sinni? — Þetta eru
alvarleg tíðindi og umhugsunarverð,
einkum fyrir oss, eins og nú stendur á,
er margir menn í landinu álíta það einna
mesta máli skifta í sambandsmálinu, að
hermálin verði eigi lengur sameiginleg.
Játvarður Bretakonungur heimsækir Vil-
hjálm Þýzkalandskeisara í Berlín,*í friðarer-
indum.
(Góð tíðindi. en því miður eigi mikíls
von um góðan árangur, eftir reynslu Iið-
inna ára og öllum horfum nú á tímum.)
Ungtyrkir steypa Kiornel stórvisir frá
völdum; hafa fengið meiri hluta stjórnar.
Krónprins Serba hefir þjóðarfylgi til
ófriðar gegn Austurríki.
(Eins og áður hefír verið getið um hér
í blaðinu undu Serbar því afar illa, að;Aust-
urríki Iegði undir sig að fullu og öllu
Hersegóvinu og Bozniu og hugðu á ófrið með
tilstyrk Rússa. En Rússar vildu ekki styrkja
þá til slíks og hefir samistfriðsamlega með
þeim og Austurrikismönn um, Bulgörum og
Tyrkjum. Sergius Serbaprinser ofstopamað-
ur hinn mestí og hefir hvatt Serba til ófriðar
en Pétur konungur faðir hans hyggur slíkt
hið mesta óráð, enda virðist svo vera. —
Virðastiíkurtilþess, aðPéturkonungur verði
aðvíkja úrvöldum, en Sergius taki, við og
máþá búastvið mikíum tíðindum og illum.
Guðmundur Scheving
héraðslæknir í Strandahéraði, andaðist
að heimili sínu á Hólmavík 24. jan.
þ. á. eftir tveggja mánaða þunga legu.
Hann var fæddur í Vestmannaeyjum 27.
júlí 1861, og voru foreldrar hans Bjarni
Magnússon sýslumaður og kona hans
Hildur Bjarnadóttir (Thorarensen). Flutt-
ist með foreldrum sínum að Geitaskarði
í Húnavatnssýslu vorið 1872. Stúdent
1883, kandídat frá Iæknaskólanum í
R.vík 1887. Læknir á Seyðisfirði 1888
t — 1897, og síðan í Strandahéraði. Gift-
st vorið 1889 Lauru Muller dóttir Mull-
ers premierlautenant ÍKaupmannahöfn,og
lifir hún mann sinn. Þeim hjónum varð
eigi barna auðið.
í ritgerð minni í síðasta Norðra er tvær
villur, (sem mér eru að kenna) þar stend-
Oddson fyrir Oddason; og ofarl.
ur
í þriðja dálki stendur: enda mælti bisk-
up spásagnarorð — fyrir: enda mælti
Haflið.. M. J.
Nýtt kirkjublað
sem hinn nýi biskup vor, Þórhallur Bjarnar-
son gefur út í Reykjavík, ættu allir þeir að
kaupa og lesa, er elska sannan kristindóm,
mannkærleika og umburðarlyndi, og það
því miklu fremur sem nú eru gefin út á ís-
lenskri tungu ýms guðfræðisrit, er að vorri
hyggju leitast við að veita inn í landíð
mjög óhollum straumum, lemja inn í fólk-
ið úrelta og dauðadæmda helvítistrú, ráð-
ast á sannfæringarfrelsi manna á mjöghættu-
legan hátt, og mjög ósamboðinn tnönnutn,
er kristnir þykjast vera og kalla það arg-
asta heiðindóm að ransaka ritningarnar á
vísindalegan hátt, leita sannleikans, á þann
hátt, sem vit og þekking gefur krafta til.
Nýtt kirkjublað virðist vera mjög frjáls-
lynt, er mjög margbreytt að efni og að öllu
vel úr garði gert, svo að jafnvel vér, sem
blendnír erum í trúnni, getum lesið það með
hinni mestu ánægju. Flytur blaðið smá-
greinar, vel ritaðar og fróðlegar um ýms
efni, sem ekki beínlínis snerta kirkjut og
kristindóm, og er það stór kostur.
Orein sú, er hér fer á eftír, er tekin úr
3. bl. þessa árgangs. Sýnir það að blaðið
flytur einnig gamansamar greinar.
Ráð viö hjónaskilnaði.
Um allan siðaðan heim er kvartað und-
an því, að hjónaskilnaður verði æ tíðari og
fyrir minni sakir en áður. Eigi er það sízt
í Anteríku. I kirkjublaði þar er bent á gam-
alt ráð, sem vel hefir gefist forðum daga í
hinum siðavöndu borgum í Sviss. Þar var
hjónum, sem skilnaðar kröfðust vegna ó-
samlyndis búin einsetuvíst um hálfan mán-
„ uð. Ef þau voru á því að skilja eftir þann
reynslutíma, stóð ekki á skilnaðinum hjá
stjórnarvöldunum.
Pessu er nú svo lýst, og eftir ólygnum
hefir þetta blað fréttina, að til þessarar hjóna-
einsetu hefir verið valinn lítill og þröngur
klefi í einhverjum fornum fangatumi. Eitt
mjótt rúm stóð undir vegg, eitt borð var á
gólfi og eínn stóll við. Matur beggja var
á málum borinn inn á einum diski og ekki
nema einn hnífur og einn gaffall.
Það brást varla, að eftir vikuna, ef eigi
fyr, þá var allur skilnaðarhugur farinn úr
hjónunum, og þeim var hleyptút. (N. Kbl.)
Viðsjárverð lög.
Símafregn hefir borist frá New-York
um það, að einn af senatorunum, Hart
að nafni, hafi lagt fyrir þingið laga-
frumvarp þess, efnis, að öllum kvong-
uðum mönnum, er verða sannir að
sök um hórdóm, skuli refsað með
fangelsi frá 10 til 20 ár.
NewYork blaðið «Wold» er ekki ó-
hrætt um, að það kunni að hafa ýms
óþægindi í för með sér, ef frumvarpið
yrði að lögum, meðal annars 'það, að
þá yrði að byggja tukthúsklefa handa
helmingnum af öllum kvonguðum
mönnum í New-York.
• Listamaðurinn Einar Jónsson
gaf blaðinu »Politiken» fyrir jólin eitt
af listaverkum sínum, Fátæklingar«, með
því skilyrði, að blaðið notaði það á ein-
hvern hátt til styrktar sðfnunarsjóði sín-
um, sem það ætlaði að verja til gíaðn-
ings fátækum á jólunum. Listaverk
þetta var virt á 200 kr. og fer «Politik-
en« mjög lofsamlegum orðum um »hinn
íslenzka listamann og myndhöggvara»,
um Ieið og það skýrir frá gjöf hans.
Otto Mönseds
danska smjörlíki
er bezt.
Takið eftir!
Hvergi á Akureyri er annað eins
verð og í verzlun
/. Qunnarssonar.
Þar verður verzlunarvarningur sá, sem
til er, seldur fyrst um sinn með mjög
niðursettu verði gegn peningum út í
hönd. Skótau allskonar, ýmiskonar járn-
vörur, panelpapp og betræk verður selt
með verksmiðjuverði. Ennfremur selst
kakaó, pundið á kr 1,10. Sveskjur 5
pundin á 1 kr. Rúsínur 5 pd. á kr. 1,35
Súrsaft, potturinn á 70 aura, Húshöldn-
ingssaft potturinn 0,65. Sæt saft 0,90.
Kex, kringlur, tvibökur og ostur hvergi
ódýrari. Stívelsi og leirtau afaródýrt.
Öll álnavara með tnjög niðursettu verði
og margt fleira sem oflangt yrði upp að
telja.
Menn ættu að nota tækifærið, og kaupa
þar, sem þeir fá mest fyrir sína peninga.
Um þessar mundir er það hjá
Jónasi Gunnarssyni
Hafnarstræti 96. Talsími nr. 8.
rYiggja kr. virði fyrir ekki neitt
í ágætum sögubókum fá nýir kaupend-
ur að VIII. árg. »Vestra» ef þeir send-
virði blaðsins (kr. 3,50) með pöntun.
Arg. byrjar 1. nóv.
Utsölumaður á Akureyri er
tiiHgrímur r^éturssum
HUSNÆÐI
handa
3-4 fjölskyldum
til leigu hjá
/. Gunnarssyni.
Lögrétta,
gefin út af hlutafélagi í Reykjavík,
stjórnað af ritstjóra Þorsteini Gíslasyn,
og ritnefnd Guðm. Björnssyni Iandlæknii
Jóni Magnússyni bæjarfógeta og Jóni
Þorláksyni verkfræðing, er nú eftir ára-
mótin orðin stærsta blað landins að um-
máli og tölublöðum fjölgað að mun.
Areiðanlega bezta og áreiðanlegastafrétta-
blað landsins. Nýir kaupendur, er vilja
láta senda sér blaðið beint, snúi sér til
afgreiðslumannsins, bóksala Arinbj-
Sveinbjarnarsonar, Reykjavík eða út.
sölumauns blaðins á Akureyri, Hallgr.
Valdemarssonar Aðalstræti 13.
,Norbrii kemur út á fímtudag fyrst um
sinn, 52 blöð um árið. Árgangurinn kostar 3 kr.
innanlands en 4 kr erlendis; í Amerfcu einn
og hálfan dollai. Ojalddagi erfyrir 1. júlí
ár hvert. Uppsögn sé bundin við árganga-
mót og er ógild nema hún sé skrifleg og
afhent ritstjóra fyrir 1. seft. ár hvert.
Auglýsingar kosta eina krónu fyrir hvern
þuml. dálkslengdar og tvöfaH meira á fyrstu
síðu. Með samningi við ritstjóra geta menn
sem auglvsfl mikið fengið mjög mikinn afslátt.
frwiftrtilöja B|6mis Jönsisttrtar.