Norðri - 11.03.1909, Page 1

Norðri - 11.03.1909, Page 1
Ritstjóri:r BJÖRjNj LINDAL' Brekkugata 19. IV. 10. Akureyri, Fimtudaginn 11. marz. 1909. Til minnis. Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—7 Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið- vikud. og laugardaga kl. 4—6 Kitsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h. hélga daga 8—11 og 4—6 Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard. 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8. l’ósthúsið 9—2 og 4—7. Uíbú Islandsbanka 11—2 Utbú Landsbankans 11—12. Stúkan Akureyri fundad. þriðjud.kv. kl. 8. Brynja miðvikudagskvöld kl. 8. Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. Trúföst mánudagskv. kl. 8. Skúli. Er það undarlegt, þótt Skúla Thor- oddsen sé gramt í geði um þessar mund- ir? Er ekki full ástæða til þess, að hann sé allreiður og þykist hafa verið beittur rangindum og vanþakklæti? Aldrei hef- ir hann verið kominn jafn nálægt ráð- herrasætinu, þessum fleytifulla kjötkatli, sem foringjar meiri hluta þingsins hafa aldrei getað á minst, án þess að vatn hafi komið fram í munn þeirra, og sem þá hefir svo mjög hungrað og þyrst eftir, að mjög nærri því virðist hafa legið oft og einatt, að óbrjálaðir gætu þeir ekki lengur eftir því beðið að setj- ast að honum. það er ekki furða þótt þeir hafi æpt hátt. «Það eru ótrúleg ódæma hljóð, sem eru í hungruðum manni» sagði Lorsteinn Erlingsson einu sinni, og þá sagði hann sannleikann. — Ef gert er ráð fyrir því, að Sk. Th. hafi af einskærri föðurlandsást og frels- isþrá, hagað sér í sambandslaganefnd- inni eins og hann gerði, hafi þá treyst sér til þess og treysti sér til þess enn þá að fá meiri og hagkvæmari réttindi oss til handa hjá Dönum en félögum hans í sambandslaganefndinni hepnað- aðist, þá er það mjög eðlilegt, að hon- um sárni það og svíði, vegna hamingju og velferðar föðurlandsins, að sér skutí vera meinað að komast í það valdasæti, sem vænlegast er til þess að geta frels- að föðurlandið úr hættunni og lyft því upp í röð hinna frjálsu og óháðu og algerlega fullveðja ríkja. Pá er ekki að undra þótt honum virðist flokkmenn sín- ir, þessir eldheitu ættjarðarvinir, hlálega þröngsýnir og misvitrir, er þeir hafna honum, þessu Drottins útvalda endur- lausnara föðurlandsins og skipa sér und- ir merki annars foringja, í stað þess að veita honum vígsgengi til fullkomnun- ar endurlausnarverkinu. En hafi aðrar hvatir en umhyggju- semi fyrir velferð föðurlandsins ráðið gjörðum Sk. Th. í þessu máli, þá er engu minni ástæða til að honum sé þungt inni fyrir og þyki nú hamingjustjarna sín eiga litla von uppgöngu úr þessu. Ekkert er sárara ágjörnum marmi til fjár og forrráða en það, að fórna öllu, sem fórnað verður, jafnvel sannfæringu og sálarfriði til þess að ná einhverju tak- marki, hyggja sér sigurinn alveg vísan, en sjá svo aðra á síðasta augnabliki grípa hnossið úr höndum sér. Hafi Sk. Th. gert ágreiningsatkvæði sín í sambandslaganefndtnni í þeim ttl- gangi einum, að slíkt væri vænlegast til ráðherratignar, þá er sízt að undra, þótt hann uni nú illa við sitt hlutskifti: að hafa gert sig að undri og óheilinda- manni í augum heillra þjóða, og næst- um allra beztu og vitrustu mauna sinnar eigin þjóðar, og hafa það eitt úr být- um borið fyrir þetta, að nokkrir póli- tískir lausingjar tóku honum með hugs- unarlausum ópum og fávíslegum fagur- gala þegar hann kom úr þessari frægð- arför, og að honum slægvitrari þjóð- málaskúmar notuðu sér þennan vind, sem hann hafði útblásið, í sín eigin segl, til þess að ná takmarki sínu. Margt hafa flokksmenn Sk. Th. gert síðustu árin í garð mótstöðumanna sinna, er verið hefir þeim til lítils sóma, og undarlegt má það vera ef sumt af því, sem þeir hafa Ieyft sér að gera, verður þeim eigi til ævarandi skammar, að maklegleikum. En hvað gerst hefir á bak við tjöld- in hjá þessum mönnum, og hvernig framkoma þeirra hefir verið, hvers gagn- vart öðrum, hefir oss hinum verið mið- ur kunnugt um til þessa. En nú höf- um vér fyrir augum Ijóst dæmi þess, af hvaða toga vinátta þessara manna og samheldni hefir verið spunnin. Það hefir frá alda öðli verið álitið eitt hið mestaóþokkabragð að svíkja vini sína og bandamenn ítrygðum, fyrir eiginhags- munasakir; jafnvel þjófar og illræðis- menn hafa hikað sér við að fretnja slík níðingsverk. En hvernig hefir flokkmönn- um Sk. Th. farist við hann? Það er sannarlega þess vert, að það sé tekið til athugunar. Pað er engum vafa undirorpið, að sambandslagafrumvarpinu hefði orðið vel tekið af hinni íslenzku þjóð, ef Sk. Th. hefði undir það ritað ásamt hinum nefndarmönnunum íslenzku. Pá hefði það verið talið algerlega vonlaust að fá nokkuð betra, og þá hefði engum verið það fært að telja meiri hluta þjóð- arinnar trú um, að í því fælist afsal réttinda. Hafi það því verið vel ráðið að koma þjóðinni til þess að hafna þessu frumvarpi, þá á Sk. Th. heiðurinn skilið fyrir það, að slíkt hefir verið unt að gera. Mótspyrna Sú, er tókst að vekja gegn sambandslaga frumvarpinu, varð aftur vopn í höndum stjórnarandstæð- inga til þess að koma Hannesi Hafstein frá völdum. það er því einnig Sk. Th. að þakka, að þessum skaðræðis- og og landráðamanni í augum flokksbræðra hans, var varnað þess að ofurselja Dön- um landið og þjóðina. Hefðu allir íslenzku nefndarmennirnir verið sammála um að taka þeim boð- um af Dana hálfu, er í frumvarpinu felast, þá hefði auðvitað orðið miklu örðugra að fá nokkuð meira. Sýni það sig því, að það verði mögulegt, þá er það eingöngu að þakka Skúla Thor- oddsen. Pess ber auk alls þessa að gæta, að hann var meðlimur sambands- laganefndaririnar og er því öllum frum- varpsandstæðingum kunnugri afstöðu vorri gagnvart Dönum í þessu máli. Hanti astti því að vefa allra manna fær- astur um, að útvega Iandinu þessi tví- mælalausu-fullveldis-sambandslög, sem flokksmenn hansþykjast vilja fá. Sá flokk- ur, sem nú er í meiri hluta á þinginu á þvf allan sigur sinn og í raun og veru sína tilveru að þakka framkomu Sk. Th. í sambandslaganefndinni. Hann hefir verið foringi þeirra flokka á alþingi síð- ustu árin, er snúist hafa í lið með hon- um. Hann er því þegar af þessum ástæð- um sjálfkjörið ráðherraefni þessa flokks. Og hafi flokkurinn sannfæringu fyrir því, að hann hafi vel gert og viturlega, er hann skarst úr Ieik með samnefndar- mönnum sínum, að hann hafi þá reynzt þjóðinni trúr og tryggur sonur, þegar allir aðrir trúnaðarmenn hennar sviku hana í trygðum, var það þá ekki sjálf- sagt, að fela þessum falslausa og trú- lynda syni forustuna fyrir hinum sönnu föðurlandsvinum? Og var það ekki væn- legast til sigurs, að fela honum að leysa þá hnútana, sem hann var allra manna kunnugastur. En hvernig hafa flokksmenn hans far- ið að? Þeir fylkja sér undir merki hans og berjast þar, hamstola af hetjumóði, unz sá sigur er unninn að koma Hannesi Hafstein frá völdum. Én jafn- skjótt og það virki er unnið, þá snúa þeir við honum bakinu, sparka honum úr fararbroddi, þvert á móti vilja hans og óskum. Og fyrir þessu gengst alda- vinur hans og pólitíski flokksbróðir, Björn Jónsson. Hvers vegna gera þeir þetta? F*eir gátu notað Sk. Th. til þess, að gefa þeim vopn í hendurnar til þess að koma Hannesi Hafstein frá völdum; og hafi þessi vopn verið heiðarleg, hvers vegna geta þeir þá ekki haldið áfram að ber- jast undir hinu sigursæla merki þessa manns, þangað til þessu makalausa sjálfstæði er náð, sem þeir þykjast ætla að útvega landinu ? Vantreysta þessir tnenn Sk. Th. eftir öll þessi makalausu þrekvirki, sem hann hefir unnið? Slíkt er óhugsandi. Pá verður þessu ekki svarað nema á einn hátt: Málefni og verðleikar skipta engu; þeir eru að berjast um völdin og ekk- ert annað. Munurinn er að eins sá, að hingað til hafa þeir skammast sín fyrir að gera það opinbetlega, en nú eru þeir hættir því, Meiri hluti þjóðarinnar liefir gefið þeim ástæðu til þess að halda að jafn- vel það muni með þakklæti meðtekið. Lengra er naumast hægt að fara í því að ögra velsæmistilfinningu þjóðarinnar. Gleymi hún þeim slíkri svívirðingu, þá á hún engrar endurreisnar von. B. L. Alþingiskosning fór fram áSeyðisfirði í fyrradag. Kosinn var sra. Björn Porláksson með 67 atkv. Dr. Valtýr Guðmuudsson fékk 54 atkv. Atta atkvæðaseðlar votu ógildir. Allmikið kapp hafði verið í kosninga- undirbúningnum. (Simfrétt,) Æðarfuglinn. Guttormur bóndi Einarsson á Ósi sagði mér, er fundum okkar bar saman á Akureyri 6. febr. s. 1., að svo hefði sagt sér þekturmaðurá Oddeyri, að með friðunarlögum fugla frá 27/n 1903, væru úr gildi numin lög frá 22. marz 1890 uin friðun æðarfuglsins. Meira að segja, að lögskýring þessi væri eftir bæjarfó- getanum sjálfum,— Geta má nú nærri hvað hæft er í því, að slíkt geti verið haft eftir bæjarfógetanum, þar sem kunn- ugt er, að hann jafnvel á síðastl. sumri hefir sektað mann eða menn fyrir æðar- fugladráp. Hins vegar er saga þessiþannig vax- in, að ekkert getur verið á móti því, að hreyfa henni opinberlega; — þess utan hefi eg sjálfur heyrt hinu sama haldið fram— og það ekki a" heimskum manni, — þó ótrúlegt sé. Þeir sem hér eiga sérstaklega hlut að máli, varpeigendur við Eyjafjörð og víðar, eiga ervitt með að una því, að friðunarlög æðarfugls séu miskunarlaust brotin, án þess að uppvíst verði, og ó- þokkamönnum þannig haldist uppi að traðka réttinduin þeirra og lítilsvirða lög landsins. F*ví hraparlegra, ef þeir skyldu ein- hverjir vera hér eða annarstaðar, er ekki vita, hvað í þessu efni eru lög eða ekki lög. F*eim mönnum til athugunar skal það tekið fram, að með friðunarlögum fugla No. 50 frá 27. nóv. 1903 er ekki einn stafur laganna frá 22. mars 1890 úr gildi numinn. F*au lög eru alveg sérstök, sem friðunarlög æðarfugls — og l.gr. þeirra hljóðar þannig: «Hver sá, sem drepur æðarfugl af ásettu ráði, skal auk sekta þeirra, er getur um í 11 gr. tilsk. um veiði á íslandi 20. júní 1849, gjalda í sekt fyrir hvern fugl 10—100 kr.; sé brotið ítrekað tvöfaldast sektin». Pessi eru enn hin skýlausu fyrirmæli laganna. — Geta þeir, er ekki vilja þessu trúa, leitað sér frekari upplýsinga hjá lögfræðingunum. Og þó þröngt kunni að vera í búi og bjargræðishorfurnar erfiðar, er hverj- um einuin bæði vissara og sómasamlegra að afla bjargræðis síns á heiðarlegan en á óheiðarlegan hátt, — enda getur svo farið, að þessi fengur verði fulldýr, verði æðar- fuglamálið tekið til alvarlegrar athugun- ar, — sem verður að gjöra, því það hafa aldrei verið og verða aldrei hinir heiðvirðu fátæklingar, heldur sem sagt, ófyrirleitnir óþokkar, er á þennan hátt reyna til þess að afla sér lítilfjörlegs bjargræðis — og þeim á ekki að hlífa. Laufási, 9. febr. 1909. Björn Björnsson, Stöðvarstjóri hér á Akureyri er skipaður Gísli J. Ólafsson, er gengt hefir því starfi um hríð. Símritari er skipaður Eggert Stef- ánsson, er verið hefir símritari.

x

Norðri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.