Norðri - 18.03.1909, Blaðsíða 3

Norðri - 18.03.1909, Blaðsíða 3
NR. U NORÐRA. 43 ALBERT B. COHN. inn- oo útflutningur af vínum og öðrum áfengum DRYKKJUM OG VÍNVERZLUN. SÉRSTAKLEGA: EFNARANSAKAÐ MADEIRA, SHERRY, RAUÐ OG HVÍT PORTVÍN. FORÐABÚR FYRIR ÚTFLUTNING ST. ANNEPLADS 10, TOLLBÚÐIN , KÖBENHAVN. SÍMNEFNI: VINCOHN. Alþingi Talsímafréttir til Norðra. Reykjavík, 17. marz. n • / i •• • Fjarlogin Framhald 1. umræðu fjárlaganna í neðri deiid var í gær; nefndarálit þó en eins hálfgert; breytingar tillögur voru að eins kunnar orðnar við 1. til 12. gr. Mjög litlar umræður urðu um mál- ið. Reykjavík 18. marz. Breytingartillögum fjárlaganefndarinn- ar við síðari hluta fjárlaganna var út- býtt í gærkveldi, en þó óleiðréttum, svo ekki er gott að átta sig á þeim. En niðurstaðan er í aðalatriðunum sú, að eftir tillögum nefndarinnar verða út- gjöldin 48,000 kr. lægri en í stjórnar- frumvarpinu. Liggur þessi mismunur einkum í því, að nefndin hefir neitað um styrk til að endurbyggja bænda- skólana Fjárlaganefndin (í n. d.) leggur til að Einari Hjörleifsyni verði veittar 1200 kr. árlega: «Fyrir frábæra hæfileika til að rita skáldsögur«. Tilboð Tuliniusar hefir samgöngumálanefndin til meðferðar og kemur það ckki inn á þingfundi fyr en við 3. umræðu fjárlaganna í neðri deild. «Lögrétta» hefir flutt 3 eða 4 grein- ar um tilboðið. Telur mjög óráðlegt að taka því. Greinum þessum hefir Sveinn Björnsson yfirréttarmálaflutnings- maður svarað í »ísafold,» og leitast liann þar við að verja tilboðið og leggur því liðsyrði. Varabiskupsembættið. Stjórnarfrumvarpið um stofnun vara- biskups embættis, er talið líklegt að verði samþykt með þeirri breytingu, að varabiskuparnir verði tveir og iauna- lausir. Á morgun verður ákveðið í e. d. hvert varaforsetar deildarinnar segi af sér vegna utanfararinnar. Fari svo, að þeir geri það, verður að líkindum 1. varaforseti valinn úr flokki frumvarps- manna. Athugasemd, Vegna bilunar á símanum hefir verið nær ómögulegt að tala til Reykjavíkur í dag og gær, þessvegna getur Norðri ekki flutt ítarlegri þingfréttir að þessu sinni. Góðir gestir Dr. Friðþjófur Nansen og skipstjóri Roald Amundsen eru að láta búa út til íslandsferðar stórt seglskip, sem Nansen á og heitir «VesIemöy«. Af þessu er það kunnugt orðið, að þessir tveir frægu heimskautafarar ætla strax og vorar að leggja á stað í vísindalega ransóknarferð til íslands. (Politiken 23. febr.) Fiskafli allgóður hefir verið á Eskifirði, um tíma. Sighvatur Bjarsson. bankastjóri fór héðan með »Prospero« til ísafjarð- ar, til þess að líta eftir útibúi íslands- banka þar. Lítið hefir þótt rætast úr peningavandræðunum hér við komu hans. Tíðarfar hefir verið óstöðugt nokkra undflnfarna daga. — Rocambole o. fl. Eg er ekki vanur að kaupa eða lesa »rómana»ruslið, sem hinir og aðrir eru nú á tfmum að þýða og gefa út á ís- lenzku (ef íslenzku skyldi kalla málið á því), en af sérstökum ástæðum keypti eg 1. hefti af «Rocambole» af einum bóksöluflækingnum, sem kom hér í vetur. Rita eg svo línur þessar til viðvörunar þeim, sem ekki hafa enn glæpst á að kaupa bókarhrak |.»etta. Eg vil sem minst fást við að lýsa bókinni, því eg treysti mér ekki til að níða hana sem vert er, en í stuttu máli sagt, er hún sú versta bók, sem eg hefi augum litið. Hún á víst að heita skáldsaga, en eins og hún kemur fyrir í þýðingunni, er hún ekki annað en samhengislaust safn af frásögum um svívirðiiegustu svik og glæpi. — Margar frásagnirnar sýnilega helber lýgi. F*eir menn sem fást við að þýða og gefa út Rocambole og sh'kar sögur svo sem «Dreyfus« «Njósnarann« o. fl. o. fl, vinna eigi að eins óþarft verk, heldur einnig skaðlegt íslenzkri alþýðu á margan hátt; Og svo »þorpararnir», sem teknir eru upp á því að hafa ofan af fyrir sér yfir veturinu með því að bera skræður þessar út um sveitir, og narra fáfróða alþýðu til að eyða sínum fáu aurum* fyrir slíkt. — Hvaða lög ná yfir þá? eru þeir bóksalar eða hreint og beint flækingar? Hið síðara þykir mér líklegra. Eg var fyrst að hugsa um að brenna Rocambole, er eg hafði Iesið hann, en síðan datt mér í hug að láta hann liggja fyrir framan bókaskápinn minn, og grípa svo til hans til að löðrunga með hon- um hér eftir þá bóksöluflækinga, sem hér kunna að koma framvegis með ann- að eins góðgæti á boðstólum. Ritað í flýti 20. febr. 1909. Björn J óhannsson. Sýslufundur Eyjafjarðarsýslu var haldinn hér á Akureyri dagana 7.—13. þ. m. Nánar getið í næsta blaði. Skipaferðir »Próspero« kom hingað 12. þ. tn., fór daginn eftir vestur um land til Rvíkur. — Farþegar hingað: Frú Houeland og Páll Stefánsson agent. »Egill» kom hingað 16. þ. m., fór áleið- is til útlanda diginn eftir. »Vesta« kom 16. þ. m.; fer á morgun vestur um land til Rvíkur: Frá Þingeyingum. Kafli úr prívatbréfi 2. þ. m. Óhug allmiklum hefirslegið á almenn- ing hér síðan fréttir fóru að berast af þinginu og það næstum í báðum flokk- um, að eins örfáir þeirra æstustu og einsýnustu hrósa happi yfir öskudags- ráðherranum og öllum gerðum flokks síns, en þeir eru fáir, sém betur fer, sem svo eru sneiddir dómgreind, á- byrgðartilfinningu og allri gætni. Pað er annars einkennilegt grín for- laganna, að það skuli vera á 100 ára afmæli Jörundar hundadagakonungs, sem við fáum þennan öskudagsráðherra og væri vert að benda á það í blöð- unum. Saga Jörundar sýnír napurlega hve máttvana vér erum sem þjóð slitnir úr eðlilegum tengslum. Pví virðast menn hafa gleymt. Máske verða þessir viðburð- ir til að rifja upp þann lærdóm, sem fólginn er í sögu Jörundar. Máske gefst Porsteini Erlingssyni færi á að yrkja kvæði um öskudagsráðherrann samskon- ar og það, er hann orti um Jörund. Stjórnmálavizka öskudagsráðherrans og flokksmanna hans mun mega leggja til jafns við stjórnvizku Jörundar og fylgi- fiska hans, og mjög sennilegt er að ár- angurinn verði svipaður. Pað er raunalegt, að þjóð vor skuli þurfa að fá slíka árekstra til að hegða sér skap- lega innanum siðaðar þjóðir, þurfa að verða hvað eftir annað að athlægi til þess að geta rankað við sér, og skilið sjálfa sig og sína köllun í heiminum. Nýtt í bókaverzlun Kr. Guðmundssonar Oddeyri. Landafræði eftir Karl Finnbogason íslandssaga eftir B. Melsteð Sumargjöf 4. ár »Ekki veldur sáer varir» eftir Bjarna frá Vogi o. fl. o. fl. Þórður Gunnarsson kaupmaður í Höfða fórhéðan til Reykja- víkur, með «Prospcro.» Sambandsfundur Kaupfélaganna. Sigurður bóndi Jónsson í Yzta-Felli og Jón Jónsson í Ærlækjarseli eru hér á ferð með «Vésta» og ætla til Reykja- víkur á Sambandsfund Kaupfélaganna, er byrja á 1. apríl. Héðan fara á fund þennan þeir Hallgrímur Kristinsson kaup- félagsstjóri, Stefán bóndi Jónsson á Munka-Pverá og Bergsteinn bóndi Kol- beinsson á Kaupangi; einnig frá kaupfé- lagi Svalbarðseyrar, Helgi Laxdal í Tungu og Sigurður hreppstjóri Sigurðsson á Halldórsstöðum. Kaupfélag Fljótsdæla er staðið hefir fyrir mjög miklum verzlunarviðskiftum í allmörg ár hættir nú starfsemi sinni og liggur við gjald- þrotum að sögn. Dr. Valtýr Guðmundsson var hér áferð með «Prospero». Höfð- um vér tal af honum og bar hann sig allvel eftir ósigurinn í Seyðisfirði. Ætl- ar hann að verða forsetunum samferða til Hafnar, með »Sterling 21. þ. m,— Senniiegt þykiross, að hann muni enn þá eigi með öllu af baki dottinn, hvað af skipti af íslenzkri pólitík snerti. 24 gæti skapað nýtt líf í bænum, og hafið hann til frjáls- legri hugsunarháttar og óþvingaðra félagslífs, Fyrir þessu hafði hann barist yfir tuttugu ár, og beðið hvern ósigur á fætur öðrum, þangað til að hanti sjálfur og hugrekkið var orðið lamað, og dag- legu áhyggjurnar höfðu gjört líf hans svo beiskju- blandið, að hann og hinn beiski smábær voru farn- ir að eiga nokkurnvegin vel saman. Pvf konan hans hafði verið af óblönduðu kyni bæjarins, hún hafði alist upp sem auðugs manns dóttir, og fest djúpar rætur í hinum gagnsýrðajarð- vegi. Með guðrækilegri stillingu setti hún sig upp á móti öllu hjá manninum, sem bar nokkurn keim af glaðværð eða nýmóðins menningu, Pessi hægláta vera, sem Gustav Kröger hafði trúlofast, hafði aðeins einu sinni á æfinni orðið þreklítil, það var þegar hún varð ástfangin í hinum veraldlega og laglega skrifstofufulltrúa, En undir eins og hún hafði náð í hann, gerði hún alt sem í hennar valdi stóð til yfirbóta og reyndi með öllu móti að fá hann til að fylgja sér. Sambúðin gekk því nokkuð skrikkjótt framan af. Pangað til síðar, að það endaði með því, að húsbóndintt fór í klúbbinn og í veizlur, en frúin sat heima og hlúði að sálu sinni, og sínum marg- vfslega HteyBklelkn. 21 Fíni maðurinn hélt áfram að skoða langa dreng- inn, — mest til þess að skemta stúlkunum. Hvað heitið þér? spurði hann og setti á sig gleraugu. «Törres Snörtevold.« Unga stúlkan fékk svo mikla hláturkviðu, að hún varð að fara út í horn, og þurka sér um nefið á vasaklútnum sínum. Pað er hljómfagurt nafn, sagði fíni maðurinn, og í hvaða deild langar yður helzt til að vinna? Pað skyldi Törres ekki, en hann svaraði samt: Eg vil selja. Selja —já, það er nú vandinn, sagði fíni maður- inn hálfgert við sig. Pér getið beðið hér dálítið. — Herra Anton Jessen var yfirmaður verzlunarinnar og stýrði henni fyrir hönd frú Knudsen; menn voru að stinga saman nefjum um um það, að þau mundu verða hjón. Hann gekk upp tvö eða þrjú tröppustig, sem lágu inn á skriístofuna, þar sem frú Knudsen sat sjálf við skrifborðið, eins og hún hafði gert síð- an hún misti manninrt. Herra Jessen bað hana að koma fram í búðina, til þess að skoða ungan mann sem þar væri, þau þyrftu að fá sér búðardreng. Frd Knudsen kdm ffam ög gaf gætur að Tðrres,

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.