Norðri - 12.08.1909, Blaðsíða 1
Ritst]jóri Björn Líndal Brekkugata 19.
IV. 31
Til minnis.
Bæjarfógetaskrifstofan opinkl. 10—2, 4—7
Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið-
vikud. og laugardaga kl. 4. 7
Kitsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h.
helga daga 8—11 og 4—6
Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard.
5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8.
l’ósthúsið hvern virkan dag 9—2og4—7.
helgid. 10—11 f. h.
Utbú Islandsbanka 11- -2
Utbú Landsbankans 11—12
Stúkan Akureyri fundard.þriðjud.kv. kl. 8.
Brynja miðvikudagskvöld kl. 8.
Isafold Fja'IIkonan sunnudagskv. kl. 4.
Trúföst mánudagskv. kl. 8.
Tryggvi
Gunnarsson
bankastjóri.
Flutt fyrir minni hans í samsæti
á Akureyri 9. ágúst 1909.
Fornvini fagnar
fjörður hins Magra.
Sjdlfboðinn sé pér
sess hér og vist!
Hátt yfir súlum
Helga öndvegis
heiðbjartur hlýrnir
hló við pér fyrst.
Fár vildi firða
fjörð vorn hinn »magra«
framkvœmdum fita
fremur en pú.
Barnungar hendur,
hvatur til ráða,
réttir pú Fróni
fastur í trú.
Sterklega bera
stálsettar herðar
sjötigu og fjögurra
sumranna praut.
Eigin hag aldrei
ejtir pú spurðir;
land pitt og lýður
lifsverk pitt hlaut.
»Ndungans nytsemd«
namst pú að rista,
»dugnað og drengskap,«
djúpt á pinn skjöld.
Vér, sem pér fögnum,
vitum ei annan
snœlenzkra bœnda
snjallari höld.
Skarð pitt að fylla
flýta sér aðrir;
verði peim gott af
Akureyri, Fimtudaginn 12, ágúst, 1909.
vaxi peim fremd.
Vér sem pig kveðjum,
vitum með sóma
pín hlutverk háin,
heitorð þín efnd.
Alt er á flugi,
auður og metorð,
líf vort og lukka,
Ijóð vor og mál.
Eitt lifir effxr:
orðstýr hins góða.—
Öðlingur itri,
eigðu pá skál!
M.J.
Fornmenjaransóknir.
Eins og getið er um í síðasta blaði
hafa þeir Daníel Bruun og prófessor
Finnur Jónsson fundið afarmerkar forn-
menjar í Svarfaðardal, skamt fyrir utan
nýbýlið Höfn. Þeir komu báðir þaðan
utan að á fimtudaginn er var, síðdegis,
og lét þá prófessor Finnur ritstjóra þessa
blaðs góðfúslega í té munnlega skýrslu
þá, er hér fer á eftir.
Sigurður Jóhanuesson í Höfn hafði
fengið sér land til ræktunar, og tók að
plægja þ?ð snemma í fyrra sumar. Fann
hann þá gömul mannabein í plógför-
unum og sá greinilega 4 grafir, en þær
voru auðsjáanlega talsvert fleiri og var
gizkað á að þær mundu vera nær 20.
Prófessor Finnur, sem hér var einnig á
ferð í fyrra, fór þangað úteftir jafnskjótt
og hann fékk fregn af fundi þessum
en gat þá eigi gefið sér tíma til þess
að ransaka staðinn. Samdi hann því við
eiganda landsins um að ekkert skyldi
rótað við gröfunum til næsta- árs. —
í sumar hagaði prófessor Finnur ferð-
ferðum sínum eins og áður hefir verið
skýrt frá hér í blaðinu, en Daniel Bruun
ætlaði vestur að Bessatungu til þess að
ratisaka þar hoftóttir gamlar. Ætluðu
þeir síðan báðir til Svarfaðardals til þess
að ransaka grafirnar. En Daniel Bruun
varð lasinn og varð því ekkert úr því
að hann færi vestur í Bessatungu. Sneri
hann því, er hann hrestist, til Svarfað-
aðardals, og hafði lokið ransóknum þar
að mestu, er prófessor Finnur kom.
Fundist hafa 14 grafir og var eitthvað
af beinagrindunum áreiðanlega kven-
mannsbeinagrindur, en þó sennilega
ekki nema tvær. Einn af mönnum þess-
um hafði verið heygður í bát. Sneri
framstafn bátsins til sjávar en skutur til
lands og sat maðurinn í skut og snéri
andliti fram. Hefir hann sennilega verið
settur við stýri, þótt þess sæi nú eng-
ar menjar. Spjót hefir verið lagt hjá
honum, því að oddurinn fansl þar, ryð-
brunninn mjög. Miðskipa var beina-
grind af hundi en af hesti í framstafni,
er sýnilega hafði verið grafinn með öll-
um týgjum. Stærð og lögttn bátsins
sást greinilega af naglaröðinni í mold-
inni, en tré alt var fúið nema smáagnir
undir naglahausum. Var báturinn 7
metrar á lengd, og af lengd naglanna
að ráða, er voru rógnaglar, mjög' líkir
þeim, er ennþá tíðkast í súðbyrtum skip-
um, hafði þykt súðarinnar verið mjög
lík því og enn tíðkast í sexæringum.
Af trétægjum þeim er fundust, virtist
skipið hafa verið úr eik.
Hestabeinagrindur fundust tvær, önnur
hjá karlmanns- en hin hjá kvenmanns-
beinagrind.
Af munum fundust þar 2 spjótsodd-
ar, leifar af beizli, glertölur úr hálsbandi,
koparskjöldur með útflúri, auðsjáanlega
kvenskraut, líklega afbelti. Pá fundust
nokkrir smáhlutir, úr þungum málmi
með samskonar lögun og vogarskálalóð,
enda hafa sennilega verið það; og enn
fundust 19 gripir úr beini, með hnot-
arlögun; var einn þeirra stærstur svo
talsverðu nam, og stærð hinna var tvens-
konar; hinir smæstu voru langflestir. Gat
prófessorinn þess til, að þetta mundi
vera úr hnottafli því, er getið er um í
fornsögum. Hvernig það tafl hefir verið
leikið er mönnum nú algerlega ókunn-
ugt um, enda hefir ekkert úr því fund-
ist til þessa og hefir þess jafnvel verið
getið til að nafnið hafi verið afbakað,
og átt sé við hneftafl, sem einnig er
nefnt í fornsögum. En við fund þennan
styrkist sú skoðun, að hnottafl hafi ver-
ið til og sé nafnið komið af lögun
taflsins.
Allir þeir munir er fundust, og eins
beinin, voru látnir í kassa, og nokkuð
af því sent beina leið til Reykjavíkur
en nokkuð til Kaupmannahafnar til ran-
sóknar, og þar á að blanda þá muni,
er úr málmi eru, þeim efnum, er varna
þvf, að þeir ryðbrenni meiraeða leysist
upp, en orðið er. Að því búnu verða
þeir allir undantekningarlaust sendir á
forngripasafnið í Reykjavík, eins og alt,
sem þeir félagar fundu á Hofstöðum í
fyrra sumar.
Petta eru þær merkilegustu fornmenj-
ar, sem nokkurntíma hafa fundist hér á
landi. Skip frá fornöld hefir aldrei fund-
ist hér áður og beintaflið er einnig af-
ar merkilegt.
í kringum flestar grafirnar hafði verið
hlaðið steinum, í hring eða lítið eitt
sporöskjumynduð.
Enginn efi er á því, að grafirnar eru
frá heiðni og að |því er Svardælasaga
segir, eru þær nákvæmlega í sama stað
og orustan var milli Ljótólfs goða
og Karls rauða, á árunum 960 — 970,
þar sem Karl féll og allmargir menn aðrir.
Próf. Finnur virtist ekki hafa þá skoð-
un, að þetta væru grafir Karls og þeirra
manna, er með honum féllu. Réði hann
það einkum af kvenmannsbeinagrindun-
um og af orðum sögunnar um þann
stað, er Karl var grafinn.
Karl segir við konu sína, Porgerði,
morguninn áður en hann féll:
»Ek vil láta færa mik yfir á þá, er
hér er úti á ströndinni, ef ek látumsk
á fundi okkar Ljótólfs; þykir mjer þar
gott tilsýni, ef skip sigla út eða inn
eftir firðintim«.
Og síðan segir sagan eftir fall Karls:
«Ok er þetta frjettist til Upsa, þá
lætur Porgerður færa Karl ok austmenn-
ina upp til Karlsár, ok váru þeir þar
lagðir í skip, ok fé mikit með þeim,
og heitir þar Karlsá síðan.«
Sá, er þetta ritar, er enginn fornfræð-
ingur. En eigi virðast litlar líkur til
þess, að beinagrind Karls hafi það
verið, er í skipinu fanst. Sú á, sem nú
er nefnd Karlsá,rJiggur að sönnu nokkru
utar á ströndinni, en grafir þessar standa
skamt frá læk, er getur hafa verið vatns-
meiri í fornöld og þá heitið Karlsá,
en nafnið síðan verið flutt út á ytri
ána, er vatníð minkaði í hinni syðri.
Eigi virðist heldur ósennilegt, að Por-
gerður, kona Karls, hafi verið grafin í
nánd bónda sínum og fleira kvenfólk
af þeirri ætt. — Prófessorinn hyggur
að þetta muni vera ættargrafreitur, hver-
jir sem þar liggi.
Frjálslyndi Norðmanna
í trúarefnum.
Pað er alment talið miklu sjaldnara
en á voru landi, því óvíða þrífast innri
trúboðar og oftrúarmenn betur en þar
í landi, einkum «vesturlands». En hér
skal sýnt dæmi þess, hvernig sumir
höfuðprestar Noregs rita um rétttrúnað
hinnar norsku kirkju. Er það grein eftir
skáldið og únítaraprestinn nafnkunna
Kristöfer fansson.
»Ymsar verða nú öfgarnar hjá hinni
norsku ríkiskyrkju. Fyrir skömmu lét
hún á stórþinginu neita Unítörum, að fá
að kalla sig kristna menn, heldur taldi
þá jafnréttlausa og Gyðinga; nú er hver
klerkur sjálfrar kirkjunnar á fætur öðr-
um farinn að boða únítarakenningar —
og sitja þó sem fastast í embættum».
Eins og kunnugt er, dró séra Kon-
ow í Björgvin nýlega upp hreinan ún-
ítarafána, og nú hefir einn af félögum
hans, síra A. Sommerfeldt, ritað sams-
konar kenningar og sent blaðinu »Verd-
ens Ga«g». Greinin var álitsmál um
bók Arna Garborgs: Heimkominn son-
ur, er hann lofar á hvert reipi, að verð-
ungu. Pað er að öllu leyti únítarfsk bók.
Kallar hann Garborgs kenningar h re i n s-
aðan, einfaldan kristindóm, á
ljósu og indælu alþýðumáli, segir, að
þess hafi þjóðin oflengi beðið og sé rit-
ið hinn mesti kjörgripur. Garborg kenn-
ir að guð sé faðirinn — sá faðir,
sem J. Kristur hafi boðað í fjallræðunni.
Hann sé ekki dómari. Dóminn fyr-
ir breytni vora, kveður ekki guð upp,
heldur kveðum vér hann upp sjálfir
fyr eða seinna. Hann sé ekki heldur
hegnari. »Hegningin er afleiðing synda
vorra og endanlegs eðlis,« »Guð er ekki
ísraels guð (Jahve), né blótguð, er heimt-
ar fórnir og hlýðni sín vegna. Hann
er faðirinn, sem leiðir börnin sfn með
boðorðum sínum sakir sjálfra þeirra.
Gjör það, og muntu lifa.« Um Jesú
eða Messías kennir Garborg, að hann
hafi vérið maður eins og vér. Og hann