Norðri - 12.08.1909, Síða 2
126
NORÐRI.
NR. 32
hafi verið guðsson, eins og vér séum
guðssynir. Hann var eingetinn í þeim
skilningi, að hann var einstakur, «frum-
burður margra bræðra« (P. post.), af
því hann náði fyrstur fullri og Ijósri
meðvitund um sonarréttinn og sýndi
þann rétt með líferni sínu. En guð er
hann ekki fremur en önnur guðsbörn.
Hvað mig snertir, segir séra Somm-
erfitt, hefir mig lengi furðað sig á því,
að hugsandi menn skuli öldum saman
hafa aðgreint guðs son og það að vera
guðs barn. Og samt hefir oss verið
kent, að vér ættum að vera eins og
hann, eitt í honum, limir af hans lík-
ama. Og samt sem áður ekki sama
eðlis og hann.
»Vér hljótum að eiga skamt eftir til
þess tíma, þegar kirkjan í heild sinni
verður að álíta trúargreinir um guð-
dóm Jesú viðaukakenningu, er eflaust
kann þó hafa verið óhjákvæmileg á milli-
bilstímanum frá fleirgyði til eingyðis-
trúar; en nú er sú trú svo fjærri því
að vera til hjálpar, að hún fremur tef-
ur fyrir oss að eftirfylgja Jesú í fullr
hlýðni við föðurinn. «Pví« eins og Ún-
ítarar segja — «er sú hlýðni við guð,
engin hlýðni fyrir guði!«
Sama má segja um þrenni ngarlær
dóminn. Sögu hans hefir Garborg
glögglega framsett í bók sinni »Jesús
Messías.«
Séra Klaveness hafði ritað nokkrar
hóglátar aðfinslur við rit Garborgs.'Með-
al annars segirSommerfelt þetta: »Prátt
fyrir allar fagrar og fullkomnar kristnar
kenningar, er kristindómur vor svo full-
ur af hugmyndum gamla testam. um
guð sem Jahve, drottinn herskaranna
(Zebaoth), konunginn, dómarann, að
með engu móti verður sagt, að hin
drotnandi guðshugmynd í fræðum vorum
faðirinn, sá sem Jesú kendi. Guð er
í almennri meðvitund manna öllu
öðru fremur dómarinn sem kallar oss
til reikningsskapar. Eða, úr því Klave-
ness segir, að vér hljótum allir að verða
gjaldþrota fyrir guði — hugsa menn
sér guð eins og allsherjar banka-
stjóra eða lánardrottinn.
Fyrir þ e i m guði bera flestir stöð-
ugan ugg og ótta. Þetta segir Klave-
ness satt. En rangt hefir hann fyrir sér
í því, að liann heldur að syndirnar séu
aðalorsökin í þeim ótta. Dýpsta rótin
óttans eru hinar röngu, ókristilegu hug-
myndir um guð eins og dómara og
bankastjóra. Pótt ótrúlegt sé eftir 19
aldir, sé eg ekki betur, en að í fyrir-
rúmi liggi gyðinglegar og heiðnar hug-
myndir í þeirri kyrkju, er ber nafnið
Krists. Pað er ekki nýji kristindómur-
inn, sem er í sökinni, heldur kirkjunn-
ar eigin kenning, Hin 'nýja kenning
hrópar til sérhvers syndara: Brott með
fornan heiðindóm úr guðshugmynd þinni!
Guð er faðir þinn, sá sem elskar þig
og annast þig með óumræðilegri elsku.
Og Jesús er bróðir þinn, sem hefir frætt
oss til fulls um föðurinn, verið ímynd
hans kærleika á jörðinni og staðfest
þann sannleik með sárum dauða. Brott
með syndavein og ótta hins eilífa dóms!
Fylg Jesú til föðursins. Pað er nóg!
M. /.
Samsæti
var Tryggva Gunnarssyni bankastjóra
haldið á »Hótel Akureyri* á mánudagskvöld-
ið er var. Voru þar nær 30 manna. Aðal-
ræðuna fyrir minni heiðursgestins hélt Guðl.
Guðmundsson bæjarfógeti og þar var sung-
ið kvæði það eftir Matth. Jochumsson, sem
prentað er á fyrstu síðu hér í blaðinu. Marg-
ir tóku þar aðrir til máls og bar margt á
góma. Bræðurnir Gunnar og Steingrímur
læknir Matthíassynir skemtu með söng og
fór samsætið að öllu leyti hið bezta fram,
enda lék heiðursgesturinn við hvern sinn
fingur, sem tmgur væri.
Úr kunningjabréfi
frá Pingeyingi.
[Framh.]
Pað er alveg ótrúlegur skortur á sjálfs-
dæmi (krítik), sem komið hefir fram í
lífi og athöfnum þjóðar okkar um langt
skeið, enda hefur hún um fleiri aldir
haft litla aðra andlega næringu en dýrk-
un ímyndaðrar löngu liðinnar gullaldar,
og gullaldar mikilmenna með löngu
horfnu og úreltu sálarlífi, lífsskoðun og
réttarmeðvitund; og þess blinda, krit-
iklausa dýrkun hefir verið alin á lýrisk-
um alþýðuskálda-draumórum, barnalega
skilningslausum á öll dýpri lög mann-
lífsins og virkilegleikans, svo menn hafa
ekki séð heiminn nema í ^æfintýrahyll-
ingum. Petta kemur berlegast fram í
í orðum og gerðum ykkar, sem kallið
ykkur þjóðræknis, landvarnar, þjóðræðis,
sjálfstæðis — menn o. s. frv. — Pessar
mörgu, geysingslegu nafngiftir eru ein-
mitt einkennilegur vottur um takmarka-
lausa draumóra, óummerkt hugtök og
skilningsleysi á því, eftir hverju þið
eiginlega eruð að sækjast. Pað er
ekki hægt að hugsa sér hentugra og
auðveldara verkefni en slíkan lýð, handa
valdasjúkum æsingamönnum, því slíkan
lýð má teyma á eyrunum útí hvaða
ófæru sem vera skal, eins og nú er að
sýna sig. Og röksemdir ykkar fara eftir
þessu. Flestar eða allar eru þær tvíegg-
juð sverð, sem auðvelt að snúa gegnykk-
ur sjálfum. Pað væri auðvelt að sýna og
sanna með þinni eigin röksemdafærslu, ef
eg nenti að taka hana alla til meðferðar.
Pegar að því er komið, að þú ættir að
ummerkja hugsanrétt þau orðatiltæki og
hugtök, sem þú ert að fjalla um, þá segir
þú: «orðið finst mér ekki heppilegt,
sökum þess, að merkingin er óviss.«
Hvaða sönnunargildi hefir það að, þér
finnst? Hafa ekki aðrir rétt til að láta
sér finnast annað? Mér finst það nú;
að minnsta kosti þeir, sem reynaaðtak-
marka hugtök sín, en sveimaekki á lýr-
ískum alþýðuskálda-draumavængjum út
takmarkalausan bláinn. — Pá er nú
þessi, í mínum augum fáránlega deila
um «ríkisheild,« «ríkishluta« «fullveldi«
«innlimun« o. s. frv. í alla röksemda-
færsluna um það vantar gersamlega með-
vitund um og skilning á, að þetta, eins
og ait sem við skynjum, er «relativt«.
Hvað er það í allri víðri veröldu sem
ekki er hluti úr stærri heild, og hvað
væri unnið með því, að vera það ekki?
Minkar nokkuð við það, að vera hluti
úr heild? Eg skil það ekki. Og enginn
minkar við það, að kunna að takmarka
sig. Og hvað er það að kunna aðtak-
marka sig ? Er það ekki að þekkja sjálf-
an sig, sína krafta, sína afstöðu og hlut-
fall við annað, eða umheiminn ? Með
öðrum orðum að skilja sinn náttúrurétt,
sem hefir alveg sömu takmörk á hverju
gefnu augna-bliki, sem sá kraftur, sem
í manni býr. Mér finst það vera skiln-
ingsleysið á þessu, semveldur öllu okk-
ar pólitíska moldviðri, og leitt hefir svo
marga, þar á meðal þig, útí rökfærslu
þoku og ógöngur. — Vér áttum kost
á, að neyta vors náttúrlega réttar, þess
kraftar sem í oss býr sem þjóð, eins
og fortíðin hefir gert hann úr garði, í
samræmi við réttarmeðvitund nútímans,
sem ekkert getur haggað annað en hæg-
fara framþróun, og í eðlilegri samvinnu
við aðra þjóð, sem viðburðanna rás, og
löngu dauðar kynslóðir höfðu tengt oss
ótal böndum, böndum, sem ekki verða
ieyst árekstralaust, nema með eðlilegri
framþróun, því engin kynslóð getur né
má taka fram fyrir hendur sögunnar,
allar tilraunir til slíks hafa hefnt sín
greypilega. Véf vitum og sjáum, að
löngu dauðar kynslóðir forfeðra vorra,
hafa útpínt og rúið land vort, og gert
það margfalt óvistlegra, en þeir tóku
við því. Vér getum ekki kallað þá til
reikningsskapar fyrir þetta athæfi, eða
látið þá bera ábyrð á því og ekki væri
sanngjarn aðkalla vora kynslóð til ábyrgð-
ar á því, og heimta landið af oss, með
úttekt, í því ástandi sem það upphaflega
va-, og öllum náttúrugæðum óskertum.
Nei, vér verðum að taka við því eins
og það er, og smá-endurbæta þáð með
erviði og áreynslu ótal kynslóða. Petta
lögrnál gildir jafnt í andans sem efnis-
ins heimi, í öllu mannlífinu. En gagn-
vart þessu lögmáli stendur þjóðin nú
skilningslaus, glamrandi í sínum gull-
aldardraumórum með þokukend hugtök,
sem umheimurinu er löngu kominn fram-
hjá út í dagsljós virkilegleikans. Með
þessu erum vér nú að gera oss að hlægi-
legu viðundri heimins. Og verst er, að
fjöldinn af oss stendur í þeirri trú, að
íslendingar sé stórvitur og hámentuð
þjóð, sem skilji alla hluti á himni og jörðu
betur en aðrar þjóðir, Pessi hroki vor,
er aftur orsök til þeirrar skilningslausu
tortryggni og fávizkunnar heimalnings
gorgeirs, sem svo berlega hefir komið
fram í samskiftum vorum við aðrar
þjóðir, og leitt getur til þess, að eng-
In þjóð vilji nokkur viðskifti eða sam-
vinnu við oss hafa, og við vitum hvern-
ig þeim einstaklingum reiðir af, sem
svo eru lundillir og kröfuharðir, að eng-
inn vill við þá eiga, sem altaf stagast á
sínum rétti, en neita öðrum um allan
rétt, náttúrlegan og lagalegan. Slíkir
menn eru í hverju sveitarféiagi taldir
plága og vandræði. Og verst af öllu
er, að bak við þetta stendur engin kraft-
ur eða þróttur, ekki einusinni þróttur
rándýrsins, heldur lítilmenska og jafnvel
þradslund. Pví ef vér snertum á nokk-
rum þeim nútímans störfum, sem öðr-
um þjóðum leika í höndum, þá grotna
þau öll í okkar höndum og snúast oss
til bölvunar, sbr. verzlunarbröltið, hag-
nýting bankanna, iðnaðar og atvinnu
fyrirtækin o. s. frv. Og þeir fáu, sem
skilja þetta, og reyna að taka praktisk-
um nútímatökum á málefnum þjóð-
arjnnar'eru óðara hrópaðir niður og
kallaðir þjóðernis og föðurlands svikar-
ar, sbr. ritsímann: nei, loftskeyti áttu það
endilega að vera, því |iau voru nógu
loftkend, óþekt og óskiljanleg, og áttu
því betur við lýrisku alþýðuskáldin ; og
sbr. líka sambandsmálið: «reaiuion«
mátti það alls ekki vera, því «real« er
sama sem virkilegur, það er framkvæm-
anlegur skratti, sem nútímamenn með
heilbrigðri skynsemi skilja. Nei, «persón-
alunion« þarf það endilega að vera, því
það er nógu þokukent og óskiljanlegttil
að trúa á það, gefur ærið efni til að
rífast um keisarans skegg, og svo á-
gætt tækifæri til þess að rifja upp mörg
hundruð ára gamlar hugmyndir og hampa
gullaldar kálfskinnum framan í nútímann.
En einkennilegt er það, að þrátt fyrir
alla gullaldardýrkunina, og aðdáunina
að fr>rnmönnum, vilja þó flestir nútíma
íslendingar engum síður líkjast en þeim
í öðru en andlegri þröngsýni, ogúrelt-
um réttarhugmyndum. I allri ytri hátt-
seini, klæðaburði, látbragði, hýbýlahátt-
um o. s. frv., stæla þeiraf fremsta megni
nýtýzku Evrópumenn, svo að þeir,
sem hæst gala um landvörn og vernd-
un íslenzks þjóðernis, þekkjast varla að
ytra útliti frá Parísarburgeisum. Petta
veldur þeim fáránlega tvískinnungi, mót-
sögnum og árekstrum, sem koma
fram í svo mörgum athöfnum Þ*ð ar-
innar nú á dögum. Pað er ekki s\o
fátítt nú, að íslenzkir menn ferðast land
úr landi líkt og millónamæringar, með
ráðagerðir um stórfyrirtæki sem millón
ir þatf til, fyrirtæki sem skeyti, er fram-
an við »stór« eða «véla«. En þegar
við kynnumst þessum mönnum nánar,
þá kemur það upp, að þeir geta alls
ekki heitið sendibréfsfærir, og eru svo
sneyddir allri þekkingu á nútímans at-
höfnum, skilyrðum fyrir meðferð fjár, og
almennasta réttarfari, að þeir geta ekki
samið réttan reikning, gert einföldustu
samninga, svo gilt sé, og því síður
varið orð sín eða gerðir fyrir almenn-
um rétti, eða jafnvel mætt skammlaus-
fyrir sáttanefnd.
Fiðluleikur
og söngur.
Á sunnudaginn er var fluttu bæði
götuauglýsingar og sérstakir fregnmiðar
þau óvæntu tíðindi, að einhver Groth
Johannessen frá Edinborg ætlaði að Ieika
á fiðlu í Goodtemplarahúsinu og að
Gunnar Matthiasson skálds, og frú Krist-
ín Matthíasson ætluðu að vera honum
til aðstoðar. Pótti mönnufn þetta góð
tíðindi, því hér gefst sjaldan kostur á
að heyra fiðluspil, en söngur Gunnars
og píanóspil frú Kristínar er þegar orð-
ið hér alþekt og gefst sízt of oft kost-
ur á að hlusta á það. Skemtun þessi
var mjög vel sótt, og biðu menn þess
næsta óþolinmóðir, að þessi óþekti lista-
maður birtist í allri sinni dýrð og hrifi
áhorfendurna með sér um stund upp
í dýrðarheim hljómleikalistarinnar á
vængjum hinnar fegurstu og töfrafylstu
listagyðju, sem mannkynið enn þá hef-
ir lært að þekkja og tilbiðja. — Biðin
varð ekki löng. Listamaðurinn stiklaði
inn á s\?iðið, hneigði sig og beygði,
eins cg lög gera ráð fyrir, kastaói
listamannslokkunum rauðu aftur á bak-
ið, brá fingrinum nokkrum sinnum á
strengi fiðlunnar, og því næst boganum
og hljómbylgjurnar æddu út um salinn
og inn í eyru hins eftirvæntingarfulla
tilheyrendaskara.
Vér ísl. erum allra Norðurálfuþjóða ó-
fróðastir í öllu því, er að hljómleikum
lítur, nema ef til vill frændur vorir,
Færeyingar — þar var þessi fiðluleik-
ari borinn og barnfæddur. Verulega list-
fengur maður á fiðlu hefir aldrei látið
til sín heyra hér á landi. Sú list má
heita alveg óþekt hér. Vér erum þess
vegna eigi vandfýsnir á slíka hluti né
kröfuharðir, enda var þessum fiðluleikara
klappað lof í lófa fyrir alt, sem hann lék.
Þakklátari og þolinmóðari tilheyrendur
hefði hann naumást getað fengið,
Langt er frá því, að sá er þetta ritar,
hafi svo mikla þekkingu á fiðluleikum,
að það sé á hans færi að dæma um
hvað sé sönn list í þeim efnum. En sá
er einusinni hefir heyrt góðan fiðluleik
og eigi er algerlega gersneiddur öllum
áhrifum og tilfinning fyrir slíku, hon-
um getur eigi blandast hugur um, að
hér var blátt áfram verið að misþyrma
gyðju hljómleikalistarinnar og misbjóða
þjóðinni. Slíkt mundi enginn leyfa sér
að bjóða nokkuri annari þjóð á Norð-
urlöndum, nema Færeyingum; jafnvel
norskt sveitafólk mundi ekki geta notað
slíkan fiðluleikara til þess að spila dans-
lög, enda er ólíkt meiri ánægja í að
hlusta á 10 krónu harmoniku í hönd-
um þess manns, er með kann að fara.
Einna hörmulegast fór hann með hið
sniidarfallega lag «Sæterjentens Söndag«,
eftir Grieg, sem þó er sérstaklega vel
lagað fyrir fiðluleik, og eitt af því er
allír viðvaningar læra einna fyrst að
leika. Að eins eitt lag tókst þolanlega,
öll hin lítt þolandi eða óþolandi með
öllu. Hann komst jafnvel ekki af einum
streng á annan, hvað þá heldur yfii
nokkurn streng, að hann eigi kæmi við
á þeim stöðum, sém jafn fjarlægir eru