Norðri - 19.08.1909, Page 2

Norðri - 19.08.1909, Page 2
130 NORÐRI. NR. 33 það get eg aldrei fyrirgefið þeim, að þeir skuli berjast fyrir því með oddi °g eSg« o. s. frv. — Þessa speki hafði eg nú bæði heyrt, og lesið í blöðum ykkar áður, mér til undrunar. Rú álasar ekki nefndinni, þótt hún í umboði þjóðarinnar samþykti það, sem þú sjálfur telur skaðræði, afsal réttinda, «innlimun», uppgjöf löngu aflaðra og trygðra réttinda, afturför og þjóðarsví- virðingu! Hvaðan kemur þér myndug- leikir og réttur til þess, að »fyrirgefa slíkt, að boða nefndarmönnum þessa syndalausn í nafni þjóðarinnar? Eða er það siðferðiskenning þín, að rétt sé að svíkja sinn umbjóðanda, taka fyrir hans hönd hvaða svívirðingu, sem vera skal, ef annað fæst ekki strax? Eða viltu gera alla nefndarmennina þeim mun heimskari en þig, að þeir hafi ekki skilið, hvað þeir voru að gera, svo vit- lausa, að þeir geti ekki borið ábyrgð orða sinna og verka? En af því þú ert nú svo mildur og göfuglyndur við þessa mannræfla, þá er furðulegt. að þú skulir ekki geta fyrirgefið þeirn hitt, að þeir vilja standa við gerða samninga og framfylgja þeim; að þú skulir neita þeim um rétt til þess, að gera grein fyrir, hvernig þeir hafa farið með um- boð sitt. Eða ætlastu til, að nefndar- menn hegðuðu sér eins og Björn, að þeir eti alt ofan í sig við annan samn- ingsaðila, sem hinum var heitið? — En hafi nú nefndarmenn engan rétt til þess, að,flytja sitt erindi, sínar «skoðan- anir», og gera grein fyrir sínum verkum og umboði, hvaða rétt hefir þá þú og blaðamennirnir, til þess, að troða ykkar »skoðun« upp á þjóðina? Aldrei höfð- uð þið tekið við neinu umboði, er ykk- ur væri skylt að að skila af ykkur, með rökum. Hver á að fyrirgeía ykkur, að þið »berjist með oddi og egg» fyrir ykkar skoðunum? Hvar er mælikvarð- inn, er sýni, að ykkar »skoðanir« sé rétt- ari og ré*thærri en allar aðrar? Hvað gefur mönnum yfir höfuð rétt til þess, aðflytja almenningi »skoðanir» sínar, tel- ja menn á þær? Eg vænti það séu ekki góð og gild rök, rétiar ályktanir, sam- rœmi, mögulegleiki? — Geturðu nú ómögulega séð, hvað staðgóð þessi rök- semdafærsla þín er, eða skammastu þín ekki, að bera annað eins og þetta á borð fyrir menn með öllu viti? Og viðlíka staðgóð er röksemdafærsla sú öll, sem þú vefur utan um slagorð ykkar, t. d. «fullveldi«, «innlimun o. s. frv., en um það er árangurslaust að deila við ykkur, fyrri en þið hafið lært að gera gleggri greinarmun á falsrökum og réttum rökum, óg það því fremur, sem þið spyrnist við af alefli, og haldið heljartökum skilningslauss ótta og tor- trygni í 400 ára gömul réttarfarshug- tök, gangið jafnvel svo langt, að af- neita öllum «demókratiskum« mannrétt- inda og náttúruréttinda hugmyndum nú- tímans, en flækið ykkur í gömlum ein- veldishugmyndum. Og svo þykist þið vera æskan í landinu, verðir þjóðarinn- ar, og boðendur nýrra tíma, einmitt er þið hangið fastast íeldgömlum »jur- isteríi«, og berjist í raun og veru fyrir hinu forneskjulegasta afturhaldi. Rað sem eg hefi haldið fram i deilu okkar um sambandsmálið, og held enn fram, er í stuttu máli þetta: Sagan eða viðburðanna rás hefir um mörg hundr- uð ára, að tilverknaði sjálfra vor og annara, verið að mynda margvísleg sam- bönd miili vor og Dana og þoka þeim í það ástand, sem nú eru þau í, gegn- um hægfara þroskunarstig beggja þjóð- anna, eftir þeim stjórnarfarsreglum og skoðunum, sem ríkt hafa á hverjum tíma. Þetta samband vort við Dani hefir að ýmsu leyti verið óheppilegt að fyrirkomulagi, eftir vorum skllningi, og á ýmsum tímum beiniínis staðið oss fyrir þrifum. En á hinn bóginn hefir það þó verið heppilegt að því leyti, að í þessu sambandi við Dani hefir þjóðerni vort verið óhultara en það að iíkindum hefði verið í sam- bandi við nokkura aðra þjóð í heimi, ef það er nú skoðað sem vinningur. — Vilji nú hlutaðeigendur breyta þessu sambandi, þá sýnist mér sjálfsagt að taka það til meðferðar f því ástandi, sem það nú er, eins og sagan, og dauð- ur kynslóðir, sem ekki verður lengur deilt við, hafa lagt til hæfis fyrir oss sem nú lifum, og laga það eftir nú- tímans réttarmeðvitund, og náttúrlegum mannrétti, í samræmi við það menn- ingarstig, sem hlutaðeigendur nú eru á, og eðlileg, byltingalaus framþróun leyfir, með fullu tilliti til þess, og skiln- ingi á því, hver takmörk menning og efnalegir möguleikar setja og eðlileg framþróun leyfir. A þessum grundvelli vann nú sambandsiaganefndin verk sitt. Hún bygði alt á náttúrlegum rétti, en ekkert á fornlagalegum rétti, enn síður á fornri, útdauðri réttarmeðvitund. Hún kunni sér hóf, kunni að takmarka sig, skildi, að hún var ekki að byggja neitt «absolut» eða eilíft, heldur að stíga eðlilegt framþróunar og framsókn- arstig í hinum eilífa og óendanlega stiga breytinganna, vinna það verk, sem ein kynslóð getur unnið, án þess að trufla eðlilega þroskun, og egna fram afturkast. En þessi skilningur á því lögmáli, sem mannlegar athafnir verða að hlýða, hefir verkað á þjóðina eins og rauður litur á naut; hún skilur ekki og vill ekki skilja þetta; skilur ekki hvað náttúrurétturinn er dýrmætari en lagaréttur. Hún hefir starað sig blinda á fornaldarhugmyndirnar. Blóðhefndin og einstæðingseðlið (individualismus) sit ur enn í meðvitund hennar og blóði. Ressvegna grefur hún upp gömul réttar- skjöl frá einveldisöldum, og vill fá hefndir og bætur fyrir verk kynslóða, sem dauðar hafa legið í 400 ár, hjá nútímans kynslóð, þessvegna hræðist hún og hatar öll sambönd og sam- vinnu. En einmitt það sýnir lítilmensk- una og trúleysið á eigin krafta, trúleys- ið á náttúrlega þroskun vors eigin þjóð- lífs. Bak við alt ykkar júrídíska mold- viðri glórir alt af í trúleysið, vantraust- ið á sjálfum okkur til að verða að manni á náttúrlegan og eðlilegan hátt, því ekkert annað getur hjálpað manninum til þess að afneita sínum náttúrurétti, og þvætta sig í júrídískum flækjum og lagakrókum. F*ið þorið ekki að treysta á þann kraft, sem í oss býr sem þjóð. — Petta er það, sem okkur skilur, því eg treysti á sigur þess rétta, treystir á framþróun og fullkomn- un þjóðlífs vors á náttúrlegum grund- velli, eg vil lifa og starfa í nútíð og framtíð og láta hina dauðu vera dauða. Rað sem ekki getur lifað og þróast á náttúrlegum rétti sínum, getur ekki lif- að, og á ekki að iifa, og því verður ekki bjargað frá náttúrlegum dauða með lagabókstöfum og réttargangi. Danir hafa sagt við oss og sagt það í einlægni: Þið eigið mikinn dýrgrip í ykkar náttúrlega rétti. Hann viðurkenn- um við, og viljum hjálpa ykkur til að að hagnýta hann, og þroskast á þeim grundvelli, í samvinnu við okkur. Hin- um júrídíska rétti breytuin við svo smá- saman og eðlilega þar eftir, eins og reynsla og þroski beggja þjóðanna kennir okkur. Látum þá dauðu grafa sína dauðu og eyðum ekki dýrmætum tíma til þess, að sakast um orðinn hlut, eða þræta um júrídísk hugtök. F*etta er sú göfugmannlegasta stjórnar- bót, sem nokkurri þjóð hefir nokkru sinni verið boðin, og hún var boðin oss af velviljuðum konungi, er fengið hafði í fylgi með sér nokkra sannment- aða menn úr þingi og stjórn Dana, með stuðningi og hjálp göfugs þjóðhöfðingja er vér sjálfir höfðum eignast, en auð- vitað í trássi við alla danska þröngsýni og »juristerí», eins og hefir sýnt sig. Oss var boðið þetta í því trausti, að í æðum okkar rynni enn aðalsblóð, en ekki þrælsblóð, þrungið tortrygni, hatri og vesalmensku. Og hverju höfum svarað? |á, hverju hefir flokkur ykkar svarað fyrir þjóðarinnar hönd? Eg öf- unda ykkur ekki af þeim reikningsskap, er þið verðið að standa sögunni fyrir það svar, er flokkur ykkar hefir gefið. Eg veit vel. að þú telur þetta bréf niitt nýjan vott um flokksofstæki og blindi mína, því það það þarf meira til en eitt sendibréf, að rétta við rót- gróna hleypidóma. F*að þarf því miður til þess langa, dýra og beiska reynslu, og hún er þegar nú byrjuð að blanda sínum beisku lyfjum í bikar þjóðar vorr- ar. Og þó þessi reynsla sé ekkert utan- aðkomandi vald, sambandslaust við okk- ur sjálfa, heldur stranglógísk afleiðing af verkum sjálfra vor, þá efast eg ekki um, að þú, og samhyggjendur' þínir, skellið allri skuldinni á aðra, mótstöðu- menn sína, Dani, nefndarmemnina eða, ef ekki vill betur til, á óskiljanleg dul- aröfl; því sýnilegt er, að sú kynslóð, sem nú ræður í landi voru, þroskast ekki, og vill ekki þroskast til þeirrar sjálfsábyrgðar, sem er skilyrði fyrir réttu sjálfdæmi. En til allar hamingju safn- ast hún brátt til feðra sinna, gullald- arfeðranna, og verður «saga blott«, að vísu raunasaga um dýrkeypta reynslu. Og næstu kynslóðir vona eg að verði búnar að læra svo mikið af hinni dýru reynslu, að þær fái afplánað þær synd- ir, sem þessi vor undarlega kynslóð drýgir gegn sjálfri sér, heilbrigðri skyn- semi og hlutarins eðli. Og með þeirri von og ósk ætla eg að kveðja þig að sinni. Saga Bakkusar á F’ýzkalandi er eftirtektarverð — segir eitt af ensku kirkjublöðunum; gengur þar í landi engu betur en á Englandi að kveða niður völd hins gamla vín- guðs. Árið 1846 voru þarílandi 1426 bindindisfélög með million félaga. En öll sú hófsemishreyfing lognaðist út af. Ný rögg kviknaði í þessu velferðamáli um 1880, og hefir sú hreyfing haldist síðan meir og minna. Nú eru á Þýska- landi prentuð 30 hófsemisblöð, og er ekki ýkjamikið, því að svo telst til, að ekki séu »fastir» bindindismenn fleiri þar í landi, en sem svari einum þús- undasta af allri þjóðinni. Er sú hlut- fallstala mjög svipuð þeirri, sem nú gildir á Englandi. Ennþá standa stú- dentaflokkarnir við háskólana fremstir til varnar Bakkusi, þótt nokkur nemenda- félög hafi stofnuð verið til varnar bind- indi. Bjórdrykkjan eykst ávalt ár frá ári og hefir svo framfarið nokkra tugi ára. Á árunum 1879 til 1900 hafði drykkju: della, eða áfengissýki, vaxið frá 1 í 3500 til 1 í 1203 af allri þjóðinni, og nautn hverseinasta manns að tölu vaxið um 10 potta. Árið 1905 höfðu 1800 þús. manna atvinnu við framleiðslu áfengra drykkja. Er það meiri fjöldi, (segir blaðið), en þeirra, sem stunda verzlun, vinna við her og flota, eru við fréttaþræði, eða við vefnað, námustörf eða kenslu. »Ó- fyrirsynju efla Þjóðverjar óvígan her sinn og skipagerðir, ef áfengið heldur áfram að veikja vöðva þeirra og afl- sinar.« M. J. Dr. Adler hinn vinsælasti Gyðingaprestur (rabbí) á Englandi var herraður í sumar. Mælt- ist það mjög vel fyrir, þótt nýlunda þætti. Um dr. Adler og góðgerðabrask hans ganga ýmsar sögur. Hann er manna slungnastur að ná í fé og gefa hvern eyri þurfendum, og í annan stað er hann allra manna hnytnastur í tilsvörum. Einu sinni var hann í boði með Rots- child lávarði ríka. Mæltist dr. Adler til einhverrar h;álpar, en hinn ríki tók því heldur fálega og mælti: «F*ér eruð sannnefndur betlara-höfðingi.» «Nei« svaraði dr Adler, »eg er ekki nema betlari höfðingja. Hann sat og eitt sinn við sama borð og Manning kar- dínali og var svínsfleski meðal annara krása á borðinu: «Lostætt fleski, rabbf góður, mælti Manning. «Ekki vænti eg að eg megi rétta yður sneið? Eða hve nær skyldi mér veitast sú ánægja?« »Varla fyr en þér bjóðið mér í brúð- kaupið yðar, herra kardinali, svaraði dr. Adler. (Gyðingar eta ekki svínakjöt, og kath- ólskir klerkar kvongast ekki — eins og kunnugt er.) Stóröldungar Englands og Ameríku frá 19. öldinni, eru nú óðum að líða undir lok. Fyrir fáum vikum var sagt, að í Bandaríkjun- um væru tveir »Grand old men», eða sfóröldungar, eftir. F'að voru þeir E 1 iot forseti Harward-háskólans, en hinn var dr. E. E. Hale, kapalín öldungaþings- ins í Washington. Báðir voru þeir félag- ar únítarakirkjunnar, hins göfugasta trú- arflokks þar í landi; og báðir hafa þeir verið hinir ágætustu frömuðir frels- is, sjálfstæðis, mannelsku og allrar sið- menningar. I s. I. mánuði andaðist dr. Hale, og er einmælt, að varla hafi nokk- ur kennimaður orðið meira harmdauði nálega öllum trúarflokkum í hinum víðu og voldugu Bandaríkjum, Um ástsæld hans, frjálslyndi og spaugsyrði ganga margar sögur, því um dr. Hale mátti segja, eins og Sæmundur í Odda sagði um Gizur Hallson: «Hann var Hrókr alls fagnaðar hvargi er hann var staddr.« 100 ára minning Darwins var haldin í Cambrigde á Englandi nú í sumar. Mætti þar mikill hópur ágætra vísindamanna. Við Cambridge eru kend- ir tveir hinna heimsfrægustu manna, þeirra er bornir hafa verið á Englandi. Var annar Darwin en hinn ísak Newton (njúton). Um þá mælir Osborne próf. frá New York: «Newton opinberaði oss nýjan himinn, en Darwin nýja jörð“. (Newton skýrði þyngdarlögmálið, sem koin viti í stjörnufræðina; en D. kendi fyrstur um »uppruna tegundanna«, í bók- inni «Origin of Species«, sem kom á prent 1859. M. J. Stökur. Reyra landið ráðin Loka; rækt er anda frétta-leit. Yfirband af öskupoka óviljandi þjóðin sleit. Margan bindur hörðum hlekknum hatri blinduð Mammons ást. Glæst að fyndist gull í sekknum góð í skyndi vonin brást. llla svikið ísland þreyir, — ýmsra hvikar sannfæring. Dökka bliku augað eygir: öskuryk og sjónhverfing. Hallur á Heiði

x

Norðri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.