Norðri - 09.09.1909, Blaðsíða 2

Norðri - 09.09.1909, Blaðsíða 2
142 NORÐRL NR. 36 Símfréttir til Norðra. Peary komst til norðurheim- skautsins 6. apríl í vetur og er nú kominn aftur til Newfound- lands. Peary er amerískur og mun vera mörgum kunnur hér á landi af ransókn- arferðum sínum um Orænlandsóbygðir. Cook er nú kominn til Danmerkur ásamt mönnum sínum. Pangað kom hann frá Grænlandi með skipinu «Hans Egede.» Sagt er að þeir félagar hafi ratað í hrakninga og miklar mann- 'raunir. Fangavisíin á Rússlandi. —«»— Paðan ganga enn þá hryggilegri sög- ur en fyr,þrátt fyrir alt utnbótakákið, sem þar fer fram síðan ófarirnar miklu við Japana. Pannig skýra ensk blöð frá ósköpunum: «Ríkisfangelsin á Rúss- landi teljast bygð vera til að rúma hundr- að þúsundir manna, og ekki meira, en 1. febr. síðastl. vetur sátu í þeim nálega hálfu fleiri, eða 180 þús. manna. í sumum alt að því fjórföld ta,la fram yfir markið. Rúmbælin eru afarléleg og fæðið oftast hungurforði;gluggai negld- ir aftur, enda fangarnir sumstaðar óð- ara skotnir, ef þeir sjást standa nærri gluggum. Fyrirspurn var gerð nýlega á Dumu- þinginu af fulltrúum sósíaldemókrata (eða jafnaðarmanna), og skýrsla þeirra um meðferð fangana tekin gild. En sögurnar flestar komu frá fyrri þing- mönnum, sem síðan teljast sakamenn og eru í þrælkun. Síðan setti Dum- an nefnd til að leita fullra sannana, og síðan var stjórniuni sent álit þingsins. Pykja allar h'kur til að sogurnar muni sannar vera. Fangavistinni í Moskóvu er t. d. lýst á þennan hátt: «FangeIsið þar geymir nú 1300 fanga og er helm- ingur þeirra dæmdur sekur fyrir stjórn- málafskifti. Hvert herbergi er 12skref á lengd, en 5 á breidd og ætlað 25 föngum. Einar 15 mínútur fá þeir að anda að sér útilofti. Afhundraði hver- ju eru 65 veikir af skyrbjúgi. Peir eru með öðrum og allir í hlekkjum, og eru oftlega barðir af gæslumönnum. Sá sem búið er að berja er lokaður inni í myrkri. Fyrv, þingmenn þargátu um einn mann, er Chertetsoff hét. Hann hafði verið hýddur með svipum 7 daga í röð, misti þá vitið og dó á þriðja degi eftir, A heilbrigðisfundi í Mosk- óvu 2. mars var lesin skýrsla, er sagði, að í nefndu fangelsi hefðu 70 menn lagst í taugaveiki frá 15. til 20. febrú- ar næst á undan. En þessi skýrsla er ekki hin versta. Verst er hið grimma og guðlausa bar- smíði á fólki af öllum stéttum og þær miðalda-pindingar, sem varla er fært að lýsa. Sjálfsmorð eru afartíð, eins milli pilta og stúlkna á fermingaraldri, og enn fleirí sitja forgefins um færi. Síð- astl. 4 ár hefur herdómur dæmt og lát- ið af lífi taka á þriðja þúsund manna, það er, án dóms og laga, því þei voru ekki hermenn. 74 þúsundir karla og kvenna hjara nú í útlegð í hinni hel- köldu Norður-Síberíu, sern aldrei nutu löglegs varnarþings eða réttarprófs! Skýrslu, sem þetta er útdráttur úr, létu nokkrir enskir menn presta og endu prestum til að að lesa í kirk- jum, yfir söfnuðum sínum, í því skyni, að trúrækið fólk biðjist fyrir, að »guðs andi m *gi mýkja hjörtu hlnna rússneskti kvalara, en friða hjörtu hinna, sem svo hryggilega eru kvaldir og kúgaðir.« Furstinn landflæmdi, ágætismaðurinn Krapotkin, hefur og samið flugrit um málið og sent víðsvegar. M. /. Nýjar bækur. Jóhann Q. Sigurðsson: Kvæði og sögur. Kostnaðarmaður Sigurður Kristjánsson. Höfundur þessarar bókar var aðeins 24 ára gamall, er hann lést, og getur því enginn með réttu búist við að finna hér fullþroskað stórskáid, með sérkenni- legum og glöggum einkennum. Til þess var æfiferill þessa unga skálds alt of stuttur og lífsreynsla hans of einhliða. En engum sem les bókina með athygli getur blandast hugur um, að þessi mað- ur hefir verið fæddur skáld, að minsta kosti í þeirri merkingu, sem vér Islend- ingar höfum notað það orð um langt skeið. Honum hefur vérið létt um að stuðla hugsanir sínará lipru og látlausu, góðu, íslenzku máli, og hann hefir séð margt og heyrt, sem aðeins skáldaæðar geta flutt frá auga og eyra til heilans í glöggri og skýrri mynd. Höfundurinn var heilsulítiII alla æfi og síðustu árin gekk hann með banvænan sjúkdóm, lungnatæringu, sem honum smám saman varð Ijóst að mundi bráð- lega draga sig til dauða. Pað var því ekki að úndra, þótt á flest öllum kvæð- unum sé þunglyndisblær. Hann segir sjálfur: «Pú baðst mig að syngja ekki sorgblandin Ijóð, en segja eittbvað gott ef eg. kynni. Æ, leiztu ekki, vinur! hið lifrauða blóð, sem lak undan treyjunni minni. En í raun og veru er hann ekki óá- nægður með lífið og mennina. Engin veruleg beyskja finst nokkursstaðar í rit- um hans. Hann virðist þvert á móti hafa unnað lífinu, eins og eðlilegt er um ungan mann á hans aldri. Harm langaði til þess að njóta þess, lifa og starfa, glaður og heilbrigður, eins og jafnaldrar hans og félagsbræður. Eti hann vissi eða minsta kosti grunaði, að þess mundi eigi kostur. Lífið og frain- tíðin fékk honum ekki áhyggja heldur hitt að fá ekki að lifa. En allar hans bænir og óskir í þá átt voru árangurs- lausar. Hann heilsar vorinu þannig: «Eg veit þú ert komin vorsól, vertu ekki’ að fela þig. Gægstu nú inn um gluggann; í guðsbænum kystu mig. Peir eru svo fáir aðrh*, sem una sér hjá mér, Já, vertu nú hlý og viðkvæm, þú veizt ekki hvernig fer. Pví það er annað að óska að eiga sér líf og vor, en hitt að geta gengið glaður og heill sín spor. Hér koma nokkur heilræði, er hann hefir kallað «Hálfkveðnar vísur«. «Reyndu að sjá hvernig sökin liggur, og vertu þér sjálfum trúr og tryggur. Kyntu þér alt, sem kynst þú getur; með árunum lærist þér alt af betur. Varastu að fegra, fága og gylla; það getur komið sér afarilla. Hertu þig ef þú harðnað getur; haust kemur fytst en sfðan vetur. Hindraðu ei það sem hugann seiðir, en reyndu að kenna honum réttar leiðir. Ljúga að öðrum er Ijótur vani, en Ijúga að sjálfum sér hvers manns bani. Sá maður, er slíkt kveður um tvítugt, er enginn meðalmaður, hvorki að liugs- un né orðfæri, heldur höfði hærri en flestir eru á þessum aldri. Ljóðum bókarinnar líkur með þess- um hendingum;! »Eg elskaði lífið og Ijósið og ylinn, nú liggur það grafið í djúpa hylinn. Og vonirnar mínar, sem voru fleygar, sumar dánar en sumar feigar. Pessi sýnishorn af Ijóðum hans eru valin talsvert af handa hófi, Á öðrum stað hér í blaðinu er lítið sýnishorn af ritum hans í óbundnu máli. — Eng- ati skyldri undra, þótt honum hafi svið- ið sárt að vanta gull. Tæringarveikum mönnum er það oftast lífsskilyrði að hafa það til umráða og afnota. Að minsta kosti heldur það voninni um bata lengur uppi en nokkuð annað, að geta leitað sér þeirrar lækningar, er mest trú er á, að að gagni komi. — Benedikt Bjarnason kennari á Húsa- vík hefir búið bókina undir prentun og ritað mjög ítarlegan formála fyrir henni eða öllu heldur æfisögu höfundarins. Er hvorutveggja vel af hendi leyst, þótt eigi séum vér honum nákvæmle'ga sam- dóma í öllum atriðum, hvað lýsingu hans á höfundinum snertir. Enga Ijóðavini mun iðra þess að kaupa þéssa bók og lesa hana. Og margir ungir hugsjónamenn og tilfinn- ingamenn, munu þar finna margt af því, sem býr í þeirra eigin brjóstum á því skeiði. Merkilegur spádómur. Vilhjálmur 1. Prússakonungur heiinsótti einusinni greifafrú nokkra, sem var alkunn fyrir forspár sínar. Konungur spurði hana, hvort sér mundi auðnast að verða keisari yf- ir Pýzkalandi. »Já« svaraði greifafrúin. «Hvenær?» spurði konungur. Munið eftir stjórnarbyltingunni 1848. Pér munið, ,að hún sefaðistárið eftir, 1849. Takið nú fyrst töluna 1849, takið hana svo aftur, en þá í þversummu, og leggið tölurnar þann- ig saman: 1849 1 8 4 9 1871 íÁrið 1871 mun yðar hátign verða keis- ari yfir Þýzkalandi.« »Og hve lengi mun eg halda áfram að vera keisari?* »Til dauðadags* »Hvenær dey eg?« ,>Pað getur yðar hátign sjálf reiknað út á sama liátt." 1871 1 8 7 1 1888 »Mun þýska ríkið standa framvegis?» Nei ? — »Hve langt mun líða þaugað til ?» »Það getur yðar hátign einnig reiknað út á sama hátt: 1888 1 8 8 8 ' 1913 Kotiung setti hljóðan, og leitaði hann aldrei frarnar frétta um þetta mál. — Tveir fyrstu spádómarnir eru nú eins og kuniiugt er þegar konmír fram; nú er að- eins ósagt hvort sá síðasti rætist líka. Ensk blöð hafa nýlega prentað þetta, sem að fram- an sagt, til þess að hughreysta þá landa sína, sem kvíða afleiðingum þess, ef Eng- •endingum og Þjóðverjum lendi saman í ófriði, eins og allir búast við. — Tíðindamánuður. Svo kallar Mr. Stead ágústm. og tel ur svo upp í réttri röð nýmælin, Fyrst nefnir hann Blériots flug yfir Kanal inn á 45 mín. Pað er um 4 rnílur. Kallar Stead þá för fremur flan en fremd, því að um hríð fataðist honum flugið góðan spöl og sá sitt óvænna, enda stóð snarpur vinduná hlið drekanum, þó tókst glæfraförin giftusamlega. Blériot er hinn mesti ofurhugi í skapi, enda sannur Fransmaður. Annar, er Lathamheitir,gerði sötnu tilraun tvisvar með annari flugvél, en strandaði bæði skiftin og var bjarg- að, en þó er það ætlan inanna, að hans vél muni reynast drjúgari að lokurn. Pesskonar flugvélar kallast monoplön-, því þær mynda einn láréttan flöt, en aðrir eru þríhliðaðir og margfalt stærri, og heita triplön eða þriggja hliða drek- ar. Bolvtoff heitir sá sem bráðum ætlar að sigra Ermarsund (Kanalinn) á slíkum dreka, er sá senn fullger og ber vél með 100 hesta afli. Enn eru tveir keppinaut- arónefndir: Wrightí Ameríkuer unnið hef- með sínu loftfari 6000 punda verðlaun ríkisins með tveggja þingm.leiða ferð á kiukkustund á landi. Og þá er hin síðasta loftsigling Zeppelins greifa, 40 mílur á 12 tímum. »Sigurinn yfir loftinu verður því kendur við árið 1909,« segir Stead. Fundur lögfræðinga stendur til nú þegar í haust í París, til þess að semja ný samgöngulög landa á milli með tilliti til loftfara. En einkutn verð- ur eitthvað sögulegt — segir hinn mikli friðarvinur — þegar þingið kem- ur saman að ári í Haga (Haag) og regin setjast á rökstóla til þess að ráða úr, hvað gjöra skuli, þegar allir bryn- drekarnir verða brotajárn og allir kast- alar einskis nýtir. Má þá segja, að oft velti lítil þúfa miklu hlassi, þegar loft- fleyta, sem varlar kostar 1000. hluta af verði bryndrekans, sendir honum reiðarslag úr lofti ofan, er mylur hann méli smærra. Mun stórveldunum fram af því ráð að hreykja minna höttunum og taka í alvöru að tala um samtök og sættir. Allsherjar —tollskipulag verður og innan skams óhjákvæmilegt, enda hafa þesskonar misklíðir ávalt valdið mest- um meinlokum í viðskiptum þjóða. Þetta, avistíónin, sem kölluð er, það er aðal nýmælið. Önnur hin helztu eru þessi. 1. Stjórnarbyltingin í Persíu. Hún þyk- ir mestu máli skipta sökum þess, að Mr. Steads gamla stapp um samkomu- lag milli Rússa og Englendinga hefir svo fest rætur, að báðar þjóðir urðu samtaka um að hemja svo þá háska- samlegu ókyrð, að hún breiddist hvergi út, en ella hefðu lönd beggja þeirra stórvelda óðara staðið í björtu báli, enda liggur nú við uppreist í öllu Indlandsveldi. Játvarður konungur, hinn mikli stórveldasættir, fagnaði Nikulási Rússakeisara, þegar hann heimsótti Eng- land, úti á flota sínum með hinum mestu virktum, en ráðið var Rússanum frá að ganga á land, því að hvervetna eru flugutnenn fyrir, sem ná vilja lífi hans, enda fylgdu honum kona hansogbörn; þorðu þau hvergi á land að ganga. Á Trafalgartorginu í Lundúnum höfðu Rússaféndur dregið upp biksvartan fána með rússnesku ríkismerki og stóð fyrir neðan það með dreyrrauðu letri: «Síð- ustu fréttir frá helvíti.» En margt má telja Rússastjórn til málsbóta, þrátt fyrir alt og alt. Hún ásamt Englendingum er það ægivald, sem mest og bezt heldur skipulagi þjóðanna saman, sem ella færi alt i uppnám, eins og nú liggur í öllu. Og minna (segir dr. Stead) fárast al- þýðan hjá oss um, þótt nýju Tyrkirnir hengi sína sökudólga til hægri og vir.str1

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.