Norðri - 21.10.1909, Blaðsíða 1
i ^Sl
*"0
C/*
**
Ritstjóri Björn Líndal Brekkugata 19,
IV. 42,
Til minnis.
Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—7
Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið-
vikud. og laugardaga kl. 4—.7
Ritsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h.
helga daga 8—11 og 4—6
Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard.
5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8.
l'ósthúsið hvem virkan dag 9—-2og4—7.
helgid. 10—llf.h.
Uibú Islandsbanka 11-2
Utbú Landsbankans 11—12
Stúkan Akureyri fundard.þriðjud.kv. kl. 8.
Brynja miðvikudagskvöld kl. 8.
Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4.
Trúföst mánudagskv. kl. 8.
Undir Friðrik 6.
og Friðrik 8.
eða
undir konungseinveldi
og flokkseinveldi,
«Líti nú á eið, þeir
er spekimenn eru«
Víga-Giúmur.
Víst eru þeir fáir af fulltrúum þjóð-
ar vorrar, er gert hafa sér nokkra grein
fyrir ganginum í sögu veraldarinnar,
sérstaklega stjórnarsögunnár. Pess er
heldur ekki von. En hins mætti heldur
spyrja, hvort engir þeirra hefðu at-
hugað eða" borið saman fslands stjórn
undir arnarvængjum einveldisins fyrir
60 — 70 árum, og stjórn lands vors und-
ir Bjarnahrömtnum nútímans. Líti nú
á, þeir er spekimenn eru! Mun ekki
einveldið (>»Vér einir vitum») standa
enn, með breyttu nafni? eða mundi
frelsið vera fyllra enn eða í fastara sæti
en þá — nú, þegar kallað er að allir
ráði, þingræði sé fengið og upp úr því
meiri hluti með eínveldi? Sérstaklega
má þó nefna þegnfrelsið og hins ein-
staka. Eða hverjir ráða nú lögum og
lofum — ef það er satt, að «vilji þjóð-
arinnar» sé hugsjón eða ímyndun tóm,
og sömuleiðis orðin »alveldi», «sjálf-
stæði«, «alræði«. Líti nú aftur á þeir
er spekimenn eru. Mun ekki enn mega
tala um einveldi (eða einræði) eða segja,
að stjórnin sé í eins höndum? Speki-
menn í öðrum löndum, einkum þeir,
sem nokkuð eru bölsýnir, segja eins
og spekingurinn Le Bon: »Gangursög-
unnar er frá siðleysi til siðmenningar,
meðan menn elta draumsjónirnar, en
svo fer öllu aftur, þegar þær draum-
sjónir fara að dofna og deyja. Það er
hringferðin á æfibraut allra þjóða.» En
játum nú, að »samt gangi jörðin<,ját-
um með Englendingnum Spencer, að
framfarir vors kyns haldi samt áfram
upp sinn seinfarna skrúfstiga, meðan
reynslu og þekkingu miðar ekki aftur
á bak, heldur áfram, og eitt siðmenn-
ingarform tekur við af öðru. Hins veg-
ar kemur öllum vitringum saman um,
að sú siðmenning, sem nú er, sé á
sýnni afturför, eða þurfi brýnna að-
gerða við eða siðbótar. Par á meðal
hið marglofaða þingrœði. Það er al-
veg eins og þjóðirnar geti ekki án ein-
veldis verið. Því náist hið mikla hnoss,
þingræðið (þóít á alm. atkvæðisrétti sé
bygt), helzt einveldið samt. Þá heitir
Akureyri, Fimtudaginn 21. október.
1909.
það nieiri hluti. En meiri hluti þing-
ræðisþinga kannast að vísu aldrei við
það, enda leggur það vald sitt á »form-
legan»> hátt í hendur æsta fulltrúa síns
eða forsprakka, hvað sem hann nú
heitir. Þá er stjórnin komin og — jafn-
réttið horfið, sálin orðin ein í flokknum,
cg sú sál er úr því öll í völdunum og
neytir aflsmunar. Hugsjónir frönsku
byltingarinnar: «frelsi, jöfnuður, bróð-
erni«, fer méiri-hluta einveldið með al-
veg eins og hinir rauðu Jakobínar
gerðu þá, alt lenti í einræði, gerræði,
ofríki og uppnámi, uns Napoleon tók
voldin, í fyrra, þegar óöldin stóð sem
hæst í Danmörku, og þingræði og stjórn
var jafnt komið í ófæru, stóð fróðleg
grein í Gads Magazín eftir dr. Arlhur
Christensen. Sú grein er að mestu þýð-
ing eftir franska höfunda, einkum hinn
nefnda Le Bon, og er nokkurskonar
stóri-dómur ^ um þingræði og meiri-
hlutastjórnir nú á clögum. En þar eru
Frakkar komnir lengst allra þjóða í
reynslu og þekkingu — þótt oftlega
sjáist það lítt í reyndinni. Hér skulu
sýndar nokkrar klausur og röksemdir
úr þeirri ritgerð:
Le Bon lofar í fyrstu áform og dugn-
að Frakka á byltingartímanum, en seg-
ir svo: »Því miður segir reyusla inann-
kynsins, að sérhver háleit hreyfing glat-
ar því meiru af gæðum og gildi, sem
hún vinnur meiri völd. Aðalmein bylt-
itigarinnar var það, að hún var bygð
á tveimur frumsetningum, sem útiloka
hver aðra: frelsi og jafnrétti. En þá
mótsögn sáu jafnaðarmenn aldrei. Bylt-
ingin varð lítið annað en múrbrjótur
lýðvaldsins, er tók völdin í nafni jafn-
réttisins.» Nú er alræði lýðvaldsins bú-
ið að jafna sig, enda hætt að byggja
á hugsjónunum gömlti, heldur hefir
hafið nýtt viðnám. En móti hverju?
Nýjar fyrirmyndir liggja ekki í lausu
lofti. Er ekki eins og alt lendi í eins
konar gagnrýni og óvissu, líkt og þeg-
ar menn vakna úrillir eftir vímu? Ann-
ar rithöfundur, Leroy Beaulieu segír:
«Þegar menn lögðu völdin f hendur
fulltrúum þjóðarinnar, hugðu menn að
allur sveitardráttur mundi jafnast, menn
færu að spara fé og hugsa mest um
allsherjar hagsmuni. En endalokin urðu
flokkastjórn og hlutdrægni. Flokkarn-
ir mynda einskonar þjóðlið, sem sí og
æ er í leiðangri, og allir hafa sama mark-
mið: að ná völdunum, og byrgja sig
síðan að baki þeirra, en loka alla aðra
úti.« Séu flokkarnir ekki nema tveir,
segir hann, að vel megi við una, með-
an þeir skiftast áog mynda með því
nokkurskonar jafnvægi. En þótt þetta
hafi oft tekist á Englandi, er það fágætt
hjá öðrtim þjóðum, og færir hann 1il
þess ýmsar sakir. Síðan neitar hann
harðléga því, að hinn almenni kjör-
réttur tryggi þingræðinu beztu menn
þjóðanna, og segir: «Eftir því, sem
þingsfulltrúar verða fleiri og blandaðri,
eftir því virðist mælir meðalskynsem-
innar lækka— og þó öllu fremur hinn
siðterðislegi. í stað þess að hefjast
meir og meir, hefir stjórnmálaandinri
ávalt verlð að stefna niður á við, tii
beinnar spillingar. Deilurnar erti teknar
að verða svo harðar og hrottalegar,
eða þá vélabrögðin svo berleg, að hin-
um beztu og réttvísustu mönnum of-
býður. Af því hefir leitt, að úrvals-
menn þjóðanna, víða hvar, vilja ekkert
við stjórnmái eiga. Þau verða því at-
vinnuvegur hinna, sem lítt eru vaxnir
annari stöðú, ellegar manna, sem ná
vilja í fé og völd, án fyrirhafnar. Dirf^ka
og kænska eru og helztu hætileikarnir,
sem þar til þurfa. Það, að hafa póli-
tíkina til hagnaðar sjálfum sár, er orð-
iiiii allsherjarlöstur — því algengari, sem
stjórnmálahluttakan nær víðara, lengra
og dýpra niður í félagslifið.» Síðan
sýnir höf. og sannar hvernig (við
hinn alm. 'kosningarrétt) verstu gallar
hins gamla einveldis gangi aftur: ætt-
mannafylgi og vina, mútur, fjárglæfrar,
bitla-betl og sukk, sala ríkiseigna og
brutl með a!t, sem hönd á festir — alt,
alt í frelsisins helga nafni og sam-
kvæmt < vilja þjóðarinnar.»
[Meira]
M. J.
Peary og ferðir hans.
Dr. Cook er nú ekki lengur eini mað-
urinn sem komist hefir til Norðurheims-
skautsins. —
Landi hans, Robert Peary hefir
einnig náð því marki. Þessir tveir Am-
eríkumenn hafa farið sína Ieiðina hver
til að ná markinu.
Og Peary hefir tinnið til þess að
snúa heim sigri hrósandi. Enginn nú-
lifandi norðurfari hefir jafn tengi keppt
með óþreytandi þolgæði, að því að ná
takmarkinu. Peary var líkastur krippling,
þegar hann Iagði á stað í síðustu för
sína, sem nú hefir að lokum launað
honum margra ára erviðleika, hættur og
þrautir.
A hinum löngu ferðum sem hann
fór um ísana, hafði kuldinn nær þvf
orðið honum að bana. Hann fékk kol-
brand í fæturna svo að taka varð tærn-
ar af. —
En ekkert vann bug á hugrekki Pearys
eða aftraði honum fráað hefja för enn á
ný. Hér um bil 30 ár eru liðin síðan
hann byrjaði á rannscknum í norður-
heimsskauts löndunum.—
Þá var* hann á unga aldri, en nú,
þegar markinu er náð, er hann 53 ára
gamall.
Ártim saman fékkst Peary við að
rannsaka norðurströnd Grænlands og
héröðin þar norðanvið. Kona hans var
með honum á sutnum af þessum ferð-
og ól hún honum eitt sinn dóttur langt
norður á Grænlandi. Ungfrú Peary, sem
nií er 16—17 ára, getur víst hæit sér
af því, að vera fædd norðar á hnettin-
n:n en nokktir annar maður, að und-
anteknum Eskimóunum.
Peary lagði á stað í hina fyrstu eig-
ir.Iegu norðtirheimsskautsför sína sum-
arið 1898 og kom aftur í september
1902. bá komst hann í apríi 1902 ' á
sieða 84 gr. 17. mfti. n. br. og var
það nær heimskautinu en nokkur mað-
ur hafði áður komist.
En Peary lét sér það ekki nægja. Óð-
ara en hann var kominn heim fór hann
að búa sig undir nýja heimsskautsför.
Hann fékk nægilegt fé til fararinnar og
var eftir skamma hríð kominn aftur á
vfgvöll sinn í hánorðinu. Árið 1Q06
konst hann Iengra en bæði Fridtjóf
Nansen og Cagni höfðu komist, á 87,
gr. 6. ínfn n. br. Að þessu þrekvirki
loknu fór hann straks að búa sig und-
ir að freista gæfunnar ennþá einu sinni
og í þetta sinn hefir heppnin verið með
honum, svo að honum hefir auðnast að
stfga fótum i norðurpóllinn.
Peary lagði á stað í þessa síðustu
fðr sína í byrjun ágústmánaðar 1908.
Pá fór hann á eimskipinu Roosvelt og
ha Si hinn bezta útbúnað að öllu.
Þá lét hann í ljósi við blaðið «New
Yok Heiold,« að í þetta sinn mundi
hann og menn hans leggja lífið í söl-
urnar til að nátakmarkinu. Hann ætlaði
að hafa Kap Sheridan fyrir aðalstöð og
bjóst við að ná þangað í september.
Pá ætlaði hann strax á stað til pólsins
á sleða.
»Misheppnisttilraunin«sagði hann, »sný
eg aftur til skipsins og dvel þar yfir
sumarið og 'egg svo á stað næsta vet-
ur. Og verði sú tilraun einnig árang-
urs'aus, muu eg reyna enn þá einu sinni
— í síðasta sinni.
Fyrsta skýrsla Pearys er á þessa
leið:
». Roosevelt«kom til Kap Sheridan 1.
sept, 1908. Par dvöldu þeir um vet-
urinn. 15. febrúar 1909 hófu þeir sleða-
ferð frá skipinu og héldu norður frá
Kap Columbia 1. marz.
Frá 2. til 11. marz hindraðist för
þeirra af auðum sjó. Eftir það gekk för-
in ^reiðlega og 6. apríl náði Peary
heimskautinu og var þá aðeins í fylgd
með honum þjónn hans, er var svert-
ingi, og einn Eskimói.
7. apríl lögðu þeir af stað frá heim-
skautinu, náðu Kap Columbia 23. apríl
og skipinu 27. apríl.
Frá Kap Sheridan hélt skip þeirra Roos-
velí af stað 8. ágúst.
Allir félagar Pearys komu aftur heilu
og höldnu, að undanteknum ungum
prófessor, Marwin að nafni, er drukn-
aði af slysi 10. apríl, á heimleiðinni.
lLrusl. þýtt úr »Politiken»]
Úr skotsku kirkjublaði.
Alkunnur prestur kunngjörði sóknar-
fólki sínu, að tvö messuföll væri óhjá-
kvæmileg. «Því eg ætla,« sagði prestur,
«að fá mér fieina frídaga til hressing-
ar.« Pá gal'l við kona ein göinul og
greyp f skap : «Pá verður fjandinn ekki
iðjulaus í meðan, aldrei tektir hann sér
frídiga til hressingar, og sýnir það sig
bezt þegar sálusorgin bilar.« Pá svarar
prestur: «Eg hugsaði ekki, Katrín mín,
að eg ætti að feta í hans fótspor?«
„Já, því fer nú sem fer,« segir kerling,
«þu að árveknina mættuð þið þó all-
ir áf honutn iæra.« —