Norðri - 11.11.1909, Page 2

Norðri - 11.11.1909, Page 2
178 NORÐRI NR. 45 að skifta sýslunni einhversstaðar fyrir utan Akureyri og þá heb.t um Arnar- neshrepp, en efamál getur verið hvar sé skynsamlegast að hafa merkin. Einn- ig getúr komið til álita, hvort ekki væri skynsamlegast að leggja jafnframt Sval- barðsstrandar og Orýtubakkahreppa und- ir annanhvorn hluta Eyjafjarðarsýslu. Retta mál er sannarlega þess vert að það sé alvarlega og nákvæmlega athug- að. Greinum um þetta efni mun «Norðri« fúslega veita rúm, eftir því sem frekast verður unt. Kíghóstinn er að ganga hér við Eyjafjörð, og er faiinn að stinga sér niður hér og hvar f bænum. Hóstans varð fyrst vart í þessu héraði í Júlímánuði í sumar. Rá veiktust nokkrir af honum á Hjalteyri og bæjum þar í grend, en það er fyrst í þessari umhleypinga og kveftíð, að hann er farinn að sækja í sig veðrið og breið- ast út að nokkru ráði. Viðbúið er, að hann tíni upp mörg heimili og því miður má búast við, að hann kunni að koma hart niður á ýmsum börnum, og sérstaklsga þeim, sem eitthvað eru veik fyrir á undan. Pó verð eg að geta þess, að mér hefir virst hann vera með vægara móti á þeim börnum, sem eg hefi hingað til séð. Nokkrir fullorðnir menn og konur hafa fengið kíghóstann og hafa orðið til þess fremur öðrum að flytja hann meðal fólks. Það er líkt með kíghóstann og mislingana, að yfirleitt fá menn hann aðeins einusinni á æfinni, og eru upp frá því ómóttækilegir fyrir hann og ennfremur er það líkt með báðum, að mjög h'til hætta er á því, að sá sem einu sinni hefir haft veikina, geti flutt hana með sér og sýkt aðra. Það er því nokkurn veginn hægt fyr- ir sveitabæi og afskekt heimili að varast kíghóstann. Verulegum sóttvörnum gegn veikinni hefir ekki verið beitt, bæði vegna þess að ekki er lagaheimiid til þess og í öðru lagi vegna þess, að veikin er svo langvinn, að ekki er gerlegt að sótt- kvía fólk, máske í fleiri mánuði. Svo er talið, að undirbúningstími kíg- hóstans sé frá 3 — 6 dagar, en sagt er, að hjá ungbörnum komi hann stundum fram án nokkurs undirbúnings í líkam- anum. Fyrstu sjúkdómseinkennin eru vana- lega kvefeinkenni og nokkur hiti. Kvef- ið helzt í viku eða rúmlega það og er ekki hægt að greina það frá öðru kvefi; en að þessum tíma liðnum byrjar sjálf- ur kíghóstinn, en hann getur varað 3 — 4 mánuði. Hóstakviðurnar eru mjög mismun- andi ákafar. Sumir taka ekkert út með þeim. Aðrir hafa þær langar, svo þeir blána og tútna í framan, standa á öndinni meðan á þeim stendur og soga svo að sér andann með miklum hvin. Mjög er misjafnt hvað kviðurnar koma oft — stundum aðeins 10 sinn- um á sólarhring: stundum 50 sinnum eða oftar, svo hver kviðan rekur aðra, svo svefninn verður svo sem enginn á nóttinni. Ekki hefir enn tekist að finna þá bakteríu sem orsakar kíghóstann, en á því þykjast menn ekki í vafa, að ein- hver baktería sé sökudólgurinn. Annað hvort sé hún svo smávaxin að vorar smásjár geti ekki stækkað hana nógu mikið, eða vanaleg litarefni geta ekki litað hana svo glögt að hún sjáist. — Sóttnæmið er einkum bundið við slím úr nefi og munni sjúklinganna. Halda rnenn, að bakterían vaxi í koki og barka og framleiði þar Iíkan þrota og vant er að sé samfara kvefi. Kíghóstinn er mjög næmur. Komi barn í herbergi þar sem kíghóstasjúkl- ingur hefir hóstað, jafnvel þó nokkuð sé liðið frá því — þá getur það verið nægilegt til að sýkja barnið. Öllum börnum innan 10 ára aldurs er hætt við að sýkjast og einkum þeim sem eru á milli 2 og 6 ára. Frá 10 ára aldri og upp eftir minkar sótthættan. Börnum í lélegum húsakynnum og sem eiga við ilt að búa, er miklu hætt- ara við sýkingu, en þeim, sem njóta góðs í rúmgóðum, lofthieinum íbúðum, og veikin verður yfirleitt langtum hættu- legri þar sem þröngbýlt er, óþrifalegt og ilt lopt. Kighóstinn sjálfur er ekki hættulegur hraustum börnum, en séu þau að ein- hverju leyti veil fyrir, er hann slæmur gestur, sem eykur og margfaldar þá lin- un, sem fyrir er. Sérstaklega hefir hann fengið ilt orð á sig fy-ir það, hvað hann oft og tíðum hefir kirtlaveiki og berklaveiki á hælum sér. Pað sem þó oftast veldur dauðanum úr kíghósta, er lunguabólga, sem oft vill koma, þegar hóstakviðurnar eru með mesta móti. Á Þýzkalandi, þar sem haldnar eru nákvæmar sjúkdóma- og dánarskýrslur, hefir talist svo til, að af börnum á 1. ári deyi 25°/o af kíghósta og afleiðing- um hans, af börnumfrá 1 — 5 ára, 5°/o en börnum frá 6—15 ára aðeins rúml. 1 o/o. Því miður hefir enn ekki tekist að finna einhlít meðul við veikinni. Með ýmsum hóstadeyfandi lyfjum má gera kviðurnar sjaldnari og minna sárar og með því draga úr þeirri hættu, sem yf- ir lungunum vofir, En ekkert er sjúk- lingnum hollara en hreint loft til að anda að sér, og aldrei tná gleyma því, að hreint loft er hollara, þó kalt sé, en upphitað óhreint. Þessvegna er ráð- legt að hafa glugga í hálfa gátt í her- berginu eða næstu stofu — aðeins gæta þess, að ekki sé súgur að vitum sjúk- linganna. Steingr. Ma.tthiasson. Gullbruðkaup. Hinn 13. þ. mán. er gullbrúðkaups- dagur hinna þjóðkunnu, háöldruðu hjóna Páls Pálssonar Melsteðs og frú Þóru Melsteð (dóttur Gríms sál. Jónssonar amtmanns). Verður hann þá 97 ára, en hún 86,j Hér skal ætlað færari mönnum að geta æfiatriða þeirra og starfsemda fyr- ir land og lýð, þá hálfa öld, sem þau hafa saman lifað; en um leið og þetta blað sendir brúðhjónunum hjartanlega heillaósk, skal það tekið fram, að eng- um öðrum hjónum munu fleiri heimili þessa lands, konur sem karlar, senda þann dag jafn hugheilar heiðurs og þakkar kveðjur, sem hjónunum Melsteð! Dr. Helgi Péturss hefir enn látið prenta allmikla grein í »Zeitschrift der Gesellschaf* fúr Erd- kúnde« í Berlín. 1908. Fyrirsögn grein. er: »Einige Hauptzúge der Geologie und Morphologie íslands.« Myndir og lands- uppdráttur fylgir. Eg er ekki svo sér- fróður, að geta dæmt um þessa eða aðrar fræðiritgerðir hins gáfaða og duglega vísindamanns; en, eins og kunnugt er, fylgir hann fast fram frábreyttum skoð- unum um fsaldar áhrif og menjar lands vors, svo og um myndun og lögun (Morphólogi) yfirborðs ymsra héraða. Dr. Helgi hefur þegar birt í jarðfræð- istíinaritum ýmsra landa ekki færri en 15 ritgerðir auk þess, er hann hefur prenta látið hér heima. Það er ekki lít- ið starf af jafn ungum fræðimanni. M. J. Sfmfréttir til Norðra. Frá útlöndum. Heyrst hefir að stjórnarskifti séu í vændum í Noregi og fari ráðaneyti Gunnars Knudsens frá en Lövland myndi nýtt ráðaneyti. Orsök til stjórnarskiftanna er sagt að sé fossamálið. Þingkosningar eru nýafstaðnar í Noregi og hafa hægri inenn fengið meiri hluta. Fregnir þessar koma víst flestum á óvart, en því miður eru þær svo ógreini- legar, að varla er hægt að átta sig á þeim. Það eitt er víst, að það er fossa- málið, sem stjórnarskiftunum veldur. Síð- ustu árin hefir sú stefna verið ríkjandi í Noregi að takmarka sem mest sölu á fossum og umráð einstaklinganna yf- ir þeim, en eigi sést það á fregnunum, hvort það er sú stefna sem stjórnin fell- ur á, eða það er hún sem hin nýja stjórn ætlar að fylga fram. Lövland, sá er sagt er að mtini mynda nýtt ráðaneyti, er einn af mestu stjórn- skörurigum Norðmanna og hefir verið ráðherra í nokkur ár. Hann var her- málaráðherra í ráðaneyti Michelsens, hinu fyrsta eftir sambandsslitin, en eigi munum vér hverju ráðherraeinbættinu hann gegnir nú. Úrslit kosninganna koma mönnum eigi sfður á óvart, því nú höfðu kon- ur í fyrsta skifti kosningarrétt og kjör- gengi þar í landi. Hafa vinstrimenn að líkindum eigi búist við, að þessi yrði árangurinn, er þeir veittu konum þessi réttindi. Fjárlagadeilan á Englandi. Efri málstofan ætlar að fella fjárlagafrumvarpið. Þessi fregn bendir á, að nú muni loks skríða til skarar með stjórninni og efri málstofunni, því Asquith for- sætisráðherra ‘nefir látið í veðri vaka, að ef efri málstofan felldi fjárlagafrum- varpið mundi hann rjúfa þingið og efna til nýrra kosninga ; er talið víst að þær kosningar muni ganga stjórninni í vil og ef svo fer, muni það vera fyrirætl- un Asquiths að ráða niðurlögum efri málstofunnar, annaðhvort með því að nema úr gildi synjunarvaldhennar eða fá konung til að dubba upp svo marga nýa lávarða, að stjórnin hafi meirihluta þar. — Frá Reykjavík. Hermann Jónasson hefir fengið lausn frá ráðmannsstarfinu við Lauganesspít- ala frá 1. apríl sökum heilsubrests, — Ráðherra hefir látið segja upp öllum þeim lánum úr viðlagasjóði, sem verið hafa afborgunarlaus. Mun tilgangurinn með þeirri ráðstöfun vera sá að breyta þeim í afborgunarlán. Þjófnaður hefir verið framinn hvað eftir annað í Reykjavík nú nýlega. — Maðurinn einn stal talsverðu af nýjum bókum og lét selja þær við uppboð. Nokkrir unglingspiltur stálu 800 kr. í peningum af skrifstofu sameinaða gufu- skipafélagsins. Þeir urðu brátt uppvís- ir að þjófnaðinum og náðust pening- arnir, að undanteknurn 40 krónum, er þeir voru bdnir að eyða.— Thorefélagið ætler að höfða mál gegn «Lögréttu» út af smágrein, sem nýlega stóð í blaðinu, með yfirskriftinni »Thore- félagssamniiigurjnn» Ummæli þau sem málsókninni valda, eru á þá leið, «að Tulinius væri það mátulegt, að kaupmenn tækju sig saman um að flytja ekkert með skipum hans.» Laura kom í gærkvöld frá útlöndum. Vesta fór í gærkvöldi til útlanda. Kækir ýmsra ritsnillinga. (Úr ensku blaði.) Bossuet, hinnfranski, frægi erkibisk- up, ritaði prédikanir sínar ætíð á hnján- um, Krysostomos (gullmunnur), biskjp í Miklagarði, hafði ávalt mynd Þáls post- ula fyrir framan sig, hvað sem hann las eða ritaði. Þeir Bacon, kanslarinn lærði, og skáld- ið Milton gerðu ávalt bæn sína áður en þeir rituðu eða ortu. Skáldið Pape söng ávatt eða æpti hátt stundarkorn, til þess að vekja sig eða hita, áður en hann settist við kvæðagerð. Tassó skáld ritaði sfn beztu kvæði milli æðis- kasta sinna, því að hann var geðveikur lengst af æfi sinni. Rousseau, franski spekingurinn, rit- aði alt á morgnana; Le Sage um há- degið, en Byroná næturnar. Aristo- teles vann hverja stund meðan hann vakti. Demosthenes mælskumaður gekk með stein í munni á meðan hann var að laga og skerpa málfæri sitt, því að hann var blestur og ærið málstirð- ur í fyrstu. Lúther hafði ávalt hund sinn liggjandi við fætur sér meðan hann ritaði; kross úr fílabeini stóð á borði hans, en sorpmyndir af páfanum hengu á hverju þili á vinnustofu hans. Lúther blés á hljóðpípu sí og æ, er hann þráði frið og hvíld, var þreyttur eða þá æst- ur í skapi, því við margt stórt var að stríða, en maðurinn geðríkur mjög. »Ekkert friðar mig eins og flautan mín,» var hans orðtak, og «við ekkert er and- skotanum eins illa.« Kalvín las og ritaði í rúmi sínu; varð það að þeim ávana, að í hvert sinn er vandamál bar honum að hönd- um, gekk hann óðara til sængur til að hugsa og rita. Kalvín var og geðstór maður, en stiltari en Lúther, enda lang- ræknari og meiri undirhyggjumaður; var Lúther miklu skarpari og tilþrifa- meiri, en fult svo hygginn og lærður var Kalvín. Latína hans þykir jafn snild- arleg sem Melanchthons. En andríkis- maður var Lúther miklu mestur — segir Hagenbach. Richelieu skemti sér í frístundum við ketti sína; átti heila hjörð af þeim. Hann þótti annar mestur stjórnspeking- ur á 17. öld — hinn var Axel Oxen- stjerna hinn sænski. Richelieu svaf sjald- an meira en þrjár stundir og var hinn mesti starfshestur. Hann eyddi árlega hálfri þriðju million kr. Milton komst af með sáralítil laun, borðaði lítið og drakk tómt vatn. Hann kvaðst yrkja bezt að haustinu eða vetr- inum til. En skáldið Alfrérí kvaðst al- drei geta ort nema í staðviðri. Hinn háfleygi Corneille varð oft- lega að hætta í miðju kafi, og leita til bróður síns, sem var ekki skáld, og lána hjá honum orð, sem hann vantaði. En stundum lá hann á bakið og las koiiu sinni fyrir og. rann þá upp úr honum. Svo var hann mistækur. Skáld- ið Moliére leitaði ætíð ráða hjá ráðs- konu sinni, sem var ólæs, þá er hann var að semja gleðileika sína. Racine, harmleikaskáldið, gat ekki ort nema hann gengi um gólf og talaði upphátt við sjálfan sig.« M. J.

x

Norðri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.