Norðri - 11.11.1909, Blaðsíða 3

Norðri - 11.11.1909, Blaðsíða 3
NR. 35 NORÐRI 179 Nýkomið í SCHIÖTHS verzlun margar tegundir af osti svosem: Sveitzerostur 0.75, Roccefort 1.50 Eidamer 0.70, Gouda 0.75, og 0.65, Rjómaostur 0.60, Mysuostur 0.25 og 0.28, Appetitostur og fl. tegundir, sultutau í punds dós- um, ótal tegundir 0,35, mikið af niðursoðnu, saft og öðru góðgæti ennfremur allskonar krydd t. d. petersille, karry, sinnep 3 tegundir. vanillestangir og dropar, citron og möndludropar, möndlur, sukkat, eggjapulver, gerpulver, buddingpulver, matarlitur, rauður og grænn, súpujurtir pakkinná 0.45., kardemommur, muskatblom, línsterkja.o. fl. Nægar byrgðir af nauðsynjavöru. Kramvara öll seld með miklum afslætti mót borgun út ihönd; það boxgar sig að lita inn, ef menn hafa peninga, ogþurfa eitt- hvað að kaupa. \Virðingarfyllst. Carl F. Schiöth. Hús til sölu á Siglufiríi. á ágætum stað. Stærð 14 -f 11 ál. Hár kjallari með verzlunarbúð, skrifstofu og'geymsluklefa; uppi 5 herbergi og eldhús. Afarlágt verð. Afargóðir borgunarskilmálar. Semja má við Helga kaupm. Hafliðason á Siglu- firði eða yfirréttarmálafœrslumann Björn Líndal á Akureyri, fyrir 1. febrúar næstkomandi. „Leikfélag Akureyrar11 hélt aðalfuud sinn hér í leikhúsinu 24, f. m. Voru þar lagðir fram reikn- ingar félagsins endurskoðaðir og skýrsla frá leikstjóra Télagsins um starfsemi þess síðastliðið ár. í aðgöngueyri hafði ver- ið greitt að leikum félagsins uin 900 kr. samtals, en allmiklu hafði verið kostað til aðgerðar á leiktjöldum, og kostnað- ur annar verið mikill við leikina, svo lítið var eftir í sjóði að þeim upphæð- um öllum greiddum, auk þóknunar, lítiIsháttar þó, er nokkrum leikendum var greidd. Ressir leikir voru sýndir: <• Lavender« leikur í 3 þáttum eftir A. W. Pinero, sýndur sex sinnum, »Ærsla- drósin« (úrfrönsku) tvisar sinnum, «Peg- ar endirinn er góður- (úr frönsku) einu sinni og »Slúðrið« (P. Jónsson) einu sinni. Auk þess hafði félagið forgöngu að kvöldskemtunum með söng og upp- lestri og aðstoðuðu félagið þeir Geir Sæmundsson prófastur, læknarnir Stein- grímur Mattíasson og Valdemar Steffen- sen og skáldið Matth. Jochumsson. Stjórn félagsins var endurkosin: Gísli J. Ólafsson, Eggert Stefánsson og Ant- on Jónsson, en hann baðst undan endur- kosingu og var þá kosinn í hans stað Rögnvaldur Snorrason verzlunarstjóri. Varastjórn ívar Helgason, Anton Jóns- son og Jóhann H. Havsteen. Leikstjóri endurkosinn Guðmundur Guðlaugsson. Endurskoðendur Fr. Kristjánsson og Jón Stefánsson (endurkosnir.) Samþykt var að hefja nú starfsemi félagsins þetta leik-ár mcð því að reyna að sýna leikinn «Gísli Súrsson.« Síðast- liðið ár keypti félagið leiktjöld í þann leik, eftir hinn fræga leiktjaldamálara Dana, Carl Lund. Er mörgum forvitni á að sjá þau á leiksviði, því þau eru orðrómuð mjög. Fundurinn gerði að heiðursmeðlim- um félagsins þá Guðl. Guðmundsson bæjarfógeta og skáldið Matth. Jochums- son. Félagið hafði gert sér vísa von um styrk úr landssjóð þetta ár, hafði haft meðmæli til þess frá bæjarstjórn Akur- eyrar ásamt fyrirheiti (á fundi 26. jan. síðastl.) um styrk úr bæjarsjóði, ef það fengi landsjóðstyrkinn. Alþingismað- ur Akureyrar (Sigurður Hjörleifsson)hafði og lofað að styðjaþað eftir mætti.en ekki sýna þingtíðindin að hann hafi mætt málfæri sitt á tilraunum við það. Sig- urður hefir verið meðlimur félagsins undanfarið, en sendi nú úrsögn á að- alfund og kom því ekki sjálfur, var því ekki hægt að spyrja hann hvort Björn hefði bannað honum að halda loforð sín um þetta, svo hann hefði orðið að þegja þess vegna. Pykir háttsemi Sig- urðar sem alþingismanns vera kynlegt í þessu máli sem fleirum, en fæstir vita hvað veldur. Eg óska Leikfélaginu alls góðs, og vona að það dafni og þróist á næsta áriekkiminna en síðastaár.Paðhefir mörg- um góðumogóþreyttum liðskröftum á að skipasvoástæðaertilaðvænta góðs afþví; ættu og bæjarbúar að styðja það eftir föngum, því góðir og vel sýndir leikir eru holl og auðgandi skemtun. S. Pjóðskáldið Matth. Jochumsson er 74 ára í dag. í tilefni af því blakta fánar á stöngum um bæinn. - «Norðri« óskar hinu aldraða þjóð- skáldi langra og farsælla lífdaga. Nýr doktor. Ólafur Dan Daníelsson hefir unnið doktorsnafnbót í starðfræði. Kom hann heim til Reykjavíkur með ,Sterling‘ í dag. Bretska félagiö. —«»— Eitthvert hið frægasta vísindafélag í heimi þykir hið Bretska vísinJaíélag. Aðalstöð þess er í Lundúnum, en árs- fundir þess eru stundum haldnir ann- arstaðar í helstu borgum ríkisins. í sum- ar mætti stjórn þess í Winnipeg, hinni nýju höfuðborg efri-Kanada. Par bjuggu ein 200 manna árið 1870, en nú 150 þúsundir, enda er þar nú mest hveiti- verzlunarborg í heimi. A fundi hins nefnda félags hélt for- seti þess, sr. J. J. Tompson, mjög merka tölu um framtíð rafsegulaflsins. Hefir því oft verið spáð, mælti hatin, að eyðast mundi kol og annareldiviðarforði hnatt- arins, og síðan ef til vill vatnið. »Menn gleyma því,« mælti þessi frægi raffræð- ingur,« að vér lifum ekki af eigin efn- um eða þessa hnattar, er vér lifum á; vér lifum hverja líðandi stund á því, sem sólin' leggur af mörkum við oss. Pað er hún, sem vér eigum að þakka nótt og dag, sumar og uppskeru; og það er hennar kraftur, sem liggur geymd- ur handa oss í kolunum, í fossunum, í fæðunni, sem vinnur í raun réttri öll verk veraldarinnar. Hve feykilega mik- in forða sólin veiti ossgetum vér skynj- að ef vér athugum, að sólarhitinn, sem jörðin fær á heiðríkum degi samsvarar, að því er Langley hefir reiknað, hér um bil 7000 hesta-afli á ekru hveri. Þó að verkfræðingar vorir hafi ekki enn séð sér fært að segja hvernig megi hagnýta þetta feiknaafl, þá dettur mér alls ekki í hug að efast um, að þeim muni tak- ast það að lokum, svo að þegar kolin eru búin og vatnsforðinn hrekkur ekki til að fylla allar þarfir, þá eru meiri lík- ur til að þar sé sá brunnur eða kraft- ur, sem jafnt sem áður vinni þaðstarf, sem nauðsyn krefur. En vera má, að þegar sá tími kemur, verði aðal verkstöð- var þjóðanna fluttarsuður á Sahara sand- ana, svoog að verðmæti landaog staða fari þá eftir því, hvar bezt verði að henda og handsama geisla sólarinnar.« Dr. Tompsou segir, að nýr endurfæð- ingar tími hafi byrjað, síðan þeir Hux- ley og Tyndale og aðrir svartsýnii vís- indamenn rituðu. Alt horfir nú sem bezt við, og hvergi skortur á nýjum táknum og undrum, því nú sjá menn að óðara en einn leyndardómur er Ijós, bólar á öðrum eun stærri og dýrðlegri.— Úr Vestur-Húnavatnssýsla. í morgun áttum vér símtal við mann þar vestra og sagði hann þar allgóða tíð, en þó fremur umhleypingasama. í Miðfirði hefir fé lítið verið gefið ennþá, enda' er þar snjólítið og ágæt jörð. Fiskiafli var góður á Miðfirði í haust og var reitings afli síðast er róið var. Óvenjulega margt fé var lagt inn í Hvammstangaverzlanir í haust, og munu skuldir manna yfirleitt hafa lækkað að miklum mun, en fénaður þóvíðastjafn margur og áður, eða fleiri. Er almenn vellíðan þar um sveitir,— Nýlátinn er Jóhann bóndi Ásmundsson á Haugi í Miðfirði, aldraður maður. Var hann fjörmaður hinn mesti, meðan heilsan var bærileg. Synir hans, Skúli og Ásmundur fóru til Ameríku fyrir mörgum árum og eru þeir dugnaðar- menn hinir mestu, einkum Ásmundur. Kom hann hingað heim í kynnisför í hittið fyrra,— Einnig er nýlega látin Sesselja, ekkja Benedikts, erbjóá Bjargar- stöðum f Miðfirði. Synir þeirra hjóna eru þeir Jón bóndi á Aðalbóli og Svein- björn bóndi á Bjargarstöðum, báðir mestu efnis og uppgangs bændur. Kaupendur Norðra, sem hafa meira af 40. og 41. tölublaði Norðra þessa árs, en þeir minst geta komist af með, eru beðnir að gera blað- inu þann greiða að endursenda þau blöð hið allra bráðasta til afgreiðslunnar í Brekkugötu 19. M.J. _r-,n- f— - — - -I — -I I— I—. I—Ir —— I — ■ — ■* • —— —- - — — -—I- — - — « — — — » 152 hvernig hjartað sló af eftirvæntingu þess, sem nú átti að koma; en samt var honum ómögulegt að finna neina byrjun. Pað var Júlía sem byrjaði: »Pér höfðuð skemtilegan fransdans?« »0-já« »Hún er töfrandi?« «Frú Steiner? — o — hver hefir sinn smekk,» sagði Törres og horfði alt í einu beint framan í hana. Júlía roðnaði ofurlítið, og færði sig ósjálfrátt til hiiðar frá honum. «Hún er hættuleg.» »Ekki fyrir alla,« sagði Törres. Júlía stóð upp og þau fóru að dansa aftur. Hún mátti nærri því til með að hlæja, meðan hann færði hana svo fimlega og öruggur: hún hafði haldið, að Lúlla hefði veitt hann í sitt net — og það hélt Lúlla víst líka! — og svo var það þó hún sjálf, sem alt snerist um. Hann gekk þarna með bónorðið ávör- unum; en það vildi Júlía ekki heyra, ekki með nokkru móti — ekki enn þá, að minsta kosti. . Árangurslaust reyndi Törres til að komast áfram, en hún hélt aftur af honum og veik undan svo sam- ræðan komst aldrei lengra en að smámunum. 149 hann þekti hann svona hálft um hálft: hvort hann skemti sér vel? v Púsund þakkir — ágætlega! svaraði Törres frá sér numinn af þessari nýju virðingu og greip hönd hans um leið, sem þó alls ekki var meiningin. Yfirkennarinn hélt fljótlega burtu og varð á sömu skoðun og Kröger, að skemtilegur piltur væri hann ekki. Á meðan Törres beið þannig eftir að dansa við ungfrú Júlíu, sem hann var viss um að mundi gera gagngerða breytingu á lífi hans — styrkti hann sig á nokkrum glösum af hinu nafnfræga jóla-púnsi Gust- avs Krögers, án þess að það stigi honum til höfuðs ins á annan hátt en þann að gera hann bjartsýnrii og draga ofurlítið úr varfærni hans, sem annars hafði svo djúpar rætur. Einn af vinum hans gerði hann kunnugan nýjan prestinum. «Við erum víst sveitungar hér um bil,» sagði presturinn vingjarnlega. »faðir minn var hjáleigu- bóndi, og nefndi sig eftir bænum — Opstad — þér kannist við hann?» «Nei,» svaraði Törres stuttlega; var nokkur tími til að tala um Snörtevold? Prestur var gætinn og hætti, en Törres tæmdi

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.