Norðri - 18.11.1909, Side 3

Norðri - 18.11.1909, Side 3
NR. 46 NORÐRI 183 Sfmfréttir til Norðra. Sambandsmálið í danska þinginu. Schack kapteinn. sem eitt sinn var yfirmaður á . varðskipinu »Heklu« hér við land, en nú er fólksþingismaður í Danmörku, gerði þar nýlega svohljóðandi fyrirspurn til forsætisráðherrans: Hvað líður íslenzka sambands- málinu? og spurði ennfremur, hvort stjórnin ætlaði ekki að leggja það fyrir danska þingið. Forsætisráðherra svaraði fáu, en kvaðst vona, að allir stjórn- málaflokkar yrðu samtaka í því, að' fara ekki lengra í því máli, en þegar hefir verið gert. Einnig urðu þar umræður um íslen^ka viðskiptaráðunautinn. Lýsti utanríkisáðherra því yfir, að hann ætlaði að leita samn- inga við Islandsráðherra um starfs- svið hans. Stjórnarskiftin í Danmörku. Aðalástæðan til þeirra var sú, að hægrimenn í þinginu, er fylgt höfðu Neergaard, gáfu í skyn, að Holstein Ledreborg hefði leitað samkomulags við sig. Hann komst síðan á snoðir um þetta, og lýsti því yfir, að það væri ósatt, en þó munu einhverjir af flokksmönnum hans hafa leitað samkomulags við hægrimenn. Fór svo að lokum, að hægrimenn ætluðu að taka þessi ummæli aftur. En eftir þetta fóra þeir að leita samkomulags við jafn- aðarmenn og róttæka vinstri- menn um vantraustsyfirlýsingu til stjórnarinnar. Hægrimenn vildu í fyrstu aðeins gefa Hol- stein vantraustsyfirlýsingu, en sú tillag-a var feld og ennfremur önnur frá jafnaðarmönnum. Að lokum var samþykt vantrausts- yfirlýsing til allrar stjórnarinnar. er róttækir vinstrimenn fluttu. Nyhólm, dómsstjóri í hæsta- rétti, hefir látið af starfa sínum; eftirmaður hans verður Niels Lassen dr. jur. Orsökin til þessa mun vera sú, að Ny- holm hefir eigi viljað standa í stappi því, sem verða mun út af Albertímál- unum fyrir ríkisrétti. Talið er víst, að hægrimenn komist til valda í Noregi. ✓ A Grikklandi hafa verið ó- eirðir miklar nú um hríð, og hafa þær mest sprottið af mótblæstri gegn konungsættinni. En sagt er að stórveldin muni skerast í leikinn, og sporna við því að konungsættin verði að fata frá völdum. Sainsöngvar Sveinbjörns Sveinbjörns- sonar tónskálds í Kaupmannahöfn í f. m. tókust vel. Lögin þóttu yfirleitt fall- eg, einkum lagið «Ó, guð vors lands.» Pétur Jónsson stúdent söng þar ein- söngva og hlaut lof mikið. Ameríski sendiherrann í Kaupmannahöfn hefir fengið hann til að syngja fyrir gesti sína í vetur. Skáldið Olaf Hansen hefir þýtt ' Ofur- efli» á dönsku. Frá Reykjavík Oullbrúðkaup Melstedshjónanna stóð 13. þ. m.; stúdentafélagið sendi þeim heillaósk, en Steingr. Thorsteinsson flutti kvæði. Kvennaskólinn gekk skrúðgöngu heim til þeirra. Heilsuhælið er nú komið undir þak. samsæti í fyrradag í tilefni af því. Hinir nýju strandbátar Thorefélagsins eiga að heita «Austri« og »Vestri«, sá þriðji verður »Perwie«. Adrepa. í síðasta blaði Norðurlands birtist ennþá löng ritstjórnargrein um Thore- samninginn, A þetta sennilega að vera vörn gegn því, er rttað hefir verið í þetta blað um sama efni. Pessi Norðurlandsgrein er þannig úr garði gerð, að hún er engra svara verð. Ef fylgifiskar þess blaðs eru eigi svo skilningsgóðir og skynsamir menn, að að þeir sannfærist um það við lestur greinarinnar sjálfrar, að hún sé einn einn hinn viðbjóðslegasti eg vitlausasti þvættingur, sem unt er að rita um al- varlegt mál, þá er algerlega árangurs- laust, að -gera frekari tilraun til þess að opna augu þeirra. Rá hljóta augu þeirra að vera þannig haldin, að þeir þekkja engan greinarmuti sannleika og lýgi, vits og vitleysu. Aumingja Sigurður Hjörleifsson. Nú er hann svo langt leiddur, að jafnvel ákveðnustu andstæðingum er farið að þykjanóg um. Rað skal fúsiega játað, að það er eigi vegna hans sjálfs, heldur vegna þjóðarinnar og þó eirikum þeirra kjósenda Akureyrarkaupstaðar, er greiddu honum atkvæði sitt við síðustu kosn- ingar. Ef hann væri á sinni réttu hyllu í lífinu, þá þyrfti engum að ofbjóða fram- ferði hans. Pá væri það jafnvel gleði- Iegt sjálfs hans vegna, hversu ánægður hann er með sjálfan sig og upp með sér yfir sálarástandi sínu. Pá skifti það litlu, þótt það daglega komi í Ijós hvað hann er og hver hann er. En af því að hann er alþingismaður og ritstjóri væri æskilegt að reynt yrði að hafa ein- hvern hemil á honum, ef nokkurt hóf á að verða á þeirri skömm og háðung, er hann gerir þjóðinni og þó einkum kjördæmi sínu. Látum oss breyta eftir boðum heil- agrar ritningar. Fyrirgefum Sigurði Hjör- leifssyni ef hann veit ekki hvað hann gerir og launum honum að maklegleik- um ef hann veit það.— Norðurlands-sannleikur. Síðasta blað Norðurlands segir látna húsfreyju Sigrúnu Jörundardóttur, konu Odds skipstjóra Sigurðssonar i Hrísey. — Kona þessi lifir ennþá, sem betur fer, við dágóða heilsu.— Sennilega hefir Norðurland ekki fluít þessi ósannindi gegn betri vitund og lætur sér því að líkindum nægja að segja þau einusinni. Fiskiafli er allgóður hér úti í fjarðarmynninu altaf þegar gefur á sjó. . Gjaldþrot. Gunnar Helgason útvegsmaður í Hrísey hefir framselt búeitttil jgjaldþrotaskifta. Tíðarfar hefir verið allgott hér norðan lands, síðustu vikuna. Er nú snjólítið hér í Eyjafirði og víðast hvar góð jörð. Vígslubiskupar eru kosnir: á Suðurlandi Valdemar Briem með 66 atkv. af 82. Næstur honum að atkvæðafjölda, var Jón Helga- son lektormeðl2 atkv. Norðanlands: Séra Geir Sæmundsson með 16 atkv. af 36. Næstir honum voru sr. Björn Jónsson í Miklabæ, sr. Stefán Jónsson á Auðkúlu og séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili með 4 atkv. hver. Séra Árni Jónsson á Skútustöðum fékk 3 atkv. > Egill« er á Seyðisfirði í dag. Fer þaðan í nótt. „Hver er þar?“ Fyrirburður á Engiandi. Maður, sem ritar undir: „Prestur l ensku kirkjunni," sendi nýlcga blaðinu Light fytgjandi sögu: Eg vil leyfa mér að skýra yðar heiðr- aða blaði frá kynlegum fyrirburði, sem gert hefur aftur og aftur vart við sig í húsi mínu og eg get ekki efast um, þótt eg hafi lítið sem ekkert séð í þá átt sjálfur. Fyrst fóru að heyrast högg á hurð- irnar á svefnherbergjunum, þrjú, stund- um lítil, en stundum heil slög. Pau virt- ust oftast koma fremur frá herbergjum, sem enginn svaf í, heldur en utan úr ganginum. Pessa hefir orðið vart ann- að veifið síðan fyrir þremur árum. Frá þessu hefur móðir mín sagt mér, þjón- ustustúlkurnar, kona mín og eins heldri- maður einn, sem hjá okkur dvaldi, þeg- ar stúlkurnar voru ekki heima; bjó þá sá maður einn í heilli herbergja röð við ganginn, þar sem hann svaf. Sjálfur hefi eg aldrei heyrt þessi högg, en vitnin get eg ekki rengt. I júlí 1907 urðu ný og meiri brögð að þessu. Eina nóttina eftir miðnætti hrökk eg upp við að kona mín kallaði: »Hver ert þú?« Eg stökk á fætur, í því æpti kona mín: Kveiktu á eldspítu!» (náttlampinn hafði sloknað) og lýstu undir rúmið, það er maður í herberginu.« Eg gerði það í snatri, skimaði hálfflemtraður um her- bergið og þokaði mér þangað sem lá hlaðin smábyssa, er eg hafði til var- úðar. Svo kveykti eg á lampanum og lýsti undir rúmið, en engin sál var í her- berginu nema við, ng dyrnar læstar. Hún sagði mér, að hún hefði vaknað við það að sængurklæðunum var lyft upp ofan að henni og kipt úr höndum hennar; síðan greip einhver hönd aðra hennar og þreifaði um fingurna eins og eftir hringnum, Hún vildi kalla, en loks kom hún upp orðunum: «Hver ert þú ?» og þau orð heyrði eg; þá kvaðst hún hafa gripið fastíhend- i n a á svipnum í því hún var að sleppa hennar, en hendin fanst henni hjaðna undan takinu, þótt hún hefði sýnst heit og náttúrleg góða stund. Um þennan atburð fanst okkur töluvert um tíma, en eg lét helzt í liós að það hefði verið martröð (nightm are) og smásaman gleymd- um við því. 156 tengdaföður sínum. Öll sú hepni sem hafði fylgt hon- um bæði upp á síðkastið og’þetta kvöld, gerði hann miklu örari en það sem hann hafði drukkið. Pess vegna hafði hann þetta eina í huga: Pau skulu nú fá að sjá það —öll saman. Pað var alveg eins og hann væri orðinn allur annar maður, sem ekki ætti rót sína að reka til hinna gætnu bænda, í huga sínum sá hann aðeins björtu hliðina: bankastjórann, hina vaxandi virðingu hinna, hans góðu peninga, Júlíu sjálfa, og vinsemd hennar. - Pau skyldu fá að sjá það öll saman! — Þá kom hann alt í einu auga á húsbóndann, sem stóð við skrifstofudyrnar og var að tala við With konsúl og nokkra aðra. Törres stansaði eitt augnablik ósjálfrátt, þegar hann sá þennan mann, sem á svo einkennilegan hátt var orðinn óvinur hans frá því þeir hittust í fyrsta sinn. En hann færði sig þó nær til að þess að grípa hent- ugt tækifæri og tala við Kröger inni á skrifstofunni; dyrnar höfðu verið opnaðar til þess að hleypa út reyk. Pað var kallað á konsúl With til spilsborðs síns, og hópurinn tvístraðist, húsbóndinn fór inn á skrifstofu til þess að sækja vindla. Törres fór itln á eftir. Pað hafði ekki verið kveikt 153 Eftir dansinn var Törres órólegur og taugaóstyrk- ur, og vildi ekki sleppa henni. Hún sagðist mega til að fara fram í eldhúsið til Soffíu frænku. Hann vildi fylgja henni, og hún gat ekki losnað við hann, hann fylgdi henni gegnum herbergi eldra kvenfólksins — fast að eldhússdyrunum, hún hló ennþá, en var þó hálfhrædd við hann. »Sjáið þér nú til, hérna skiljum við!« sagði hún og rétti honum hendina. »En — en við erum þó á sama máli?« — gat hann loksins stunið upp. »Já já!« kallaði Júlía hlæjandi um leið og hún hvarf út í eldhúsið. Törres leitaði frú Steiner uppi og fann hana í litla herberginu, og — frá sér num- inn af haniingju sinni sagði hann við hana. »Hugsið þér yður! hún hélt að það væruð þér!» Frúin skildi við hvað hann átti og leit á hann með augnaráði,sem Törres var of æstur til að skilja, en nú var mælirinn fullur; hún viidi losa sig við þetta ruddamenni. «Sögðuð þér ekki áðan, að þér vilduð fylgja mínum ráðum?« «Hef eg ekki gjört það?» — og hugsið yður —« Hún tók fram í. «En þorið þér framvegis? » »Eg þori alt mögulegt,» svaraði hann.

x

Norðri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.