Norðri - 28.01.1910, Síða 1

Norðri - 28.01.1910, Síða 1
V, 4, Akureyri, föstudaginn 28. janúar. 1910. Fregnmiði „Norðra” Akureyri 24. jan. 1910. Norðra hefir borist eftirfarandi símskeyti frá fyrv. stjórn Lands- bankans í Reykjavík í tilefni af útdrætti úr skýrslu bankaransóknar- nefndarinnar, sem mun vera samhljóða símskeyti því, er »Norður- land« flutti 21. þ. m. Til almennings. Skýrsla bankaransóknarnefndarinnar er ekki enn komin út, oss hefir eigi gefist kostur á að sjá útásetningar ransóknarnefndarinnar. En þrátt fyrir það hefir ráðherrann hvað eftir jannað látið »ísafold« auglýsa ýmislegar sakagiftir gegn oss. Þetta sæmir ef til vill ritstj. »ísafoldar« en ekki ráðherra íslands. í »ísafold« á laugardaginn er var eru enn á ný bornar sakir á oss, og fyrir þeim borin skýrsla ransóknarnefndar. Að svo vöxnu máli látum vér oss nægja að mótmæla þessum sakaráburði, og sérstaklega staðhæfingunni um 400.000 kr. tap bank- ans, sem er hrein fjarstæða, um leið og vér einnig mótmælum fastlega öllu atferli stjórnarinnar gagnvart Landsbankanum, og bend- um almenningi á hið ósæmilega háttalag, að láta »Isafold« á blaðs- ins ábyrgð birta sakargiftir gegn oss undir því yfirvarpi, að það séu útdrættir úr skýrslu ransóknarnefndarinnar í stað þess að birta skýrsluna sjálfa. Vér munum á sínum tíma, ef skýrslan nokkru sinni kemur fyrir vor augu, tjá almenningi andsvör vor gegn sak- argiftum þeim, sem stjórn og ransóknarnefnd vill vera þekt fyrir að bera fram í sínu eigin nafni, sér og framkomu sinni til rétt- lætingar. Tryggvi Gnnnarsson. Eiríkur Briem. Kristján Jónsson. Fnlltrúafundarinn á Sauðárkrók. (Frá tiðindaritara Norðra.) Á þessum tímum, þegar nálega allir eru tortryggðir, og flokksfylgisandinn virðist gjöra svo marga blinda, mun næsta fágætur viðbnrður sá, er gerst hefir í Skagafirðinum á ársins fyrstu dögum, og sem svo sérkennilega kom fram á hinum pólitíska fundi, sem hald- inn var á Sauðárkróki hinn 8. þ. m.— Málið stóra, bankamálið, með þess stuttu en margbreytilegu sögu, var þar til með- ferðar tekið af þingmönnum Skagafjarðar og 26 fulltrúum úr hreppum sýslunnar. I fulla 8 klukkutíma var á fundi þem set- ið í samfellu, og féllu aldrei niður ræður. Fjöldi manna töluðu, bæði fulllrúar og aðrir hinna fjölmörgu, sem mættir voru til ræðuþátttöku, en fulltrú. ar einir höfðu atkvæðisrétt. Meðal full- trúanna sjálfra ríkti almennt hin mesta hógværð, og gjörðu menn sér sýnilega far um, að ræða hið þýðingamikla mál með sem mestri alvörugefni og hleypi- dómalaust. Um það voru ekki deildar skoðanir, að hér væri, þar sem bankamálið er, komið á dagskrá hjá þjóðinni, slíkt al- vöruþungt málefni, að alþingi Islend- inga yrði að taka alvarlega í strenginn og gæta réttinda þjóðarinnar gagnvart framkvæmdarvaldinu, — en um hitt komu fram deildar skcðanir, hvort nauð- syn bæri til að knýja fram sem bráðast dóm þingsins með aukaþingi, eða bíða mætti eftir reglulegu þingi, sem þá að sjálfsögðu kæmi saman í febrúar 1911, — því að hitt myndi óhugsandi, að því yrði frestað til 1. maí 1911, þótt orða- sveimur Iægi á því, sennilega vakinn af mótstöðumönnum stjórnarinnar, Fingmenn héraðsins og meirihluti fulltrúanna litu svo á, að núverandi á- stand og fyrirkomulag við stjórn bank- ans væri með öllu óþolandi, þar sem í stjórn hans sætu: »tveir þingkosnir gæzlustjórar« í trássi við stjórnina, og tveir stjórnskipaðir gæzlustjórar, ef ekki í trássi við þing og þjóð, þá samt ó- kosnir og ósamþyktir af þinginu. Óánæg- ja hjá minnihluta fulltrúanna með þetta vandræðafulla ástand kom og fram, en þó allra berlegast í tillögu einni til fundarsamþyktar, er kom fram frá öðr- um fulltrúanum úr Hólahreppi, sem var minnihlutamaður á fundinum. Tillaga sú gekk út á, að skora á ráðherrann, að setja hina burtviknu gæzlustjóra aft- ur í gæzlustjórasætin, og samþykkja þá sem slíka, ella kalla saman aukaþing sem fyrst. Pessi tillaga þótti meirihluta fulltrúanna of nærgöngul við ráðherra eftir atvikum, og fela í sér helzt til* á- kveðinn dóm, og vék henni því til hlið- ar fyrir þeirri tillögunni, er kom fram frá fyrsta þingmanni héraðsins, og í sér felur kröfu um aukaþing, grundaða á því er allir vita: að þing en eigi landsstjórn hefir rétt og skyldu til að kjósa gæzlustjóra til langframa. að engri stjórn, ekki einu sinni hinni núverandi, er svo vel trúandi, aðgjör- legt sé fyrir þjóðina að sleppa við hana öllu valdi og öllum yfirráðum yfir peninga- og láhsstofnun landins.og að það þoli enga bið, að þingið ran- saki fyrir þjóðina sakir þær, sem bornar eru á hennar starfs- og trún- aðarmenn, þingkosnu gæzlustjórana. Tillaga þessi þannig að efni til, en öðruvísi orðuð, var og samþykt á fund- inum, en engar aðrar tillögur undir at- kvæði lagðar. Margir töluðu óneitanlega vel og skipulega á fundi þessum, en engum er hallmælt, þótt það sé viðurkent, að fyrsti þingmaður bar af öðrum að skarp- leik í röksemdaieiðslum, svo að kynj- um sætir, að jafn skýr og auðskilin rök skyldu eigi megna að sannfæra alla á nauðsyn aukaþings, sem auk þess eng- inn ætti fremur eftir að æskja en sjálf- ur ráðherrann, ef hann hefir rétt gjört. Framkoma skagfirzku þingmannanna í hinu þýðingarmikla bankamáli, er svo einarðleg, svo röksamleg, og sönnum þingræðismönnum samboðin, að eng- inn efi er á, að hún skapar þeim verð- skuldaðan vöxt í augum þeirra, er síð- ar skulu um dæma, og öll meðferð málefnisins á fundinum undir þeirra forystu, fór fram á þann hátt, sem fylli- lega er samboðinn alvarlega hugsandi og þroskuðum kjósendum, er hafa Ijósa meðvitund um, að þeir eigi gegnum þingmenn sína hluttöku í dómsvaldinu yfir stjórn landsins og málum bankans, Less ber að geta, að frumkvöðull að fundarhaldinu var fyrsti þingmaðurinn, Ólafur Briem, enda gekk hann hvervetna öruggum skrefum á undan í máli þessu. Akureyrarbær hefir fengið loforð stjórnarráðsins um að fá að borga jörðina Kjarna með sömu kjörum og ieiguliðar ftorga þjóð- jarðir. Bæjarstjórnin mun ætla að kaupa jörðina í fardögum og þarf þá að borga 1000 kr., og að kunnugra manna sögn, mun þurfa að kosta öðru eins til að girða tún og verja engi jarðarinnar, svo það verði viðunandi. Bréf úr Þingeyjarsýslu. Margt er nú talað hér, eins og ann- arsstaðar í landinu, umfrávikningu banka- stjórnarinnar; og óvinsælt er það verk, að því er eg veit bezt hjá báðum flokk- um. Yfirleitt mun þó þeim, er Birni ráðherra hafa fylgt að málum hingað til, þykja of snemt að kveða upp full- naðardóm í þessu máli, fyr en skýrsla ransóknarnefndarinnar er kunn orðin. Er þeim það nokkur vorkunn. En raun- ar ætti «ísafold« þó að vera búin að sannfæra alla þá, sem hana lesa, um það, að miklar geta sakirnar til frá- vikningarinna ekki verið; að minsta kosti ritar hún ekki þesslega, að lík- legt sé að hún dragi fjöður yfir það, er réttlætt geti verk ráðherrans. Og ekki er það glögt skyn á það, er til þjóð- þrifa horfir, sem þess er dulið, að verk eins og frávikningin, verður ekki rétt- Iætt með léttvægum ástæðum. Hér er ekki aðeins að ræða um traust og vantraust á bankanum sérstak- lega, heldur jafnframt, og í rauninni miklu fremur, um tiltrú á landinu yfir- leytt og sóma þjóðarinnar í heiid. Ef þeim er ekki að treysta, Tr. G., Kr. J. og E. Br., sem allir eru úr flokki þeirra manna, sem þjóðin hefir trúað bezt og talið sér mestan sóma að eiga, þá mun mörgum þykja vant að sjá hverjum treysta skal, og trúin á þjóðinni yfir- leytt, fá þau sár, er seint munu gróa. En eigi þeir tiltrúna skilið, sem yfir- gnæfandi líkur eru til; ef frávikningin er í aðalatriðunum hefndarverk á Tr. G. og frávikning gæzlustjóranna aðeins blekkingarvefur um það aðalatriði, hví- líkur dómur er það þá ekki á þjóðina, að hafa lyft þeim manni, er slíkt verk lætur sér sæma, til æðstu metorða? — verk eins og frávikning bankastjórnar- innar, má engin stjórn gera, nema m j ö g brýnar ástæður séu til. Og þær brýnu ástæður hafa enn ekki verið sýndar og eru jafnvel óhugsandi eftir öllum gangi málsins; sérstaklega þegar þess er gætt, hve stuttan tíma Tr. G. átti eftir að vera við bankann, og hve lítið sá stutti tími hlaut að þýða í hlutfalli við fortíð bankans annarsveg- ar, og afleiðingarnar, af frávikningunni hinsvegar. — Að líkindum ætlast ráð- herrann til, að í staðinn fyrir traustið, sem hann er að plokka af þessum mönnum, komi traust á sér og sínum fylgi- fiskum. En ekki hefir æði hans í þessu máli, verið'á þann hátt, að til þess séu miklar líkur. í fyrsta lagi er frávikn- ingarskjalið þannig úr garði gert, að það vekur ótrú en ekki tiltrú óvilhallra manna. Á því er orðbragð óvalins liðæsingamanns, en ekki gætinnar stjórn- ar. Líkt er að segja um dylgjur ráðherra, um að sumt af sökum banka- stjórnarinnar sé þess eðlis, að ábyrgð- arhluti geti verið að gera þær heyrum kunnar. Slíkar dylgjur gera aðeins ilt verra — ef nokkur tryði þeim — og eru alveg furðu óþokkalegar. Og svo

x

Norðri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.