Norðri - 28.01.1910, Side 2
15
NORÐRI.
NR. 4
þegar til sakanna kemur, sem fram hafa
verið bornar, á hendur bankastjórninni,
er það líka Ijóst, að sumar þeirra, að
minsta kosti, eru alveg út í loftið, sem
kallað er. Þótt það væri þannig rétt
t. d. að landsstj órnin hefði ekki úr-
skurðað reikninga bankans, undanfarin
ár, þá sér hver maður að s ú sök bitn-
aði ekki með réttu ástjórn landsbank-
ans. Augljós lýgi er það líka, öllum
þeim er með hafa fylgst og skyn bera
á þessháttar, að Sparisjóður bankans
hafi ekki verið «gerður upp« um fleiri
ár. Þótt einhver skekkja hafi fundist
í þeim reikningum, er það alt annað
en að þeir hafi ekki verið gerðir upp.
Um þær sakir að vfxillán hafi verið veitt
ólöglega, og Iög og reglur um sjálfs-
skuldarábyrgð hafi verið «margfaldlega«
brotin, er ekki hægt að dæma til ful'.s
að svo stöddu, þeim sem fjarlægir eru.
En ekki hefir mál ráðherra verið af
svo mikiili varkárni yfirleytt, að rétt
sé að trúa þessu sannanalaust, þvert
ofan í neiíun gæzlustjóra.
Líkt og um síðastnefnt atriði, er um
«veðsetningu« varasjóðs að segja. Rað
mál er enn óupplýst að talsverðu leyti,
en miklu meiri líkur til að veðsetning-
arsagan sé af misskilningi sprottin, ef
hún er ekki tómar ýkjur og blekkingar,
og væri hún sönn, á þann hátt er ráð-
herra heldur fram, væri það sjálfsagt
dómsmál, hvort veðsetningin væri held-
ur réttmæt eða óréttmæt. Bankastj. held-
ur því fram, svo sem kunnugt er, að
um eiginlega veðsetningu sé ekki að
gera. Og þýðing ísafoldar á skeytinu
frá Gluckstad bankastjóra, bendir líka
nijög í þá átt, að ráðherra standi þar
mjög höllum fæti. »Til Sikkerhed« þýð-
ir ekki »að veði«, eins og ísafold læt-
ur vera, heldur »til tryggingar« sem er
miklu yfirgripsmeira og ekki annað en
það, sem öllum varasjóðum er ætlað að
vera. Ennfremúr er það ósannað enn,
að ekki hafi legið nóg tilhlýðilegt verð-
mæti í bankanum sjálfum, fyrir vara-
sjóðnum. — Ekki er tilraun ráðherra
og ísafoldar til að gera »geisimiklar
fagnaðarviðtökur« úr samkomunni á
Lækjartorgi, heldur til þess lagin, að
efla traustið þeim megin. Raunar er
það eríitt fyrir fjarverandi menn, að sjá
hvað sannast er um þann fund, svo ó-
líkt, sein blöðunum segist frá honum.
En jafnvel á ísafold má þó sjá, að á-
lyktun fundarins hefir ekki mætt neinni
verulegri mótspyrnu á furidarstaðnum,
$rátt fyrir það, að opinbert hlaut það
að vera í bænum fyrir fram, hvert fund-
urinn stefndi. Og virðist þetta vera
full sönnun fyrir því, að ályktunin hafi
haft samúð yfirgnæfandi meiri hluta, og
fagnaðarlætin við ráðhei rahúsið hafi e k k i
getaðverið margra verk. — Út yf-
ir alt hitt tekur þó sú viðleitni ráðherr-
ans og hinnar nýju bankastjórnar, að
varna þeim Kr. J. og E. Br. að gera
skyldu sína við bankann eftir nýjárið;
því með því er beinlínis brotist inn á
verksvið, er þingið skapaði sjálfu sér
með hinum nýju bankalögum. Og fyr-
irhyggjulítið gengur Norðurland í vatn-
ið fyrir ráðherrann, þegar það kallar
þetta lítilsháttar »formsatriði«, og rétt-
lætir það með því, að landsstjórnin fari
með vald þingsins, þegar það er ekki
saman; og huggar svo fólkið að síð-
ustu með því, að »full vissa» sé fyrir,
að landsstjórninni detti ekki »annað í
hug«, en að þingið kjósi gæzlustjóra
þegar það komi saman. — Einkenni-
legt er það, að hún kemur frá «NI.»
þessi hugmynd um að stjórninni kynni
þó að hafa komið »annað íhug,» og
það hefir ólíklega nokkrum hugkvæmst
öðrum, en líklega þurfa fáir að sækja
fróðleik til Norðurlands utn það, að þing-
ið kjósi gæzlustjóra þegar það kemur
saman — hvortsem landsstj. kemur
»annað í hug« eða ekki. Hitt mun
mörgum sýnast, að það vald þingsins
sé ekki þýðingarmikið, ef ráðherra get-
ur vikið 1 inum þingkosnu mönnum frá,
strax og þingi slítur, og látið svo sína
menn gegna starfinu til annars þings.
Og furðu lítilþægur er ritstjórinn með
þingræði sitt og þjóðræði yfirleytt, ef
sú skoðuri, að þetta sé lítilvægt »forms-
atriði« í samhljóðan við aðrar þjóðræð-
isskoðanir hans. Annars er svo að sjá,
semritstjóranumfinnist,að um >>fordæmi«
í þessu efni, geti ekki verið að ræða,
nema gæzlustjóranrir geri sig seka um
vanrækslu og að það sé þá »ákjósan-
legt«. Hitt munu þó fleiri ætla, að
stjórn geti skeikað frá hinu rétta
í áliti sínu um vanræksluna, og að það
sé einmitt, sem þingið vildi ekki eiga
undir. En þó hefir því eflaust fundist,
að það væru nóg tök á bankauum handa
ráðherra, að geta vikið bankastjórunum
frá, þótt eigi hefði hann jafnframt vald
yfir þess eigin tr úna ðarmöri n u m
við bankann. — Svo ilt setn alt þetta
mál er, má þó ýmislegt gott af því
læra. I fyrsta lagi æ 11 i það að geta
opnað augu þjóðarinnar fyrir því, að
hún er nú kotnin svo langt í pólitísk-
um gapaskap, að henni er það mikii-
vægt lífsskilyrði að snúa við. Svo eru
fulltrúarnir sem fólkið er.
F*að er ekki ráðherrann e i n n sem
ber ábyrgð á sínum störfum, heldur
þjóðin öll, þó hans flokkur sé það
einkutu vitanlega. í öðru lági er þetta
mál sláandi sönnun þess, hve vor þjóð-
lega sjálfstjórn stendur á ótryggum fót-
um, og hve nauðsynlegt oss er, að færa
hana betur út á grundvöll sannarlegs
þjóðræðis. Þegar æðsti maður lands-
ins vinnur jafn ábyrgðarmikið verk og
nú hefir orðið, þarf þjóðin að hafa ráð
á að grípa fljótlega í strenginn, á hvern
þann hátt, er henni þykir rétt; samsinna
ráðherranum, ef henni sýnist svo, en
taka fram í fyrir honum elia. En slík
ráð eru aðallega: tíðari þing og
tíðari kosningar. Kosningar 3.
hvert ár og þing á hverjuári,
er mark, sem aliir s a n n i r þjóðræðis-
menn ættu að hafa fyrir stafni — að
ógleymdu afnámi konungskjörinna þing-
manna o. m. fl.
En nú er spurn: Hvað á að gera í
þessu sérstaka tilfelli, sem nú er fyrir
höndum? Sumir vilja safna liði undir
áskorun til ráðherra að leggja niður
völdin og eitthvað mun vera byrjað á
því starfi. Vel má vera að fá mætti
mikinn hluta þjóðarinnar undir slíka
áskorun; en ýmsir erfiðleikar eru á því,
enda ekki líklegt, að ráðherratæki slíka
áskorun til greina. Hitt er líklegra, að
hann hyggi á einræði og fáræði meðan
kostur er, þrátt fyrir alt sitt þjóðræðis-
hjal. Að minni hyggju væri réttara, að
snúa sér að þingflokki meiri hlutans.
Hann ber mesta ábirgðina á Birni og
hefir líka á honum sterkastan hemilinn.
Kjördæmi meiri hlutans ættu öll að rísa
upp og skora á þingmenn sína að gera
annað tveggja: grípa í strenginn með á-
skoruntil ráðherra um aðkveðjatil auka-
þings, eða leggja niður þingmenskuna
ella. Er þeim þess vel unnandi, að þeir
taki heldur fyrri kostinn, ef þeir kynnu
sóma sinn. Þetta mál ætti ekki að vera
flokksmál á hinum forna grundvelli. Það
er og á að vera sómaspursmál
fyrir þjóðina a I 1 a, fyrst og fremst.
Einarstöðum 22. jan. 1910.
Sigurjón Friðjónsson.
Þingmálafundur
Eyfirðinga.
Ár 1910, þann 24. jan. voru sam-
kvæmt áskorun frá 2. þingmanni Eyja-
fjarðarsýslu mættir á Akureyri kjörnir
fulltrúar úr 7 hreppum sýslunnar.
Þessir voru mættir:
Úr Öngulstaðahreppi:
Einar Árnason, Eyrarlandi,
Jón Jónatansson, Öngulsstöðum.
Úr Hrafnagilshreppi:
Pétur Ólafsson, Hranastöðum.
Einar Sigfússon, Stokkahlöðum.
Úr Glæsibæjarhreppi:
Eggert Davíðsson, Krossanesi.
Kristján Jónsson, Glæsibæ.
Úr Skriðuhreppi:
Guðm. Guðmundsson Púfnavöllum.
Stefán Bergsson, Pverá.
Úr Arnarnesshreppi:
Guðm. Maguússon, Ásláksstöðum.
Ásgrímur Sveinsson, Prastarhóli.
Úr Svarfaðardalshreppi:
Hallgrímur Halldórsson, Melum.
Porgiis Porgilsson, Sökku.
Úr Hvanneyrarhreppi:
Páll Halldórsson, Siglufirði.
Steinn Einarsson Siglufirði.
Úr Þóroddstaða- og Saurbæjarhrepp-
um vorú ekki mættir fulltrúar.
Fundinn setti alþingisn;aður Stefán
Stefánsson Fagraskógi. Fundarstjóri var
því næst kosinn Guðm. Guðmundsson
Þúfnavöllum, og nefndi hann til skrif-
ara Guðm. Magnússon og Hallgrím
Halldórsson.
í fundarbyrjun kom franr fyrirspurn
um, hvort halda skyldi fundinn fyrir
luktum dyrum, og var eftir nokkrar
umræður samþykt að halda hann í heyr-
atida hljóði.
Pá lýsti fundarstjóri yfir því, að til-
efni þessa fundar væri að ræða um að-
farir landsstjórnarinnar gagnvart Lands-
bankánuin og fyrveratidi stjórnar hans.
Eftir ítarlegar nmræður um þetta mál
var eftirfarandi tillaga samþykt með öll-
um atkvæðum.
»Par sem alþingi eitt hefir rétt til
þess, samkvæmt lögum, að veljagæzlu-
stjóra Landsbankans og víkja þeiin frá,
en ráðherra hefir tekið sér þetta vald,
og þannig gengið á rétt þingsins;
framkvæmt þetta á þann hátt, að láns-
trausti og heiðri þjóðarinnar er stofn-
að í voða, þá mótmælir fundurinn
harðlega þessari stjórnarráðstöfun.»
í öðru lagi var samþykt með öllum
atkvæðum þessi tillaga.
«Fundurinn lýsir megnri óánægju
yfir samningum ráðherra við gufu-
skipafélagið Thore, og Iítur svo á,
að hann með þeim hafi brotið fjár-
lögin, og auk þess eigi uppfylt skil-
yrði þingsins að öðru leyti.
Af framangreindum ástæðum, með-
al annars, lýsir fundurinn yfir fylsta
vantrausti á ráðherra Birni Jónssyni
og skorar á hann, að hlutast til um
að kvatt verði til aukaþings þegar á
næstkomanda vori.»
Fleiri mál voru ekki til umræðu.
Fundargjörðin upplesin og samþykt.
Fundi slitið.
Guðm. Guðmundsson.
Guðm. Magnússon.
Hallgr. Halldórsson.
Samsteypunefnd
úrsýslunefnd Eyjafjarðar og bæjarstjórn
Akureyrar er þessa dagana að bræða um
verksmiðjumál Eyjafjarðar. Enn þykir ó-
víst hvað úr því máli rekst eða hrekk-
ur fyr en á sýslufund kemur.
Darwiri 1809------1909
Þegar aldarminning þessa mikla fræði-
manns var haldin í sumar sem leið á
Englandi og í flestum öðrum mentuð-
um löndum, þá var ekki einungis minst
frægðar hans sem náttúrufræðings, held-
ur og þeirra áhrifa, sem hinar nýju
kenningar hans — meir og minna sýnd-
ar og sannaðar með vísindalegum rök-
uin ogdæmum — höfðu á lífs — og heims-
skoðanir nútímans yfirleitt. Aðalkenn-
ingar D. eru um «uppruna tegundanna«
(Origin ofSpecies), um »náttúruvalið«
(Natural Selection), að «það lifi lengst
sem hæfast er« (Survival of the Fittest)
og um «uppruna mannsins« (Descent
of Man). Alkunnugt er hve mikin ófrið
þær kenningar vöktu, jafnvel bannfær-
ingar af hálfu rétttrúaðra manna. Einn-
ig kannast menn við kenninguna, sem
þeir Spencer og Huxley bygðu á fræð-
um Danwíns — þá kenningu, sem nú
er samþykt um allan heim eins og boð-
orð eða trúargrein vorra daga, sem sé
þ r ó u n a rkenningin (Evolútíón).
En þótt svo langt sé komið, fer því
fjærri að almenningur skilji til hlýtar
fræði Darwíns eða hver sannindarök í
henni felast, enda stóð hún til stórra
bóta — og stendur enn, því að það
er bæði, að náttúran geymir enn ótal-
margar óleystar gátur, enda snertir nátt-
úrufræðin síðan miklu fremur en áður
ýmsar hliðar annara vísinda og þekk-
ingarefna. Hér skal einungis bent á hina
nýju fræði í sambandi við siðafræðina —
Pá vísindagrein, sem ásamt sálarfræð-
inni, er kölluð nútímans þyngsta verk-
efni. Sú lífsskoðanastefna, sem sérstak-
lega hrósaði happi þegar kenningar D.
komu á loft, var materíustefnan. Sérstak-
lega lofuðu mennafþeim «skóla« kenn-
inguna um «rétt hins sterkára,« svo og
það, að guð var sjaldan nefndur í bók-
um D.; ymsir fóru og að styðja kenn-
ing hagsfræðingsins Malthusar, er réð
til að leggja niður allar líknarstofnanir,
til þess að þjóðirnar mætti sem fyrst los-
ast við þá, sem ekki væru sjálfbjarga (hæf-
ir); í náttúrunni réði ofsi og eigingirni
mestu. Svo kendi Nietzsche.
Þó komust þeir, sem ekki voru öll-
um æstari og svartsýnni, brátt að ann-
ari frumsköðun, er þeir lásu betur bæði
náttúrunnar eigin bók og rit Darwíns.
Hvað kennir hann? Hann kennir, að
þótt hinn sterkari sigri í stríði lífsins,
meini hann ekki a f 1 i ð tómt eða of-
beldið, heldur yfirleitt hæfileika eða yf-
irburði þá sem þar eða þar komi að
haldi. Sjálft Ijónið neytir ekki aflsins
eins, er það hremmir bráð sína, held-
ur og vitsmuna og slægðar, hvað þá
heldur hin veikari dýr. Gegnum alt
dýraríkið má finna tvær stefnur, svip-
aðar þeim frumhvötun, sem hinn forni
spekingur Grikkja Empedókles nefndi
f i I i a og n e i k o s eða velvilja og ó-
vild. Sjálfselskan og velvild til einhvers
annars (Egoismi og Altruismé kallast
það á öðrum málum) eru allsherjar
drættir í ríki náttúrunuar. Og fáir eru
svo fáfróðir að þeir þekki ekki nóg
dæmi þeirra sanninda, t. d. m ó ð u r -
á s t i n a, eins hjá dýrum sem mönn-
ura, eða hinn mikla og margvíslega fél-
lagskap dýra, fugla og fiska. Þessu neitar
að vísu enginn. En hvert stefnir þetta
lögmál? Spyrjum sögu vors kyns — seg-
ir Darwín.
Pessar tvær stefnur mynda sögu mann-
kynsins, og D. bætti við: »Því nieiri
yfirburði, sem velvild og félagsskapur
nær, því fyr mannast jjjóðirnar og því
drýgri og dýpri verður siðmenning þeirra