Norðri - 04.06.1910, Page 1

Norðri - 04.06.1910, Page 1
Akureyri, laugardaginn 4. júní. Cv* Cs> 1910. I Handelsselskabet „ISAFOLD“ . selur allar íslenzkar afurðir með hæsta verði. Skrifstófa í Kaupmannahöfn Kvæsthusgade, 3 í Hamburg Klosterstrasse 24 — 26. Símnefni: FJALLKONAN Kaupmannahöfn. RICKSIEVERS Hamburg. GEYSIR Reykjavík. I V. 21. Til minnis. BæjarfógetaskriFstofan opin kl. 10—2, 4—6 Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið- vikud. og laugardaga kl. 4—6. Kitsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h. helga daga 8—11 og 4—6 Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard. 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8 l’ósthúsið hvern virkan dag 9—2og4—7 helgid. 10—11 f. h. IJtbú Islandsbanka 11--2 Utbú Landsbankans 11—12 Stúkan Akureyri fundard. þriðjud.kv. kl.8. Brynja miðvikudagskvöld kl. 8. Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. Trúföst mánudagskv. kl. 8. BJÖRNSTJERNE BJÖRNSON. 1832 — 1910. Fráfall hans féll eins og reiðarslag yfir Noreg og ailan Norðurhluta Evrópu, ber hinn digri Dofri karl síðan halt höfuð; keppast blöðin hvert við annað að lofsyngja hinn látna mæring, breiða yfir bresti hans en hefja hróður hans til himnanna himna, vinir og óvinir hans eru í því samtaka — með þeim mis- mun þó, að hinir veraldlegri menn bekkja Björnson hjá Braga og Alföður, en hinir ströngu biflíutrúmenn (andstæð- ingar hans svo og sumir málstrefarar ætla sálu haus nýtt horn í hreinsunareldi þeim, sem þeir þósjálfir ekki trúðu á meðan sá ógnarbíldur kirkjunnar lifði. Sama dag og látið spurðistfrá París hófst þjóðsorg um endilangan Noreg frá Finnabúi suð- ur til Gautelfar, svo því líka sorg hefir sú þjóð aldrei áður «sett í senu» síð- an Ólafur Tryggvason féll í Orminum langa, eða Hákon góði á Storð. Liggur við að oss smáu spámönnunum þyki nóg um. Eða því fékk hinn mikli spá- maður ekki líka burtför eins og Elías, sem eitt af okkar «andríkari« leirskáld- um kvað um (í Grallaranum): »Guð hefir lionum hesta sent, hverjir eldlegir urðu!« Þó hef eg ekki séð að nokkurt blað hafi slegið eins háan tón um Björnson eins og ísafold; hún leggur þann dóm á, að aldrei hafi jafngott skáld lifað á Norðurlöndum sem hann hafi verið. Einn hinna ága'tustu var hann vissu- lega en hitt mun mælt, að jafnokar B. B. sem Ijóðaskáld hafi öll Norðurlönd átt, að telja slíka og meta eftir stafsrofsröð eða tölum (eins og naut og sauði) er beruskulegt; er næsta nóg að miða menn við samtíð þeirra, en kveða ekki frekar að. Og það sem gerði B. B. að þjóðhetju (eins og Wergeland áður) var ekki skáldskapurinn einn, heldur jafnmikið skörur.gskapur hans og yfir- burðir að öðru leyti. «Stóð ófriður af afamenni innanlands öllu fólki.« Hvað Sturla um Skúla hertoga, og svo er sannsagt um B. B. og æfistríð hans, þétt hertogi sá væri miklu mið- ur en annarar handar maður á við Björnsson. Mörg hjartnæm orð fluttu blöð Nor- egs við fregnina um fráfall hans. Sem frelsis og þjóðhetja er hann fyrst lof- aður — eins af vinum sem andstæð- ingum, Óvini átti hann enga. «Pungt —segir eilt blaðið-þungt fellur nú fáninn Noregs um stöngina. Pví fallinn er fósturlandsins mesti sonur. Hann átti óðal og öndvegi í hverju hjarta á landinu. Hann var þjóðarinnar vaknaða sjálfsvitund og samvizka Og óðardís hennar vígði hann undir kór- ónu, og hann gaf bókmentum vorum nýjan hreim og hærra yfirbragð.«-------- »Sveipið leifar hans með lotning í merk- isblæju Noregs, því að hann var hjarta- strengur vors þjóðernis og ættjarðarástar. «Hann lifði meir en hann söng, eins og hann sjálfur kvað,» segir annað blað, Sá sem þetta ritar heimsótti B. B. vorið 1872; stóð hann þá á fertugu. Sá eg þegar að hann var stórmenni mikið, og þó sá eg það erm betur, er mér auðnaðist, að heyra málsnilli hans og róm, því það er einmælt, að enginn maður í Norðurálfu heims tók honum þar fram — Gambetta gekk næstur honum,« sagði kunnugur mað- ur, «en komst þó hvergi til jafns við hann.« Enda fylgdi B. B. sá vöxtur, yfirbragð, augnaráð og rómur, sem öll- um vakti jafnt ógn og unað ; mátti vel minnast orða Sighvatar um Ólaf digra: «Porðut þrænskir firðar (þótti hersa dróttinn. ægiligr) í augu ormfrán séa hánum. < B. B. var stórmannlegur sýnum, og fríkkaði mjög er hið þykkva hár hans og brýr varð silfurhvítt. Hann var mik- ill vexti, og hinn vaskasti á yngri árum, rammur að afli. Galla þótti hann hafa. Hann var lítill stillingarmaður, harður við andstæð- inga, hlutsamur er því var að skifta og þótti varla einhama. En gallar þessir urðu yfirleitt meir til þess að koma kostum hans enn betur í birtuna, held- ur en til að sýna skuggana á manngildi hans og kostum. B. B. var allra manna viðkvæmastur og góðgjarnastur; verulegur blettur var vandfundinn í fari hans, svo yfirgnæfðu kostir hans, drengskapur og ^hreinskilni, svo og hinar óviðjafnanlegu gáfur hans. Mörg eða flest rit hans mun t’'minn má eða týna, en beztu Ijóð hans (svo sem ættjarðar- og minnisljóð) munu fylgja komandi kynslóðum, meðan orð hans og stefjamál verða skilin. En vant er að spá hve lengi orð manna lifa. þótt Eyv. skáldaspillir hafi kveðið sín Há- konar-mál á þeirri tungu, sem vér að mestu hugsum á og tölum 1000 árum síðar. Og þegar vér minnumst fram- göngu hins nýfallna Norðmannakappa, og þeirrar orðahríðar, sem ávalt af hon- um stóð, megum vér vel minnast Há- konarmála um framgöngu Hákonar góða: «Svá beit þá sverð úr siklings hendi vefi Váfaðar sem í vatni brygði; brökuðu broddar, brotnuðu skildir glumdu glymhringar í gotna hausum.« Pað er ekki mikið að skilja þetta! Matth. fochumsson. Um kornforðabúr og heybirgðir. Eigi er það undarlegt þótt ýmsir fari að hugsa um það, hvernig úr því megi bæta, sð búfé bænda á landinu verði eigi í jafnmiklum voða og raun varð á í mörgUm sveitum á Vestur- Norð- ur- og Austurlandi á þessu vori. í slíkum vorum er eðliiegt að rakni við aftur gamlar og nýjar hugmyndir um kornforðabúr í hreppum bæði til skepnufóðurs og manneldis. Hinn góðkunni áhugamaður í landbún- aði Guðmundur prófastur Helgason, sem nú er formaður Landbúnaðarfélags- ins hefir nýlega hreyft þessu máli í skýrslu sinni til félagsins og farazt hon- um meðal annars þannig orð: «Áður en eg skil við þessa skýrslu, vildi eg mega minnast á eitt atriði sem íélagsreikningurinn sjálfur gefur ekki tilefni lil að tala um, en mér þyk- ir miklu skifta. Pað er um kornforðabúr til skepnu- fóðurs. Eins og félagsmenn ef til vill muna, vakti félagsstjórnin máls á því í bréfi til stjórnarráðsins 7. sept. 1908, hve mikil þörf væri á að koma þeim forða- búrum upp, og það svo fljótt sem unt væri, og fór þess á leit, að í fjárlaga- frumvarpið 1910-11 yrði sett heim- ild til að veita lán úr landssjóði til þeirra. Eg ætla ekki að taka það allt upp aftur, sem ritað var í því bréfi máli þessu til stuðnings, því að bréfið er prentað í Búnaðarritinu. Stjórnarráðið varð svo vel við til- lögunni, að það tók inn í frumvarpið jafnvel stærri lánsheimild en félagsstjórn- in hafði stungið upp á. Alþingi í fyrra lækkaði að vísu þá fjárhæð mikið, en heimilaði þó lán, 10 þús. krónur hvort árið. Og í annan stað samdi alþingi lög um kornforðabúr, sem áttu að gera bændum hægra fyrir með að stofna þau. Búnaðarþingið í fyrra heimilaði fé- lagsstjórninni að verja alt að 1000 kr. til að styrkja bændur til að kom sér upp skýli yfir kornbirgðir. Hún gerði ráð fyrir, að styrkurinn yrði l/n — 1/s af kostnaðinum til skýlanna. Porði ekki að fara hærra, bjóst við mörgum um- sóknum. Búnaðarritið flutti lögeggjan frá Torfa í Ólafsdal um að hefja handa. Nú hefði mátt búast við einhverjum árangri. Til búnaðarfélagsins hefir komið ein umsókn um skýlisgerðarstyrkinn, og hún var úr sveit, þar sem vísirtil korn- forðabúrs var til áður. En um landssjóðslán til kornforða- búra mun engin umsókn hafa komið. í einni sveit eða tveimur, sem eg vissi til að fyrir hálfu öðru ári voru komnar á fremsta hlunn með að stofna hjá sér kornforðabúr, hefir ekkert orð- ið úr framkvæmd þess ennþá, og litlar horfur á, að það verði fyrst um sinn- Hvað veldur?« Á öðrum stað segir hann: «Eg hefi verið að tala um kornforða- búr til skepnufóðurs. En kornaforðabúr. in eru ekki nauðsynleg til þess eins, heldur einnig til bjargar mönnum í ís- árum í þeim hlutum Irndsins, }>ar sem hafísinn getur tept hafnirnar. Verzlun- in hefir breyzt mikið á síðari árum. Eg var norður í Eyjafirði árið 1882. Pá kom eitt skip til Akureyrar fyrir páska, en á annan eða þriðja í páskum rak ísinn inn, og eftir það komst ekkert vöruskip þangað fyrri en í byrjun sept- embermánaðar. Pó þraut ekki korn á Akureyri — ef eg man rétt — jafnvel þótt nokkrar kornlestir færu þaðan vest- ur í Skagafjörð. Ætli svo miklar birgðir sé í verzlun- um nyðra nú.?« Prófastinn undrar það, hvað enn hef- ir verið tekið dræmt í málið, en það er hinsvegar ekki nema eðlilegt eftir því sem hugsunarháttur almennt er og fé- lagsandi í sveitum, þótt þetta mál, eins og það er í pottinn búið, fari fremur hægt af stað. Hér er um tryggingar- stofnanir að ræða, sem fáir eða engir græða neitt á nema að geta verið óhult- ari í vorharðindum, en þeir sem kunn- ugir eru hugsunarhættinum vita að fólk- ið alment hefir ástríðu til að vilja eiga á hættu, ef því meiri gróðavon er í aðra hönd ef slarkasÓaf. Pó er eigi vonlaust um, að ötular sveitarstjórnír beiti sér fyrir þessu máli þegar frá líður og eitthvað verði ágengt. Ef sveitafélögin tæku málið að sér sjálf og mynduðu nokkurskonar fóðurábyrgða- félag, gæti það orðið aðhald fyrir þá bændur, sem skulda meira eða minna upp á bústofn sinn, að kaupa fóðurá- byrgð á honum. í hinum heyskaparmeiri sveitum er

x

Norðri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.