Norðri - 04.06.1910, Síða 2
82
NORÐRI,
NR. 21
Húsgögn
svo sem legubekkir, borð stólar, skápar, hillur o. fl. frá stórri húsgagna /erksmiðju
í Kaupmannahöfn er til sölu.
ódýrara en áður hefir þekst hér.
Ennfremur rúmstæði, járnrúm, undirdýnur o. fl. Ymsir merkir íslendingar hafa
keypt húsgögn sín hjá þessari verksmiðju og Ijúka á hana lofsyrði.
Eggert Stefánsson.
það ætlun vor, að fremur bæri að tryggja
fóður búfjár með heyforðabúri en korni,
eða að minsta kosti jafnhliða. Regar á-
reynir í vorharðindum er búfé langtum
vandfóðraðra á korni en heyi sem
eigi er vant kraftfóðri. Svo mundi og hey-
forðabúrsstofnun ýta undir heyafla og
jarðrækt einstakra manna.
I byrjun mætti koma upp heyforða-
búri á þann hátt, að sveitasljórn, eða
félag í hrepp, semdi við tvo^eða þrjá
bændur uð hafa hvorn umsigt. d 100
hesta af heyi, sem þeir settu eigi á að
haustinu, ef þeir svo fyrna heyið að
vori, eða nokkuð af því, ættu þeir að fá
frá fóðurbirgðafélaginu eitthvert ákveðið
gjald t. d. 50 au. fyrir hestinn,-en selji
þeir félaginu heyið í vorharðindum fá
þeir auðvitað ekkert fyrningargjald. Vér
erum í engum vafa um, að margir bænd-
ur mundu fúsir til að hafa hey á vetr-
um umfram þarfir til að láta af hendi
í vorharðindum ef þeir ættu von á að
fá h^efilegt gjald fyrir að fyrna það.
Svo gætu þeir alt af eytt fyrningunum
sjálfir næsta vetur en fyrnt aftur nýtt
hey. Pað kynni og jafnframt að gefa
þessu fyrirkomulagi byr í seglin að þá
er vakin von um að einstakir menn í
sveitunum geti hagnast ofurlítið á slfk-
um félagskap.
En hver borgar svo heyfyrningamönn-
um hreppanna kaupið fyrir að fyrna?
Pað verður annaðhvort félag einstakra
manna að gera eða sveitastjórnirnar
verða að fá heimild til að jafna því
gjaldi niður á búfjáreigendur í hrepp-
unum,
Norðri leyfír sér að varpa þessar
tillögu fram til athugunar fyrir þá sem
eitthvað vilja framkvæma í því nauð-
synjamáli að tryggja betur búfé bænda
í vorharðindum.
Bókmentir.
Jón Trausti: Borgir.
Síðastliðið ár kom út ný skáldsaga
eftir Jón Trausta, er nefnist «Borgir.»
Er það »tendens«-saga eins og reyndar
fleiri sögur hans. Sýnir hann þar fram
á ókosti þjóðkirkjunnar, þessarar eld-
gömlu úreltu stofnunar og bendir á
nýtt fyrirkomulag, fríkirkju, sem spor
í áttina til þessarar leiðar, er lengi hef-
ir á dagskrá verið, aðskilnaðs rfkis og
kirkju.
Sagan gerist í smákaupstað ( Grundar-
firði) og berjast þeir þar fyrir fríkirkju
hugmyndinni kaupmaðurinn, ritstjórinn
og fleiri helztu menn og fá unga að-
stoðarprestinn í lið með sér, en sem þó
bregzt, þegar á aðalhólminn er komið.
Gamli presturinn, sem er tilv. tengda-
faðir hans, og vill halda öllu í gamla
horfinu er sem sé kominn á fundinn, þótt
gamall sé, og þá er honum öllum lok-
ið. Ræða hans á fundinum fer því í
öfuga átt við það sem upphaflega var til-
ætlast. Ritstjórinn heldur hvassa ræðu
gegn kirkjunni og gamli presturinn
heldur uppi vörninni, er forvörður kirk-
junnar. Hann vill að hinar gömlu borg-
ir hennar standi þar sem þær eiu, en
láti ekki undan kröfum breytingaand-
ans í neinu svo hún geti haldið sér
sem lengst: Hann áh'tur ótímabært að
fela þjóðinni kirkjumálin nú; það væri
sama sem að gera hana heiðna að nýju.
Endalyktin verður sú, að tillaga um
nefndarkosning til að undirbúa fríkirk-
justofnun er feld á fundinum.
Sagan sýnir þannig snarpa árásá þjóð-
kirkjuna, sem hún stendur vel af sér eins
gömul og rótgróin eins og hún er. Torfi,
gamli presturinn, sagði líka um þessa árás:
«Borgir hrynja ekki fyrir stóryrðum«;
og er það sannmæli. Pað þarf meira
en nokkurra mauna áhlaup til að róta
við gamla fyrirkomulaginu. Borgir gömlu
þjóðkirkjunnar standa enn.
Betta er aðalefni sögunnar, en auk
þess er íléttað inn ýmsum atvixum. Með-
ferð efnisins finst mér góð I já höf. en
fáeitt atriði get eg ekki felt tnig við og
er rétt að geta þeirra. Höf. minnist helzt
til oft á ræðu aðstoðarprestsins er hann
nefnir: Réttlæting Faríseanna og .hefði get-
að gert það sjaldnar. Höf. virðist og
líta smáunt augum á sálma þá, sem eru
í sálmabókinni og kallar þá leirburð.
Finst mér það of djúpt tekið í árinni,
því þeir eru flestir eftir góðkunn skáld.
Málið er gott á bókinni, ytri frágang-
ur góður, og er hún mjög skemtileg
aflestrar og þess verð að kaupa fram yfir
margar aðrar bækur, er nú koma út, fyrir
margra hluta sakir
Specíator.
Aukaþingskrafa
úr Húnaþingi
Rúmir30alþ.kjós. í Húnavatnssýslu héldu
nýlega fund á Blönduósi til þess að skora
á þingmenn kjördæmisins að beita sér
fyrir að aukaþing kæmist á í sumar.
Tilaga til fundarsamþyktar var borin
upp svohljóðandi:
»Fundurinnn skorar á þingmenn kjör-
dæmisinsað beitast fyrir því, að auka-
þing verði haldið á þessu sumri til
þess að athuga gerðir landsstjórnar-
innar í bankamálinu og fleiru, og að
þingið jafnframt taki til meðferðar
ýms önnur mál, sérstaklega stjórnar-
skrármá ið, svo a jkaþingið valdi þjóð-
inni ekki sérstökum kostnaði.
Astæðurnar fyrir því, að fundurinn
krefst aukaþings eru í fyrsta lagi,
að landsstjórnin hafi misbeitt valdi
sínu, brotið þingræðið og fótum-
troðið dómsvaldið í Iandintt með því
að varna hinum þingkjörnu gæzlu-
stjórum hluttöku í stjórn bankans
eftir 1. jan. þ. á. og setja óviðkom-
andi menn í þeirra sæti f ba tkastjórn-
inni, og í öðru lagi með því að ó-
hlýðnast úrskurði fógeta, löglega upp-
kveðnumog síðan landsyfirréttardómi.
Einnig álítur fundurinn að ráð-
herra ísiands hafi, að því er snertir
samninginn við Thorefélagið, ekki
fulinægt ákvæðum fjárlagan ta.«
tillagan var samþykt með 28 atkv.
gegn 2.
Tilboð
frá danska Landbúnaðarfélaginu.
Rað er vert að eftir því sé tekið á
íslandi, að hið konunglega danska Land-
búnaðarfélag tekur að sér að útvega
unglingum, sem landbúnað vilja nema,
vinnumensku á góðum bóndabæjum í
Danmötku — fyrir 1. nóvember hvert
ár. Þessir menn vinna 2 ár — á
vegum félagsins — sitt árið á hvorum
stað. Launin eru 175 kr. fyrir fyrra ár-
ið, 200 kr. hið síðara. Nemendur eiga
að haldadagbók.
Bæði ungir íslendingar og Færeying-
ar geta komið til greina, ef þeir kunna
dönsku og hafa verið eitt ár áður við
landbúnaðarnám í Danmörku. Pennan
undirbúning vill félagið taka að sér að
útvega með hæfilegutn kjörttm.
Þeir nemendur, er óska að fá vinnu-
mensku 1. nóv. 1910, verða að vera
17 vetra, og eiga að senda sóknarskjal
er þeir sjálfir hafi ritað, til félagsins
(Vestre Boulevard 34, Köbenhavn B),
innatt loka ágústmánaðar, og láta fylgja
með því
1. skýrla um fæðingarstað, fæðingar-
ár og foreldranöfn,
2. vitnisburð um hegðun, siðgæði
og skólalærdóm,
3. læknisvottorð uni vöxt og heilsu-
far.
4. vottorð frá fyrri húsbændum tim,
að pilturinn sé vel vinnufær.
5. ef umsækjandi er ekki fullra 18
vetra, verður vottorð um sam-
þykki frá föður hans eða lögráð-
anda að fylgja með.
Nemandinn verður að hlíta hinum
dönsku vinnuhjúalögum.
Rað er ekki ólíklegt, að þetta geti
orðið til góðs gagns fyrir unga íslend-
inga.
Aflabrögð.
Hlaðafli af þorski
“hefir verið fyrirfarandi daga á Anst-
fjörðnm. 5 — 11 skpd. á mótorbát f
róðri á Reyðarfirði ng Norðfirði og
4 —5 á Seyðisfirði. Smásíld fékst til
beitu á Reyðarfirði og Seyðisfirði.
Þilskipin við Faxaflóa.
hafa aflað mæta vel í vor, þó er lát-
ið mest af aflabrögðum íslenzku botn-
vörpueimskipanna, sem ausa upp stór-
þorskinum svo tugum þúsunda skiptir,
og eru nú nú farin að verka hann til
söltunar og gera hann að bezta Spán-
arfiski.
A Vestfjörðum
hefir vetrar- og vor-vertíðin á mótor-
báta orðið í lakasta lagi, bæði fyrir beitu-
skort og ógæftir. Vestfirðingum þykir
og þilskip sín hafa Htinn afla og kenna.
mest um ógæftum. Norðlenzku þilskip-
in, sem verið hafa fyrir vestan Horn í
vor við þorskveiðar hafa aflað nokkuð,
þótt yfirleitt sé aflinn fremur lítill.
Hákarlaskipin
eru að koma inn til Eyjafjarðar og
Siglufjarðar þessa daga með góðan afla,
og má vera, að betur rætist úr með þá
veiði en áhorfði í vor, því að ís hvað
nú rekinn af hákarlamiðum.
Enn er með öllu fiskilaust á þorska-
miðum Eyjafjarðar.
Aðsent.
Sólarljóð um sumarmdl,
sem oss örfa geðið,
einhver H(raust) og
H(eiðrik) sdl
hefir eflaust kveðið.
Símfréttir.
(Rvtk. 31. mat.)
Kosningar til þjóðþingsins
í Danmörku eru nýlega afstaðnar. Hinn
gamli vinstri mannaflokkur hefir á síð-
ustu árum verið þrískiftur. Hefir Neer-
gaard verið helzti maður þeirra stilt-
ustu. J. C. Christensen fyrir hinum svo
nefnda endurbótaflokki. þessir tveir
flokkar voru í bandalagi við kosningarn-
ar og unnu 56 sæti (höfðu áður 49).
Búast og við að fá einn Færeying í við
bót og hafa þá helming atkvæða í þing-
inu. Hægri menn náðu eigi nema 13
sætum (höfðu áður 20). Róttækir vinstri-
menn, sem nú hafa ráðaneyti úr sín-
um flokki, og rauf þingið til að freista
gæfunnar og vinna fleiri sæti, náði að-
eins 20 (eins og þeir höfðu áður). Jafn-
aðarmenn fengu sömu tölu og áður, 24.
Talið er nú víst að stjórnin segi af sér
hið bráðasta.
Meðal nafnkendra manna, sem féllu
við þessar kosningar má nefna: Sigurd
Berg fyrv. ráðherra. Ove Rode, ritstjóra
iPolitiken» og kaptein Schak.
Prestkosning
til Staðar í Grindavík hefir farið fram.
Brynjólfur Magnússon prestaskólakandi-
dat fékk flest öll atkvæði.
Arnarstapa- og Skógarstrandar-
umboð er veitt síra Jóni Magnússyni
uppgjafapresti í Bjarnarhöfn.
Læknishéruð veitt.
Nauteyrarhérað Sigvalda Stefánssyni,
læknaskólakandídat, Strandasýsluhérað,
Magnúsi Péturssyni læknaskólakandidat.
Látnir eru hinir góðkunntt bænda-
öldungar í Húnavatnssýslu Páll Olafs-
son Akri, og Jón Ólafsson Sveinsstöð-
um. Heintili þeirra hefir lengi verið
með mestu myndarheimilutn norðan
lands, báðir bættu þeir bújarðir sínar
til mikilla muna.
Samtíningur.
Bómullarfrœmjöl
nefnist ný tegund af mjöli, sem Am-
eríkumenn eru nýlega farnir að nota,
og hafa heilsað með fögttuði í dýrtíð
þeirri, sem hefir verið á allri kornvöru
að undanförnu. Þv' er lýst svo, að það
sé bragðbezta, næringamesta og auðmelt-
anlegasta mjöl, sem búið er til úr jarðar-
ávexti, og það sem mest er umvert er
að það er ódýrt, kostar hálfu minnaen
gott hveitimjöl. Búist er við, að það
fái fljóta útbreiðslu á verzlunarmarkað-
inum, enda er þegar farið að framleiða
það í stórum stíl í Texas.
Ríkisstjórnin þar hefir látið nákvæm-
lega ransaka þetta nýja næringarefni, og
efnafræðisstofnunin hefir nýlega látið
uppi álit sitt um það á þá leið, að nær-
ingarefni þess líktist meira krafti kjöts-
ins en hveitisins og væri þó enn kröft-
ugri fæðafyrir þroskun og viðhald vöðv-
anna.
Að bómullarfræ verði notað til mann-
eldis hefir ákaflega mikla þýðingu fyrir
þá landshluta, þar sem bómull er rækt-
uð, það sem bómullarplantan gefur af
sér, er meirihlutinn fræ, og hefir það
nú hækkað í verði, svo aðhverlOOpd.
kosta nú kr. 3,50 í staðinn fyrir 65 au.
Taft Bandarikjaforseti
komst í hann krappan hérna á dögun-
um. Haun hafði lofað eldgömlu kven-
frelsisfélagi að halda ræðu á ársfundi
þess, og fagnaði kvenþjóðin honum þar
sæmilega, enda var það í fyrsta sinni
að forseti Bandaríkjanna hafði haldið ræðu