Norðri - 13.09.1910, Side 3

Norðri - 13.09.1910, Side 3
NR. 34 NORÐRI 136 Trjáviður}*girðingastaurar hvergi ódýrari en í verzlun Snorra Jónssonar á Oddeyri. t eru hvergi betri né ódýrari en í verzlun Snorra Jónssonar á Oddeyri. Draum-vísur. í vetur þegar harðindin stóðu hvað hæst og vorar pólitísku öldur létu sem hæst, var það eitt kvöld, að eg sat og var að lesa í Njálu um brennuna, og mig snarsyfjaði. Eg hallaði mér útaf og óðara dreymdi mig, að húsdyrnar hrukku upp og eg sæi ferlegann mann og fasmikinn standa fyrir mér með glott á grön og reidda öxi. Eg þóttist vita að þar var Skarphéðinn kominn. Hann þagði og starði á mig, en eg þóttist liggja agndofa og hvergi mega hreyfa legg eða lið. Þá þótti mér hann kveða stökur nökkvar, seint og hægt og eins og góðir kvæðamenn gera. Við það fanst mér eg vitkast og óttinn minka svo eg vildi nema vísurnar. Það tókst mér fyrst, en bráðum fór alt í rugling, og syndist mér maðurinn vera orðinn að Eyjólfi gamla sauðamanni, sem var lengi fjármaður á Fossi hjá afa mínum. Fyrstu vísurnar þrjár mundi eg orð- réttar þegar eg vaknaði, en hinar þrjár eða fjórar mundi eg einungis hrafl úr. F*ær sem «Skarphéðinn« kvað voru svona: »Bálin skæð við Bergþórshvel, bóndans ræða svæfði vel: Engann hræði harðlynd Hel, hennar œði er stundar-él. Garðarsey með fum og fát, fors og reiging, dul og stát, ertu eigi ein á bát — öllu megin fyrirsát? Býrð ei undir Bergþórshól, byrgð þín sund, og hnígin sól? Blika hundrað banatól, brennur grund og húsaskjól.« . Loftur í Leyningi. Af Eskifirði 2, sept. Þorskaflinn er góður nú sem stendur 3 — 6 skpd. á mótorbáta og eigi lengra að sækja en út hjá Seley. Smábátar hafa fiskað vel á Reyðarfirði í sumar, nokkr- ir með 2 mönnum búnir að fá fyrir 1400 kr. á skip. Grasspretta var hér rýr og nýting hin versta, svo margir eru í vand- ræðum með hey. Á flestum fjörðum hér eystra er talið að góður hagur verði alment á mótorbáta í ár. Fiskiskipin þau fáu fiskiskip sem hafa stundað færafiski hér fyrir Norðurlandi hafa veitt vel og eru nýlega komin inn með góðan afla. Staka til athugunar hr. G. Sv. Sbr. grein hans í »G.horni.« Pegar alt var orðið rótt og andans rénuð kveisa. innlimunar iðrasótt aftur fór að geisa. (M. E.) Brúkuð íslenzk frírr.erki kaupir Eggert Stefánsson. Herbergi til leigu fyrir einhleypa menn og fjölskyldur. Vísað á í prentsmiðjunni á Oddeyri. Fjármark. Hér með auglýsist að fjármark mitt er: hvatt hægra, sneitt framan og gagn- bitað vinstra. Jón Bjarnarson Valadal Tjörnnesi Suður-Þingeyjarsýslu. Mótorkúttarinn .,BR0DRENE” 21 ,79 tons, er til sölu á Siglufirði með herpinót eða án hennar. Skipið er einung- is fárra ára, með kraftgóðum mótor. Ágætlega lagað til síldar eða þorsk- veiða. Lysthafendur snúi sér til Bakkevíks á Siglufirði. Forskriv selv Deres Klædevarcr direkte fra Fabrik. Stor Besparelse, Enhver kan faa tilsendt portofrit mod Efterkrav 4 Mtr, 130 Ctm, bredt, sort, blaat, brun, grön og graa egtefarvet finulds Klæde til en ele- gant, solidKjole eller Spadsereraðt for kun 10 Kr. (2,50 pr. Mtr). eller 3'U metr. 135 Ctm. bredt sort, mörkeblaa og graanistret moderne Stof til en solid og smuk Herre- klædning for kun 14 Kr. 50 til Ö Er var- erne ikke efter önstke tages de til bage, Aarhus Klædevæven, Aarhus Damnark. Góð — hrein Steinolfuföt kaupir undirritaður móti peningum og vörum og í reikninga. Ennfren ur fernis og mótorolíuföt. J. V. Havsteen, Oddeyri. Nýtt smjör, hænuegg, dilka »g dilkakjöt K A U P I R hæzta verði verzlun J. V. Havsteens Oddeyri. Norðra skuldir. í Ringeyjarsýslu að undanskildum þeim, sem eru í Grýtubakka og Svalbarðs- strandarhreppum eiga að borgast hið bráðasta til Péturs alþingismanns |óns- sonar á Gautlöndum, sem fengið hefir umboð til að innheimta skuldirnar. Y-I-N-D-L-Á-R og M-U-N-N-T-O-B-A-K ódýrast í stórsölu hjá Carli F. Schiöth. 16 Ó, hve samvizkan kvaldi mig. Eg hugsaði með mér: «Fall- byssan er hlaðin, kveikt á kveikiþræðinum — nú kemur það. Gestarnir fóru að hvíslast á; það leit helzt út fyrir, að syst- ur mínar vildu skríða inn í ofninn, til að fela sig. F*á var dyra- bjöllunni alt í einu hringt. Pað fór að koma hreyfing á veizlu- gestina; en þetta var þá ekki nema eitthvert spjald, sem Betty kom með, inn til systra minna. En þær urðu allar saman eins og blóðstykki í framan, þegar þær sáu, hvað þetta var. Pað var svo sem engin «afsökum;« það var bara ljósmynd, sem átti að vera niðri í kommóðuskúffunni hennar Sús. Dyrabjallan hljómaði aftur — aftur kom mynd. Ja — sú sjón! Tuttugu sinnum var bjöllunni hringt og tuttugu sinnum kom mynd. Loks komu tveir yngispiltarnir, sem boðnir voru. — Eg vissi undir eins, hvernig á því stóð. Á myndunum þeirra stóð: «Ó, þú yndislegi Brown!« og: «Svo fjörugur og fríður!» og þessi seinni var þar að auki bókhaldari í skóverksmiðju. Nú var farið að dansa «Lanciars« og voru hafðir f dansin- um þrír karlmann — fleiri voru ekki til — og fimm stúlkur. Jómfrú Hopkins skríkti nærri því einlægt; systur mínar grétu. Kvöldmaturinn var ágætur en veizlufólkið var hvorki glatt né á- nægt — það vissi eg manna bezt. Mér leið ekki betur en það, að eg varð að hætta við að borða, þegar eg var búinn að fá eggjamauk á diskinn minn fimm sinnum. «Ef eg vissi hver hefði gjört þetta,« heyrði eg Sús segja við Moore læknir »þá skyldi eg svei mér hefna þess! Pað er illa og svívirðilega gjört! Peir eru náttúrlega alveg æfir við okkur. Við getum aldrei bætt fyrir það aftur. Máske líka, að við neyðumst til að flytja okkur í burtu héðan; eg þori ekki að láta sjá mig á götunni framar. Ó, bara, að eg vissi hver hefði gjört það.« «Kannske hann Pétur litli geti gefið einhverja upplýsingu um það,« sagði læknirinn, og hvesti á mig augun. 13 lofaði því, og svo settust þær niður við að semja litsa yfir boðs- gestina. Allar voru þær önnum kafnar eins og hunangsflugur og þær sögðu að eg væri góður drengur, því að eg var ofur spak- ur og sat þar á stól hjá þeim og hlustaði á, en satt að segja, var eg orðinn kúguppgefinn af öllum hlaupunum. En allt í einu var dyrabjöllunni hringt — og það var — hérna þér að segja — hún Betsy föðursystir mín, sem býr í Hoppertown og sem heim- sækir okkur tvisvar á ári. Systur mínar urðu alveg æfar. Pví að þær vissu náttúrlega, að Betsy myndi tefja eina viku, og svo myndi hún verða í veizlunni líka. Sil skældi sig alla í framan, þegar hún heyrði, að það væri Betsy. »En að kerlingarrægsnið skyldi nú endilega þurfa að rek- ast hingað núna,« sagði hún, »hún kemur líka æfinlega, er sízt skyldi.« »Hún náttúrlega verður hér, þangað til veizlan er um garð gengin,« sagði Bess, þegar hún heyrði umhana;og svo náttúr- lega fer hún í græna kjólinn sinn og gulu smykkjuna og setur upp afskræmislegu fjólubláu bómullarhanzkana sína.« «Hún náttúrlega gjörir hreinustu veizluspjöll,« sagði Sús. Eg held að Betsy föðursystir sé rík, en hún er orðin svo gamaldags, að eg gæti vel trúað því, ef einhver segði mér það, að hún hefði verið í félagi við dýrin, þegar þau komu vagg- andi tvö og tvö, út úr örkinni hans Nóa; en Betzy kemur æf- inlega ein sömul, því að hún er eldgömul piparmey. Pegar eg heyrði þær segjast vona, að hún færi fyrir veizl- una, þá vonaði eg það líka Og þér að segja, kæra dagbók, þá sló samvizkan mig í hvert skipti, sem mér duttu myndirnar í hug. Ó, það er voðalegt að hafa vonda samvizku; hún sligar manninn eins og þriggja vætta bjarg. Eg vildi að eg hefði aldrei gjört það, en það er skeð, og eg ásetti mér, að bæta brotin gegn systrum mínum á annan hátt. Pegar búið var að drekka teið, togaði eg Betsy út í fordyri með mér og sagði:

x

Norðri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.