Norðri - 13.09.1910, Blaðsíða 4

Norðri - 13.09.1910, Blaðsíða 4
132 NORÐRI NR 34 Ofna og eldavélar fást hvergi betri og ódýrari eftir gæðum en hjá Recks Opvarmings Comp. Köbenhavn B. Félag þetta hefir meðal annars sérstaklega hentuga ofna og elda- vélar fyrir bændur á íslandi, þar sem þeir aðallega eru ætlaðir til að brenna í þeim mó og öðrum léttari eldivið. Verðlistar á íslenzku með myndum fást ókeypis. Aðalumboðsmaður félagsins á Norður- og Austurlandi er Stefán Kristjánsson, skógvörður á Vöglum í Fnjóskadal, sem gefur nán- ari upplýsingar. DEFORENEDEBRYGGERIERS skattifríar öltegundir DE FORENEDE BRYCGERIERS Fa»s overalb. Oen stigende Afsaetning er den bedste Anbefallng. bragðgott næringargott endingargott •K Fæst alstaðar X AUKASKIP frá HINU SAMEINAÐA GUFUSKIPAFÉLAGI r HOLAR koma til Akureyrar um 20. þ. m. SKALHOLT fer frá K.höfn I. okt, beina leið til Akureyrar búist er við að verði hér um 8. okt. Þeir sem óska að stenda vörur með skipum þessum héðan ti' útlanda geri svo vel að aðvara afgreiðslu félagsins á Akureyri um það sem fyrst, ef þeir óska að eiga plássið víst. Bændur og aðrir, sem vilja senda ull til klæðaverksmiðjunnar „IÐUNN" í Reykjavík til þess að láta vinna úr lopa, band eða dúka, gjörið svo vel að snúa sér til undirritaðs, sem er aðalumboðsmaður verksmiðjunnar á Akureyri og í nærliggjandi héruðum. Vefnaðar- sýnishorn getur hver fengið að sjá sem æskir þess. Akureyri, 8. júní 1910. S. Jóhannesson. HÉRMEÐ auglýsist, að eg um áramótin 1910- 1911 legg 6°/° rentur á allar útistandandi skuld- ir við verzlun mína, nema öðruvísi hafi áður verið um samið. Bakkafirði, 20. júlí 1910. H. Rutiólfsson. Brúkuð íslenzk frímerki. kaupir Björn Jakobsson Norðurgötu 3. Ábyrgðarmaður og prentari: Björn Jónsson. Afgreiðsla í Brekkugötu 19. 14 «Langar þig ekki til að gjöra systrum mínum einhvern greiða, sem þeim þykir mjög vænt um?< «Við hvað áttu?« «Ef þú vilt, þá geturðu gjört það með því að fara áður en veizlan verður haldin. Pær viljahelztað þú verðir ekki hérna þá. Eg heyrði þær segja það sjálfar, svo þér er óhætt að trúa því. F*ú skalt ekki hafa orð á því frænka mfn, en þú ættir helzt að fara daginn sem er næstur á undan fimtudeginum; eg skyldi þá verða þér þakklátur alla mína æfi.« Mér finst nú, fyrir mitt leyti, að það væri ekki fallegt af henni að reiðast, þegar eg talaði svona dæmalaust kurteysum orðum við hana, og það var reglulega napurt af henni, að fara að þvarðra um þetta alveg samstundis, einmitt þegar eg var nýbúinn að biðja hana að þegja yfir því, en það lét hún sig hafa, og næsta morgun, fór hún á fætur, fyrir dag, og fór bara blátt áfram, kvaddi hvorki kong né prest, en sagðist aldrei — aldrei ætla, að koma aftur til að finna okkur. En það var ekkí nóg með það. Það lítur út fyrir, að pabbi hafi fengið peninga til láns hjá henni (það eru erviðir tímar að tarna), því að hún reygði höfuðið svo hátt sem hún gat og sagði, að það væri þó — og svo sveiaði hún sér — ffnt eða hitt þó heldur, að halda dýrindis veizlur fyrir tómt lánsfé. Náttúrlega varð eg, áttavetra anginn litli, að taka iðgjöld allra illskunnar hennar Betsy. Eg get ekki fegnið af mér að hryggja þig, kæra dagbók; það er nóg að segja þér það, að hvorki var barninu né vend- inum hlíft. Betty aumkaðist yfir mig og bjó út allra mýksta hæg- indi handa mér úr gömlum svæfli; það var ekki vanþörf á því. Ekki fer eg út fyrir húsdyr í bráðina; eg er hræddur um, aö drengirnir komist þá að ýmsu, sem mér er ekkert um, að þeir viti. Tíminn líður voðalega seint. Ekki held eg að mig langaði til að vera í sporunum hans Robinson Crusoe. Regareger orð- 15 inn stór og er búinn að eignast ofurlítinn dreng, þá ætla eg ekki að fara svona með hann. Eg ætla aldrei, að berja hann fyrir það, sem hann ætlar alls ekki að gjöra -- þó honum verði það þá óvart; en eg ætla að gefa honum jólakökusneið þrisvar á dag. Og eg ætla aldrei, að leyfa eldri systrunum hans að yrða á hann, eins og hann væri eitthvert skrímsli. Einlagt var eg á glóðum, þegar eg hugsaði um þetta til- tæki, með myndirnar. A hverri stundu bjóst eg við, að allt myndi komast npp. Hver dagur leið af öðrum og loksins kom veizlukvöldið. Betty klæddi mig í allra beztu sparifötin mín og lét á mig Ijómandi fallegt hálsbindi, og svo helti hún þeim heimsins ósköpum, af höfuðvatni, í vasaklútinn minn, að eg var ráðaleysi með, að snýta mér á honum; svo lásu systur mínar mér pistilinn um það hvernig ætti að haga mér í veizlunni, og ef eg ekki yrði kurteys og fallegur drengur þá yrði eg látinn hátta samstundis— og svo fór eg inní dagstofuna. Ljós voru á hverri krá í öllu húsinu, og blómvendirnir voru alstaðar, þar sem hægt var að festa þá — nærri því. Og svo kom maðurinn sem átti að spila á Fortepianóið. Ó, það kom vatn í munninn á mér, þegar mér datt í hug vanillemaukið og kökurnar og Appel- sínurnar og alt hitt sælgætið, sem var í borðstofunni. — — Systur mínar voru reglulega fallegar; þær voru í hvítum kjól- um og með snúið hár og glitrandi augu og svo höfðu þær líka blóm í hárinu. Nú fóru gestirnir að koma. Loksins voru allar helztu hefð- armeyjar bæjarins komnar — klukkan sló níu — einn yngis- pilturinn var kominn og var það Moore læknir — sá sem ætl- aði að giptast Sús. Systur mínar fóru að verða ókyrrar í anda, og hjartað í mér var komið niður í buxnaskálmar og skalf þar eins og — eg veit ekki hvað eg á til að taka. Maðurinn við Fortepianóið spilaði og spilaði. Sumar stúlkurnar fór að dansa saman, en eg er hræddur um, að þær hafi ekki haft mikla á- nægju af því! klukkan sló hálftíu!

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.