Norðri - 17.09.1910, Side 4
NR. 34
NORÐRI
136
Til hupmanna.
Nú fer að dimma á kvöldin, og fer því að verða þörf á steinolíu
til ljósa; munið því eftir að »hið danska steinolíuhlutafélag» hefir alt
af nægar byrgðir fyrirliggjandi hér áAkureyri af allskonar steinolíu,
sem alt af fæst með beztu kjörum. '■
Þið kaupmenn á Akureyri og í Eyjafirði, munið eftir því, að þið
borgið steinolíuna frá þessu félagi aðeins eftir pundatali samdægurs
og þið takið á móti henni, en greiðið ekki fult verð fyrir hálffull föt,
eins og víða annarsstaðar kann að eiga sér stað.
Þið kaupmenn út um landið gamla, takið eftir því, að frá aðalstöð-
vum »hins danska steinolíuhlutafélags« á íslandi, eru aðeins send
full föt, altaf fylt samdægurs og þau eru afgreidd, ef á þau vantar.
Athugið því, að þetta getur verið svo stór sparnaður fyrir hvern
þann sem olíu kaupir að nokkrum mun, að vert er að athuga þetta
nákvæmlega áður en fest eru kaup hjá öðrum en
Hinu danska steinolíuhlutafélagi.
Þess skal getið að nú fæst hin alþekta og viðurkenda olía »Royal
Daylaigth« á kr. 25.00 fatið, heimsins viðurkenda bezta ljósaolía,
sem ljósið af líkist mjög rafmagnljósi, »Pens. Water White» á kr.
30.00 pr. fat 300 pund.
Ennfremur eru til 6 aðrar tegundir af olíu, svo hægt er að fá
olíu hjá félaginu til allra notkunar, hvað sem vera skal.
Afgreiðsla og upplýsingar fyrir Akureyrardeild hjá
Carl F. Schiöth,
Talsími 14. Lœkjargötu 4. Ritslmi Carolus.
Góð — hrein
Steinolíuföt
kaupir undirritaður móti peningum og
vörum og í reikninga. Ennfremur
fernis og mótorolíuföt.
J. V. Havsteen,
Oddeyri.
Herbergi til leigu
fyrir einhleypa menn og fjölskyldur.
Vísað á í prentsmiðjunni á Oddeyri
Forskriv selv Deres Klædeyarer
direkte fra Fabrik. Stor ^Besparelse, Enhver
kan faa tilsendt portofrit mod Efterkrav 4
Mtr, 130 Ctm, bredt, sort, blaat, brun, grön
og graa egtefarvet finulds Klæde til en ele-
gant, solidKjole eller Spadsereraðt ior kun
10 Kr. (2,50 pr. Mtr). eller 3’/t metr. 135
Ctm. bredt sort, mörkeblaa og graanistret
moderne Stof til en solid og smuk Herre-
klædning for kun 14 Kr. 50 til Ö. Er var-
erne ikke efter önstke tages de til bage,
Aarhus Klædevæverj, Aarhus Daninark.
Ábyrgðarmaður og prentari:
Björn Jónsson.
Afgreiðsla í Brekkugötu 19.
FJÁRTAKA
Byrjarislátm’húsí
KAUPFÉLAGS EYFIRÐINGA
Jiriájudaginn
20- þ. m.
Eftir það verður daglega selt í sláturhúsinu kjöt og
mör á meðan haustkauptíðin stendur yfir.
„TUBORGS-FABRIKKER“
ÖI og gosdrykkir frá þessari verksmiðju er annálað fyrir gæði, og hve vel það
geymist. Sérstakiega má benda á
TUBORG-PILSNE R-ÖL
sem er orðið heimsfrægt og
CITRON-SODAVATN og
ALSKONAR LEMONADE
sem einungis er búið til af nýjum ávöxtum og undir læknis umsjón. Ennfremur
HIÐ ÁGÆTA SÓDAVATN oo APPOLLIN ARIS
Norðra skuldir.
í Þingeyjarsýslu að undanskildum þeim,
sem eru í Grýtubakka og Svalbarðs-
strandarhreppum eiga að borgast hið
bráðasta til Péturs alþingismanns |óns-
sonar á Gautlöndum, sem fengið hefir
umboð til að innheimta skuldirnar.
Y-I-N-D-L-A-R og
M-U-N-N-T-O-B-A-K
ódýrast í stórsölu hjá
Carli F. Schiöht.
i8
«Eg skal borga það; hérna eru tveir dollarar í pyngunni minni;
takið þér af þeim, það sem yður ber. *
«Hvernig ertu kominn hingað?« spurði hann:
>Eg strauk heimanað herra minn, af því eg get ekki ver-
ið þar án þess að gjöra af mér einhver skammarpörin. Pað átti
að berja mig fyrir það, að eg fékk yngispiltunum myndirnar
sínar, sem systur mínar höfðu skrifað á bakið á. Eruð þér
lestarstjórinn ?«
«Pú ert mikill hrekkjalómur,« sagði hann hlægandi; «hvar
ætlarðu að fara úr vagninum?
«1 Kappertown,« sagði eg; «og eg ætla að verða þar þang-
að til eg er orðinn stór, því að annars verða allar systurnar
mínar að piparmeyjum.
IV. KAPLI.
Flóttinn.
Eg hætti skyndilega, að skrifa í gærkvöldi, og kom það
til af því, að eg fór að veiða mús, sem kom út úr holu á her-
berginu mínu. Eg braut vatnskönnuna mína, því að eg ætlaði
að hæfa músina með skónum mínum, en hitti könnuna, en ekki
músina.
En við vagnstjórinn spjölluðum lengi saman, og skemti
eg mér vel. Eg sagði honum frá systrum mínum og Betzy
frænku minni og því öllu saman. Hann var mér góður og vildi
ekkert fá, fyrir flutninginn. Hann sagðist hafa verið barinn á
hverju einasta kvöldi, þegar hann var á mínum aldri og eg
þyrfti að reyna að láta mér standa á sama um höggin.
«Það líður frá,« sagði refurinn, þegar belgurinn var tog-
19
aður af honum,« sagði lestarstjórinn; «en gættu aðeins þess, að
vera ekki með nefið á milli, þegar systurnar þínar ætla að trú-
lofast, ef þú mögulega getur stilt þig um það; það er fremur
lítið um karlmenn árið að tarna; stríðið hefir gjört skarð fyrir
skildi á markaðnum.«
«Pann lestarstjóra skal eg elska, á meðan eg lifi; hann var
mér svo góður. Þegar við komum til Happertown, var kl. nærri
níu, um morguninn og við kvöddumst með handabandi, þegar
við skildum — eins og aldavinir. Eg held, eg megi hætta við,
að verða ræningi, þegar eg er orðinn stór; eg ætla að verða
lestarstjóri. Slík og þvílík æfi! þarna er hægt að aka og ferðast
þvert og endilangt um allt landið og allt saman fyrir ekki
neitt.
Pegar við komum á járnbrautarstöðvarnar, stóðu þar fáein-
ir drengir og gláptu þeir á mig, eins og naut á nývirki, þegar
eg kom útúr flutningsvagninum. Peir komu og fóru að tala við
mig og eg hugsaði þá með mér, að mér væri víst alveg óhætt
að Ieika mér dálítið við þá, áður en eg færi til Betzyar frænku
minnar og segði henni, að eg ætlaði, að setjast að hjá henni.
En eg komst brátt að raun um, að þetta voru vondir
strákar og illa uppaldir. Peir stálu pyngjunni minni, rifu trey-
juna mfna og fleygðu í mig óþverra, svo eg varð illa til reyka.
Eg fór ósjálfrátt að hugsa um það, sem stendur í einni bók-
inni minni: »Varaðu þig á ókunnugum hundum.»
Pað var komið að miðdegi, þegar eg komst heim til Betzyar.
Eg fann ekkert til sultar, fyr en eg fann lyktina af pönnukök-
unum hennar. Hún var nýbúin að borða miðdegismatinn, þeg-
ar eg kom inn.
»Herra trúr! Pétur Hackett!« hrópaði hún og misti hnífinn
svo hastarlega ofan á diskinn sinn, að diskurinn brotnaði. »Hvað-
an kemurðu? Pví eru fötin þín svona? Hver hefir rifið þig í
framan.
«Betzy frænka!« sagði eg! «eg er strokkinn!«