Norðri - 13.11.1911, Síða 1
VI. 46.
Akureyri, 13. nóvember.
1911.
Alþingiskosningarnar
28. f. m.
(Framh.)
I Dalasýslu hlaut kosningu
Bjarni Jónsson frá Vogi.
í Barðastrandasýslu náði kosningu
Björnjónsson fyrv. ráðh. með 235 atkv.
Guðm. Björnsson sýslum. fékk 11Q _
í Húnavatnssýslu hlutu kosningu
Þórarinn Jónsson bóndi á Hjaltabakka
með 264 atkv.
og Tryggvi Bjarnason bóndi í Kot-
hvammi með 245 atkv.
sra Hálfdán Guðjónsson fékk 176 -
og Björn Sigfússon 163 —
í N or ður-M úlasýslu hlutu kosningu
Jóhannes Jóhannesson sýslumaður
með 229 atkv.
og séra Einar Jónsson frá Kirkjubæ
með 222 atkv.
Jón á Hvanná fékk 156 —
og séra Björn Þorláksson 136 -
í Suður-Múlasýslu hlutu kosningu
Jón Jónsson frá Múla með 323 atkv.
og Jón Ólafsson með 299 —
Sveinn ulafsson Firði fékk 236 —
Séra Magnús B. Jónsson fékk 193 -
og Ari Brynjólfsson fékk 38 -
Um kosningar í Norður ísafjarðarsýslu
og Austur-Skaftafellssýslu hefir enn eigi
frézt, en líkur þykja til að Skúli og
Þorleifur nái joar kosningu.
Hvernig hin pólitíska fíokkaskifting
hinna nýkjörnu þingmanna verður, er
mönnum enn eigi fyllilega kunnugt, en
víst var það, að Heimastjórnarmenn og
flokkleysingjar, bandamenn þeirra, fylgd-
ust að við kosningarnar og studdu
hvorir aðra víðast hvar um land.
Það mun eigi oftalið, að 17 þing-
menn fylgi eindregið Heimastjórnar-
flokkuum. Svo eru þeir Jón Jónatansson
séra Magnús, Jóhannes sýslumaður og
dr. Va/týr eindregnír frumvarpsmenn og
munu þeir og Heimastjórnarmenn verða
í bandalagi. Pá koma 4 frumvarpsand-
stæðingar og eru 3 þeirra flæmdir eða
farnir úr Sjálfstæðisflokknum, og líklega
enn flokkleysingjar, munu þeir statida
ráðherra allnærri, enda er hann einn
þeirra, hinir eru þeir Sigurður Sigurðs-
son, séra Sig. Stefánsson og Sigurður
Eggerz, þessir 4 menn hljóta og að
verða í bandalægi við Heimastjórnar-
flokkinn að minsta kosti meðan Kr. J.
situr sem ráðherra. Þá er það ætlun
sumra kunnugra manna, að þingmenn
Skagfirðinga muni gera samband við ráð-
herra og Sigurðana, og segja skilið við
hin veigalausu slitur Sjálfstæðisflokksins
og gæt' það orðið fremur stuðningur
fyrir ráðherra í bandalaginu, því að þá
stæði hann þar við sjötta mann. Eru
þá eftir 7 þingm. af hinum glæsilega
meirihluta frá 1908 og þó eigi sam-
kynja. Skúli steudur annars vegar með
sína tvo trúu Sparkverja, Benedikt og
Bjarna, en hinumegin Björn Jónsson
fyrverandí ráðherra með þá Björn Kr.
séra Jens og Þorleif, ef hann kemst að,
og er etgi ótfklegt að þeusfr Ilðltttu for-
ingjar reyni til að koma á einhverju
bandalagi milli sín, því að þá kynnu
þeir þó heldur einhver Iítilsháttar áhrif
að geta haft í þinginu, þótt sumir spái
að þau mundu verða til lítils góðs.
Afleiðing
kosninganna verða efalaust engin veru-
leg fyr en á þinginu að fastari flokka -
skipun myndast, en nú getur verið, áð
ur en þingmennirnir tala sig saman. Þó
væri líklegt að nú muni linna hinu
bjánalega gaspri sjálfstæðisblaðanua um
þingræðisbrot og fleiri sakir, er þeir hafa
borið á ráðherra.
Það eru litlar líkur til að meirihluti
hinna nýju þingmanna fari að stagast á
að ráðherra fari frá völdum nú þegar,
eins og bandalag Iandvarnar og sjálf-
stæðismanna gerði, þegar eftir kosning-
arnar 1908 (sbr. ísaf. og Nl. haustið
1908). Forvígismenn meirihlutans eru
hvorki svo valdagráðugir né fákænir að
þeir farj fram á þá heimsku, að ráð-
herra segi þegar afsér, þótt fyrir megi
sjá mikla breytingu á ráðandi flokkum
þingsins, Þess mætti og vænta, að meiri
hluti næsta þings, sem skipaður mun
verða reyndari og gætnari mönnum en
síðast, láti það eigi vera sitt fyrsta verk,
að reka ráðherra frá stjórn, jafnskjótt
og þing kemur saman, heldur geri tiI-
raun til samvinnu og samkomulags við
ráðherra í löggjafarstarfinu og stjórn
landsins. Það er altaf að verða ljósara
0g ijósara fyrir hugsandi mönnum hér
á landi. hvaða axarskaft meirihlutinn á
þingi gerði 1909 þegar hann rak H.
H. frá stjórn í byrjun þingsins í stað
þess að lofa honum að setja þingið út,
því sjálfur hefði hann orðið neyddur
til að segja af sér í þinglokinn út af
sambandsmálinu og fl., og gat þá meiri
hluta ráðherra tekið við og flutt frum-
vörpin fyrir konung, sem meirihlutinn
gat ráðið, hvernig væru úr garði gerð.
Meirihluti á þingi getur farið sínu
fram, hvað sem ráðherra segir, og verð-
ur hann þá að beygja sig fyrir honum
eða fara, á þann hátt eru ráðherra skifti
langtum eðlilegri en þau, að reka ráð-
herra úr sæti þegar í þingbyrjun, nema
því aðeins að hann hafi gert svo mikil
afglöp milli þinga, að flokkurinn þyk-
ist eigi geta unnið með honum.
Það er engum efa bundið, að hefði
sjálfstæðisflokkurinn orðið í meirihluta
við kosningarnar í haust, hefði hann
engu minni áherzlu lagt á að flæma
Kr. J. frá stjórn heldur en H. H. 1909,
og varla hefði ráðherra þurft lengi að
bíða eftir vantraustinu á aukaþinginu,
þótt hann hefði haft þrek til að liggja
af sér garðinn þangað til. En vér ber-
um það traust til heimastjórnarmanna,
sem mestu hljóta að ráða á aukaþinginu,
að þeir reyni samvinnu við ráðherra,
þótt hann hafi aldrei verið í þeirra flokki,
og að þeir láti málin knýja hann til að
segja ai sér, ef samvinna lánast ekki, en
reki hann ekki frá fyrir valdagræðgi og
til þess sjálfir að geta komist að til
að geta veitt gæðingum sínum sýslanir
þær, sem ráðherra veitlr. Vér höfum nú haft
innlendan ráðh. í 7 ár, og það er kominn
tfmi til, að þingmenn komi fram gagn-
vart honum eins og vitibornum mönn-
um sæmir, sem bera vellíðan þjóðar-
innar fyrir brjósti, en hegði sér eigi
sem óaldarflokksmenn.
Ádrepa um þingmál.
Alþingiskosningarnar f fyrra mánuði
boða nokkrar breytingar í landstjórnar-
starfi hinnar íslenzku þjóðar. Pær hafa
velt þeim flokk úr valdasessi, sem mestu
hefir ráðið á undanförnum þingum og
lengst af hafa haft þann foringja fyrir
ráðherra, sem ekki gat unnið sér traust,
hvorki nærri allra sinna flokksmanna né
erlendis sem stjórnmálamaður, hvað þá
heldur að hann ynni sér traust mótflokks-
ruanna sinna.
Við kosningarnar hafa komist að 21
bingmaður, sem hafa ekki farið dult
með það, að þeir fylgdu stefnu minni
hlutans 1909 í sambandsmálinu, og
munu þessir menn því albúnir að leita
samninga við danska fulltrúa um milli-
ríkjasamninga á þeim grundvelli, er
lagður var af milliríkjanefndinni 1908,
æski meirihluti þjóðarinnar þess, og
Danir verði nú fáanlegir til að sinna
málinu. En svo hefir því máli verið
spilt síðustu árin, að óttast má, að'bið
verði á, að því fáist ráðið til fullnaðar-
lykfa á viðunandi hátt.
Það þykir oss góðs viti, að í haust
virðast hafa náð kosningu reyndari menn,
og líklega þar af leiðandi að ýmsu leyti
gætnari, en 1908. Nú er hér um bil víst
að eigi ná þingsetu nema 6 þingmenn
þeir er ekki hafa verið áður á þingi, en
1908 komu inn 15 þingmenn, sem al-
drei fyr höfðu á þingi verið, eða nær
því helmingur hinna þjóðkjörnu, að
þjóðin hafi ekki verið sem ánægðust
með marga af þessum nýgræðingum,
eða þótt þeir reynast í meira lagi lið-
léttingar sézt bezt á því, að 2 þeiira
lögðu eigi í það að bjóða sig fram aft-
ur, en 8 féllu nú við kosningarnar, all-
ir úr Sjálfstæðisflokknum. Af þessu
leiðir að næsta alþingi hefir miklu fleiri
reyndum mönnum á að skipa en síð-
ustu tvö þing hafa haft, og því meiri
von að þeir rasi ekki fyrir ráð fram, og
flani ekki -út í ógætilegar og illa undir-
búnar lagasetningar eða vitlaust fjár-
málabrall.
En þrátt fyrir það, þótt fleiri reynd-
ir 0g gætnir menn mæti sem fulltrúar
á næsta alþingi, ættu kjósendur engu
síður að láta uppi vilja sinn skýrt og
ákveðið áður en aukaþingiðkemur sam-
an í þeim tveimur eða þremur stór-
málum, sem búast iná við að lögð verði
fyrir aukaþingið í sumar. Það hefir
miklu meiri áhrif á úrslit stórmálanna á
þingi en margan grunar, að kjósendur
beri fram skoðanir sínar einarðlega á
þingmálafundum í fuudarályktunarformi,
enda er því naumast bót mælandi, þegar
kjósendur láta málin afskiftalaus fyrir
þing og gera fulltrúunum enga vísbend-
ing um vilja sinn í þeim, en fordæma
svo á eftir og lasta á allar hliðar, það
sem fulltrúarnir hafa ráðist í að sam-
þykkja á þinginu í bezta tilgangi.
Að vísu má búast við, að þingmenn
geti eigi ávalt eingöngu farið eftir vilja
meirihluta kjósenda í kjördæmi sínu, en
það hefir eigi að síður ákaflega mikla
þýðingu fyrir alþingi að fá að vita hver-
jar eru meirihlutaskoðanir landsmanna í
ýmsum mikilsvarðandi málum. Semdæmi
þess mætti nefna, að ef fram hefðu kom-
ið fyrir næstliðið þing skýrar og ákveðn-
ar meirihlutaáskoranir um það úr */s
af kjördæmura Iandsins eða fleirum,
að fresta bannlögunum í 3 ár eða að
leggja bannlögin aftur undir atkvæði
þjóðarinnar, þá eru miklar líkur til að
bannfrestunin hefði eigi verið feld í
neðri deild, en fyrir þinginu lágu eigi
neinar almennar áskoranir um þetta og
því fór sem fór, og templarar þorðu að
koma fram með hótunardylgjur við þing-
rnenn. Jafnvel templarar mundu hafa sig
hægri og ráðast síður með ósvífni á
einstaka þjóðfulltrúa, væri þeim sýnt í
fullri alvöru, að þjóðin hvorki vild-
eða ætlaði að láta þá eina ráða allri
brennivínslöggjöf í landinu.
Fyrsta stórmálið sem kemur fyrir á
aukaþinginu næsta verður
Stjórnarskrármálið.
Pað mál liggur nú fyrir í 'frumvarps-
formi, og það er ætlunarverk auka-
þingsins að ákveða, hvort það vill sam-
þykkja það óbreytt eða ekki. Vilji þing-
ið eigi samþykkja það óbreytt getur
það samþykt nýtt frumvarp, sem þá
yrði lagt fyrir regluiegt alþingi 1913
eftir að þing hefði þá verið rofið og
nýjar kosningar fram farið í millibili
Ef menn nú athuga hvernig undir-
búningi og samningi þessa stjórnarskrár-
frumvarps er háttað, sem nú liggur fyr-
ir aukaþinginu að fjalla um, þarf eng-
an að undra, þótt miklar líkur séu til
að hið nýkosna alþingi, sem vérteljum
að hafi fleiri gætna menn og ráðsetta,
en síðustu þing hafa haft, annaðhvort
felli frumvarpið eða breyti því nokkuð.
Vér viljum málinu ti! skýringar minn-
ast lítillega á undirbúninginn og um-
mæli þau, er mikilsmetnir þingmenn
hafa haft um frumvarp þetta.
(Framh.)
Veðrátta
hefir undanfarna daga verið stiltari
en áður. Snjór er nú allmikill á útsveit-
um og víða jarðlítið fyrir áfreða.
Fiskur
var úti fyrir Eyjafirði í haust en ó-
gæftir míklar svo sjaldan var róið. Fiski-
vart allvel hefir verið inn á firðinum
annað slagið í haust. í síðustu róðrum
fékkst þó lítið.
Millisíld
er farin að fiskast hér inst á firðinum
Eru margir sem hafa úti net, því verð-
ið er gott 7 kr. tunnan upp úr sjón-
um. Hér í bæ mun nú vera búið að
salta full 600 tunnur af millisíld.