Norðri - 13.11.1911, Blaðsíða 3

Norðri - 13.11.1911, Blaðsíða 3
NR. 46 NORÐRI. 153 fjölgaði í landssveitum og verð á landi hækkaði alt að 70°(o. Um 1870 tóku mjólkurverksmiðjurnar til starfa, en við það óx mjög rófnarækt og grasrækt, er leiddi af fjölgun kúa og ' mjólkurmark- aðinum. Garðrækt hefir aukist stórum á síðari árum, bændur nota mikið afgarðávöxt- um til matar með því sem þeir selja þá í borgum og sjóþorpum, og nokkuð er flutt af þeim út úr landinu. Kornyrkja og kartöplurækt hefir auk- ist og selja bændur mjög mikið af þeim í borgum og í verksmiðjurnar. Rað má sjá breytingu á landinu í seinni tíð, stór svæði eru árlega tekin til ræktunar bæði fyrir skóg og aðrar jurtir. Skógræktin er ein af öflugustu at- vinnugreinum landsins, því fyrir utan allan trjávið, sem landið notar til bygg- ingar, smíða og brennslu, er árlega út- flutt timbur fyrir 50 miljónir króna. Eg vil ekki þreyta lesendur á því að fara út í einstök atriði jarðræktarinnar hjá Norðmönnum, enda gefst mönn- um kostur á að kynna sér þau bæði í gegnum Ræktunarfélag Norðurlands Og með fleiru móti. (Framh.) Niðurjöfnunarnefnd Akureyrar er byrjuð að jafna niður útsvörunum, í nefndinni sitja 7 menn, þeir Davíð Sigurðsson, Einar Gunnars- son, Guðfinna Antonsdóttir, Júlíus Sig- urðsson, Lárus Thorarensen, Sigmund- ur Sigurðsson og Sigtryggur JónsSon. Nefndin á að jafna niður 17955 kr. og «r það á annað hundrað krónur meira en í fyrra. Pegar þess er gætt að eitt eða fleiri útgerðarfyrirtæki hafa hætt hér í bænum, sem báru um 1000 kr., og fólkið í bænum hefir ekki fjölgað svo teljandi er, og engir efnamenn flutzt í bæinn, er það Ijóst að útsvör sumra hljóta eitthvað að hækka frá því í fyrra, og mun sú hækkun aðallega lenda á verzlunum og þeim, sem hafa sæmilega Til matgjörðar og bökunar. 10 aur. 10 - 10 - 15 - Flórians eggjaduft . . — býtingsduft . Vanille lyftiduft . . Vanillestangir . . . ýmiskonar krydd í bréfum. Ávaxtalitur gulur, rauður og grænn glösum á 10, 15 og 25 aura. Möndlur, Citron og Vanilledropar í glösum á 10, 15 og 30 aur Kardemommudropar, Hindberjadropar, Kirseberjadropar í glösum á 15 og 25 aur. „Sápubúðin Oddeyri Talsími 82. Cacao. Ekta, áreiðanlega óblandað, hollenskt . . 1/í pd. á 40 aur. Súkkat. Bezta Livorno-súkkat J/4 pd. 20 — Soya. einkargóð í glösum á 25 og 30 — (( launaðar fastar sýslanir. Búast má við, að nú reyni með meiramóti á kunnug- leik, rétt mat og sanngirni niðurjöfnun- kom nú fyrir helgina með 70 föt af steinolíu. Fer héðan á morgun beint til Reykjavíkur. 2 Netakútar, merktir: E G arnefndarinnar á Akureyri. Verksmiðjufélagið við Glerá byrjaði fyrir alvöru í haust að vinna dúkajfyrir fólkið og lita og laga sjöl og fl. svo er kembing og spuni afgreiddur eins og að undanförnu hefir verið gert þegar verksmiðjan hefir starfað. Síðan núverandi forstöðumaður hennar Norð- maðurinn Bertelsen kom hingað fyrir rúmu ári, hefir hann kappsamlega látið vinna að því að endurbæta verksmiðj- una, hús hennar og vatnsleiðslu, og mun mikið af hinu nýtekna landssjóðs- láni hafa gengið til þess. Pó mun for- stöðumanni enn þykja vanta vefstóla og fleiri áhöld. Verksmiðjan hefir fengið orð fyrir að vinna trútt og vel síðan Bertelsen tók við stjórn hennar; en margir eru hræddir við að hinn lam- andi barnasjúkdómur þessa fyrirtækis, hafi þær afleiðingar. að landssjóður verði enn að leggja nokkuð til svo krakkinn geti dafnað eða náð þroska, því fyrirtækið sé orðið ofdýrt eftir verð- mæti eignanna. • Norðlyset* mótorskip danska steinolíufélagsins Prófessor Agúst Bjarnason hefir hlotið doktorsnafnbót fyrir rit- gerð er hann varði við Kaupmanna- hafnarháskóla nú nýlega. Porleifur í Hólum. náði kosningu hjá Austur-Skaftfellingum. Munið eftir að er ávalt byrg' að allskonar m a t v æ 1 u m . Nýt kjöt fæst daglega. Tólg Saltkjöt Rúllupylsur Spegipylsur Kæfa o. m. fl. töpuðust austur undir landi hér á dög- unum þegar ísinn var á pollinum. Finnandi beðinn að skila í verzlun Stefáns og Einars á Akureyri. Hvítan hrút velurgan,l an vantaði undirritaðan af fjalli í haust. Eyrnamark: Hamarskorið hægra, stúfrifað vinstra. Brennimark : J. V. H. Hafi einhver orð- ið var við hrút þennan í haust, er hann vinsamlega beðinn að láta mig vita það. Oddeyri 10. nóvemder 1911. J. H. Havsteen. Dndirskrifaður tekur að sér aðgerðir á rafarmagnsleiðingum og setur þær upp að nýju; ennfremur tek eg að mér, að gera að öllu þvf, sem að rafurmagnsleiðsluj lýtur, þar eð eg er útlærður ,EIektriker‘ eftir nýj- ustu tízku, og hefi fengist við það starf í Noregi í 5 ár. — Sömuleiðis tek eg að mér að útvega frá útlöndum hringing- arverkfæri og rafurmagnsbatteri. Mig er að hitta í Strandgötu Nr. 37. Oddeyri. S. Sætran. 28 með öllu móti að halda samtalinu á lopti, en hvað mikið sem hann reyndi til að fjörga hinn ungu stúlku, og þó hann sjálfur virtist vera hinn ánægðasti yfir umtalsefninu, heppnaðist honum ekki að leiða at- hygli hennar að því. Hún svaraði aðeins þegar hún komst ekki hjá því með svo fáum orðum sem hún gat, og beygði sig síðan * dýpra og dýpra yfir vinnu sína. Mortensen, sem stöðugt hafði auga á greifanum og sá vandræða- svipinn á dóttur sinni, hélt nú að hann biðlaði til hennar, svo nú tók tcrtrygni hans aðra stefnu. Hann var sem sagt ekki einn af þeim mönn- um, sem álíta það lán eða upphefð að eignast þann tengdason sem aðeins gekkst fyrir peningum hans, þó hann væri af háum aðalsættum og heimurinn áliti veg hans vaxa við það. Rvert á móti bar hann full- komna óvild til alls þess, sem bar nafnið aðall, og áleit það mestu hneisu fyrir sig ef dóttir hans endurgyldi ástarviðleitni greifans. Hann sá líka vel að orsökin til þessarar ástleitni hans var ekkert annað en pen- ingar hennar, og v»r því mjög órólegur yfir því, að Hermann gaf sig svo mjög að dóttur hans. *Það væri þó meira en lítið óhapp ef eg gaeti ekki með aðstoð héraðsdómarans fullgert kaupsamningana á morgun til þess að losna við þessa greifalegu sníkjugesti. Pessi slóði þarna skal þó aldrei fá dótt- ur mína,<r hugsaði hann. Um kvöldið reru allir gestirnir sér til skeratunar út á vatnið. Um leið og Hermann hjálpaði stúlkunum upp í bátinn, sýndist Elinu hann stinga pappírsblaði í hönd Selmu og hvísla einhverju að henni um leið. Elín var dauf og hugsi. Henni var stððugt í hug það sem faðir hennar hafði sagt við hana, og lagði nú niður fyrir sér hvernig hún ætt að fara. 011 þau lofs- og gamanyrði sem greifinn sagði við hana á leiðinni flugu fram hjá eyrum hennar án þess að hún veitti þeim nokkra eftirtekt. i>Eg verð þegar í kvöld að tala við mömmu og láta hana vita hvað mikið hún leggur í sölurnar,« hugsaði Elín með sjálfri sér. Vrð kvöldverðinn heyrðl Elín að Selma sagði við greifann: 25 mælti Mortensen og sneri sér að Froberg, sem sat hinumegin í saln- um. »Hvern átt þú við?« spurði Froberg. »Djöfulinn hann Hermann greifa. Leitar hann hylii Elínar eða Selmu ?« »Hvorugrar, held eg — eða ef til vill Iíka beggja.* »Beggja? Hann ástsækir þó líklega aldrei konu mína?« »Góði Mortensen, vertu nú ekki aftur vitlaus. Getur þú ekki í- myndað þér að þessir ungu spjátrungar eigi bágt með að vera svo með ungum og laglegum stúlkum, að þeir smjaðrt ekki dálítið fyrir þeim, en sem í raun og veru er alveg meinlaust og meiningarlaust.« »Meina þeir þá ekkert með orðum sínum, eða því eru þeir þá að láta þau út úr sér?« »Til þess að eiða tímanum sem þægilegast.* »Og þú ætlar kannske að telja mér trú um að heiðarleg og trygg kona hlusti á slík orð?« • Pví ekki það? Eg get ekki séð neitt ósæmilegt í því, ekki sízt þegar svo stendur á að konan er gift eldgömlu og tortryggnu karl- skrifli. Skipstjórinn gekk um gólf án þess að segja nokkurt orð. Alt i einu staðnæmdist hann við gluggann. »Froberg, komdu hingað,« kallaði hann fljótlega. Hann lagði hendina á handlegg Frobergs og sagði: »Taktu nú eftir svip greifans, og segðu mér svo hvað í honum liggur.* Froberg virti hinn unga mann fyrir sér, þar sem hann gekk við hlið Selmu, og svaraði síðan: »Greifinn lítur út fyrir sð vera í dálítilli geðshræringu.« »Ó! Pú gætir miklu frekar sagt að hann væri eins og sá sem þjáist af hjartnæmri þrá, sem hann ekki getur svalað. En hver þeirra vekur þá tilfinningu í hjarta hans?« »Hann er sá eini sem getur sagt þér það, en að öllum líkindum er það dóttir þín og væntanlegur auður hennar sem töfrar huga hans í bráðina.*

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.