Norðri - 03.02.1912, Page 2
10
NORÐRI
3 NR.
NORÐRL
Áformað er að Norðri komi út 1912,
42 arkir. Verð 2 kr. 50 au. Verð á
auglýsingum í Norðra er 40 au. csnti-
meter, reiknast eftir eins dálks breidd-
Afslátt fá þeir cr mikið auglýsa.
Afgreiðsla Norðra er í Brekkugötu 7
hjá Sveini Sigurjónssyni.
■y * <• 1 ♦ <- > ♦ <• j t- > ♦>» -V&r-y* <- •> ♦ < > ♦ f- > ♦ <-
35, þá mundi kosnaðaraukinn hafa
lítill orðið.
I stjórnarskrárfrumvarpi því, sem sam-
þykt var á síðasta þingi var ákveðið, að
kjósa skyldi 10 menn til þingsetu í efri
deild með hlutfallskosningu, og átti alt
landið að vera eitt kjördæmi.
En nú er eftir að semja kosningalög-
in, það mun aukaþinginu ætlað. En hver
verður þá aðferðin?
Rað virðist ósanngjarnt gagnvart kjós-
endum að meðmælendur listanna ráði
fulltrúavalinu að mestu leyti og er því
sú aðferð, sem nú er viðhöfð, lítt við-
unandi.
Hin aðferðin, sem stjórnin stakk upp
á í frumvarpinu frá 1907 verður að mínu
áliti lítt framkvæmanleg, þegar landið á
að verða eitt kjördæmi, kjósendum á að
fjölga meira en um helming, og eigi er
hægt fyrir að sjá, hvað listar og fram-
bjóðendur verða margir.
Pá er að finna aðferð, sem bæði sé
sanngjörn og framkvæmanleg. Eg hefi
athugað þá aðferð nokkuð og þykist
hafa fundið auðvelda og sanngjarna
hlutfallskosningaraðferð.
Aðferðin er þessi: framan við nöfn
frambjóðenda skal töluröð eða uúmer
þeirra sett. — Pegar á kjörþing er kom-
ið, skal festa upp alla listana kjósendum
til athugunar. Pegar kjósendur koma inn
í kjörherbergið, skulu þeim afhentir
kjörseðlar og á þeim standa A-listi B-
listi o. s. frv. Kjósandinn sem áður hefir
athugað frambjóðendalistann, setur merki
það, sem lögin ákveða—strik eða kross
— við nöfn þess lista, er hann gefur
atkvæði sitt, og um leið setur hann aft-
an við listanafnið númer þess manns-
ins, sem hann ákveður að fái heilt at-
kvæði sitt, eða standi fremstur á listan-
um. Lítur þá atkvæðagreiðslan t. d. þann-
ig út: X A-listi 3 eða -|- B-listi 5 eða
V C-lista 2, eftir því hvern lista og hvern
frambjóðanda hann kýs.
Regar kjósandinn fær eigi að breyta
meira til en þetta, þarf yfir kjörstjörn-
in eigi að telja saman fleiri atkvæði en
þeirra sem settir eru nr. 1 á hvern lista
og verða þá atkvæðin sem saman þarf
að telja jafnmörg og kjósendur eru.
Atkvæðabrot þeirra sem neðar standa á
lista, er hægt að finna á eftir með mjög
óbrotnum og einföldum reikningi. Að-
ferðin er þannig:
Fyrst er skrifuð tala heilu atkvæðanna
sem hver frambjóðandi hefir fengið, og
mynda þær tölur skálínu niður á við
frá vinstri til hægri handar. Pessar töl-
ur samanlagðar eru atkvæði þau, sem
listinn hefur fengið. Pá byrjar útreikn-
ingurinn á brotunum. Stendur deilirinn
við hvert mannsnafn efst í hverjum dálki;
breytist deilir, er hann settur milli sviga
Athvæði hvers frambjóðenda eru svo
lögð saman ofan frá niður eftir.
Pótt nú frambjóðendur væru 40 og
stæðu á 4 listum, mundi það taka upp
svo sem 2 klukkustundir að reikna at-
kvæðin á þeim öllum;enþess er naum-
ast þörf að það sé gjört, fyr en öll at-
kvæði af landinu eru saman komin hjá
stjórnarráðinu, sem að þvf loknu fyndi
hlutfallstöluna og ransakaði, hve margir
fulltrúar væru kosriir á hverjum lista, og
þá um leið sýndi atkvæðafjöldinn hverj-
ir hefðu hlotið kosninguna.
í dæminu hér að framan, lét eg þá
sem neðst voru á listanum hafa mest
fylgi til að sýna að þeir geta náð kosn-
ingu, ef að nógu margir kjósendur sam-
eina sig um þá. Næðu 5 menn á þess-
um lista kosningu, yrðu það nr. 1, 2,
3, 9 og 10.
Eg geng út frá því að þeir kjósend-
ur, sem helzt vildu kjósa fyrsta mann
á lista, settu enga tölu aftan við lista-
nafnið, og yfirkjörstjórnin ritaði upp
aðeins atkvæði fyrsta mannsins á list-
anum. Pegar fáir menn standa á lista,
og 1 eða 2 ná kosningu, geta það eins
vel orðið þeir, sem neðst standa. Það
má sýna með því, að taka nokkra af
hinum nýkosnu þingmönnum og telja
þeim þau atkvæði, er þeir fengu við
kosningarnar í haust.
c
'O
in
IM
ro
cn
©
íO
o
o
c
o
œ
cn
bfl
3
J5
*0
3
O
3
'°
io
3
o
00
js 55
</) Cn
OO
00
o
a» CNI
o co
T-l Tf
r-
cs
co
^2
O
CN
'rt 00
• • TH
CN
co
ON
co
O
CN
CN
00
A-listi.
Ara Daða Flosa Hjatla Jensar Lýðs Njáls Páls Snorra Vagns
: 1 : 2 : 3 : 4 : 5 : 6 : 7 1 :8 : 9 : 10
1. Ari Bergssou 24 12 8 6 4,8 4 3,4 3 2,8 2,4
2. DaðiErlingsson (»2) 67,6 135 45 33,7 27 22,5 19,3 16,8 15 13,5
3. Flosi Geirsson 128 (: 3) 85,3 256 64 51,2 42,6 36,6 32 28,4 25,io
4. Hjalti ísaksson 185 123,3 (:4) 92,5 370 75 61,6 52,8 46,2 41,i 37
5.Jens Kárason 244 162,« 122 (:5) 97,6 488 81,3 69,7 61 54,2 48,8
ó.LýðurMarteinss. 300 200 150 120 (.6) 100 600 85,7 75 66,6 60
7. Njáll Ófeigsson 362,5 241,6 181,2 145 120,8 <:/) 103,5. 725 90,6 80,5 72,5
8. Páll Rafnson 424 282,6 212 169,6 141,3 121,i <:8) 106 848 93,3 S4,s
9. Snorri Teitsson 479 319,3 239,5 191,6 159,6 137 119,7 <:9) 106,4 958 95,8
10. Vagn Þorgilss. 540 360 270 216 180 154,3 135 120 010) 108 1080
Samtals 2754 1922 1576 1413 1348 1328 1353 1399 1448 1520
011 atkvæði listans 5484.
Hefði þessi listi fengið tvo fulltrúa
væri það sá fyrsti og síðasti. Atkvæða-
tala þingmanna nú, fer að nokkru eftir
kjósendafjölda í kjördæmunum.ogmundu
þau koma öðruvísi út, ef landið væri
eitt kjördæmi.
Eg álít rétt að varamenn efri deildar
væru kjörgengir til neðri deildar, því
svo getur farið að miklir hæfileika menn
og góðir stjórnmálamenn hljóti vara-
mannskosningu. það væri ranglátt, bæði
gagnvart þeim sjálfum og þjóðinni í
heild sinni, að útiloka þá frá þir.gsetu
í 6—12 ár. Hver mun geta meinað
þeim að leggja niður umboð sitt, væri
skorað á þá að bjóða sig fram til þing-
mensku í neðri deild?
Óheppilegan álít eg frestinn, sem
stjórnarskrárfrumvarpið ákveður milli
hlutfallskosningarinnar til efri deildar
og hinar óhlutbundnu til neðri deildar.
Pað getur naumast hjá þvf farið, að
önnur hvor kosningin fari fram um
heyskapartímann.
Miklu hentugri var 4 mánaða frestur
— t. d. júní til október. Eg er nú
orðinn langorður um þetta mál, og
þótt margt fleira mætti um það segja,
læt eg úttalað um það í bráð.
B. E.
»Perpetuum mobiIe«
Vísindunum fleigir stöðugt áfram.
Fyrir nokkrum árum héldu menn ó-
hugsandi, að flugvelar gætu náð þeirri
fullkomnun, að þær mundu eftir nokkur
ár geta komið að verulegum notum.
En nú er kunnut hve stórstígar fram-
farir hafa orðið í þeirri grein, og stór-
veldi heimsins láta byggja »stóra flota«
af loftskipum. Á sama hátt telja menn
nú á tímum óhugsandi og óðs manns
æði að ímynda sér að hin svonefnda
• eilífðarvél* (»Perpetuum mobile«) verði
nokkurntíma fundin upp. Eins og kunn-
ugt er, hafa ýmsir menn um langan
tíma, árangurslaust, brotið heilann um
vél þessa, sem á að hafa sjálfhreyfiafl,
þ. e. getur gengið og starfað af afli því,
er hún framleiðir sjálf. Jafnvel þótt að
menn telji þetta óhugsandi, eins og áð-
ur er sagt, er nú útlit fyrir að ungur
maður. Stanley Hitchcock í Lundúnum,
hafi leyt þessa gátu. Vél þessi er mót-
or, og hefir hinn frægi uppfyndinga-
maður, Sir Harram Maxim, rannsakað
hana, og hælir mjög í enskum blöðum.
Hann segir að mótorinn hafi starfað
dag og nótt í margar vikur. Sir Harram
Maxim hefir átt langar samræður við
þennan unga uppfyndingamann, og
þykist sannfærður um, að fullyrðingar
hans um það, áð mótorinn bæði starfi
og framleiði ávalt nýtt afl af eiginram-
leik, séu alveg áreiðanlegar.
Stanley Hitchcock vill ekki láta vél
sína koma fyrir almenningssjónir, fyr
en hann hefur fengið einkarétt (Patent)
á henni, en um hann (einkaréttinn) var
honum synjað, af því, að hann nefndi
vélina »Perpetuum mobile«. Hann hef-
ir því skrifað aðra umsókn; nefnir hann
nú vélina sjálfhreyfismótor, og hefur
fylstu von um einkarétt á henni. —
Lauslega þýtt.
I. H.
Jóhann Sigurjónsson
frá Laxamýri, er að verða frægt Ieik-
ritaskáld erlendis. Hið nýja leikrit hans
»FjalIa-Eyvindur«, fær mikið hrós hjá
merkustu ritdómurum Dana og víðar.
Leik þennan kvað eiga að sína í París
innan skams, og í Kaupmannahöfn
verður hann leikinn. Jóhannes kvað enn
hafa leikrit í smíðnm, og taka efnið úr
þjóðsögum vorum.
í bókaverzlun
Sig. Sigurðssonar.
fæst:
NordiskMönster Tidende, Fami
liejournal, Krig og Fred, Frem,
Hjemet, Breiðablik o. fl. blöð.
Par fæst og:
Bændaförin, Mín aðferð, Skú'i
fógeti og fleiri nýjar bækur.
„Norðurljósið"
heitir nýtt mánaðarblað með mynd-
um, sem Mr. Arthur Gook, trúboðinn
enski hér á Akureyri gefur út. Ræðir
það um trúarmál, lækningar og fleira,
og er vandað að frágangi. Árgangur-
inn kostar 50 au. Gook fæst dálítið
við Iækningar hér í bæ, og leita fátækl
ingar oft til hans, því hann lætur þá
fá ráðleggingar og meðul fyrir ekki
neitt.
Húsbruni í Viðey.
28. f. m. brunnu þar tvö stór fisk-
verkunarhús. eign hins svonefnda »Milj-
ónafélags«. í húsunum brann mikið af
verkuðum og óverkuðum fiski. Húsin
voru vátryggð, en fiskurinn ekki. Skað'
inn metinn um 40 þúsund.
Með Vestu
ætla ýmsir að ferðast héðan næstu
daga. O. C. Thorarensen konsúll fci
fyrst til R.víkur, og svo þaðan til út
landa. Hyggst að dvelja erlendis nokkra
mánuði. Guðmudur Ólafsson timbur-
maður ætlar með skipinu til útlanda.
M. Jóhannsson kaupmaður og Sigtr.
Jóhannesson tirnburmeistari fara til Vest-
ur- og Suðurlandsins með Vestu, og
ef til vil fleiri.
Alment vöruverð
á Akureyri gegn borgun út í hötid.
Rúgur kilo. 19 au.
Rúgmjöl — 20 -
Bankabygg — 24 -
Hálfbaunir — 30 -
Heilbaunir — 32 -
Hveiti gott — 32 -
Hveiti lakara — 24 -
Hafi amjöl — 30 -
Hrísgrjón heil — 30 -
Maísmjöl — 19 -
Kartöflur (útlendar) — 11 -
Kaffi — 170 -
Sykur — 66 -
Brennivín lítir 240 -
(Verð á kornvöru miðað við að heil-
pokar séu keyptir.)
lnn lendar vörur;
Saltkjöt kilo 50 au.
Smjör — 140 -
Tólg — 70 -
Hákarl (af Siglufirði) i — 30 -
Taða úr sveitum — 7 -
Gott starhey — 6 -
Nýmjólk litir 15 -
Nýtt skyr úr Eyjaf. — 15 -
Rúgbrauð 2 kilo 40 -
Raflýsing
var sett upp á Eskifirði í sumri er
var, og byrjað að kveikja þar í vetur.
Flestir húseigendur þar hafa fengið raf-
lýsing í hús sín og láta vel yfir. 16
kerta Ijós kosta 4 krónur. Horfur á að
fyrirtækið beri sig ágætlega.
Vesta
er væntanleg hingað í nótt komandi.
Meðal annara farþegja með henni eru
alþingismaður Jón Jónsson Múla, og
kaupm. Helgi Hafliðason Siglufltði,