Norðri


Norðri - 01.07.1912, Qupperneq 1

Norðri - 01.07.1912, Qupperneq 1
Stephan Tisza, greifi, er maður sem mikið er nú talað um í erlendum blöðum. Hann er forseti ung- verska þingsins nú, en hefir áður verið stjórnarforseti þar í landi, þykir hann gáfaður maður, óvæginn og harður í horn að taka. Tisza greifi er fæddur 1861 og er sonur Kolaman Tisza sem var stjórn- arforseti í Ungarn frá 1877 fram um aldamótin, og var þá foringi hins svo- nefnda fijálslyndaflokks. 1903 til 1905 varð Stephan greifi sonur hans stjórnar- forseti og studdist við sama flokk og faðir hans, var svo nokkur ár utan við pólitík, en 1910 kom hann aftur fram á sjónarsviðið, og er stuðningsmaður núverandi stjórnar og forseti þingsins. Oft er hávaðasamt á þingi Ungverja, oft átt í brösum við stjórnina út af sambandinu við Austurríki, einkum her- málasambandinu, og tillagi til þeirra mála. 4. fyrra mánaðar varð sá hvellur á þingi Ungverja, sem dæmafár mun í þingsögum þjóðanna, og alment umtal hefir vakið, enda eigi séð fyrir afleið- ingar hans. Tisza greifi átti þar sem formaður þingsins í höggi við ófyrirleitnaj og o.fsafengna mótstöðumenn, sem helzt lít- ur út fyrir að hafi þó verið í minnihluta, eii við þá beitti hattn bæði harðfengi og slægð. Hervarnarlög landsins komu fyrir þann dag, og stjórnin vildi fá þau sam- þykt óbreytt. Mikill hiti var víst kominn í málið og því ákveðið að halda þing- fund fyrir lokuðum dyrum fyrrihluta dagsins. Forsetinn, Tisza greifi, setti þingfund- inn og gat þess að eítir áskorun væri hann haldinn fyrir lokuðum dyrum, og að 1. mál á dagskrá væri hervarnar- málið. Báðu þá margir þingmenn um orðið mjög háværir. Forseti skoraði á stjórnarandstæð- inga að halda sér í skefjum og láta af þeirri þvermóðsku er þeir hefði sýnt. Stjórnarandstæðingar svöruðu þessu með auknum hávaða, og formaður þeirra Justh æpti: »Komdu niður úr forseta- stólnum*. Forseti áminti Justh nokkrum sinn- um og bað þá að standa upp er sarn- þykkja vildu hervarnarlögin óbreytt, gerðu stjórnarandstæðingar þá slíkan hávaða og pípublástur að engin orða- skil heyrðust og Justh æpti í sífellu ,Usurpator‘ (valdarán). Menn vissu naum- ast af atkvæðagreiðslunni, það var geng- ið til stjórnarmanna og þeir beðnir að standa upp, ekki heyrðist mannsins mál fyrir gauragangi. Eftir nokkra stund æpti forseti: „frumvarpið er samþykt óbreytt“. Hávaðinn og lætinn uxu enn og stjórnarandstæðingar kölluðu forseta ærulaust þrælmenni, og fleiri Ijótum nöfnum. Svo var af forseta ákveðinn þing- fundur kl. 4. síðari hluta dagsins, til þess að ræða um landvarnir, mættu þá flestir þingmenn og voru stjórnar- Hjúkrunarfélaginu Hlíf, sem tjaldaði kirkjuna við útför minnar elskulegu konu, og öllum þeim, sem heiðruðu hina látnu með því að gefa i minning- arsjóð, færi eg beztu þakkir frá mér og börnum minum. Sigurjón Jóhannesson. frá Laxamýri. andstæðingar hinir æstustu. Stjórnarlið- ar tóku móti forseta með fagnaðariát- um, en mótstöðumennirnir með van- þóknunar ópum, sem hert var á, þegar hann fór að hringja til hljóðs. Útifyrir þinghúsinu hafði verið skipað lögreglu- liði og hermönnum. Eftir að forseti hafði þrívegis, áranguslaust með nokkru millibili, reynt að fá þingfund settan og kveðja sér hljóðs, ruddust 60 lög- regluliðar inn í þingsalinn og lögðu höndur á þingmenn stjórnarandstæðinga- flokksins og leiddu þá út þrátt fyrir mótmæli þeirra. Þingmenn mótmæltu þessari aðferð en veittu fæstir mótspyrnu. I dyrunum hrópuðu sumir. „Petta er svfvirðilegt og skammarlegt brot á grundvallarlögunum. 21 af stjórnarand- stæðingnm voru þannig leiddir út, en nokkrir voru þó skildir eftir, meðan á þessu stóð voru fáir af þingmönnum stjórnarflokksins í þingsalnum. Eftir að þessir 21 þingmenn voru útleiddir, þar á meðal foringjar flokk- sins, kom forseti aftur fram á forseta- pallinn til þess að setja þingfund, en 128 Pegar Jana kom heim, lét hún búa tvö herbergi handa greifafrúnni og sækja lækninn, sem eftir litla stund fékk vakið hana af yfirliðinu. Pegar Jana hafði gert alt, sem henni fanst nauðsynlegt gagnvart greifafrúnni, settist hún við gluggann og beið með óþolinmæði eftir Stefaníu. Loks heyrði hún hófadyn fyrir utan. Hún hljóp niður og mætti Jakob í dyrunum með Stefaníu í fangitiu. »Guð hjálpi mér!« kallaði Jana upp yfir sig. »Hvað er að?« »Engan hávaða. Láttu strax sækja lækninn.« jakob hafði vafið sjali utan um höfuð Stefaníu, til þess að það sem hún segði skyldi síður heyrast á meðan hann bæri hana í gegn um mannþröngina inn í herbergi hennar. »Fyrirgefið, herra læknir,« sagði Jakob þegar hann hafði heilsað lækninum, »að eg hef lálið sækja yður svona seint. En frú Stefanson hefur fengið slæmt höfuðhögg, og hefur nú óráð.« f>egar læknirinn tók hönd hennar til að þreifa a hfæðinni, sagði hún með ákafa: »Hann er burtu — — burtu.« »Eg vona, herra læknir, að þér gleymið því sem hún segir,- sagði Jakob, sem fölnaði við þessi orð Stefaníu. »Við læknarnir heyrum aðeins og sjáum það, sem snertir vísindi vor, en gleymum annars öllu öðru.« Hann skipaði fyrir um meðul og hjúkrun, sem hafði þau áhrif, að óráðið hætti. Undir morgun sofnaði Stefanía og læknirinn sagði Jakob að nú mætti hann láta hvern sem vera skyldi vera hjá henni, því þegar hún vaknaði mundi óráðið vera horfið. Morguninn eftir þennan örlagaþrungna hrygðardag í sögu greifafrú Rómarhjarta, vaknaði hún af dvala sínum sem gestur í gamla svefnher- berginu sínu. Rað var orðið ljóst af degi og hún rendi augunum kring 121 Þegar Stefanía og greifinn voru orðin tvö ein, sagði hann: »Pað er nærri því sjóndeyfandi að horfa á hana Jönu, fötin hennar eru svo marglit og litirnir svo sterkir.« oÞetta er ættarfylgja; amma hennar var negra.« »Hún er í þessu eins og öðru ólík yður.« »Mér hefur aldrei geðjast að mjög litsterku efni í föt.« »En hvers vegna eruð þér æfinlega svartklæddar?« »Af því eg ber sorg. Eg er eins og þér vitið ekkja,« svaraði Stef- anía raunalega. »En jómfrú Jana hefur sagt mér að það séu mörg ár síðan maður yðar dó, og hún hafi aldrei séð yður öðruvísi en svartklædda.« »Pað er satt, en það eru til sorgir sem læknast ekki fyr en við dauðann; sem hafa grafið sér svo djúpar rætur í hjartanu, að hvorki tíð né tími geta upprætt þær, og sem hafa þau áhrif á þann, sem ber þær, að honum finst geðfeldast að útlit hans sé í samræmi við hugs- anir hans.« »Og berið þér slíka sorg?« spurði greifinn og leit meðaumkunar- lega á Stefaníu. »Já.« »Ætlið þér aldrei að kasta henni?« »Hvernig á að lækna það hjarta, sem flakir af ólæknandi sárum? Pó vér verðum að sjá á bak vini, þá fölnar smámsaman endurminning hans í huga vorum og vér öðlumst aftur vora fyrri gleði, en sú sorg, sem hefur kramið hjartað og grafið sér djúpar rætur, getur hvorki út- rýmst né orðið sefuð. Það einasta, sem vér getum, er að bera með þolinmæði, og starfa að því góða og nytsama, svo vér höfum ánægju af að sjá ávöxt verka vorra.« »Hvernig getið þér, frú, sem virðist hafa alt, sem getur gert einn mann hamingjusaman, svo sem æsku, fegurð og auðæfi, helgað líf yðar þessum sorglegu endurminningum?« »Af því eg hef alt, nema það, sem getur gert mig hamingjusama,« sagði Stefanía angurblítt. »Pað er þó ómögulegt að sjá á yður að þér berið slíka sorg.«

x

Norðri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.