Norðri - 09.07.1912, Blaðsíða 2
74
NORÐRI.
Nr. 20
Þá sneru þeir aftur Sigurður Sumarliða-
son og Jón Þorkellsson, en hinir héldu
yfir á, er nefnist »Kreppai og síðan upp
á jökulinn 19. f. m. og höfðu þeir 14.
hesta. Fremur var seinfarið upp á Jök-
ulinn, þótt ekki væri bratt, og urðu
mennirnir sumstaðar að troða slóð í
aurleðjuna fyrir hestaná.
Á þriðja dag voru þeir suður yfir
jökulinn, suður fyrir Esjufjöll við Breiða-
merkursand í Austur-Skaftafellssýslu, enda
mun sú leið talin um tvær |þingmanna-
leiðir.
ÁJjðklunum var fremur þung færð,
nýi snjórinn frá í vor allmikill, víða um
2 metrar á þykt, óðu því hestarnir víð-
ast f kné og sumstaðar meira. Eigi var
hægt að halda áfram á næturna, því þá
var frostskel á snjónum, sem særði hest-
ana, varð því að ferðast á dagin, þegar
skelin hvarf eða mýktist af sólarhitanum.
F*eir félagar gengu á norskum snjóskóm
yfir jökulinn, svo þeir sukku lítt í snjó-
inn, og létu þeir vel af þeim útbúnaði.
Norðmenn hafa og£ búið til snjóskó
handa hestum, sem skrúaðir eru neðan
á skeifurnar, en eigi voru þeir reyndir
í þessari ferð, en slíkan útbúnað hefir
Kock með sér til Grænlands.
Eftir litla^dvöl undir Gæsafjöllum var
snúið aftur og farin sama leið yfir jök-
ulinn og til Hvannalinda og þangað
komið 24. júní. Úr Hvannalindum var
haldið til Kverkfjalla með alla hestana,
og eftir 9 tfma ferð var komið undir
fjöllin. Undir fjöllunum yfirgáfu þeir fé-
lagar hestana og bundu fóðurpokana um
snoppu þeirra, og héldu svo upp á fjöll-
in. Það kvað vera í fyrsta skifti sem
menn hafa farið upp á Kverkfjöll. Þar
uppi fundu þeir brennisteinshvera mikla
sem bræða frá sér snjóinn. Höfðu þar
á nokkrum stöðum myndast snjóskútar
miklir yfir hverunum, því hitinn frá þeim
bræddi snjóinn að neðan. Inn undir
þeim skútum hafði sumstaðar verið svo
mikil hitagufa, að menn sáu ekki hver
til annars þó skamt væri milli. Kock
hélt að hér væru mestir brennisteins-
hverar á landinu annai sstaðar en í Krísu-
vík. Frá Kverkfjöllum var farið til öskju
og síðan sem leið liggur til Akureyrar.
600 kiló af heyi og 500 kiló af mat
var eytt í hestana á þessu ferðalagi.
Úr þessari Vatnajökulsferð kom Kock
2. þ. m. var þá nýkomið hingað skip-
ið »Godthaab frá Danmörku (þrímastr-
að seglskip með hjálpar-gufuvél) með
farangur Kocks, og til þess að taka hann
hér ásamt mönnum hans, og flytja hann
til austurstrandar Grænlands ásamt 16
hestum og 120 vættum af heyi, sem
hann hafði héðan. Danski grasafræð-
ingurinn, sem ráðinn hafði verið til
Grænlandsferðarinnar, hætti við ferðina
hér og fór heimleiðis ineð Vestu. En
með Kock lagði í þennan Grænlands-
leiðangur þýzki veðurfræðingurinn og
Vigfús Sigurðsson, svo var í ráði að
hann ef til vill tæki með sér í jökul-
ferðina einn af hásetunum á Godthaab.
Skipið lagði af stað héðan frá Akur-
eyri á laugardaginn með allan útbúnað
jökulfaranna, og ætlaði að flytja þá fé-
laga eins langt og hægt væri norður
með austurströndinni. Upp á sínar spýt-
ur ætluðu þeir svo að halda lengra
norður í sumar, og upp á óbygðir Græn-
lands, þar sem heitir Lovísu-drotningar-
land, og er lítt kannaður landshluti, en
þar kvað þó vera dýralíf og jurtagróð-
ur nokkur. í þeim öræfum ætla þeir fé-
lagar að byggja sér vetrarvistarhús, og
hugðust að slátra einhverju af hestun-
um til vetrarforða.
í maímánuði næsta sumar á svo að
fara að undirbúa jökulferðina þvert yfir
landið, sem talin er að vera nálægt 30
þingmannaleiðir, var búist við að fyrst
yrði selfært nokkuð af vistum vestur á
jöklana. í júlímánuði var svo búist við
að leggja upp til endilegrar ferðar yfir
jöklana til vesturstrandarinnar. f þessa
síðustu ferð bjuggust þeir félagar (3 eða
4) við að hafa ekki nema 4 hesta. Á
vesturströndinni, þar sem þeir ætla að
koma niður er mannabygð og þaðan
auðgert að komast suður í dönsku ný-
lendurnar.
Rrisvar áður hefir verið farið yfir
Grænlandsjökla frá austurströndinni og
vestur yfir. Friðþjófur Nansen fór það
fyrst 1888 á skíðum, en það var mikið
sunnar og mjórra yfir að fara, en þar
sem Kock ætlar yfir. Norðurfarinn Peary
fór yfir Grænland langt um norðar en
Kock ætlar, og þar er mikið styttra yfir-
ferðar.
Thore - félagið
hélt aðalfund sinn 1. júníKhöfn. Par var
samþykt sú ráðstöfun, sem áður hafði
verið tekin í samráði við verzlunarbank-
ann, að taka stórkaupmann Henriksen
sem frantkvæmdarstjóra í stað stórkaup-
manns Thor. Tuliniusar, sem sagt hafði
þeirri stöðu lausri. 1911 höfðu skip frá
félaginu farið 66 ferðir milli íslands og
útlanda, og voru af þeim 23 ferðir
farnar af leiguskipum hinar af skipum
félagsins. Fram yfir kostnað hafði félag-
ið haft í tekjur af ferðum sínum
111,738 kr. Af því fóru 65,178 kr. til
vaxtaborgunar og stjórnarkostnaðar,
18,875 kr. til aðgerða á skipum, og
27,650 kr. samþykti fundurinn að leggja
í varasjóð.
Pað kom fram á fundinum að það
sem sérstaklega ollí fjárhagsvandræðum
félagsins þetta vor, væri samningur
þess 1909 við stjórn íslands um strand-
ferðirnar, sem hefði sýnt sig að vera
ekki happasælt. Hann hafði haft í för
með sér byggingu skipanna Austra og
Vestra, og nú í vor þurfti að borga
30 þús. kr. í vexti og afborgun af
andvirði báta þessara, en sú borgun
var ekki handbær. Auk þess hafði félag-
ið lausar skuldir uppá 150 þús. kr.
Bankinn hafði eigi viljað lána félaginu
fyr en samið hafði verið um hinar
óvátryggðu skuldir, og voru komnir
130
»Var óráðið eins mikið í gær eins og þá?«
»Já, en það stóð miklu skemur.*
Stefanía lagði hendina á öxl Jakobs og sagði alvarlega:
»Nefndi eg nokkurt nafn?«
»Pað getur verið, því orð þín voru mjög ósamstæð.*
»Þá þekkir þú samband okkar Elínar?«
»Eg hefi dálitla hugmynd um það; eða þykir þér verra að eg þekki
dálítið út f líf þitt?«
»Nei, Jakob, eg vildi fegin það lægi alt opið fyrir þér.«
»Verðskuldar Elín alla þessa velvild og umhyggju, sem þú berð
fyrir henni?« ,
»Já.«
»Hún ætlar að koma hingað fyrri partinn í júní,« sagð Stefanía eftir
litla þögn.
»Hvað meinar þú með því, Stefanía, að láta hana koma hingað?
Eg skil það ekki?<
»Þú skilur það, þegar eg hefi lokið ætlunarverki mínu.«
Þau töluðu nú um greifafrúna og bágindi hennar um hríð.
»Segðu þjónustufólkinu að það megi ekki tala neitt um brunan við
Hermann fyr en eg hef talað við hann,« sagði Stefanía við Jakob um
leið og hann stóð upp og ætlaði að fara. »Eg mun reyna að draga úr
beiskju þess bikars sem hægt er.«
»Pú gjörir hina sárustu þyrni að rósum, Stefanía,* sagði Jakob um
leið og hann kysti hönd hennar og fór.
XVI.
Pegar lœknirinn kom daginn eftir skipaði hann Stefanfu að liggja í
rúminu; en hún klæddi sig þrátt fyrir það og fór á fund gieifafrúarinnar.
Þegar hún kom að herbergisdyrum greifafrúarinnar hikaði hún við
eins og hún væri f vafa, hvort hún ætti að ganga inn eða ekki. Hún
samningu á um að þær stæðu til þess
í miðjum október. (Útdráttur úr Nat.t.)
Nú er fullyrt hér á landi að Thore-
félagið muni segja stjórn landsins upp
10 ára samningnum sem B. Jónsson
ráðherra gerði um árið við það félag
um strandferðir við ísland og millilanda-
ferðir, og að svo muni í pottinn búið
að félagið geti bótalaust losast við samn-
inginn hvort sem landsstjórninni er það
Ijúft eða leitt að losa það. Oss virðist
að vísu að ekki sé hér mikið í húfi
fyrir íslendinga, þótt samningur þessi
verði upphafin þótt mörgum muni
þykja það ef til vill nokkuð undarlegt,
að farið skulið vera fram á slíkt. En
augljóst er það, að nú kemur til þing-
sins kasta að ráða fram úr því hvað
og hvernig verja skuli einhverju eða
öllu því fé sem á fjárlögunum er ætlað
Thorefélaginu. Stærri fjárframlög til
strandferða og millilandaferða virðist
oss ekki geta komið til mála. að þing-
ið fari að veita á aukaþingi, sem eng-
in fjárlög hafa til meðferðar. Pessi 60
þús. sem Thore - félaginu eru ætluð,
eða jafnvel minni upphæð ætti að
nægja til að tryggja oss tvo strandferða-
báta kringum landið á sumrum, eina
eða tvær ferðir til norður og austur-
landsins, frá útlöndum í nóvember og
desember og póstflutningsstyrks til
þeirra skipa er ganga til íslands eftir
föstum áætlunum. Petta yrði að nægja
í bráðina, þar til fjárlagaþingið kæmi
saman 1913.
Pað fullyrða kunnugir menn að
ferðir Austra og Vestra hafi borið sig
sæmilega þessi tvö ár, sem þeir hafa
ferðast hér, en að nokkur fjárhal'i hafi
orðið á suðurlandsbátnum. Pað ætti
því ekki að þurfa að vera neitt þrek-
virki fyrir þing eða stjórnina að fá
eitthvert eimskipafélag til þess að halda
uppi strandferðum austan og vestan-
lands fyrir lítinn styrk. En suðurlands-
ferðunum þyrfti efalaust að haga eitt-
hvað öðru vísi en verið hefir. Um-
135
»Þökk fyrir? greifi Rómarhjarta.«
Pað varð nú samkomulag á millum þeirra mæðgina, að hún og
Helfríður skyldu búa á Kongsbergi um veturinn og Hermann borgaði
Stefaníu fyrir veru þeirra, en þegar voraði skyldu þær fara til einhvers
baðstaðar og dvelja þar yfir sumarið greifafrúnni til heilsubótar.
Stefanía stundaði nú greifafrúna af allri alúð; og þegar fram liðu
stundir tók hún svo að hressast, að hún flutti sig oft niður í salinn til
Stefaníu, Jönu og Lange þar sem þau sátu vanaiegast. Brátt varð hún
allglöð og henni fanst jafnvel stundum eins og hún vera aftur orðinn
eigandi Kongsbergs. Henni féll Lange mjög vel í geð, og hún sagði
stundum við Helfríði, þegar þær voru tvær einar: »Pað er leiðinlegt
að hann skuli ekki vera aðalsborinn, því nú verðum víð að sneiða
okkur dálítið hjá honum, svo hann láti sér ekki detta það í hug, að
við álítum hann jafningja okkar.«
Helfríð svaraði engu, en hún hugsaði með sér: »Pað er sorglegt
að hann skuli ekki vera aðalsborinn.«
Einhverju sinni voru þau öll samankomin í salnuni.
Jana sat á stól við hliðina á legubekk, sem greifafrúin lá út af í,
og var að segja henni sögur úr þrælalífinu. Hún var f;edd og uppalin
þar suðurfrá, og þekti því vel æfi þessara vesalings manna.
Skamt þar frá sátu Hermann, Stefanía, Helfríð og Jakob utanum
lítið borð og töluðu saman.
«Hver hefur málað þessa mynd þarna,« spurði Helfríð og benti á
málverk sem hékk á móti henni. Pað var ung stúlka, sem lá á knján-
um fyrir framan dýrðlingamynd. Hún fórnaði höndum, og rendi bæn-
heitum augum upp á myndina.
»Jakob,« svaraði Stefanía.
Hermann leit upp og virti fyrir sér myndina.
«Er Lange líka málari?« spurði Helfríð.
»Eins og þér sjáið ungfrú, þá fæst eg dálítið við það,« svaraði
jakob brosandi.
«Pað er undarlegt að þér skulið vera búnir tveimur hæfileikum í svo
ólíka stefnu,« bætti Helfríður við. »En hvernig hafi 5 þér timj til alls þessa?«