Norðri - 17.10.1912, Blaðsíða 4

Norðri - 17.10.1912, Blaðsíða 4
Nr. 33 NORÐRI. 128 Frá herferð Napoleons til Rússlands 1812. Fyrir 100 árum réðist Napoleon, hinn sigursæli keisari Frakka, með mikið lið inn í Rússland. Margt af því liði var illa æft og óharnaðir unglingar, en þó voru innanum þaulæfðir orustumenn, sem lengi höfðu fylgt keisara á herferðum og í margar raunir komist. Höfuðher Rússa, er veita skyldi viðnám, var nokkrum þúsundum færri en frakkneski herinn. Rússar þreyttu Frakka framan af með smá orustum en gáfu ekki færi á sér, og varð því ferðin austur eftir keisara allerfið, enda sagt að lið hans hafi eigi verið sem best búið. Nálægt Moska fékk hann þó færi á Rússum til höfuðorustu. Var sú orusta bæði mannskæð og grimm. Talið var að Frakkar hefðu sigrað,. því Rússar urðu að hörfa undan og mistu fleira lið. Herleifai Rússa héldu þá undan suður í land og urðu Frökkum síðar óþarfir. Ætlaði keisari þá að taka. Moska og hafa þar vetr- arsetu. Rússar tóku þá það ráð, sem lengi mun í minnum haft, að þeir brendu mest alla borgina og gerðu þar óbyggi- legt. Neyddist þá keisari til að halda heimleiðis í harðviðri og ófærð. Dó þá margt af liði hans úr kulda og harð- rétti. Eftir þær hrakfarir fór alt að ganga erfiðara fyrir kéisara. Fjandmenn hans fóru að sjá að hann mundi ekki með öllu óvinnandi og sóttu að honum með meira áræði, sem endaði með því að hann beið algerðan ósigur við Waterloo. Málverkasnillingar Frakka hafa gert margar ágætar myndir frá þessari herferð Frakka til Rússlands, og er myndin hér að ofan eftir einni þeirra. Haustveðrátta hér er einmunagóð fram um 15. þ. m. A Suðurlandi var úrfellasamt er á- leið haustið. Sláturfé yfirleitt fremur rýrt hér nyrðra. Verð- lag á kjöti með hærra móti, svo nú er kjöt eins dýrt hér og í Reykjavík. Kartöfluuppskera var í löku meðallagi viðast á Akur- eyri og hér í kring. Olli því meðfram niikið frost snemma í september. RJIÍPOR kaupir Gránufélags verzlun á Oddeyri. J. Y. Havsteens verzlun, Oddeyri kaupir nýjar, velskotnar ....... r-j-Ú-p-U-r ... háu verði frá 12. til 20. þ. m. og svo aftur frá 10. til 23. nóv. Kaupendur Norðra í Þingeyjarsýslum eru beðnir að borga blaðið til hr. alþm. Péturs Jónssonar á Gautlöndum. ^bragogoft nœringargoft endingargott wmma 216 tíma að giftast, og að foreldrar yðar ættu að velja yður mann, sem að þeirra dómi væri yður samboðinn að tign og virðingu, en að þér ættuð að rannsaka hugarfar og lyndiseinkunn þess manns, sem yður er ætlað- ur, til þess að vita hvort hann er yður samboðinn, sem göfugur og góður maður, og hvort þér gætuð elskað hann, það hafið þér aldrei heyrt talað um. A hverju virðing yðar fyrir manninum á að byggjast, hafið þér heldur aldrei heyrt talað um. Rað er aðeins tekið tillit til eigna hans og mannvirðinga. (Jetum við nú búist við að hjónabandið, grundvallað á þessum hugsunarhætti eða tilgangi, geti orðið farsælt og gleðiríkt? Rað er aðeins undantekning ef það heppnast, en annars vantar hjónin alla næmari og blíðari tilfinningar hvort fyrir öðru. Samlíf þeirra er einskonar ok, sem þeim hefur verið lagt á herðar, og þau geta ekki varpað af sér. Pað er skylda, sem þau hlýða og beygja sig fyrir, en ekki sönn hjartans þrá, sem knýr þau til að leyta hvort annars og gæta. Pau lifa í friði, af því að þau vita, að það er siðferðisleg skylda þeirra, en ekki af innilegri þrá hjartans til þess að vera hvort öðru sem Ijúfast og ánægjulegast.« JakQb þagnaði og horfði fram undan sér. »Það er svo merkilegt,« hélt hann svo áfram, »að einmitt sú móðir, sem er hrædd um að hún trufli hjartaró dóttur sinnar, ef hún minnist á það við hana, að fyr eða síðar muni ástin kvikna í brjósti hennar, að hún skuli einmitt þrátt fyrir það, þó hún viti þetta, fá þeim manm dóttur sína, sem hún ber ekki hinn minsta ástarþokka til, aðeins ef hann er svo ríkur og tiginn, sem henni líkar. Þér verðið að játa, að þetta er ekki ólíkt hverjum öðrum kaupskap.« Helfríður skifti litum. »Og sú stúlka, sem giftist aðeins af hagfræðislegum ástæðum, án þess að elska mann sinn, hún hefur enga göfuga hugmynd um sitt kvenlega eðli og gildi. »Pað held eg að sé ofmikið sagt,« sagði Helfríður hvatlega. »Alls ekki; og eg er viss um að þér fyr eða síðir viðurkennið að eg hef rétt fyrir mér, ef þér hugsið um þetta hlutdrægnislaust. Hjóna- bandið á að grundvallast á ást. Pað á að vera sönn og hrein tilfinning, 217 sem sameinar hjörtu þeirra, sem eiga að lifa saman alla æfi sína. Sú tilfinning verður að vera runnin frá instu rótum hjartans, sem knýr þau til að kasta sér hvort í annars faðm, en ekki af utanaókomandi áhrifum, sem hvorki tilfinningar þeirra eða þrár eru í samræmi við. Það er naum- ast hægt annað að segja, en það sé óheiðarleg hugmynd, sem liggur til grudvallar fyrir þeirri skoðun, sem menn almennt hafa á hjónaband- inu, ef hún er krufin til mergjar. Og einmitt þér, sem aldar eruð upp í þessari háfleygu hugmynd um verðleika yðar og stöðu í mannfélaginu og samkvæmt hleypidómum yðar eruð hafnar yfir allar þessar dýrslegu hvatir og breiskleika lýðsins, þér sem fyrirlítið alt, sem er fánýtt og óheiðarlegt, en viljið aðeins hlýða hinu sanna og rétta, þér eruð ein- mitt rétt að því komnar, að kasta yðurí faðm þess manns, sem þér vitið að þér getið aldrei elskað. Hverju líkist þetta meira en kaupskap? Pér verðið að játa að skoðun mín á yður sé rétt, þar sem eg álít að þér getið ekki gert slíkt.« Helfríður var nú í vanda stödd. Hún viðurkendi með sjálfri sér að Jakob hefði rétt fyrir sér, en þó fanst henni að hann dæma sig of hart. Henni fanst að hún mega til að verða við þessari ósk móður sinnar, ef hún með því gæti búið henni eina gleðistund fyrir burtför hennar úr þessum heimi, svo henni fanst, þegar tillit væri tekið til skyldu hennar, að Jakob fella yfir sér ranglátan dóm. Hún svaraði því með einbeittni: »Pað getur verið að þér hafið fullkomlega rétt fyrir yður, og eg virði mikils orð yðar. En eg held að það geti komið fyrir, og komi daglega fyrir, að hjónaböndin séu stofnnð af einhverri sérstakri ástæðu, sem knýr hlutaðeigendur til að eigast, án þess að metorðagirnd eða ágirnd liggi þar til grundvallar svo þau selji sig hvort öðru eins og þér komist að orði, né heldur að hrein ást hafi sameinað hjörtu þeirra. í fornöld fórnuðu menn sjálfum sér til að frelsa fósturland sitt eða for- eldra og vini frá ýmsum hættum eða þrautum, sem yfir vofðu. Er þá nokkuð óheiðarlegt við það, þó dóttir vilji fórna nokkrum hluta gæfu sinnar til þess að létta hinar síðustu raunastundir móður sinnar hér í lífinu, og láta hana deyja glaða og ánægða. Mér finst það vera siðferð-

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.