Norðri


Norðri - 25.04.1913, Qupperneq 2

Norðri - 25.04.1913, Qupperneq 2
44 NORÐRI Nr. 12 nú er og lækka verðið á hinum höggnu rengium svo þær seljist en fúni eigi niður í skóginum. Bóndi í Fnjóskadal hefir getið þess við mig, að frá ýmsum heimilum í Fnjóskadal mundi fást vinna ókeypis til að grisja skóginn undir eftir- liti, ef heimilin fengju svo að eiga það sem þau létu höggva. Væri þessi að- ferð höfð eða það sem felt væri í skóg- inum einungis selt fyrir grisjunarkostn- aði eða við uppboð [mundi grisjun á Vaglaskógi verða miklu fyr lokið en nú eru horfur til, en eftir að fyrsta grisjun væri lokið væri hægt að selja stærri við og þá verðmeirf, og sem mikið mundi mega nota við húsabyggingar. Fferra yfirskógarvörður Kufod Hansen ætti að fara að geta sannfærst um, að það er eigi mögulegt að selja lélégan skóvið til eldsneytis alstaðar! jafndýrt og að skilyrðin fyrir að geta selt högg úr Vaglaskógi eru svo ill að það verð- ur eigi selt nema með mjög lágu verði. Grisjunin má eigi bíða eftir, að verið sé að gera endalausar tilraunir til að fá sem mest fyrir hinn niðurhöggna skóg. N. N. Flest hækkar í verði. Mönnum virðist nú flest dýrt er þeir þurfa að kaupa til lífsnauðsynja, enda fer nú kaupgjald fremur hækkandi bæði til sveita og sjávar. Verkamannafélag Akureyrar lét það boð út ganga í vet- ur að eftir 1. maí í sumar tækju félag- ar þess minnst 30 aura fyrir klukku- stundar vinnu. Nokkrir af helztu ökumönnum Ak- ureyrarbæjar hafa í dag beðið Norðra að geta þess að samtök séu nú komin á með ökumönnum Akureyrarbæjar að taka minnst 60 aura um klukkustund við akstur með einum hesti, enda leggi þeir þá til kerru eða sleða, þegar fólki er ekið eða tveim hestum beitt fyrir vagn er kaupið hærra. Ymsir sem selja mjólk á Akureyri eru að reyna að koma á samtökum að hækka mjóikina úr 16 au. líterinn upp í 18 áura, og verður það líklega verð á henni í smásölu. Bændur tala og um að hækka verð á skyri upp í 20 aura sé það flutt til Akureyrar, þar sem eftirspurn eftir þeirri vöru sé nú meiri en hægt sé að full- nægja af því fráfærur séu því sem næst lagðar niður. Hólar komu í gær. Hingað kom Karl Niku- lásson verzlunarmaður frá Reykjavík, sem verður hér erindisreki D. D. P. A. steinolíufélagsins. Með skipinu var á ferð frá Seyðisfirði útgerðarmaður Por- steinn |ónsson. Ný fiistiaðferð á fiski og keti. Ottesen fiskikaupmaður í Thisted hef- ur fundið upp nýja aðferð til þess að frysta fisk og ket, sem á að flytja á markað langar leiðir og hefir blaðið Politiken haft tal af forstöðumanni líf- fræðisstofnunarinnar í Khöfn dr. phil. Johs Petersen og spurt hann um þessa aðferð og álit sitt á henni. Og skýrir hann frá að aðferðin sé fólgin í því að fiskurinn sé frystur í saltvökva sem ÁÆTLUN um strandferðir „Jörundar“ milli Hvammstanga, Milli Akureyrar 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. Frá Akureyri . . . 1 maí 8 maí 18 maí 27 maí 20 júní 24 júnf 7 júlí 24 júlí 28 júlí 21 ág- 25 ág. 19 sept. 25 sept. 28 sept. Hjalteyri . . . 1 - 8 — 18 — . . 20 - 24 — 7 - . . 28 - . , 25 — . . 25 - . . . Hrísey .... 1 - 8 — 18 — 27 - 20 - 24 — 7 - 24 — 28 - 21 — 25 — 19 — 25 - 28 - ___ Dalvík .... 1 - 8 __ 18 — 27 - 20 - 24 — 7 - 24 — 28 - 21 — 25 — . . 25 - 28 - Ólafsfirði . . . 1 - 8 — 18 — 27 - 20 - 24 — 7 - 24 — 28 - 21 — 25 — 19 — 25 - 28 - — Siglufirði . . . 2 - 9 — 19 — 28 - 21 - 25 — 8 - 25 — 29 - 22 — 26 — 20 — 26 - 29 - — Haganesvík . . 9 — 19 — 25 — 29 - 26 — — Hofsós .... 9 19 — 25 — 29 - 26 — Kolkuós . . , 9 — 19 — 25 — 29 - 26 — Sauðárkrók . . 10 — 20 — 26 — 30 - 27 — Selvík 26 — . 27 — Kálfshamarsvík 20 — 26 — 30 - 27 — — Skagaströndj . 20 — 27 — 30 - 28 — — Blönduósi . . 21 — 27 — 31 - 28 — — Lambhúsvík . . • • « • 31 - . . /\ Hvammstanga • 28 — 28 — Milli Akureyrar 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. Frá Akureyri , . . 4 maí 14 tnaí 1 júní 17 júní 4 júlí 12 júlí 7 ág. 3 sept. 5 sept. 22 sept. — Hjalteyri . . . 4 - 14 - . . 4 - . . . 3 - • • — Höfða .... 4 - 14 - 1 - . 4 - 12 - 7 - 3 - 5 - . , — Hrísey .... 4 - 14 - 1 - 17 - 4 - 12 - 7 - 3 - 5 - 22 - — Þorgeirsfirði . 4 - 14 - 1 - • • 4 - 12 - 7 - 5 - 22 - — Grímsey . . . . . 2 - 18 - • • • • 8 - 6 — 23 - — Flatey 4 - 14 - 2 - • . 4 - 12 - 6 - 23 — — Húsavík . . . 5 - 15 - 2 - • 5 - 13 - 8 - 7 - 23 - — Kópaskeri . . 3 - • . 13 - 8 - 7 - — Raufarhöfn . . 3 - • • 13 - 9 - 7 - — Pórshöfn . . . 4 - . . 14 - 9 - 8 - — Skálum .... 4 - . . . 14 - 9 - 8 - — Bakkafirði . . 4 - , . 14 - 10 - 9 - — Vopnafirði . . 5 — • • • • » 15 - lo — 9 — — Borgarfirði . . 5 — • • • • 15 — 10 - 9 - Á Seyðisfirði . . 5 — • • 15 — 11 - 10 - Athugasemdir: 1. Viðstaða á þeim stöðum, þar sem ekkert er að flytja, hvorki fólk né flutningur, verður aðeins fjórðungur stundar. 2. Burtfarartími er af Akureyri kl. 9 árdegis stundvíslega. 3. Falli úr ferð, má fara hana síðar, ef henni verður komið við, án þess að ferðaáætlun raskist að öðru leyti. 4. Allur flutningur, sem með bátnum á að fara frá Akureyri, verður að vera afhentur kl. 6 kvöldið áður en skipið fer. þoli að kólna 10 — 20 gráður^án þess að frjósa. Aftur á móti frýs fiskur sem lagður er niður í vökvann svo að segja samstundis og heldur sér langa lengi án þess að tapa bragði eða gæðum. Saltið úr vökvanum fer ekki inn í fisk- innhví að samstundis og hann er látinn ofan í vökvann myndast frnsin húð utanum hann svo að saltið kemst ekki inn. — Pessi aðferð hefir verið reynd í Noregi af Dr. Hjort fiskimálastjóra, en hún er nú fyrst opinber ger er Ottesen hefir keypt einkaleyfi á kælivélum þeim er til heyra. Dr. Petersen heldur að þessi aðferð muni eiga mjög mikla framtíð fyrir höndum við allan langan flutning á nýjum fiski og kjöti og út- rýma öllum fyrri aðferðum með tíman- um. »Ægir« Kálfsskinn og lambsskinn kaupir háu verði verzlun J. V. Havsteen.' 326 »Nei, Hermann, þú hafðir mist þennan rétt. Pú hafðir hrundið El- inni frá þér, og með eintómri ást gatst þú ekki náð henni aftur.« »Pað var ekki Elín, heldur Stefanía, sem eg elskaði. Hjá mér verð- urðu aldrei annað en Stefanía, undir þvf nafni hertókst þú hjarta mitt, og sem Stefaníu hefi eg lært að dást að þér og elska þig.« Hermann kysti hana innilega og sagði síðan: »Hvernig víkur við hinni miklu breytingu, að þú ert orðin svo fög- ur, yfirburðarík og göfug í framkomu. Pú sem í fljótu bragði virtist vera tilkomulítil og fremur ólagleg unglingstúlka eða krakki, sem eg nauðug- ur batt forlög mín við. Segið mér hvaðan fékstu krafta til þess að vera eins sterk, eins og þú hefir reynzt að vera síðan þú komst hingað « »Var eg þá svo sterk í raun og veru? Eg 'neld ekki, því stundum kom það þó fyrir..........« »Pegar eg þóttist sjá eld hjartans brenna bak við héluna, sem ávalt huldi ytra útlit þitt. Já sannarlega kom það fyrir að glampi augna þinna vakti hjá mér sæluvonir, en kuldamóðuna dróg þegar fyrír aftur, og eg þjáðist aftur af kvölum óvissunnar.* »Af því eg vildi geta verið stolt af að segja við manninn, sem unn- ið hafði mitt veika hjarta og alla mína aðdáun: Eg er þín!« »Já, þú ert mín fyrir tíma og eilífð,« hvíslaði greifinn. Dugleg’ur umboðsmaður óskast til að hafa ájpiendi sölu á ýmsum nýjungum sem einkaleyfi er fyrir. — Peir sem senda 50 au. í frímerkjum verða send sýn- ishorn og nánari upplýsingar. A. P. /acobsen & Co. Aarhus (Danmark.) XXIII. Sá sem fyrst kom til morgunverðar daginn eftir var iávarðurinn. Það virtist liggja illa á honum, og hann fleygði sér ólundarléga of- an í ruggustól. Litlu síðar kom Elín inn, og þegar hún kom auga á lávarðinn, sem í ákafa ruggaði sér fram og aftur í stólnum, fór hún að hlægja. »Nú gengur fram af mér, herra minn,« sagði hún, »eg hélt þér væruð á leiðinni til Stokkhólms, til að hitta móður yðar ?«

x

Norðri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.