Norðri - 25.06.1913, Blaðsíða 2

Norðri - 25.06.1913, Blaðsíða 2
70 NORÐRI Nr. 20 Par sem birgðir vorar af ágætum, ódýrum, nýtýzku vefnaðarvörum mjog fjölskrúðugum og hentugum, eru nú svo miklar að hvergi á landinu getur slíkar annarstaðar en í höfuðstaðnum Reykjavík. Bjóðum vér einum og sérhverjum að koma og líta á varning vorn án þess að gera þá kröfu að menn skuli endilega þurfa að kaupa eitthvað. Að fara að telja upp allar þær tegund ir af ágætum nýkomnum vörum, sem skipta hundruðum, sjáum vér oss eigi fært, enda mundi til þess þurfa meira en eitt blað af „Norða,“ en með því að skoða varninginn er hægt að samfæra sig um að hvergi hér norðanlands er slíkt úrval, þegar tekið er tillit til vörugæða ogverðíags. Enginn hér getur því boðið slík boð í kaupum á vefnaðarvörum og Brauns verzlun, hin beinu glæsilegu tilboð, sem vér dag- lega fáum gegnum yfirverzlunarhúsið í Hamburg frá heimsins víðfrægustu verksmiðjum, er full sönnun fyrir því, að vér getum boðið vorum heiðruðu viðskiptavinum hinar hentugustu og eftir gæðum ódýrustu vörur sem hægt er fá. Að öðruleyti er hinn bráði vöxtur verzlunar vorrar bezta sönnunin fyrir því, að viðskiptamönnum vorum fjölgar jafnt og þétt. BRAUNS VERZLUN BALD. RYEL. Útlendar fréttir. Kaupmannahöfn 13. júní 1913. Stríðið. A Balkanskaganum hefir verið mjög óeirðasamt síðustu dagana. Bráðabyrgð- arfriður var saminn í London fyrir nokkru, milli Tyrkja annarsvegar og bandaríkjanna hinsvegar, en ekki stað- festur enn þá af þingum ríkjanna. Serbía og Bulgaría gátu ekki orðið sammála um friðarskilmálana og buðu út öllum vopnfærum mönnum og bjuggust til að berjast innbyrðis. Grikkir fylgja Serb- um að málum, og leit út fyrir að nýtt Balkanstríð myndi hefjast — smá orust- voru jafnvel byrjaðar milli Grikkja og Bulgaríumanna. En þá tók Nikulás Rússa- keisari í taumana og heimtaði að Balk- anríkin semdu frið sín á milli og bauðst sjálfur til að miðla málum. Símfrétt í dag frá Belgard segir að ríkin muni ekki þora annað en ganga að þessu og er þá hættan um nýtt stríð úr sögunni að sinni. A Balkanskaganum er nú hin mesta eymd og harðæri. Allir atvinnuvegir hindrast að miklum mun eða jafnvel stöðvast alveg, því flestirfullorðnir karl- menn hafa tekið þátt í stríðinu eða út- búnaði þess. Er því búist við almennri hungursneyð þar á næsta vetri. Pann 11. Júní var Mahmud Shevhet pasja stórvesír og hermálaráðherra Tyk- lands myrtur á götu í Konstantínópel ásamt aðstoðarmanni sínum. Shevhet var helsti maður Ungtyrkja og hefir síð- an í janúar síðastliðin ráðið öllu á Tyrk- landi, og er það honum að þakka hve vel Tyrkir sluppu út úr friðarsamning- unum við Balkanríkin þrátt fyrir alla þá ósigra, sem þeir höfðu beðið. í Konst- antínópel eru menn hræddir við uppreisn og borgin ér í hershöndum. Öll um- ferð á götum eftir kl. 10 á kvöldin er bönnuð og hermenn alstaðar á verði. Pýskaland. Ríkisþing Pýskalands hefir nú til með ferðar frumvarp stjórnarinnar um að auka fjárveitingu til herbúnaðar. Ríkis- kanslarinn sækir málið af miklu kappi og hótar að rjúfa þingið verði lögin ekki samþykt. Frjálslyndari flokkarnir og Jafn- aðarmenn vinna af alefli á móti frum- varpinu og hóta allsherjar verkfalli um allt Pýskaland verði það samþykt. Frakkland. Franskur flugmaður Brindyon að nafni flaug þann 11. júní frá Paris til Varsjá á Pýskalandi. Vegalengin er 1260 km. og þrátt fyrir megnan andbyr var hann að eins 6x/2 klukkutíma á leiðinni. Hef- ir enginn maður fyr flogið svo langa leið á jafnstuttum tíma. Bretland Frumvarpið um heimastjórn írlands var samþykt við aðra umræðu í neðri mál- stofu enska þingins. Er alment haldið að það muni ná fram að ganga loksins. Heimsókn. Hákon Norvegs konungur en nú stadd- ur hér í Kaupmannahöfn, og Gustaf Svíakonungur kom líka fyrir skömmu hingað til að heimsæka Kristján X. í næsta mánuði er svo búist við Vilhjálmi Þýskalandskeisara hingað, en þetta eru eingöngu kurteisis heimsóknir sem hafa enga pólitíska þýðingu. Danmörk. Ríkisþing Dana kom saman í gær. Ráðaneytið bað áður um lausn, en menn búast jafnvel við að það muni samt ekki fara frá völdum að sinni, því hvorki jafanðarmenn né gjörbreytendur vilja mynda nýtt ráðaneyti. Aðalfundur Ræktunarfél. Norðurlands var haldinn á Hólum í Hjaltadal 20. þ. m, Stefán Stefánsson skólameistari setti fundinn og gat þess að félagið hefði verið stofnað fyrir 10 árum hér á Hól- um, og því hefði þótt tilhlýðilegt að aðalfundur þess væri nú á sama stað. Pví næst var skólameistarinn kosinn fundarstjóri, en skrifarar þeir Sigurður Pálmason og Einar Arnason. Á fund- inum mættu 6 fulltrúar úr Pingeyjar- sýslu, 7 úr Eyjafjarðarsýslu, 2 af Akur- eyri, 9 úr Skagafirði og 2 úr Húna- vatnssýslu. A fundinum var og Páll Zóphoníasson frá Hvanneyri. A fundinum var fyrst lagður fram og lesinn upp aðalreikningur félagsins, svo var oglögð fram fjárhagsáætlunfyrirnæsta ár. Pá var lagt fram uppkast að skipu- lagsskrá fyrirgjafasjóð Magnúsar Jónsson- ar og sömuleiðis fyrir gjafasjóð Moriz Fraenckels, til að athuga þessi mál voru kosnar nefndir. Baldvin búfræðingur Friðlaugsson flutti fyririestur um vatnsveitingar. í hon- um sýndi hann með skýrum dráttum hve mikil frjóefni eru fólgin í íslenzkum vatnsföllum, og taldi hann mjög nauð- synlegt, að vatnsveitingum væri meiri gaumur gefinn framvegis en hingað til hefði verið. Rætt var um starfsemi sýslubúfræð- inga og skýrsluforni um ýms búnaðar- málefni og var nefnd sett í það mál. í sambandi við það var og samþykt svohljóðandi tillaga: »Fundurinn telur æskilegt. að sýslu- búfræðingarnir tilkyrini búnaðarfélaga- formönnum um hvert leyti þeir séu væntanlegir til mælinga með nokkrum fyrirvara.« Ut af umræðum um túnútgræðslu kom fram, svohljóí'andi tillaga sem var samþykt: »Fundurinn lýsir yfir þeim skilningi á skilyrðum fyrir styrkveitingum til búnaðarfélaga, að sýslubúfræðingarnir hafi því aðeins leyfi til að taka túnút- græðslu gilda til mælinga, að hún geti talist slétt.« Sömuleiðis var samþykt svohljóð- andi tillaga: »Fundurinn felur stjórn félagsins að beina þeirri spurningu til Búnaðar- þingsins, hvað átt sé við með tún- útgræðslu — óbylt land — hvort held- ur slétt eða þýft eða hvorutveggja.« Pá flutti Jóhann Kristjánsson bygg- ingafræðingur*) fyrirlestur um íbúðar- húsabyggingar í sveitum. Gaf hann ýms- ar góðar leiðbeiningar og bendingar við- víkjandi steinbyggingum og fyrirkomu- lagi sveitabæja. Páll Zóphoníasson flutti fyrirlestur um kýrnar okkar, og kom fram með þessar spurningar: Hvernig voru þær? Hvernig eru þær? og hvernig eiga þær að verða eftir 50 ár? Hann skýrði stuttlega frá kúaræj<t landsins frá því/'er sögur hóf- ust og til vorra daga, og komst að þeirri niðurstöðu, að kýr mjólkuðu nú hálfu meira en þær hefðu gert á 12. öld. En framtíðarmarkið ætti að vera að með- al kýrnyt yrði helmingi hærri eftir 50 ár en hún væri nú. Um leið og aðalreikningur félagsins var samþyktur var samþykt svohljóð- andi tillaga. »Fundurinn væntir þess að gerð sé ítarleg tilraun til að innheimta úti- standandi skuldir félagsins, en þær upphæðir, sem reynast ófáanlegar séu strykaðar út úr bókunum.« Nefnd sú sem skipuð var í túnrækt- *) Pessi Jóhann Kristjánsson er frá Há- niundarstöðum við Eyjafjörð, lærði hann ungur trésmíði hér heima, fór svo til Noregs, vann þar við húsa- gerð og steinsteypu og gekk á teikn- skóla, kom hingað í sumar og vill fá stöðu við að leiðbeina við húsa- unarmálið lagði fram svohljóðandi álit til fundarsamþyktar: »Með því fundurinn telur að alla á- bygg'lega undirstöðu vanti fyrir ýms- ar opiberar skýrslur um jarðrækt vora beinir ræktunarfélag Norðurlandsþeirri málaleitun til Búnaðarþings íslands, hvort það eigi sæi sér fært að hlut- ast til um að framkvæmdar verði mæl- íngar á ' öllum túnum og matjurla- görðum á landinu hið allra fyrsta, og sé þar sérstaklega tilgreind stærð þýfis og sléttu, og kortlagt að minsta kosti ummál túnanna.« Var þetta samþykt sem fundarályktun. Sigurður skólastjóri Sigurðsson hélt mjög fróðlegan og ítarlegan fyrirlestur um búnaðarhætti í Skagafjarðarsýslu fyr og nú; og skýrði frá framþróun atvinnu- veganna s. 1.200 ár búnaðarháttum verzl- un, félagslífi og menningarástandi, og fór að síðustu nokkrum orðum um fram- tíðarhorfur héraðsins. Á fundinum var borið fram erindi um vatnsveitingar með vélum. Ólafur Sigurðsson frá Hellulandi sótti um 100 kr. styrk til þess að gera til raun með vatnslyftivél til áveitu á engjar. Eftir nokkrar umræður var samþykt a5 veita umsækjanda þessa upphæð til að fullkomna vatnslyftivél þá, er hann hef- ur í smíðum, og birti hann svo árang- urinn af þeirri tilraun síðar. Rætt var alllengi um umferðaplæ- ingar og svohljóðandi tillaga borin upp og samþykt: »Fundurinn telur æskilegt að ræktun- arfélagið útvegi þeim búnaðarfélögum, sem þess óska, vel hæfa menn til að framkvæma plægingar og jarðabætur að vorinu, og veiti þeim aðstoð með lán á verkfærum, ef sérstök þörf kref- ur-« Rætt var um aukning á starfsemi Ræktunarfélagsins í þá átt, að félagið tæki að sér leiðbeiningar í búpenings- rækt. í því máli var svohljóðandi tillaga samþykt: »Fundurinn sér sér ekki fært að ráða þessu máli til lykta að þessu sinni og felur stjórn féiagsins að athuga það, og gera tillögur um það til næsta aðalfundar.« Svohljóðandi tillaga var samþyki: »Fundurinn felur formanni sínum að fara þess á leit við Búnaðarfélag ís- lands að sú breyting komist á, að búnaðarsamböndin kjósi framvegis Búnaðarþings fulltrúana.« Sigurður skólastjóri var endurkosinn í stjórn félagsins, og sömu endurskoð- endur reikninganna og áður.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.