Norðri - 25.09.1913, Blaðsíða 1
vm. 31
1913.
Akureyri, 25. septtmber.
Lög
þau er sett voru af Alþingi
1913.
1. Lög um sérstök eftirlaun handa skáld-
inu Steingr. Thorsteinsson rektor.
2. Lög um breyting á tolllögum fyrir
ísland nr. 54, 11. júlí 1911, 1. gr, 15.
3. Lög um breyting á lögum nr. 30,
16. nóv. 1907, um lán úr lands-
sjóði til byggingar íbúðarhúsa á
prestssetrum landsins.
4. Lög um sölu á þjóðjörðinni Reykj-
um í Hrútafirði.
5. Lög um löggilding verzlunarstaða í
Karlseyjarvík við Reykhóla og í Haga-
bót í Barðastrandasýslu.
6. Lög um breyting á 1. gr, laga um
vitagjald frá 11. júní 1911.
7. Lög um samþyktir um eftirlit úr
landi með fiskiveiðum í landhelgi.
8. Lög um breyting á lögum nr. 18,
9. júli 1909, um styrktarsjóð handa
barnakennurum.
9. Lög um breyting á iögum nr. 32,
20. okt. 1905, um málaflutningsmenn
við landsyfirdóminn í Reykjavík.
10. Lög um stofnun landhelgissjóðs ís-
lands.
11. Lög um breyting á lögum nr. 26,
11. júlí 1911, um skoðun á síld.
12. Lög um bæjanöfn.
13. Lög um ábyrgðarfélög.
14. Lög um umboð þjóðjarða.
15. Lög um gjafasjóð Jóns Sigurðsson-
ar handa fátækum í Eyjafjarðarsýslu.
16. Lög um breyting á lögum nr. 39,
10. nóv. 1903, um leynilegar kosn-
ingar og hlutfallskosningar til bæjar-
stjórna í kaupstöðum.
17. Fjáraukalög fyrir árin 1912ogl913.
18. Lög um sjódóma og réttarfar í sjó-
málum.
19. Siglingalög.
20. Viðaukalög við lög nr. 24, 9. júlí
1909 um samþyktir um kornforða-
búr til skepnufóðurs.
21. Girðingarlög.
22. Lög um samþyktir um herpinóta-
veiði á Eyjafirði og Skagafirði.
23. Lög um friðun æðarfugla.
24. Lög um hagstofu Islands.
25. Lög um breyting á lögum um vöru-
toil 22. okt. 1912.
26. Lög um mannskaðaskýrslur og rann-
sókn á fundnum líkum.
27. Fjáraukalög fyrir árin 1910 ogl911.
28. Lög um heimild til að veita éinka-
rétt, til þess að vinna salt o. fl. úr sjó.
29. Lög um samþykt á landsreikningn-
um fyrir árin 1910 og 1911.
30. Lög um lögreglusamþykt og bygg-
ingarsamþ. fyrir Vestmannaeyjasýslu.
31. Lög um mannanöfn.
32. Lög um að landssjóður leggi Lands-
bankanum til 100 þús. kr. á ári í
næstu 20 ár.
33. Lög um friðun fugla og eggja.
34. Lög um vatnsveitingar.
35. Landskiftalög.
36. Lög um strandferðir.
37. Lög um breyting á 16. gr. lagá nr.
29, 16. nóv. 1907.
38. Lög um hvalaveiðamenn.
39. Lög um heimild fyrir landsstjórnina
til að selja prestinum að Kolfreyju-
stað landspildu í Innri-Skálavík.
40. Lög um breyting á lögum 22. okt.
1912 um ritsíma og talsímakerfi ís-
land.
41. Hafnarlög fyrir Vestmannaeyjar.
42. Lög um forðagæzlu.
43. Lög um bjargráðasjóð íslands.
44. Lög um breyting á lögum nr. 18,
3. okt. 1903, um kosningar til Al-
þingis.
45. Frumvarp til stjórnarskipunarlaga um
breyting á stjórnarskrá um hin sér-
staklegu málefni íslands 5. jan. 1874
ogstjórnarskipunarlögum 3.okt. 1903.
46. Lög um rafurmagnsveitu í kaup-
stöðum og kauptúnum.
47. Lög um sauðfjárbaðanir.
48. Lög um breyting á og viðauki við
lög 22. nóv. 1907 um bæjarstjórn í
Hafnarfirði.
49. Lög um eignarnámsheimild fýrir bæj-
arstjórn ísafjarðar á lóð og mann-
virkjum undir Hafnarbryggju.
50. Lög um breyting á fátækralögum
10. nóv. 1905.
51. Lög um viðauka og breyting á lög
um aðflutningsbann á áfengi nr. 44.
30. júlí 1909.
52. Lög um heimild fyrir veðdeild Lands-
bankans til að gefa út 4. flokk
(Seríu) bankavaxtabréfa.
53. Fjárlög fyrir árin 1914 og 1915.
Ummæli
danska blaðsins »Nationalt.«
um
strandferðir íslands.
Pettadanska stórblað minnist á strand-
ferðir íslands 6. þ. m., og kveður þar
nokkuð við annan tón en í íslenzku
blöðunum.
Oss kom í hug, að ekki væri von að
samvinna og traust þróaðist vel milli
ísl. og Dana meðan jafnmismunandi skoð-
anir ríkja um það sem gerist í viðskift-
um og samningum milli danskra manna
og íslenzkra.
ísl. blöð eru að vanda stórorðari um
við’ourðina og skilja þá eigi til fullnustu
eða tildrög þeirra, en dönsk blöð synjga
gamla lagið um vanþakklæti vort fyrir
aðstoð og hjálp, sem þeir láti oss í té, en
sem líkur má færa fyrir að þeir hafi fengið
að fullu endurgoldna. ísl. blöðin tala
um kjaftshögg, og frá Dönum andi kalt
og fúlt, en þeir um að vér rekum þá á dyr
eftir margra ára góðgerðastarf oss til
handa. Slíkt og þvílíkt blaðahjal bætir
eigi samkomulagið.
»Nationaltid.« farast svo orð:
»Með undrun lásu menn í gær sím-
skeyti frá Reykjavík um að Björgvinar-
eimskipaíélag hefði tekið að sér strand-
ferðirnar við ísland fyrir 30 þús. kr.
tillag. Eins og kunnugt er, hafði eim-
skipafélagið »Thore« tekið að sér þess-
ar ferðir 1909 fyrir 60 þús. en varð í
fyrra að biðja um lausn frá samningi
þeim til að verða ekki gjaldþrota.
Jafnhliða skýrir símskeytið frá stofnun
ísl. eimskipafél., sem eigi að taka að sér
milliríkjaferðirnar og sem eigi að styrkja
úr landssjóði íslands bæði með árlegu
tillagi og hlutabréfakaupum.
Eftir þessum tíðindum verða menn að
trúa því, að hið Sameinaða, sem um
meira en mannsaldur hefur annast bæði
milliríkjaferðirnar og strandferðirnar, sé
að fullu sett út úr spilinu, og eru það
óneitanlega lélegar þakkir fyrir samvinnu
félagsins og aðstoð til eflingar auknum
vöruflutningum sfðustu 10 árin.
Vér höfum út af þessu símskeyti átt
tal við framkvæmdarstjóra Cold, sem
fórust orð á þessa leið:
»»F*aðvillnú svo vel til, að allir hlut-
aðeigendur virðast vera ánægðir. Hinu
sameinaða þykir vænt um að vera laust
við strandferðirnar, sem það í fyrra tók
að sér nauðugt, af því oss fanst það
standa oss næst að hjálpa upp á sak-
irnar (fölte os nationelt forpligtede) þeg-
ar stjórn íslands hafði engin tilboð ann-
arsstaðar frá. Eftir fregnum frá íslanai
hefur alþingi nú fengið tilboð sem gleð-
ur það, Og þar sem Björgvinarfélagið
vill gera samning verða menn að ímynda
sér, að það gleðji það einnig, að sá
samningur komist á.
Við höfðum strandferðirnar þangað
til 1909, og það snerti oss þá illa, að
oss var þá kastað út, ekki fyrir að það
skaðaði oss peningalega, þar sem þær
ferðir hafa ávalt verið lélegt fyrirtæki,
heldur af því að oss þótti oss misboð-
ið (var et prestige Spörgsmaal). Að
Strandferðirnar borguðu sig illa sýndi
það, að Thore varð að biðja um upp-
gjöf á samningunum.««
Svo skýrði herra Cold frá því er hann
hafði heyrt um, hvernig Björgvinarfé-
lagið mundi haga strandferðum hér. F*á
spurði blaðamaðurinn:
»Hvernig verður afstaða hins sam-
einaða framvegis með tilliti til íslands-
ferða?«
Svarið var:
»Um það vil eg ekkert ségja að svo
stöddu, það verður tíminn að leiða í
ljós.«
Af þessum ummælum framkvæmdar-
stjórans er það Ijóst, sem getið er til i
grein i síðasta blaði Norðra, að hið
sameinaða hefur viljað losast við strand-
ferðirnar og líklega leitað eftir átyllu til
þess, og að því hefur fundist sér mis-
boðið um árið, þegar Thorefélagið var
tekið fram yfir það, og fundist, að sig
ætti að hafa sem varaskeifu. Petta munu
tildrögin til að félagið sendi ráðherra
simskeyti það, er blöðunum þótti svo
móðgandi fyrir þingið.
En óþarfi er fyrir danska blaðamenn
að vera að ala á því að hið sameinaðá
hafi gert velgerðaverk að hafa hingað
samgöngur. Pví það vita allir, að mik-
il viðskifti hafa verið milli ísl. og Danm.
og þau geta verið Dönum eins í hag
og okkur, og auk ‘þess hefur danska
stjórnin fyrir löngu skuldbundið sig til
að sjá um póstflutning til íslands og
veitt því sameinaða styrk til þess. Mörg-
um þykir sá styrkur hafa verið óveru-
legur, enda póstflutningar Dana hingað
í minsta lagi. Vetrarferðir t. d. norður
fyrir land mjög af skornum skamti.
Bréf
úr Keflavík við Faxaflóa
10. sept. 1913.
Tíðarfarið hér sunnan lands má heita
ein óslitis ótíð síðan smemma á jóla-
föstu síðastliðið ár; veturinn var storma,
snjóa og umhleypingasamur, þar afleið-
andi eyddist mikið fóður svo hey gáf-
ust víðast upp og fénaðar höld sum-
staðar í lakara lagi. Aflabrögð á vetrar-
vertíð víðast rýr, sém að nokkru var að
kenna gæftaleysi. Fyrir innan Garðskaga
á öllum Faxaflóa varð afli með allra
rýrasta móti á opna báta, en á mótor-
báta betri, sem gátu sótt betur og farið
lengra. Ekki batnaði tíðarfarið þó sum-
arið kæmi, því síðan má heita að hafi
verið óslitin rosi og stormar, og óvenju
kalt veður, og það svo að engin af nú-
lifandi mönnum man slíka tíð. Gras-
vöxtur hefir þó víðast orðið sæmileg-
ur, en létt verða hey og hrakin. Útlit
er fyrir að vöxtur í görðum verði mjög
rýr og farið að bera á skemdum og
kláða á kartöflum. Svo rnikil vandræði
eru með fiskþurkun að slíks eru engin
dæmi. T. d. ekki þur hjá nærri öllum
enn, fiskur fengin á vetrarvertíð. Pegar
gefið hefir á sjó í sumar hefir verið
reitingsafli hér við sunnanverðan Faxa-
flóa, en gæftir fyrir opna báta sjaldan.
F>að eru fljótséðar voðaafleiðingar af
þessari tíð, fénaðar förgun í frekasta
lagi, en bót er það í máli, að hátt verð
er á fé. En alt öðru máli er að gegna
með fiskinn, þótt hátt verð sé á honum,
alt að 80 kr. skpd. fyrir stóran fisk, þá
er fiskurinn ekki þur ennþá og engar
sjáanlegar líkur til að hann þorni þetta
ár, nema það sem þurkað verður í þurk-
húsum, sem verður minst af því sem
óþurt er. Afleiðingin af þessu er, að öll
viðskifti teppast, bændur verða að selja
með afföllum, og kaupmenn að borga
skaðabætur fyrir að hafa ekki til fyrir-
fram seldan fisk á réttum tíma.
Sunnudaginn 7. þ. m. druknaði á
heimleið úr Keflavík til Garðs Þorsteinn
Olafsson sem lengi bjó á Meiðastöðum
og þar eftir í Miðhúsum í Garði, þeir
voru tveir á bát, en annar var tekin af
kjöl. Porsteinn hefur mátt langan tíma
telja einn af færustu og hepnustu for-
mönnum í Garði og var að honum
mikill mannskaði.
Eitthvað verð eg að fræða Norðra
um Keflavíkurhrepp og skal þá fyrst
geta þess, að hreppbúar eru nál. 500
tals, þar af nál. 450 í Keflavík. Aðalat-
vinnuvegur er sjávarútvegur, sfðastliðna
vetrarvertíð gengu hér 7 mótorbátar,
5 áttræðingur, 3 sexmannaför, 5 fjögra-
mannaför og 5 minni bátar. Mótorbát-
arnir öfluðu flestir heldur vel en allir
aðrir sárlítið, f sumar hafa þessir 7 mót-