Norðri - 25.09.1913, Qupperneq 2
Nr. 30
NORÐRI
100
orbátar stundað lóðarfiskirí, og fengið
heldur góðan afla; en hann er allur ó-
þurkaður og þar af leiðandi óseldur.
Langt verða þeir að sækja til fiskjar að
sumrinu, 30 kvartmílur og þar yfir svo
róðurinn tekur næstum sólarhring, og
þó er lóðin beitt í landi, svo ekki er
viðstaðan nema meðan losaður er fisk-
urinn úr bátnum. Lítill er hér landbún-
aður utan mikil kartöflurækt. í Keflavík
eru 6 kýr og als munu vera 22 í hrepp-
num, um sauðfjár tölu er mér ekki vel
kunnugt en áætla mætti 5 — 6 hundruð
með lömbum meðtöldum. Enginn mað-
ur er hér sem kallast geti ríkur, en
nokkrir efnamenn, en fáir eru hér aftur
ósjálfbjarga. Sveitarútsvör há, sem mikið
stafar frá 2 flokks símastöð og dýrum
barnaskóla, steinsteypu húsi, sem tekur
100 börn í fjórar stofur, kostar nálægt
13,000 kr. Par eru 3 kennarar. Ungl
ingaskóli er í sama húsi með 1 kennara
Sýslusjóðsgjald er hér í sýslu mjög hátt
sem kemur af vegalagningu, sem sýsl
an hefir kostað að hálfu móti landssjóð
ennfremur bætist við stór upphæð til
símans frá Hafnarfirði að Oerðum, við
hér Gullbringusýslubúar höfumað mörgu
leyti verið olbogabörn þingsins þegar
kemur til fjárveitinga.
Eitt má það með nýmælum telja, að
hér hefir verið haldið úti mótorbát mest
af Garðshrepp til að verja landhelgi í
Garðsjó fyrir botnvörpungum. Að því
hafa sýnilega verið mikil not, þó það
geti ekki verið fullnægjandi vörn gegn
þeim.
Haustveðrátta
hefur verið hin hagstæðasta síðan 14.
þ. m. að stuttu en snörpu áfelli létti.
Heyskaparlokin urðu því hin þægileg-
ustu og allir náðu heyjum sínum með
góðri verkun. Við Faxaflóa er mælt,
að tveir góðir þurkdagar hafi komið um
miðjan mánuðinn og hafi þá mikið af
fiski þornað til fulls.
Reknetaveiði
er enn nokkur hér úti í fjarðarminni.
Síldin er fremur að falla í verði erlendis
stendur þó enn í 18 til 20 kr.
Sláturtíð
stendur nú sem hæst á Akureyri. í
Kaupfélagi Eyfirðinga er nú slátrað á
dag jafnaðarlega 550 fjár. Dilkar reyn-
ast öllu þyngri en í fyrra. Sauðir hafa
verið keyptir til slátrunar af Akureyrar-
kaupmönnum á 34 aura kilo lifandi vikt
og heimaviktað. Gæruverð uppkveðið
á Húsavík 90 aur. kilo.
Markasverð
á kornvöru í Kauupmannahöfn 1 l.þ.m.
Rúgur 100 kilo kr. 11,90
Rúgmél . . « — — 21,50
Alexandra hveiti « — — 19,75
Heilrís, ...«-- 22,00
Bankabygg . « - - 17,00
Maís heill . . « — - 10,80
Maís malaður « — — 11,50
Baunir ...«-- 22,00
Verzlunarfréttir
Kaupmannahöfn 5. sept.
S a 1 tf i s k u r . Eftirspurnin er tæp-
lega eins mikil og áður, en prísinn hef-
ur þó eiginlega ekki lækkað neitt veru-
lega. Stór fiskur kr. 88,00, smáfiskur
76,00, millifiskur 80,00, upsi '48,00.
Hnakkakýldur stór fiskur 92-93,00,
millifiskur hnakkak. 82,00, Wardfiskur
68 — 70. Fiskurinn þarf að vera af beztu
tegund til að ná þessu verði. Sé hann
ekki prima er verðið lægra.
Lýsi. Eftirspurn lítil. Ljóst þorska-
lýsi 32,00, dökt 30,00 hver 105 kilo,
hákarlalýsi 32,00 Ijóst og 28 — 30,00
dökt. Sellýsi eins, miðað við hver 100 kil.
Meðalalýsi 45 — 50 kr. hver 105 kilo.
Ef það er afbragðs góð vara kann að
fást heldur meira.
Æ ð a r d ú n n vel hreinsaður 37 kr;
kilo,
Sundmagi. 1,40 kr. kilo fyrir
góða vöru, lakari 1 kr.
Prjónlés. Alsokkar 75 au. hálf-
sokkar 60, sjóvetlingar 38, fingravetling-
ar 60 — 65 en eru minst eftirspurðir.
U 1 1. Norðlenzk vorull þvegin hefur
selst á 96 au. pd. af prima og 91 eyr.
sekunda, sunnlenzk á 86 au. pd. Alt
miðað við brúttó vigt. Pað liggur mikið
óselt hér enn og sem stendur er varla
hægt að fá hér nokkurt boð.
Spánar og Ítalíufiskur. Stór
fiskur austfirzkur 97 mörk, vestlenzkur
100 mörk, smáfiskur 75, ísa 65 kr.,
Wardsfiskur 65 kr.
Saltkjöt. Dilkakjöt prima sex-
höggvið 77,00, fjórhöggvið kindakjöt
75 kr. tn. (224 pd.)
Læri söltuð 90 kilo.
Rúllupilsur 1,10 au. kilo.
Fiskurúrsalti. Málsfiskur 60 kr.
Smáfiskur 53,00, ísa 45,00, miðað við
góða vöru.
Selskinn dröfnótt 6 — 6,50 hvert.
S í 1 d stór 25 au. kilo nettó. Milli-
síld er mjög eftirspurð og ef hún feng-
ist góð, mundi prísinn verða um 40 kr.
tunnan.
Bjarni Sæmundsson kennari
og fiskifræðingur hefur í sumar ferð-
ast um Pingeyarsýslu fiskirannsóknarferð.
Tók hann sér far í Hafnarfirði 13. júlí
til Raufarhafnar. Par og á Húsavík hafði
hann rannsóknir um aldur þorsks og
síldar og hélt svo til Mývatns. Athug-
aði þar silungsklak, sem er á allmörg-
um bæum og gatst honum vel að því.
Raunar er útbúnaður allur mjög óbrot-
inn og ódýr, en virðist þó geta kom-
ið að verulegum notum. Taldist svo til
að frá síðasta klaki hefði komist upp
um 100 þús. seyði. Klakið er aðallega
á Skútustöðum, Garði, Kálfaströnd
Grænavatni og Geirastöðum; eru klak-
stöðvar hafðar þar við kaldavermsl.
Um 60 þús. af silungi munu Mý-
vetningar veiða árlega og er klak þetta
því góður styrkur til viðhalds silungin-
um, en auðvitað ferst mjög mikið af
seyði því, sem út er klakið, verður það
að bráð bæði silunginum sjálfum, kríum
og öndum, einkum fiskiöndum, (topp
öndum). »Lögr.«
Færeyingurinn
kapteinn Eversen, sem í nú í nokkur
ár hefir rekið hér herpinótasíldveiði á
tveimur eimskipum og saltað og verkað
síldina á Oddeyrartanga, fór heimleiðis
til Englands í dag. Hann ráðgerir að
reka hér síldveiði af 5 eimskipum næsta
ár hefur og nú leigt tvær bryggjur í við-
bót, þar sem útvegurinn á að stækka
um meira en helming. í raun og veru
mun þetta vera enskur útvegur þótt skip-
in séu talin frá Færeyjum til þess að
geta notað landhelgina hér.
Nýr markaður fyrir hey.
Reykvíkingar eru um þessar mundir
að kaupa hér allmikið af heyi, sem fara
á með síðustu ferð Flóru, og fæst varla
flutningur á öllu sem óskað er.
sláturhúsi
verður fyrst um sinn selt daglega
KJ0T og MÖR.
Þeir sem vilja kaupa
s- |-á--t--u--r
af bændum ættu að nota tækifærið, fyrrihluta
kauptíðar, á meðan þeir flytja þau eigi öll heim.
Verzlun J. V. Havsteens á Oddeyri
■ kaupir í alt haust nýjar velskotnar
RJÚPUR n eð hæsta verði
eins og að undanförnu, mót peningum og vörum með peningaverði og upp í
skuldir. Bezt verður gefið fyrir þær frá 6. —20. október, og svo aftur frá 6. —20.
nóvember næstk., þegar Rjúpurnar eru orðnar alhvítar.
D. D. ¥. A.
Akureyri.
Skrifstofa f Strandgötu 23.
Talsími No. 96
Símnefni „Petroeum.“
Innaristokksmunjr
sófi, stólar o. fl. óskast td leigu í vetur.
Afgreiðsla Norðra gefur upplýsingar-
Hjólheststaska
með mörgum lyklum fundin.
Prentsmiðjan vísar á.
Að kaupa
pappír, ritföng og
póstkort
hjá
Sveini Sigurjónssyni.
Hafnarstræti 103
þýðir
peningasparnað.
Frá Kristjaniu
hefi eg nú fengið ágætt efni (ask og birki)
í vagna- og kerruhfól.
Eg smíða því hjól af öllum sortum
og geri við þau sem brotin eru.
Hestakerrur og handkerrur
fást hjá mér, ef pantað er í tíma.
Erlingur Friðjónsson.
Klæöavefari Yiborg, Danmörk
senda að kostnaðarlausu, en gegn eftirkröfu
3,15 metra langt og l,3g nietra breift dökk-
blátt eða brúngrátt og alullar bukkskinn
sem er fallegt og sterkt í kalrmannsföt fyrir
15 kr. eða 4 metra svart, marinblátt dökk-
brúnt eða grænt alullar fínasta [klæði í
kvenkjóla fyrir 10 kr. Ull er tekin á kr 1,25
kíló, ullartuskur 50 au. kíló í skiftum.
Vetrarmaður
eða jafnvel
ársmaður
óskast.
/. V. Havsteen
Oddeyri.
Tapast
hefur um borð • s/s
Hólar á leið frá
Seyðisfirði til Akur-
eyrarþ. l.ágúst s.l.
1 pakki saumaður í striga.
Merktur: Fridtiof Nieisen
Passagergods
Seydisfjord.
Innihald pakkans var 3 skinn.
Ef einhver skyldi finna pakka þennan
á einhverjum Þeim höfnum milli Seyð-
isfjarðar og Akureyrar, sem strandferð-
arskipin koma við a, er viðkomandi
vinsamlega beðin að gjöra undirrituðum
aðvart gegn fullum ómakslaunum.
Reykjavík 14. sept. 1913.
Fridtiof Nielsen
Pósthússtræti 15.
Húsnæði
óskast nú þegar fyrir einhleypa.
Afgreiðsla Norðra gefur upplýsingar.