Norðri - 25.10.1913, Blaðsíða 1
Akureyri, 25. október
VIII. 34.
Pingkosninga-
undirbúningur
sjálfstæðismanna í Reykjavík er nú þeg-
ar hafinn, þrír þingmenn, þeir Bene-
dikt Sveinsson, Björn Kristjánson og
Skúli Thoroddsen og auk þeirra Ólafur
og Sveinn Björnssynir fyrv. ráðh., Sig-
urður Jónsson barnakennari og Olafur
fríkirkjuprestur, hafa um miðjan þenn-
an mánuð gefið út í blöðum svohljóð-
andi ávarp:
»Vér, sem ritum nöfn vor hér undir
teljum það miklu varða fyrir heill og
hag landsins og þjóðarinnar, að allir
þeir, er fullkomnu sjálfstæði landsins
unna, vinni með alúð og samheldni að
því, að kosningar þær til Alþingis, sem
bráðlega eiga fram að fara vegna stjórn-
arskrárbreytingalaga þeirra, sem síðasta
Alþingi samþykti, fari þannig úr hendi,
að á þing komist sem allra flestir sjálf-
stœðismenn.
Vér vitum, eins og nú er komið mál-
um vorum, að enginn ágreiningur er
nú eða getur verið um sjórnmálastefnu
sjálfstæðismanna, hvort sem um sam-
bandsmálið eða önnur sjálfstæðismál
þjóðarinnar ræðir, en viljum þó drepa
á nokkur atriði, sem vér teljum, að
hljóti að verða á stefnuskrá allra sjálf-
stæðismanna, við kosningarnar, er ttú
fara í hönd.
1. Sambandsmálið: Vér teljum
það ntí'komið berlega í Ijós, að á-
rangurslaust sé með öllu, að haldið sé
áfram samningatilraunum við Dani um
sambandsmálið. Viljum því eigi að hald-
ið sé áfram slíkum tilraunum af hálfu
Islendinga. En verði málinu hreyft —
og því verður hreyft, ef Sambands-
flokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn og
aðrir Uppkastsmenn verða í meiri hluta
— viljum vér eigi að þjóðin sætti sig
við það, er skemmra fer, en frumvarp
meiri hlutans á Alþingi 1909, sem
byggðist á Ringvallafundarsamþyktinni
1907.
2. Stjórnarskrármálið: Sjálfstæðis-
menn hafa unnið að því utan þings og
innan, að bráðnauðsynlegar og rétt-
mætar breytingar fengjust á stjórnarskrá
vorri og er þvf máli nú svo langt kom-
ið, að síðasta Alþingi hefir samþykt
stjórnarskrárbreytingar lög.
Enda þótt ágreiningur geti að sjálf-
sögðu verið um einstök atriði þessara
breytinga, þá teljum vér þó fengnar
með þeim svo miklar réttarbætur, að
eigi beri að tefla málinu enn í tvísýnu,
sérstaklega þar sem margt annað af
bráðnauðsynlegum umbóturn bíður úr-
lausnar og þarf á öllum tfma og kröft-
um þings og þjóðar að halda óskipt-
um. Teljuni vér því sjálfsagt, að stjórn-
arskrárfrunivarp síðasta Alþingis verði
samþykt óbreytt á aukaþinginu.
3. Fjárhags- og atvinnumál telj-
um vér vera þau mál, sem komandi
þingum beri að leggja alla aðal-áherzl-
una á:
a) Samgöngumdl. í þeim málum telj-
um vér sjálfsagt að halda áfram stefnu
þeirri, er síðasta Alþingi aðhyltist, að
koma öllum samgöngum í hendur fs-
lendinga, og viljum því að löggjafar-
valdið vinni að þvi, að gera innlend-
ar siglingar frá landinu og að, svo
og með ströndum fram, svo sem
þörf er á og það sér sér fært.
b) Verzlun landsins — sem og aðra
atvinnuvegi — viljum vér að komandi
þing leggi áherzlu á að gera inn-
lenda:
1) með bættum samgöngum;
2) með bættu bankafyrirkomulagi,
sem fari í þá átt, að útvega verzl-
un landsins nægilegt og eðlilegt
veltufé í innlendum böndum í land-
inu sjálfu og þannig fyrir komið,
að allir hluiar landsins geti haft
* not af;
3. með því að bæta og efla álit og
lánstraust áreiðanlegra, innlendra
verzlana.
c) Landbúnað og fiskiveiðar viljum
vér að löggjafarvaldið láti sér ant
um að styðja og efla, ekki sízt með
því að skapa afurðunum betri og
greiðari markaði.
4. Hag verkamanna og husmanna
viljum vér efla og bæta kjör þeirra
stétta með endurskoðun á lög-
gjöfinni.
5. Rað teljum vér grundvöll undir
öllu heilbrigðu stjórnarfari í land-
inu, að heimtuð sé fullkomin ráð-
1913.
vendni og réttlæti af öllum þeim
er með umboð þjóðarinnar fara
embættismönnum og öðrum, og
fullum lagajöfnuði sé haldið uppi
fyrir æðri sem lægri. Að því vilj-
um vér vinna.
í fjármálum viljum vér' að sýnd sé
gætni og aukin sem minst á komandi
árum önnur útgjöld en þau, sem miða
til bóta og eflingar atvinnuvegunum.
Leiðir þær, sem hér eru nefndar,
teljum vér jiggja allar að takmarki vor
sjálfstæðismanna: fullu efnalegu og
stjórnmálalegu sjálfstæði íslands,
og í samræmi við stefnu vora viljum
vér einnig vinna að sjálfstæði héraða
og einstaklinga í öllutn greinum.
Jafn framt því að ftamfylgja ötul-
lega sjdlfstœðismálunum hlýtur hver
sjálfstceðismaður að vetta ikveðna and-
stöðu hverrt þeirri stjórn, þelm flokki
og þeim einstökuui þlngmannaefnum,
sem eigi vilja ganga hiklaust brautina
með oss í aðal-málum vorum og stefna
að marki voru, og þá auðvitað núver-
andi stjórn, sem berlega hefir sýrit sig
andviga sjálfstœðismálum þjóðarinnar
yfirleitt, enda sama sem ekkert hug-
kvæmst í landsmálum, sem Alþingi hef-
ir getað aðhytst eða lalið þjöðinni horfa
til viðreisnar. *
Vér viljum enn fremur, að þegar í
stað verði efnt til ítarlegrar rannsóknar
á þessum atriðum:
Hvort, og þá hvernig breyta megi
* Leturbreytingin gerð af Norðra.
36
Um miðjan dag kom Lange inn i smiðjuna. Hann gekk strax að
steðjanum sem Ivar var við, virti ívar nákvæmlega fyrir sér og segir
við hann:
sRú getur unnið hér fyrst um sinn, undir handleiðslu Bengts. Ef
þú ert iðinn og ert duglegur að vinna, skaltu á eftir koma á aðra verk-
stofu.«
Ivar horfði djarflega í andlit Langes, sem líkaði vel andlitsfall
drengsins.
»Eg skal reyna að gera mig verðugan þess,« sagði ívar.
Og hann enti það.
Hann vann með áhuga og atorku. Og þá sjaldan hann átti frí, not-
aði hann tímann til þess að skoða hin margvíslegu verkfæri og fræðast
um notagildi þeirra.
Vormorgun einn sat ívar út í garðinum og var að borða morg-
unmatinn sinn; en það voru harla lítil skil, sem hann sýndi matnum,
því hann var niðursokkiun í að rispa myndir í sandinn. Rað voru hug-
myndir sem hann gjörði sér um vélar og verkfæri, o. s. frv.
Alt í einu hringdi klukkan sem kallaði á verkafólkið til vinnu.
ívar hrökk við, en hver getur lýst undrun hans, þegar hann leit
upp og sér sjálfan húsbóndann standa á bak við sig og vera að skoða
myndirnar, sem hann hafði gert í sandinn.
»Hvað er það sem þú varst áð gera þarna?« sagði Lange og bend-
ir á myndirnar sem voru krotaðar í sandinn.
»Ó, það var ... það var ....«
»Nú, hvað var það?«
* Bara hugsun, sem eg hef lengi haft,« sagði fvar og fer að þurka
myndirnar út með fætinum.
»Eyðilegðu ekki þetta verk þitt, en segðu niér heldur hvað þetta
á að vera. Og hvaða verkfæri er það, sem þú hefur hugsað þér að
sýna þarna?«
»Eg hef hugsað,« segir þá fvar, »að búa mætti til belg í litla smiðju,
sem gæti blásið sjálfur með jafnvægiskrafti i staðinn fyrir að gera það
með handafli. Rað er þessi hugmynd mín, sem krotið mitt í sandinum
á að sýna, hvernig það skyldi vera lagað.«
29
stjóri á vinnustofu, verður að vera eldri en þér eruð og hafa kunnáttu
og verklega æfingu, sem þér fyrst verðið að læra. Ef sú staða sem eg
hef hugsað yður hér, er ekki eftir yðar ósk, þá megið þér til að segja
frænda yðar frá því. Hverfið þér frá því og viljið koma hingað, þá get-
ið þér byrjað nú þegar.«
»F*að sem frændi minn hefir samið um mfn vegna, er sjálfsagt að
mér líki vel,« svaraði hinn ungi aðalsmaður.
»Pað er gott! Hafið þér verið á Kongsberg í dag?«
»Eg kom þaðan og er boðinn til miðdagsverðar þangað.«
»Pá hittumst við í kvöld. Á morgun munuð þér vera búinn að
hvíla yður nóg, svo þér getið byrjað hér.«
Lange rétti honum höndina og heigði ofurlítið höfuðið.
Aðalsmaðurinn leit heiftaraugnm til Bengts, sem hafði verið sem
vitni að þessu auðmýkjandi samtali hans við verksmiðjueigandann Lange.
»Hann verður enginn góður gestur hér á verkstofunni,« hugsaði
Bengt með sjálfum sér. »Rað var ljóta tillitið, sem hann sendi mér. En
hvað kæri eg mig um hann! Eg skal svei mér kenna honum að halda
sér í skefjum.«
»Nú hvað ertu að hugsa um, Bengt minn,« sagði Lange.
»Og eg er að hugsa um, að aumingja ívar minn fær valla vinnu
hér. Rað er leiðinlegt að eg skuli ekki eiga Kongsberg!!! En það þori
eg að segja; að forstjórinn fær fleiri óþægindi af þessum barón, heldur
eh okkur ölllum hinum til samans.«
Lange gekk um gólf í herberginu á meðan smiðurinn hélt áfram
þessu djarfa tali. En lokum segir Bengt:
»Leyfir herra Lange þá, að eg taki ívar með mér á morgun? Eg
ábyrgist það, að hann skal gera sig verðugan fyrir traust yðar og virðing.«
í staðin fyrir að svara, gengur Lange beint að smiðnum og segir:
»Rví sagðirðu að það væri leiðinlegt að þú ættir ekki Kongsberg?«
»Eg átti við að aumingja ívar hefði orðið meira lið í að hafa greifa
Rómarhjarta fyrir talsmann, heldur en mig.«
»Hvað þessum dreng viðvíkur,« segir Lange, »þá skaltu fá svar frá
mér honum viðvíkjandi áður en þú ferð frá verkstofuntii f kvðld.«