Norðri - 25.10.1913, Side 3

Norðri - 25.10.1913, Side 3
Nr. 34 NORÐRI 113 „ S júkrasamlag Akureyrar” Aðalfundur verður haldinn föstudaginn 31. okt. þ. á. kl. 7 e. h. í Goodtemplarahúsinu. 1. Framlagt yfirlit yfir tekjur og gjöld samlagsins, yfir þann tíma af fyrri hluta reikningsársins, er það hefur starfað. 2. Gefið yfirlit yfir fjárhag samlagsins. 3. Rætt um ágreiningsmál milli stjórnarinnar og nokkurra sjúk- linga, er vilja telja sig samlagsfélaga. St/órnin. Skýrsla Flensborgarskóla í Norðurlandi. (Aðsenl). aNorðurl.* telur skýrslu þessa »fá- skrúðugustu® skólaskýrslu er því hafi verið send, án þess þó að geta um hve margar skólaskýrslur blaðinu hafi verið sendar. t*að segir tvo af kennurum hafa ver- ið »lánaða« frá barnaskóla Hafnarfjarð- ar.« Lfkt mætti segja um einn eða jafn- vel tvo af kennurunum við Gagnfræða- skólann á Akureyri, að þeir séu lánað- ir frá barnaskólanum þar. (Um það dettur engum í hug að fást, ef sami kennari er eigi látinn hafa nema hæfi- lega marga kenslutíma í báðum skól- unum. Annað mál væri ef kennari of- hlæði sig kénslustörfum á fleiri stöðum, einungis til að geta haft sem mest laun); fyrir þetta er því varla hægt að telja skýrsluna fáskrúðuga. Ritstjórinn kveður ilt að átta sig á, »hvernig ýmsar námsgreinar séu kend- ar, því ónámkvæmlega sé skýrt frá því í skýrslunni«. En þar sem bækur þær, sem kendar eru í hverri námsgrein eru taldar upp í skýrslu þessari ásamt tíma- fjölda hverrar námsgreinar á viku, þá virðist skýrslan bera með sér, það sem hægt er að átta sig í á þessu efni, ekki síður en aðrar skýrslur. En hvernig námsgreinarnar hafi verið kendar (þ. e. vel eða illa) munu fæstar"af skólaskýrsl- um þeim, er blaðið hefir fengið, bera með sér. Eitt má þó sjá af skýrslunni, sem vert er að taka eftir, sem er, að skólastjóri hefir kent 26 stundir á viku, en það eru fleiri stundir en skólastjórar við suma aðra skóla kenna. jafnvel við barnaskóla, sumir taka heldur þann kost, að auka tímakenslu til að létta af sér. Að vísu vantar margt smávegis í skýrslu þessa, t. d. um skemtanir nem- anda. Svo sem skemtisamkomur, nýárs- gleði, sumarfagnað o. fl. af slíku taki, sem efasamt getur verið hvort nauð- synlegt sé að prenta á landssjóðs eða skólans kostnað. Gæði hvers skóla fara meira eftir því, hversu góð kenslan er, heldur en hversu innihald skólaskýrslannar er teigt og togað, meir eftir því, hvað skólinn í reyndinni er, heldur en hvað reynt er að láta hann sýnast á pappírnum. Hingað ti! hefir Flensborgarskólinn þótt hafa ágæta kennara, (meðal annara hinn stórmentaða skólastjóra 0gmund Sigurðsson) og allur bragur skólans í bezta lagi, enda hefir hann í mörg ár notið trausts og hylli Sunnlendinga; jafnvel þótt hann hafi aldrei borist mik- ið á, eða reynt að vekja eftirtekt á sér með mikillæti og skrumi. Sunnlendingur. Eimskipafélagið. Vesturlslendingar láta til sín heyra. Landar vorir vestan hafs kusu nefnd til að undirbúa þátttöku í Eimskipafé- laginu fyrirhugaða, og er formaður hennar Thomas fohnson þingmaður þar. Hann sendi bráðabirgðastjórninni hér svohljóðandi símskeyti 7. þ. m.: Nefndin styður fyrirtœkið. Almenn- ur fundur (massmeeting) fyrir þrem vikum. Utlit gott. Umhyggja fyrir œtt- jörðinni (patriotic grounds). Skeyti þetta gefur beztu vonir um góða þátttöku vestanhafs í hlutakaupi. Sú mun lengi raunin á að íslending- ar í Ameríku eigi tvö föðurlönd. Og þeir gleyma ekki gamla landinu fyrir því nýja. En það er spá vor að þeir með þátttöku sinni leggi fyrsta plank- ann í þau skip, sem áður langt um líð- ur fara á milli föðurlandanna tveggja. Og að skýra það skip sem fyrst fer beina laið milli þeirra —■ er ekki erfitt. Ætli mönnum komi ekki saman um að láta það heita í höfuðið á þeim, er fyrstur manna er kannaði veginn þann: í höfuðið á Leif hinum heppna. „Leif- ur heppni“ ætti sem fyrst að snúa stafni í vesturátt. (Rvík.) Síldarverksmiðjan á Dagvarðareyri við Eyjaförð brunnin. Sá atburður varð í gærkvöldi að eldur kom upp í íbúðarher- bergi formanns verksmiðjunnar meðan hann var að matast á öðr- um stað í húsunum. Líklega kviknað frá lampa eða ofni. Þegar að var komið stóð herbergið alt innan í björtu báli, svo engum bókum eða skjölum er þar voru varð bjargað. Eldur- inn breiddist brátt út og náði fullu valdi yfir timburbyggingum sem verksmiðjan var í. Er þar styzt frá að segja, að húsin brunnu öll og alt timburverk í þeim. Mikið af síldarméli og ýmsu öðru. Nokkuð af lýsinu var fram á bryggju og var sumu af því velt í sjóinn og varð því mestu af því bjargað svo og bryggjunni sjálfri. Haldið er að verksmiðjan hafi verið eldtryggð í ensku félagi. Gufukatlar, og ef til vill fleiri járn- vekrfæri, standa lítið eða ekki skemdir eftir brunann. Verksmiðjan var norsk eign og byggð í fyrra. „Vestri" segir 4, þ. m.: »Heyfengur kvað vera með lakasta móti hér á Vestfjörðunum svo og hér i Utdjúpinu, og sama er að fretta sunn- an úr Barðastrandar- og Dalasýslum. í lnndjúpinu (0gur-, Reykjafjarðar og Nauteyrar-hreppum) er heyskapur aftur alment talinn í góðu meðallagi.* Nýkomnar bækur í bókaverzlun Kr. Guðmundsonar Oddeyri. Rúsund og ein nótt 4. bindi. Paul Heise: Rómverska konan. Ólöf Sigurðardóttir: Kvæði. Þjóðvinaféiagsbækur. Góðar stundir (hugvekjur). För Gullivers. - o. fl. 34 »Pað verða góðir nábúar'!« sagði Stefanía. »Hin eldri systranna, Konstansa, er sögð fullveðja þegar hún er 21 árs.« »Já,« sagði Hermann. »Það var undarlegt tiltæki af hinum gamla hershöfðingja Kallenstjerna, að gera hana fullveðja þegar hún væri 21 ára. Hann gat aldrei skilið í því er erfingi hans, sem var af kvénkyninu, ekki mætti hafa sömu heimtingu til erfðar eins og þó það væri sonur, sem lögin okkar láta hafa meiri rétt en dóttur, og því bjó hann til þessa arfleiðsluskrá. En annars hafa báðar systurnar fengið fyrirtaks mentun. Og sú eldri er eins og alfullkomin kona, kurteis og gáfuð, sem mest má verða.« »Er hún orðin fullveðja?« »Nei, hún er ekki nema 19 ára. En eg-sem eins og þið vitið er formyndari hennar —, læt hana vera með í því að stýra eignum sínum og systur sinnar, því þá kemst hún í skilning um það alt, áður en hún tekur við því á sfna eigin ábyrgð.« »En svona ung stúlka,« sagði Helfríður, »hlýtur að verða fremur ókvenleg með því, að vafsast í því öllu.* »Það get eg ekki skilið,« geliur Lange við. »Er það þá ókvenlegt að hafa ekki nokkurn skilning um hlutina í hversdagslífinu?« »Það er þó óvanalegt, að hugsa sér unga stúlku sitjandi við púlt sem gjaldkeri, og vera að reikna út vexti og vaxta-vexti, með höfuðið fult af peningagrufli.« »Ungfrúin vill helzt hafa ungar stúlkur fávísar um alt annað en skraut og þesskonar glingur, sem ekkert hafa vit á hvernig peningar koma, eða hvernig þeir eyðast.« *Hr. Lange! Ef að hugmyndir yðar yrðu almennar, þá myndi það umróta mörgu f mannfélaginu.« »Engu góðu ungfrú! en bara hleypidómum og heimsku. Eg er viss um það, að ungfrú Kallenstjerna, þrátt fyrir hina skynsömu og nauðsyn- legu fræðslu, sem hún hefir fengið, er langt frá því að vera ókvenleg. Sé svo, hefi eg rétt en þér ekki.« »En eg held nú, að þér hafið ekki rétt fyrir yður!« sagði Helfrtð- ur hlæjandi. Og samtalið snerist svo að öðru efni, 31 V. Eldur brann á arninum í hinu stóra sloti Kongsbergi og kvöldkyrð- in lá yfir hinum fögru og skrautlegu sölum. í horni á einum legubekkn- um sat greifafrú Stefanía, en maður hennar, greifi Rómarhjarta, var að ganga um gólf. í hægindastól við arninn situi Helfríður Rómarhjarta og starir inn í eldinn. »Evert var ekki mjög ánægður yfir heimsókninni til Lange,« sagði greifafrúin. »Hann hefir beðið mig að minnast á það við þig, Hermann, hvort þú vildir ekki tala eitthvað um það við Lange, að vera góður við hann. Hann var svo daufur og niðurdreginn þegar hann kom það- an, að . . . .« Greifafrúin þagnaði og brosti, er hún sá manninn sinn koma og standa kyr fyrir framan sig. »Hann var svo dauflegur, segirðu, að þér fanst þú ættir að rétta hans hluta og halda með honum,« segir greifinn. »Enganvegin það,« svaraði Stefanía. »En heyrðu fyrst hvað eg segi, áður en þú dæmir.« »Nú, nú, þá,« segir greifinn, sest niður í bekkinn hjá henni og leggur handlegg sinn um mittið á henni. »Hann leit svo raunalega út, að eg fór að . . . .« »Gráta!« sagði greifinn. »Gráta,« sagði hún. »Nei alls ekki. Eg bað hann þess í allra guð- ana bænum, að gera sig ekki að athlægi.« I þessum svifum kom Jakob Lange inn. Þegar hann var búinn að heiisa öllum, sagði greifinn við hann hlægjandi: »Já, heyrðu Lange, við hljótum að spyrja þig, hvort þú hafiLnokkra tilfinning eða nokkurt hjarta? Það var ekki fallegt af þér, að taka svo- leiðis á móti honum greifa Axelhjelm, að hann fær gallspýting!« »Já, hvað átti eg að gera? Annaðhvort verður maður að vera smið- ur eða ekki smiður. Ef hann vill vera saman við mína verkamenn og læra með þeim, þá verður hann að setjast á sömu hyllu og þeir. Stálið verður að herðast.*

x

Norðri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.