Norðri - 15.12.1913, Blaðsíða 2
142
NORÐRI.
Nr. 42
Stórkostleg Jólaútsala
frá því á mánudaginn 15. des. til miðvikudagsins 24. des. fá háttvirtu viðskiftavinir vorir
101» ti! 251 afslátt
á öllum vörum vorum, sé keypt fyrir 3 kr. minst, en þeir sem kaupa fyrir 10 kr. eða meira fá eitt af vorum þjóðkunnu skrautlegu almanökum. Retta makalausa
tilboð stendur einungis þessa hér til greindu 9 daga og því ætti sérhver að grípa tækifærið til að byrgja sig með ótvíræðar fyrsta flokks vefnaðarvörur. Nánari
upplýsingar um hér greindan vöruafslátt geta menn fengið við að lesa götu augsýsingu þessu viðvíkjandi.
Akureyri 14. desember. 1913.
Virðlngarfylst.
Brauns verzlun.
Baldv. Ryel.
„ODDEYRAR B A K A R I “
J. V. HAVSTEENS, STRANDGATA 37.
Rúgbrauð 2 kg. 0,40. Sigtibrauð 0,25. Bollur 5 og lOaura.
Vínerbrauð 0.05. Nýbakaðar Kringlur netto verð 50 au. kg.
Hveitikafring ágœtan 0,45.
Reir sem stöðugt verzla og hafa fastan mánaðarreikning, fá
afslátt, 6—10°/o af því sem tekið er í hverjum mánuði, og borgað
í peningum eða vinnu við verzlun J. V. Havsteens.
nota hann til tamninga. Um mennina er
ekki svo mikið að óttast. Til þess að
verða leikinn sláttumaður þarf reyndar
æfingu nokkra, en verklaginn maður, er
farið heffr með hesta, slær gott land
hiklaust á fyrsta degi.
Nú er verkafólkseka og kaupgjald fer
altaf hækkandi. Helzta leiðin út úr þeirri
klípu verður sláttuvélin og fleiri vinnu-
vélar, þar sem hægt er að koma þeim
við. Við höfum svo lítið vélfært land,
segja flestir. Satt að vísu hjá mörgum,
en sumir hafa líka mikið. Og slétta land-
ið stækkar fljótlega, þegar vélin er kom-
in. Það er einn af hennar kostum. Þá
fara menn fyrst að finna hvers virði jarða-
bætur eru. Hún þokar markinu hærra.
Eflir þrekið til framkvæmdanna. A byrj-
unarstigi jarðabótanna sáu menn slétt-
uð flekkstæði hingað og þangað innan
um hraunþýfið aðeins í hyllingum,
lengra eygðu fæstir, hærra var ekki stefnt.
Þess vegna eru sléttublettirnir dreifðir
víðsvegar um allan völlinn. Nú hafa
margir tekið fyrir ákveðna túnhluta til
sléttunar. En sláttuvélin gerir enn meiri
kröfur. Hún heimtar alt túnið þannig :
Sléttið fyrst höftin og komið saman sléttu
blettunum. Leggið svo nýjar sléttur hag-
anlega til sláttar, og burt svo með allar
bannsettar þúfurnar, þær verða ykkur
og mér til bölvunar fram til síðustu
stundar, sem þær fá að standa. Og vér
ættum að láta leiðbeiningar og örvun-
arorð sláttuvélarinnar oss að kenningu
verða. Nú er fengið það verkfæri og sú
reynsla, að það er ófært að láta þetta
hjálparmeðal liggja ónotað lengur og það
er skaðleg óframsýni að miða ekki fyr-
irkomulag jarðabóta við notkun hennar,
jafnvel á þeim jörðum sem hún þó get-
ur ekki komið að notum í nánustu fram-
tíð.
f
Friðrik Madsen.
Nýlega er látinn hér í bænum Frið-
rik Madsen danskur maður ym 70 ára.
Hann hafði verið beykir við Höepfn-
ers verzlun á Akureyri yfir 40 ár og
stöðugt búsettur hér um 20 ár.
Hann giftist hér íslenzkri konu sem
nú er látin, en dóttir þeirra 10 ára lif-
ir. Madsen var mjög vandaður maður,
fáskiftinn og góður borgari þessa bæjar.
í'ingmenskuframboð.
Kúmir 30 kjósendur í Akureyrarbæ
hafa skorað á Asgeir kaupmann Péturs-
son að bjóða 'sig fram til þings í vor,
og hefir hann látiðíjljós að hann muni
verða við þeirri áskorun, þótt hann seg-
ist litla von hafa um að ná kosningu.
Sjálfstæðismenn hafa gengist fyrir þess-
ari áskorun.
Varla getur Asgeir þó talist í Sjalf-
stæðisflokknum, en sjálfstæðismönnum
á Akureyri er vansalaust, þótt þeir leiti
út fyrir flokkinn eins og fyrri, þegar
þeir eiga völ á hæfari manni utan þeirra
flokks.
Nokkurn veginn mun vera víst, að M.
kaupmaður Kristjánsson verði í kjöri af
hendi Heimastjórnarmanna.
Samsæti
var Stefáni skólameistara, konu hans
og dóttur haldið nýlega af mörgum helztu
borgurum hér í bæ í minningu um 25
ára veru hatis hér við gagnfræðaskólann.
66
stanse Kállenstjerne — hin fyrnefnda systranna — og segir um leið
brosandi:
»Má eg sýna þér nábúann, sem verður næstur okkur þegar búið er
að byggja slotið á Stúrisjó. Eftir 2 ár á hún sjálf að standa fyrir og
stýra allri éigninni og þess vegna er hún núna á Kóngsberg, til þess að
læra að stýra bæði verksmiðjunni og stórum landbúnaði.«
»Frændi minn«, segir hún, »er að gera að gamni sínu um mig. Mín
ákvörðun er bara sú, að eyða öllu því, sem ráðsmaðurinn getur látið
eignina gefa af sér.«
Hún settist nú í legubekkinn og Lange setti sig einnig niður á sama
bekkinn.
»Er þetta sá ungi maður,« segir hún og benti á Evert, »sem á að
byggja upp Stúrisjó?®
»Nei,« segir Lange. »Hann á að verða verkfræðingur, það er bróð-
ir hans, hinn Axelhjelm, sem á að fá það ánægjulega verk, að byggja
upp.........«
»Nú,« greip Konstansa fram í, »hinn ungi maður á kanske að fara
til Ameríku til þess að læra þann iðnað.«
Greifi Rómarhjerte kom þar nú að og segir:
»Sá góði Evert Axelhjelm þarf ekki að fara svo langt til þess að
læra þann iðnað. Hann er nú sem stendur í vinnu hjá einum Ameríku-
manni.«
• Barónninn er máska í vinnu hjá yður, hr. Lange?«
»Jú, það er hann, ungfrú,« svarar Lange. »En með leyfi, má eg
biðja yður útskýringar á því, hvers vegna þér spurðuð með hæðnis-
brosi hvert Axelhjelm ætti að fara til Ameríku? Fyrir fólk sem hefir ógn-
ar háar hugmyndir um sjálft sig, stétt sína, stöðu og nafn, er enginn
betri steður að fara til en Ameríka. Þar er þessum vitlevsu hugmyndum
sópað burt af þeim. í Ameríku er einungis dugurinn aðalmarkið.
• Svoleiðis ætti það alstaður að vera,« segir liún. »En einmitt þess
vegna álít eg það ekki rétt af þeim, sem af nattúrunni er gefið það »að-
alsbréf* — að fara til Ameríku, til þess að leita að þeirri hamingju er
hann gat hæglega fundið heima. Hann hefir þær skyldur við föðurland
67
sitt, að hann gerir rangt í því, að stela þeim dug frá föðurlandinu. Þér
hlæjið sjálfsagt að þessu, en eg er nú svo gagntekiu af tilfinningum fyrir
föður!andinu.«
Samtalið hætti nú, af því að [jjónninn sagði að Kurt Axelhjelm
væri kominn.
Konstansa sneri sér við, til þess að virða barón Kurt fyrir sér, er
hann kom inn. En strax et hún sá hann skifti hún lit í framan og Lange
tók eftir því að hún átti bágt með að láta ekki bera á því.
Kurt gekk, án þess að líta til hægri né vinstri, stax til Stefaníu til
að heilsa henni, svo til Helfríðar og seinast sneri hann sér við til Kon-
stanse, sem greifinn fór nú að vísa honum til og segja houum hver
hún væri.
Jafnskjótt og Kurt kom augu á hana var eins og honum hnikti við.
Það var sem hann hefði séð þetta andlit áður, en hvar? eða hvenær?
Og af því að hann var ekki vanur að vera Iengi í óvissu um neitt, seg-
ir hann spyrjandi:
»Mér finst eins og við höfum séðst áður, ungfrú, en hvenær, það
er mér ómögulegt að muna?«
»Það er rétt,« segir Konstana, »við höfum séðst áður,« og lét sem
sér stæði alveg á sama. Málrómur hennar varð einhvernveginn kaldur og
stoltur.
Kurt virti hana enn þá meira fyrir sér, líkt og þegar dómari er að
yfirheyra ákærðan mann.
»Hvar?« segir hann. »Það er eins og að andlit yðar minni mig á
einhvern atburð í lífi mínu, sem eg þó ekki get niunað eftir.«
»Munað eftir?« segir hún.
»Nei,« segir hann. »Hvernig sem eg reyni í huganum að rifja það
upp. Kanske þér vilduð nú gera svo vel og segja mér hvat við höfum
séðst áður?«
' »Jú, með ánægju,« sagði hún, »eg þarf ekki að segja annað en:
fyrir tveim árum í Berlln.«
Nú var það Kurt, sem skifti litum í framan og hann sagði í stutt-
um og köldum tón: