Norðri - 15.12.1913, Side 3
Nr 42
NORÐRI.
143
J. V. Havsteens verzlun, Oddeyri.
hefir miklar byrgðir af allskonar matvöru, jarðeplum, kæfu, saltfisk
og m. fl. Verð á Rúgrnéli 50 kg. 9,50, Bankabygg 50 kg. 13,50,
Hafragrjón völsuð kg. 0,32, Hrísgrjó.i »Caroline« 0,50. Heilhris0,35
Hálfhrís góður 0,25. Kaffi No. 1 1,80, Kaffi Nr. 2 1,60. Melís
í toppum og kössum 0.55. Allskonar brauð: Kringlur 0,55, Tví-
bökur 0,85, Hveitkafring 0,45 (Alt miðað við kilovigt).
Ú T S A L A
Fataefni margskonar með miklum afslætti fra 20—30°/o, t. d.
Hálfklæði svart í kvenföt, sem kostað hefir meterinn 1.80, er nú selt
á 1,25. Munið eftir að engin verzlun hér hefir jafngóð og fjöl-
breytt hvít léreft. Prjónapeysur handa fullorðnum og börn-
um o. m. m. fl. Skófatnaður góður.
TIL JÓLANNA og NÝARSINS
Kerti allskonar Confect No. 1, Hasselhnetur 1,25 Valhnetur 1,15,
Confect Rúsínur No. 1 1,50, Krackmöndlur 2,50 (hvert kilo).
Lakrits enskur mjög fínn. Salmiakspostiller
Niðursoðið syltetöi, allskonar fiskmeti, Sardiner, Ansjóser,
fiskeboller o, m. o. m. fl.
Járnkítti óbrigðult í sprungur á ofnum og ofnpípum, eldstóm
og pottum, nýkomið, dósin kostar 0,65 og 1,25.
—»— * —»— —»—
Rjúpur eru altaf keyptar til 15. febr. 1914 á20—25 au. stk.
Alsokkar gráir og hvítir frá 0,75—1.00. Sjóvetlingar 35—60 au.
Fingravetlingar góðir vel borgaðir.
500 Ijósa Lúxlampi
góður, lítið brúkaður er til sölu í J. V. Havsteens verzlun
með góðu verði.
D.P. A
A k u r e y r i.
rifstofa f Strandgötu 23.
Talsími No. 96
Sfmnefni „Petroleum.“
Mjögháttverd
. borgar
Gránufélagsverzlun á Oddeyri
fyrir
góðan prjónasaum.
II
EJORSERA
sem gildir við næstu bæjárstjórnarkosningar í
Akureyrarkaupstað, liggur frammiáskrifstofu bæjar-
fógetans frá 14. des. til ársloka.
dan^Ra smjörliki er best.
Bi&yft um te^unfeirnar
M0m”„Tip-Top”„5va^c” c%a
SmjörlikiÖ fa?$t frd:
v Otto Mönsted tyf.
Kaupmímnahöfn 03 /íro^um
v i úanmörku.
80
»Eftir þessi orð yðar, skal eg varast að láta nokkra bólu skjóta upp
af mínum tilfinningum í yðar nálægð.*
Konstansa leit framan í Lange til þess að vita hvert hún sæi hon-
um ekkert bregða, en Lange stóð þar með hinu sama blíða og alvarlega
útliti, sem henn var vanur. Hún gekk þá burt, en Lange kallaði á hana
— af því að hann hafði komið auga á Evert við gluggann, með því
mesta heiptarútliti sem hugsast ga^ ______ Qg segir:
»f*að má vera mikil ánægja fyrir yður, ungfrú Konstansa, sem elsk-
ið það svo mikið að sjá tilfinningar brjótast út með æsingi. að sjá nú
andlitið á honum Evert Axelhjeim. bað er víst eins og þér viljið hafa
það!«
Svo gekk Lange burt.
Konstansa var alls ekki ánægð með sjálfa sig. Pað var beinlínis
móðgun við hana, að Lange sagði að þetta afskræmda reiðiandlit væri
að hennar skapi. Hún var sár óánægð út af því, að þessi sérgóði mað-
ur skyldi hafa komið sér í svona vont skap, en það skyldi hún dylja.
Nú skyldi hún dansa og gleyma öllu spotti hans.
Hún hélt nú áfram að dansa í ákefð, stundum við Kurt, stundum
við Evert og fyrirgaf strax öfundarútlitið hjá svona dreng. Hún var í
rauninni góð og vel innrætt stúlka, en hafði feikilega gaman af að
stríða karlmönnunum, ekki svo mikið af því, að hún væri að halda sig
til fyrir þeim, heldur þess vegna að hún hafði svo mikið gaman afþví,
hvernig þeir fóru að forsvara sig.
Við Lange talaði hún ekki framar þetta kveld og hann sá það og
fann, að hún sneiddi sig hjá honum.
Eftir að gestirnir voru farnir, sátu þær Helfríður og Stefam'a úti á
loftsvölunum og voru að tala saman.
»Eg hef aldrei séð Lange jafn kátan sem i kvöld,« sagði Helfríður,
»Konstansa hefir góð áhrif á hann.«
77
Þá var valsinn búinn og fólkið þyrptist út á svalirnar til þess að
klæða sig.
Helfríður kom strax og valsinn var búinn til Kurts og segir:
»Pú dansar Kurt?«
»Já,« sagði hann »og þess vegna ætla eg að bjóða upp þeirri
stúlkunni sem bezt skemtir sér við dansinn.«
»Nú, þú ætlar þá að dansa við mig,« sagði Helfríður.
»Nei,« sagði Kurt hlæjandi, »þú ert of hátíðleg til þessa heimsku-
lega hlaupaferils.«
Svo fór hann út á svalirnar, til að leita að Olgu og kastaði kveðju
á þau Konstönsu og Lange sem sátu þar í djúpu samtali.
»Pér viljið þá alveg neita því« segir Konstansa, »að það sé af sér-
vizkusjálfsáliti sem þér ekki viljið dansa ?«
»Já«, segir Lange, »því leyfi eg mér að neita, að eg sé neitt sér-
vizkulegur í því tilliti,« og horfði beint á hið forkunnar fríða andlit
hefðarmeyjarinnar.
»Þér viljið,« sagði hún, »heldur ekki viðurkenna það að þér hafið
nokkurn galla?«
»Pér haldið sjálfsagt,« sagði hann, »að eg sé feikilega eigingjarn,
og hugsi ekki um annað en sjálfan mig?«
»Já einmitt,« sagði hún með ertnisbrosi.
»Og því haldið þér það? ef eg má spyrja,« sagði hann. »Ér það
framferðitmitt sem veldur þeirri skoðun?«
»Já' sagðí hún, «það lítur svo út að þér séuð fullkomleikin sjálf-
ur, bæði í yðar eigin augum og einnig annara — þó ekki i mínum.«
Lange brá litum en brosti þó.
»Eg vona« sagði hann »að framtíðin muni sannfæra yður um, að þér
1 arið vilt í þessu.«
»Já,« sagði hún, »við skrifum ávalt víxla upp á framtiðina, þegar
hin yfirstandandi gerir okkur ráðalausa. Egingirnin er slæmur brestur á
hverjum manni. Og þó viljið þér ekki viðurkenna það, þrátt fyrir
alla yðar fullkomleika.*
»Leyfið mér að eg forsvari mig dálítið fyrir ákæru yðar,« sagð 1