Norðri - 23.01.1915, Blaðsíða 1
X. ár.
Akureyri, 23. janúar. 1915
1. og 2. blað
Ummælí Dana
um
stjórnarskrármálið og fánann.
Stúdentafélag í Kaupmannahöfn liafði
snemma í fyrra mánudi boðað til fund-
ar til þess að ræða ísl. mál. Ymsir
málsmetandi menn Dana voru á fund-
inum, en engir ráðherrar.
Knud Berlin var málshefjandi. Hann
taldi að Danir ættu að halda óbreyttri
setu íslands ráðherra í ríkisráðinu, flagg-
inu og sameiginlegri landhelgi. Hann
gladdist yfir falli stjórnarskármálsins og
fánans.
Schack sjóliðsforingi, sem nokkuð
hefir kynt sér íslenzk mál, þóttu Danir
hafa slakað of mikið til við íslendinga,
og ef þeir vildu eigi þýðast hið góða
þá yrði að beita valdi, þó eigi hervaldi.
/ens Sörensen þingmaður tók fram
að æskilegast væri fyrir Dani að Sig.
Eggerz sæti áfram og reynt væri af öll-
urn mætti að svæfa málið, málið mundi
sofna undir hans stjórn.
Um málið töluðu þar tveir ungir
menn, málaflutningsmaður Karsten Mey-
er og stud. polit. Kidde, töluðu þeir
báðir hlýlega til íslendinga og kváðust
geta fallist á skilnað, ef samkomulag
næðist eigi milli þjóðanna.
Pétur Zoffoníasson hefir allítarlega
skýrt frá fundi þessum í Lögréttu og
er þetta tekið úr skýrslu har.s.
Frá lausu tali sem varð við drykkju
á eftir fundinum skýrir Pétur þannig;
»Á eftir fundinum var sumbl; sátu
það stjórn félagsins og nokkrir útvaldir
fundarmenn, og af einhverri hendingu
varð eg þeirrar náðar aðnjótandi að vera
þar með. Þar var rætt um íslandsmál,
og þar voru umræðurnar fjörugri og
óþvingaðri. Próf. K. B. er maður kátur
og fjörugur, en þarna lá sérstaklegá vel
á honum; hann hafði fengið eina af
sínum heitustu óskum uppfyllta —stjórn-
arskráin var feld. Eg hef aldrei séð kát-
ari mann. En vegna þess að eg lít svo
á, að hér sé eingöngu nm framhald af
hinum fundinum að ræða, þá vil eg
skýra nokkuð frá samtalinu þar.
Hvernig dettur yður í hug að halda
fram skilnaði? sagði eg við prófessorinn.
Pér getið skilið það, að eg vil ekki
skilnað. En ef þið íslendingar vitið að
þið getið fengið hann, þá girnist þið
hann síður. Mennirnir eru nú einu sinni
á þá lund, að þeir girnast minna það
sem þeir geta fengið.
Það býst eg við að sé rétt; en allur
hávaði íslendinga kærir sig eigi um
skilnað.
Þið segið það —nei, allir íslendingar
eru eins, það er alveg sama hvað þið
kallið ykkur, heimastjórnarmenn eða
sjálfstæðismenn, takmark yklcar allra er
að gera landið óháð Danmörku — að
skilja fyr eða síðar; leiðirnar, sem þið
farið, eru aðeins mismunandi eftir hygg-
indum ykkar; þe.ir hygnari taka alt sem
þeir fá hjá okkur. Stjórnin héma er
fávís um íslenzk mál, hún veit ekkert,
mig vill hún hvorki sjá eða heyra, en
það liggur mér í léttu rúmi, því kon-
ungur og fleiri lesa það, sem eg skrifa,
og breyta nokkuð eftir því. En það er
sorglegt hvað þeir vita lítið.
Því fræðið þér þá ekki?
Eg geri það. Eii svo var Hannes
Hafstein; það er sá hættulegasti maður,
sem til er á íslandi fyrir Danmörku;
hann vefur dönsku ráðherrunum um
fingur sér og fær þá til áð ganga inn
á allra handa, sem er gersamlega óhaf-
andi.
Til dæmis stjórnarskrána?
Já, til dæmis stjórnarskrána; eg er
nokkurn veginn viss um það, að ef
hann hefði komið hingað nú, hefði
hann farið með hana staðfesta. Og hann
hefði áreiðanlega fengið fánann. Þetta
er engin ástæða hjá Zahle, hann hefur
beinlinis svikið loforð sitt til ykkar, og
satt að segja getur þessi ástæða ekki
dugað netna við börn. Það hefði verið
miklu betra að taka ástæðuna, sem eg
gaf þeim upp, að íslendingar vildu
farfána, og þetta væri aðeins trappa í
stiganum.
En fáninn fæst ekki aftur, skaut hátt-
standandi embættismaður inn í, Eftir
bestu heimildum hef eg ástæðu til að
telja það áreiðanlegt, að það mál sé
dautt.
Eg get trúað því, það kemur heim
við upplýsingar, er eg hef fengið ann-
arstaðar að, sagði K. B. En það er
leiðinlegt, hvað stjórnin er fáfróð. Það
hefur hingað til verið mín einasta von,
er Danir hafa gert vitleysu, að íslend-
ingar vildu gera enn þá stærri vitleysu.
Fyrst var sam'oandsmálið; það var gott
að það féll, það gladdi mig. Og svo
nú aftur, er Hafstein fékk þá til að
samþykkja stjórnarskrána, þá fitjið þið
uppi i skýjunum. Og svo sendið þið
hingað þennan nýja ráðherra, Sig. Egg-
erz. Þetta er ágætismaður, talar fagurt
og hugsar hátt uppi í skýunum, og fer
svo aftur heim með tóma vasa. Svona
á það að vera. Eruð þið íslendingar
ekki ánægðir núna?
Það býst eg ekki við, ætlum við sam-
þykkjum ekki frumvarpið aftur?
Ojú, og sendið svo Sig. Eggerz, Svo
verður það felt aftur óg Sig. Eggerz
situr svo'aftur »fyrst um sinn« til al-
þingis 1917 og svo áfram —svoleiðis er
íslenzka þingræðið, er það ekki ágætt!
Það væri hið bezta fyrir okkur; þá
væri það eins og gamanleikur frá upp-
hafi til enda, skaut lögfræðingur nokkur
inn í.
Það getur ekki orðið; það væri brot
á öllum þingreglum, skaut annar nokk-
ur inn í.
Best væri það, sagði sá þriðji.
Náttúrlega væri það best, sagði pró-
fessorinn, og eg gæti vel trúað því, að
sá yrðir endir þar á. Eg hef enga trú
á því, að stjórnarskráin verði samþykt
aftur, og við Danir getum ekki fengið
betri ráðherra en hr. Sig. Eggerz. Hann-
es Hafstein er að vísu ágætisinaður, en
hann er hættulegastur fyrir okkur. Nátt-
úrlega ætti nýr ráðherra að taka þar
strax við stjórn samkvæmt þingræðis-
reglunum, en vonandi þarf þess ekki,
því talsvert af stjórnmálaþrefinu þar er
valdabarátta, og því mun flokkur ráð-
herrans vilja að nann haldi áfram, og —
Það væri skömm fyrir konungsvaldið.
Já — að vísu væri það, en konungur
getur ef til vill haldið að hann fái ekki
annan, en það sem mest er um vert er,
að ráðherrann samþykkir gerð ríkisráðs-
ins þegjandi með því að sitja áfram,
það væri því best fyrir okkur.
Það getur ekki orðið.
Eg steinþagði, er umræðurnar tóku
þessa stefnu, og hlustaði aðeins á. Og
svo barst talið að utanför íslenskra þing-
manna og fleiru því um líku.
En eftir fundinum að dæma, þá voru
allir þar sammála um:
að ríkisráðssetu íslenzka ráðherrans
væri eigi hægt að breyta, en lengra
náði ekki samkomulagið, sumir, t. d.
Karsten Meyer, vildu láta samþykkja ís-
lenskan fána, og bæði hann og fleiri
töluðu um skilnað í fullri alvöru, sem
þá lausn, er væri hin bezta og heppi-
legast fyrir báðar þjóðirnar, þó þeir
vitanlega væru þess ekki fýsandi, því
eins og stud. polit. Kiddesagði: »danska
konungsvaldið minkar mikið við það.«
En allir voru þeir sammála um það,
að hið æskilegasta af öllu væri að svæfa
stjórnarskrána.s
Ummæli blaða
og þingmanna
um
stjórnarskrármálið.
i.
//vað segir Austri og Austfirðingar.
Hinir hyggnari og gæt’nari þingmenn
og forvígismenn Austfirðinga hafa enn
ekki birt skoðanir sínar um stjórnarskrár-
málið, munu þeir vafalaust vilja hugsa
málið og fara að engu óðslega, en vænta
má þess, að þeir á þessum vetri láti
uppi skoðanir sínar um málið.
Eigi hefir þó Karli Finnbogasyni,
þingm. Seyðfirðingá, fremur en vant er
þótt ástæða til að hugsa sig'lengi um,
heldur öslar hann á stað í blaðinu Austra
á gamlársdag með öfgar og ósannindi,
og bæði heimaldar og auðsjáanlega að-
fengnar vitleysur máli þessu viðvíkjandi.
Þetta gönuhlaup þingmannsins á undan
öllum öðrum þar eystra í blöðin kem-
ur nokkuð undarlega fyrir, og bendir
eigi á að hann taki tillit til, að hann er
nú orðinn þingmaður Seyðfirðinga, svo
það mun að nokkru rýra dómgreind og
vit þorpsbúa til að velja sér þingmann,
ef hinn ungi fulltrúi þeirra þyrlar upp
ákaflega miklu af öfgum og fjarstæðum
er bera þess Ijós merki, að viðkomandi
hvorki hefir skilið það sem gerðist á
þinginu í sumar né það er framfór í
ríkisráðinu f haust, eða hverjar stjórnar-
athafnir eins ráðherra geti leitt til þessjað
lionum með nokkru viti verði stefnt
fyrir landsdóm.
Mér er með öllu ókunnugt um hvort
þingmenn Austfirðinga eru þakklátir nú-
verandi ráðherra fyrir að hafa farið með
stjórnarskrármálið upp í ríkisráðið til
þess að fara með það aftur svo búinn,
en þótt þeir væru það, væri ekki rétt
af þeim að spana þingmann Seyðfirð-
inga út í forræði í þessu máli, þar sem
hann er vafalaust þeirra ófærastur til að
segja nokkuð. um þetta mál, er þjóðinni
mætti að gagni koma. Til þess að finna
þessum orðum mínum stað, vil eg minn-
ast lítið eitt á gamlársdagshugvekju þing-
mannsins.
Fyrst vítir hann miðstjórn Heima-
stjórnarflokksins fyrir það, að hún taldi
sjálfsagt að krefjast þess að stjórnarskrár-
breytingin yrði samþykt og konungsúr-
skurðurinn gefinn um gerð fánans. Svo
kemur hann með hlutdrægar dylgjur um
að Heimastjórnarmenn hafi verið linir
við að hafa fram stjórnarskrárbreyting-
una, en getur ekkert um að menn úr Sjálf-
stæðisflokknum hafi hvað eftir annað
greitt atkvæði gegn henni.
Hann bregður Heimastjórnarmönnum
um að stjórn úr flokki þeirra hafi eigi
lagt stjórnarskrármálið fyrir þing (enda
þótt þingið aldrei skoraði á hana að
gera það, en hann getur eigi um að
þingið 1909 skoraði á sjálfstæðisstjórn-
ina að undirbúa stjórnarskrármálið til
þings, sem hún þá lét undir höfuð
leggjast.
Þá fullyrðir þingmaðurinn að enginn
þingmaður í sumar hafi viljað ganga
að skilyrðum konungs fyrir samþykt
stjórnarskrárinnar, nema H. H. Þetta er
ósatt, þeir vildu að minsta kosti marg-
ir ganga að þeim með þeim skilningi,
sem þeir höfðu á málinu og látinn er
uppi í fyrirvara þingsins.
Annaðhvort af skilningsleysi eða öðru
verra heldur þingmaðurinn því fram,
að flokksmenn miðstjórnarinnar sjálfrar
hafi eigi viljað ganga að skilyrðum kon-
ungs. Það er hætt við að þingmann-
inum yrði erfitt að sanna þetta.
Þá segir þingmaðurinn að eins og
konungur hafi ætlað að fara að, »yrði
ákvæðisvaldið um það hvort sérmál ís-
lands skyldu borin upp fyrir kounngi
í ríkisráðinu eða annarstaðar lagt’ und-
ir ríkisþing Dana. Þetta er bull eitt. Kon-
ungur og íslandsráðherra hefðu ráðið
mestu um það, yrði uppburður sérmál-
anna tekinn út úr ríkisráðinu og Ríkis-
þingið hefði engan rétt fengið til að
reka málin út úr ríkisráðinu.
En segir þingm.:
»Nú hefir konungur ekki viðurkent
það, að uppburður sérmálanna fyrir
honum sé eða eigi að vera sérmál ís-
lands.« Hann ber þó hvergi á móti
því, en gefur fyllilega í skyn, að hann
líti svo á, þar sem hann segir: »Það
sem gerðist í ríkisráði 20. okt. 1913
getur eigi orðið skoðað svo, að upp-
burður íslenzkra sérmála fyrir konungi
f rfkisráði mínu sé j»ar með lagður und-