Norðri


Norðri - 23.01.1915, Qupperneq 3

Norðri - 23.01.1915, Qupperneq 3
Nr. 1-2 NORÐRl 3 Ungur og röskur maður getur fengið ársvist hjá kaupmanni frá 14. maí n. k. 200 til 300 króna kaup í boði. Maðurinn á að vera við fiskiróðra eða heyskap á sumrum, en innanhús- störf og vöru afhending á vetrum. Lysthafendur snúi sér til ritstjóra þessa blaðs, sem hefir umboð til að semja. „Heilsufræðin hans Steingríms," (íslenzkur læknir í útlöndum — Stefán Stefánsson í Aars á Jótlandi, hefir sent þessi ummæli úm „Heilsufræði" eftir Stgr. Matthíasson.) Eg geng að þvj sem vísu, að allir á íslandi, sem komnir eru til vits og ára, viti hvaða bók eg á við. Höfundurlnn sendi mér hana og varð eg, satt að segja bæði glaður og leiður yfir því. Glaður af því að það var sem tákn um hlýjan vinaranda til mín, og leiður af því, að verða að fara að lesa hana, því svo ókurteis gat eg ekki verið, að láta það vera. En fyrir okkur lækna að fara að pæla í gegnum þesskonar bækur, er líkt því sem fullorðinn maður ætti að fara að lesa upp aftur stafrofið. Jæja, eg fór nú samt að lesa og því meir sem eg las, þess meira varð eg hissa á því, hve vel honum hafði tekist að segja frá því, sem þörf var á að segja, og það svoleiðis að ekki yrði úr því ein- tómt sleggjuvit fyrir þann er les. Allur frágangur bókarinnar er í bezta lagi og myndirnar snotrar og vél valdar. Rað bezta, sem eg get sagt um bók þessa er það, að mér finst höfundinum hafa tekist fult svo vel og jafnvel betur sumstaðar, en samkynja rithöfundar í öðrum málum. Og öllum mönnum há- um sem lágum er óhætt að lesa hana spjaldanna á milli, án þess að hneiksl- ast, því »cum grane salis«, þ. e. saltið kjarninn, verður að koma sem undir- staða alls skilnings. Og í bókinni er mikill fróðleikur, þar er alt skýrt og greinilega tekið fram. 10 boðorðin í enda bókarinnar eru að sínu leyti eins góð og þörf sem 10 lagaboðorðin hans Móisesar; já, ættu að skrifast á steintöflur og hengjast upp í fordyrum kirkna I Og þegar prestarnir eru búnir að hlíða börnunum yfir hin 10 boðorðin hans Móisesar, ættu þeir að gera hið sama við boðorðiu hans St ingríms. — — — St. D. f Frú Hólmfiíður Jónsdóttir ekkja séra jóns Sveinssonar áður prests að Mælifelli andaðist hér á Akureyri 19. þ. m. 93 ára að aldri. Hún var dóttir séra Jóns Þorsteinssonar í Reykjahlíð, var mikil atgerfiskona eins og hún átti ætt til. Ein dóttir hennar er á lífi, frú Steinunn kona Árna Eiríkssonar banka- gjaldkera. Verzlunarfréttir frá Khöfn 10/is ’14. 1200 skpd. af óþurkuðum saltfiski liggur hér, og er ekki hægt að selja fyrir meira en 55 kr. skpd. Stórfiskur fullverkaður selst upp undir 100 kr. Verkaður undirmálsfiskur 85 — Verkuð ísa 75 — 8000 tn. af síld er óselt hér og fæst fyrir 22 aura kilóið. Fyrir hvíta vorull væri hægt að fá 4 kr. kiló. Fyrir haustull 2 kr. 85 aur. — Dikakjöt stendur í 85 kr. tn. og annað kjöt á 82 kr. — Þýzkt mark stendur 85 aura Bankarenta er 51/a°/o. Útlendar vörur i stórkaupum: Rúgur 24 kr. 100 kiló. Rúgmél 25 — «« — Flórmél 29 — «« — Bankabygg 3l — 32 — «« — Heil hrísgrjón 32 — «« — Kaffi kr. 1,06— 1,08 1 kiló. Hvítsykur 32 aura kilóið. Bæjarstjórnarfundur 19. þ. m. Fundinn sátu bæjarfógetinn og níu bæjarfulltrúar, nær 70 áheyrendur mættu. Tekið var fyrir: 1. Lesin kæra yfir kosningu endur- skoðenda bæjarreikninga, út af hve marg- ir atkvæðaseðlar voru gerðir ógildir, að leiðbeiningarreglur um kosninguna hafi eigi verið festir upp á kjörstaðnum o. fl. Bæjarstjórnin tók kosninguna gilda. 2. Lesin kæra yfir kosningu tveggja bæjarfulltrúa 9. þ. m. af sömu ástæðum og endurskoðendanna. Kosningin var tekin gild. 3. Úrskurðaðjr bæjarreikningarnir fyrir árið 1913. 4. Hafnað forkaupsrétti erfðafestu Magnúsar Einarssonar. Úrskurði Hafn- arreiknings frestað. 5. Benjamín Benjamínsson var tek- inn meðal annara til þess að gera við bilun vatnsleiðslunnar. 6. Samþykt var að kvikmyndafélag- ið greiði í bæjarsjóð 100 kr. fyrir mynda- sýningaleyfi 1915. 7. 3 menn voru .kosnir til að at- huga hverjar breytingar væru æskilegar á bjargráðasjóðslögunum, þeir bæjarfó- getinn, Magnús Kristjánsson og Kristján Sigurðsson. Þegar Lord Róberts ogjoffre hittust. Joffre yfirhershöfðingi Frakka kann ekki ensku og Lords Róbert gat ekki talað frönsku. Rað er mælt að það hafi verið alleinkennileg sjón að sjá þegar þeir hittust í Frakklandi, þá er Lord Róberts ko'm í heimsökn til enska hers- ins. Þeir voru að skoða herkortinn og sögðu hvorugir eitt einasta orð, en skyldu þó hvor annan með bendingum og augnaráði. F*að er sagt að Frens yfirhershöfð- ingi Breta eigi mjög bágt með að tala frönsku. »Morgunblaðið«. Tyrkir í Gyðingalandi. Herlið Tyrkja í Gyðingalandi hefir lagt hald á allar eignir enskra, rússneskra og franskra manna í Gyðingalandi. Tyrk- ir hafa einnig látið greipar sópa um útbú Credid Lyonnais í Jerúsalem og Anglo Palestine Bank. (Morgunbl.) Kósakkar. Lauslega þýtt. í Evrópustríði því sem nú geysar yfir, var það Kósakki frá Don, sem fyrstur rússneskra hermanna var sæmdur Ge- orgsorðunni fyrir hreysti og hugrekki, og það er litill vafi á því, að Kósakkar munu enn láta til sín taka í þessu stríði, því áræði þeirra og fífldirfska er óvið- jafnanleg. Hér skal skýrt frá fáeinum at- burðum, sem bera vott um líferni og hugsunarhátt Úral-Kósakkanna. Veturinn 1856 fór herforinginn Tschernjaiew herferð frá Taschkent til Buchara. Pegar hann kom að fljótinu Styr-Darja, var það hinum mestu erfið- Ieikum bundið að komast yfir um, því frost var mikið og ísrek í ánni. Hann lét svo útbúa fleka, og á þeim komust menn hestar og farangur yfrum, einungis ein fallbyssa rann af flekanum út í fljót- ið. Á þeim tímum var það talið mikið tjón að missa fallbyssu, og ákvað því yfirforinginn að tilraun skyldi gjörð til þess að ná upp aftur fallbyssunni. Petta átti að gjöra með því að smeygja kaðli utan um hana og reyna svo að draga hana að landi. Til þess að þetta hepn- ast, þurfti einhver að kafa með kaðal- inn, er hermennirnir — sem voru Úral- kósakkar — settu það ekki fyrir sig, því þeir voru vanir allskonar vosbúð og kulda. Yfirforinginn var mjög mannúð- legur og lét sér mjög ant um heilsu Kó- sakkanna, og því fyrirskipáði hann að hver sá Kósakki sem kafaði, skyldi fá stórt brennivínsstaup áður en færi og 222 »Því skyldi eg ekki mega tala um það? Eg man ennþá eftir því þegar þú bauðst að gefa mér úrið þitt, til þess við yrðum sem góðum bræðrum sæmdi.« »Fyrst þú ert að hæðast að þessn, þá segðu hvernig það var næst er við sáumst.« Evert þagði. »Pað var þegar þú varst nemandi í verkfræðisskólanum. Pú leitaði að mér, þó þú aldrei kæmir til mín annars, og fanst mig í því eg var að fara af stað til Ameríku og erindið var þá það að biðja mig að hjálpa þér. Pú hafðir mist alla þína peninga og úrið með, í spilamensku og svalli, og þorðir ekki að koma heim' til greifa Rómarhjarta, því þá hefði hanu rekið þig burt, hefði hann komist að því. Og þá gaf eg þér helminginn af ferðapeningum mínum, sem eg hafði með súrum sveita saman dregið.« »Fjögur ár var eg í Ameríku,* sagði Kurt ennfremur, »og það er ekki til neins að vera segja þér frá því, hvað eg mátti leggja á mig vegna þess, að eg lét þessa peninga til þín. Svo kom eg til Svíaríkis aftur, af þvj frændi Rómarhjarta skrifaði eftir mér til þess að reisa þessar nýju bygg- ingar á Stúrissjó. Eg varð þess brátt var, að þú reyndir til þess að mæta mér ekki. En þó komstu á minn fund, það er að segja, að Lange neyddi þig til þess, þegar^hann gat ekki haft þig lengur á verksmiðju sinni, fyrir þínum ómenzku hrekkjabrögðum. Pá aðvaraði eg þig fyrir því, að þú skyldir ekki flekka mannorð okkar nafns, er eg ber með sóma en þú með skömm. Og nú aðvara eg þig enn. Gættu að þér! Pú hafðir í gær búið til svo lúalega aðferð til þess að skemma álit hins heiðar- legasta marins, að mig hryllir við því. Pú lést hvergi nærri koma. En undir eins og Rómarhjarta^hafði sagt mér söguna, gat eg strax getið mér til um samhengið á því. Eg aðvara þig: ef þú nokkurntíma hefir með þesskonar hluti að gera sem í gær, þá sver eg þér það við æru mína, að eg skal mola þig svo í sundur, að þú verðir ekki skaSlegur þaðan af.« Eftir dálitla þögn segir hann ennfremur: »Pú ætlar að giftast Olgu. Sjálfsagt til þess að ná í peninga. Eg ræð þér til þess að gjöra hana ekki ófarsæla, því annars hefui eg hennar. 219 »Þú ert viðbjóðslegur!« sagði Olga og þrýsti höndunum að brjóst- inu, eins og^hún ætlaði að springa af geðshræringu. »Pað er syud að segja að þújsmaðrir fyrir mér,« sagði Evert og rétti henni glas af vatni. »Reyndu að verða rólegri, því annars getur mér auðveldlega dottið það í hug, að það séu einhverjar annarskonar tilfinningat hjá þér til þessa grafarræningja. Pað er uppgötvun, sem þú helzt ættir ekki aðjáta mig gera.« Olga tók vatnsglasið og tæmdi það. »Leyfir þú eg reiki ?« sagði hann, tekur vindil og kveikir í honum án þess að bíða eftir svari,§opnar svo glugga og horfir rólegur, reykj- andi út um hann. Olga gekk þegjandi til og^frá um gólfið,CTmeðan hún’var að ná sér. Þegar hún loksins var komin nokkurnvegin L’jafnvægi, snýr hún sér að Evert og segir við hann í svo ísköldum tón og alvarlegum,’ að Evert varð hálfhverft við: »Það er ekki til neins að vera að tala um það, hvernig'þú hefir farið að þvLað fara í kringum loforð þitt. Þú getur á margan hátt látið það sýnast svo, að þú hafið haldið þínjorð. En við skulum heldur tala um framtíðina. Taktu nú vel eftir hvað eg segi, sem mína föstu og ó- íjúfandi ákvörðun: Ef þú nokkurntíma á nokkurn hátt, beinlínis eða ó- beinlínis,‘asjálfur eða gegnum aðra, reynir að gera ívari ilt svo að hann yrði kanske að’flytja héðan, tek eg loforð mitt við þig aftur, og giftist þérltekki. Hvaða afleiðingar það getur haft fyrir okkur bæði, er^ mér al- veg sama um. Par næst set eg það upp við þig, að við strax eftir gift- inguna flytjum héðan burt. Og hið þriðja er það, að þú, klukkutíma áður en við erum vígð, fáir mér það, sem þú hótaðir einusinni að gera verkfræðingnum ilt með; veigriðu þér við þessu, verður ekkert úr vígslunni.« Evert horfði lengi þegjandi á Olgu. Var þetta sú sama Olga, hin barnslega og blíða Olga, sem hann hafði valið sér til þeas, að svala heftidargirnd sinni á öðrum og vissi að hún var á hans valdi þetta létt- lynda og lífsglaða barn. Loksins segir hann: »Pér er sannarlega ant um'þenna mann, þegar þú hans vegna setur upp svona skilmála við mig.«

x

Norðri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.